Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 57
VW Golf 1996 Vél 1800cc, 5 dyra,
sjálfsk., rafm. í speglum, auka-
dekk á álfelgum. Dekurbíll! Verð
330 þ. Uppl. í síma 695 3903.
VW Bora 1600 árg. 2002, ekinn
49 þ. km, 16" heilsársdekk. Bein-
skiptur. 100% viðhald hjá umboði.
Fallegur reyklaus bíll í toppstandi.
Verð kr. 1.100 þús. Uppl. í síma
820 5289.
Toyota Land Cruiser 120 GX
árg. 5/2004 til sölu. Dísel, comm-
on-rail, sjálfskiptur, dökkblár, ek.
37 þús, dráttarkrókur, samlit
húddhlíf. Engin skipti.
Uppl. í síma 893 5179.
Til sölu. Man Lion star, árg. '97
Ek. 350 þ. km. 53 farþega. Skipti
möguleg. Uppl. í s. 894 3765.
Til sölu Infiniti árg. 2004.
Er með flottan Infiniti 3,5 FX, fjór-
hjóladrifinn, árg. 2004 ekinn 22 þ.
km. Einn með öllu. ABS hemlar,
armpúði, álfelgur, fjarstýrðar
samlæsingar, geislaspilari m. 6
diska magasíni., glertopplúga,
höfuðpúðar aftan, innspýting, leð-
uráklæði, líknarbelgir, loftkæling,
rafdrifin sæti, rafdrifnar rúður,
rafdrifnir speglar, vindskeið/
spoiler, vökvastýri, xenon aðal-
ljós, þakbogar, 20" felgur. Ásett
verð á bílasölum er allt að 5,4 m.
Þessi fæst á fráb. verði gegn
staðgr. 4,0 m. Upplýsingar í sím-
um 899 1882 og 699 1658.
Bílar Til sölu 3 gamlir en góðir: Hús-
bíll, Benz 309 1988. Dodge Weap-
on árg. 1953. Cadillac 2ja dyra
hard top árg. 1955. Uppl. í síma
864 2009.
Óska eftir MMC Lancer GLXI
1600 árg. 1993 til niðurrifs.
Uppl. í síma 692 4284.
Ódýr, lítið ekinn Hyundai Sonata
2,0, GLS, árg. 1996. Óryðgaður
toppbíll. Sk. '07, ek. 110 þús. 5
gíra, 4ra dyra, nýlegt tímareima-
sett. Verð 350 þús. Uppl. í síma
690 2577.
Nýr Mercedes Benz Sprinter
grindarbíll. 616 CDI, sjálfskiptur,
156 hö, langur, hlaðinn aukahlut-
um.
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
Nýr Mercedes Benz Sprinter
316 CDI maxi til sölu. Sjálfskipt-
ur, ESP, samlæsingar með fjar-
stýringu, forhitari o.fl.
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
Nýr Mercedes Benz Sprinter
316 CDI (Freightleiner). Sjálf-
skiptur, ESP, millilengd.
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
MMC Pajero GLS turbo dísel
árg. 1999, 33", sjálfsk., ek. aðeins
120 þús. km, nýlega yfirfarinn, ný
túrbína o.fl., 7 manna, topplúga.
Ath. sk. á ódýrari, bílalán. Verð
1.990 þús. Upplýsingar í síma
690 2577.
MMC Pajero árg. '92 ek. 180 þ.
km. Stuttur, beinsk. V6 3.0l. Sk.
'07. Verð 280 þús. staðgreitt.
S. 898 7145.
MIKIL SALA. BÍLAR OG MÓ-
TORHJÓL ÓSKAST
Vantar allar gerðir bíla og mótor-
hjóla á staðinn og sérstaklega
dýrari bíla í glæsilegan 700 m2
innisal.
100 bílar ehf., Funahöfða 1,
s. 517-9999. www.100bilar.is
Landcruiser árg. '02 ek. 125 þ.
km Fór á götuna í des. '02. Glæsi-
vagn með öllum þægindum, tölv-
uleiðsögukerfi, lituðu gleri, drátt-
arkrók o.fl. Verð 4,9 millj. Skipti
á ódýrari. S. 896 9898.
Gæjalegasta Opel Corsan í
bænum til sölu. Árgerð 1999. Ek-
inn 97 þús. km. Álfelgur, litað
gler, spoiler, topplúga. Ný tíma-
reim og vatnsdæla. Verð 350.000.
Uppl. í síma 847 7466.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Ford Explorer XLT árg. '02
Ford Explorer XLT '02, 4L, V6,
hraðast., geislasp. o.m.fl. Ekinn
92 þ. mílur, er í mjög góðu standi.
ATH! Verð 2.290 þús. Skipti á dýr-
ari amerískum. S. 462 2123.
Chrysler PT Cruiser 2005.
Ekinn 4 þús. 2,4 vél, sjálfskiptur,
fram- hjóladrif, 17" krómfelgur og
breið dekk + aukadekk. Verð: til-
boð. Uppl. í síma 899 2005.
