Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 29 DAGLEGT LÍF Í APRÍL kollen-hótelinu, það stendur 350 metra ofar en miðbærinn og er út- sýnið þaðan yfir borgina frábært á góðum degi. Elsti hluti hótelsins er yfir hundrað ára gamall og glæsi- legur eftir því. Ef skroppið er í skíðaferð er gott að gista á hótelinu því stutt er í skíðabrekkurnar og Holmenkollen skíðastökkpallurinn er í göngufæri. Sem ferðamaður í Ósló borgar sig að kaupa Óslóarpassa, hann gildir í allar almenningssamgöngur og í öll bílastæði, inn á öll söfn og útsýn- isstaði, veitir afslátt af bílaleigu og leigu á útivistarbúnaði auk margs fleira. Noregur er fallegt land og eftir skoðunarferð í Ósló væri sniðugt að leigja sér bíl og keyra um firði Nor- egs sem eru margir hverjir hreinar náttúruperlur. Við Akerbrygge eru margir áhugaverðir veitingastaðir og krár auk verslana. Þar iðar allt af lífi um leið og sól sést á himni. Flugfélagið SAS/Braathens hóf flug á milli Óslóar og Keflavíkur nýverið og mun fljúga á milli þrisv- ar í viku, á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum, fram á haust. Verðinu er haldið í lágmarki og er hægt að kaupa aðra leiðina á um 8.000 kr. Farrýmin eru þrjú og mismunandi þjónustustig á hverju fyrir sig. Það er Business Class og Economy Flex og svo er Economy sem er ódýrasta farýmið en þar þurfa far- þegar að kaupa matinn á flugleið- inni. Flugið til Óslóar frá Keflavík tekur tvo og hálfan tíma. Nánari upplýsingar um Óslóarflug SAS má finna á www. flysas.is Ef þú ert á leið til Ósló kíktu þá á: www.visitoslo.com EITT af sumartáknunum í Gauta- borg er hálfmaraþonið sem þar er haldið árlega um miðjan maí. Að þessu sinni verður Göteborgsvarvet haldið 13. maí nk. Hálfmaraþonið var haldið í fyrsta skipti í Gautaborg árið 1980 í sól og 30 stiga hita. Á þessum árstíma er svo mikill hiti þó ekki algengur, en sumarið verður vissulega komið í Svíþjóð. Í ár stefnir skráningin í 35 þúsund en nú fer hver að verða síð- astur að skrá sig til leiks. Þátttak- endur eru karlar og konur, keppn- ishlauparar og leikmenn, af öllum þjóðernum. Alltaf eru einhverjir Ís- lendingar sem taka þátt. Margir búa í Gautaborg og nágrenni, ýmsir koma frá öðrum stöðum í Svíþjóð og til er í dæminu að fólk komi frá Ís- landi til að taka þátt í hálfmaraþon- inu. Hugsanlegir þátttakendur verða þó að leggja á sig langferð til að komast til Gautaborgar því beint flug frá Íslandi hefst ekki fyrr en 17. maí. Árvisst sumartákn  GAUTABORG www.goteborgsvarvet.se 19.800 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. mars 2006.frá Fullkomið frí Hjá Gísla Jónssyni færðu Camp-let tjaldvagna og Dethleffs hjólhýsin. Kostagripir sem vandað hefur verið til í hólf og gólf. Camp-let tjaldvagninn hefur verið á markaðnum hér í áratugi og reynst frábærlega. Dethleffs hjólhýsin er sennilega þau vönduðustu sem Gísli Jónsson hefur selt en ekkert fyrirtæki hefur jafn langa reynslu í sölu hjólhýsa hér á landi. Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Komdu og skoðaðu nýju Dethleffs hjólhýsin í krók og kima. Þá sérðu að þau hafa yfirburði í gæðum. Öll Dethleffs hjólhýsin okkar koma með sérstökum aukabúnaði. Savanne frá Camp-let er nýr og spennandi kostur. Léttur og sterkur, fallegt nýtt fortjald, auðveldur í tjöldun, 13" dekk og margt fleira gera Savanne að einhverri skemmtilegustu nýjung á sviði tjaldvagna til margra ára. Isabella. Fallegu fortjöldin á hjólhýsi og fellihýsi. Isabella Flex. Nýja, hentuga skjóltjaldið. Verð 24.900 kr. NÍU nýir listaverkasalir Konungs- hallarinnar í Madríd hafa verið opnaðir fyrir almenningi. Þar eru m.a. sýnd verk eftir listmálarana Velazques og Caravaggio, alls sjö- tíu verk eftir gamla meistara. Í fréttabréfinu Spaniabulletinen kemur fram að á göngu um þessa sýningu sé hægt að skoða breyt- ingar á málaralistinni frá 15.–20. öld. Hægt er að fá leiðsögn um sýninguna sem m.a. hefur verið sett upp í svefnherbergi prinsess- unnar Isabel de Borbon sem bjó í höllinni til ársins 1901.  FERÐALÖG | Konungshöllin í Madríd Listaverkasalir nú opnir almenningi  El Palacio Real De Madrid (Kon- ungshöllin í Madríd) Strætisvagnar nr.: 3, 25, 39 og 148. Lest: Opera (L2 og 5) Opið: mánudag til laugardags kl. 9.30–17.00, sunnudaga og helgi- daga, kl. 9.00–14.00. www.patrimonionacional.es/ home.htm www.esmadrid.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.