Smáauglýsingar
sími 569 1100
Nei, ágæti lesandi, fyrirsögnin er
ekki um íslensku sveitarstjórnar-
kosningarnar sem eru framundan.
Hún er um allt aðrar kosningar, val
fulltrúaþings FIDE 2.–4. júní næst-
komandi í Tórínó á Ítalíu á forseta
samtakanna til næstu tveggja ára.
Frambjóðendurnir eru tveir, annars
vegar núverandi forseti, Rússinn
Kirzan Iljumzhinov, og hins vegar
Belginn Bessel Kok. Frambjóðend-
urnir eru um margt ólíkir og að bera
þá saman er eins og að horfa á liti
skákborðsins, hvítt og svart.
Kirzan hefur verið forseti FIDE í
ellefu ár og á sama tíma verið forseti
sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu í
Rússlandi. Eins og aðrir rússneskir
héraðshöfðingar hefur hann verið
bendlaður við ýmsa misjafna starf-
semi án þess að nokkrar sönnur hafi
verið færðar fyrir slíkum ásökunum
fyrir dómstólum. Hann hefur eytt
umtalsverðu fé í skákina og án efa
hefur ríkiskassi Kalmykíu orðið þess
áþreifanlega var. Árið 1996 var haldið
heimsmeistaraeinvígi Karpovs og
Kamsky í Elista, höfuðborg lýðveld-
isins, og tveimur árum síðar var
miklu fé varið í að reisa byggingar
fyrir ólympíumótið í skák. Síðan þá
hafa tiltölulega fá mót verið haldin í
landi hinna gestrisnu Kalmyka.
Bessel Kok stóð að samtökum at-
vinnuskákmanna á níunda áratug síð-
ustu aldar og útvegaði fjármagn fyrir
röð heimsbikarmóta þar sem bestu
skákmenn heims höfðu þátttökurétt.
Þegar þessi samtök, GMA, leystust
upp eftir brotthvarf Kasparovs dró
Kok sig að mestu leyti í hlé frá skák-
stjórnmálum en á undanförnum ár-
um hefur hann sem áhrifamaður inn-
an öflugra fyrirtækja á tékkneska
fjarskiptamarkaðnum komið mörg-
um öflugum alþjóðlegum skákvið-
burðum á koppinn. Kosningabarátta
Koks nefnist Hreinar hendur og er
helsta markmiðið að uppræta meinta
spillingu innan FIDE og auka
gegnsæi samtakanna. Markmiðið er
m.a. að auka veg og virðingu skák-
arinnar hjá fjársterkum aðilum og að
útbreiðsla hennar verði öflugri. Þessi
tónn hefur m.a. gert það að verkum
að mörg skáksambönd í Evrópu, þar
sem skák er vinsælust, hafa ákveðið
að styðja við bakið á framboði Koks.
Árið 2002 var haldið afar öflugt
mót í Prag sem kennt var við síma-
fyrirtækið Eurotel þar sem m.a.
Garry Kasparov og Anatoly Karpov
voru á meðal þátttakenda. Kok ásamt
öðrum tókst að fá Vladimir Kramnik,
Kasparov og FIDE að samninga-
borðinu þar sem áætlun var sett á
blað um að sameina heimsmeistara-
titlana í skák. Hugmyndin var að
heimsmeistari FIDE myndi tefla ein-
vígi við Kasparov og sigurvegari þess
einvígis myndi síðan í sameiningar-
einvígi etja kappi við sigurvega í ein-
vígi Kramniks og áskoranda hans.
Eins og flestir vita gekk þessi áætlun
ekki upp af margvíslegum ástæðum.
Kramnik tefldi sitt einvígi og hélt titli
sínum á jöfnu gegn Peter Leko á
meðan Kasparov tefldi aldrei einvígi
við heimsmeistara FIDE og hætti að
lokum sem atvinnumaður í skák fyrir
einu ári.
Það blandast fáum hugur um að
það hefur staðið skákhreyfingunni
fyrir þrifum að til séu tveir heims-
meistaratitlar, annars vegar FIDE
og hins vegar sá titill sem Kramnik
ber. Það ætti af þeim sökum að vera
mörgum skákáhugamönnum fagnað-
arefni að Kirzan og FIDE gáfu ný-
lega út yfirlýsingu um að sameining-
areinvígið langþráða færi fram
næstkomandi haust í Elista og að
bæði núverandi heimsmeistari
FIDE, Topalov, og Kramnik hefðu
ritað undir samninga þess efnis.
Verðlaunasjóðurinn verður ein millj-
ón dollara og hefur Kirzan persónu-
lega lofað að fjármagnið standi kepp-
endum til boða. Reglur einvígisins
eru á þá lund að tefla á 12 skákir og
sá sem tapar því fær ekki þátttöku-
rétt í heimsmeistarakeppni FIDE
haustið 2007 en fyrirhugað er að
halda hana í Mexíkó þar sem átta
skákmenn munu tefla tvöfalda um-
ferð og sigurvegarinn standa uppi
sem heimsmeistari.
Kok hefur vakið athygli á nokkrum
spurningum sem vakna við þessar
fyrirætlanir. Fyrsta spurningin er
hvað gerist ef Kirzan tapar kosning-
unum í júní? Verður þá staðið við
þessar fyrirætlanir? Er búið að færa
peninga til FIDE svo að hægt verði
að standa við samningana? Annað
sem Kok finnst sérkennilegt er að sá
sem tapar einvíginu fær ekki þátt-
tökurétt í næstu heimsmeistara-
keppni. Sérstaklega er þetta um-
hugsunarvert ef svo færi að
núverandi stigahæsti skákmaður
heims, Veselin Topalov, myndi tapa
einvíginu. Yrði hann þá að bíða í tvö
ár áður en hann fengi aftur færi á að
verða heimsmeistari?
Nýjasta útspilið í baráttunni um
FIDE ber þess merki að annaðhvort
er um kosningabrellu að ræða eða að
draumur er að rætast. Í því samhengi
verður að hafa í huga að á fulltrúa-
þingi FIDE hafa atkvæði stórþjóða í
skák jafnmikið vægi og ríkja þar sem
fáir tefla. Vígstaða núverandi forseta
er að öllum líkindum sterk en þó
varla jafn öflug og Karpov lýsti henni
fyrir skömmu í viðtali en þar fullyrti
hann að það væru 100% líkur á að
Kirzan ynni kosningarnar. Fyrir þá
sem vilja hreinar hendur er sú spá
jafndimmleit og skítugar hendur.
Gylfi sigraði á minningarmóti
um Jóhann Snorrason
Gylfi Þórhallsson (2.187) fékk 5½
vinning af sjö mögulegum eins og
þeir Halldór B. Halldórsson (2.226)
og alþjóðlegi meistarinn Jón Garðar
Viðarsson (2.307) á minningarmóti
um Jóhann Snorrason sem fram fór
um páskana á Akureyri. Gylfi varð
sigurvegari mótsins eftir stigaút-
reikning en alls tóku 24 skákmenn
þátt. Hinn ellefu ára Mikael Jóhann
Karlsson varð efstur í unglingaflokki
en í flokki 50 ára og eldri varð Áskell
Örn Kárason (2.259) hlutskarpastur.
Smári Ólafsson (1.845) varð efstur
skákmanna með skákstig á bilinu
1800–2000 en Ágúst Bragi Björnsson
(1.745) og Sveinbjörn Sigurðsson
(1.725) urðu efstir í flokki skákmanna
með 1.799 stig og minna. Nánari upp-
lýsingar um mótið er að finna á
www.skak.is.
Kosningabrella eða er
draumur að rætast?
SKÁK
Fulltrúaþing FIDE
KOSNINGAR UM FORSETA FIDE
2.–4. JÚNÍ 2006
daggi@internet.is
Helgi Áss Grétarsson
Við gerð Prag-samkomulagsins árið 2002, t.v., Kramnik, Kok, Kirzan, Kasparov og Karpov.
FRÉTTIR
Orþodox-
kirkjan
heldur páska
hátíðlega
RÚSSNESKA rétttrúnaðarkirkjan
á Íslandi heldur á sunnudaginn há-
tíðlega páskahátíðina en vorhá-
tíðin – páskar er aðaltrúarhátíð
Austurkirkjunnar.
Í kvöld verður miðnæturmessa í
Dómkirkjunni við Austurvöll og
hefst guðsþjónustan kl. 23.50.
Verður helgiganga að fornum sið í
kringum kirkjuna og er það prest-
ur safnaðarins faðir Tímofei Zolo-
túsky sem fer í fararbroddi.
Auk þess koma hingað til lands
söngkonur frá rétttrúnaðarsöfn-
uðinum í Finnlandi og munu þær
styrkja kórinn þar sem fyrir eru
Rússar, Serbar, Búlgarar, Grikkir
og fleiri orþodoxtrúar búsettir hér
á landi.
Á morgun, sunnudag kl. 17.00
heldur sami söfnuður páska-
samkomu og tónlistarskemmtun
þar sem fyrrnefndir tónlistarmenn
og barnakór koma fram. Atburð-
irnir sem skipulagðir eru í sam-
starfi við sendiráð Rússlands fara
fram í sal MÍR, Menningartengsla
Íslands og Rússlands, Hverfisgötu
105, 1. hæð.
Á mánudaginn 24. apríl kl. 18:00
heldur faðir Tímofei erindi á sama
stað um páskahátíðina og stöðu
kirkjunnar í Rússlandi sem þýtt
verður á íslensku.
Að lokinni menningardagskrá
hefst kynning á Rússlandsferð sem
félagið MÍR í samvinnu við
Bjarmaland ferðaskrifstofu stend-
ur fyrir 6. september en í haust
hefst beint flug frá Keflavík til
Pétursborgar (KEF – LED) og
tekur félagið MÍR þátt í jómfrúar-
fluginu, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
NAFN ljósmyndara myndar af sum-
argleði Tónabæjar í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum sem birt var í
blaðinu í gær, misritaðist. Ljós-
myndarinn heitir Hrönn Axelsdóttir.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Leiðrétt
Rangt nafn