Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 29
DAGLEGT LÍF Í APRÍL
kollen-hótelinu, það stendur 350
metra ofar en miðbærinn og er út-
sýnið þaðan yfir borgina frábært á
góðum degi. Elsti hluti hótelsins er
yfir hundrað ára gamall og glæsi-
legur eftir því. Ef skroppið er í
skíðaferð er gott að gista á hótelinu
því stutt er í skíðabrekkurnar og
Holmenkollen skíðastökkpallurinn
er í göngufæri.
Sem ferðamaður í Ósló borgar sig
að kaupa Óslóarpassa, hann gildir í
allar almenningssamgöngur og í öll
bílastæði, inn á öll söfn og útsýn-
isstaði, veitir afslátt af bílaleigu og
leigu á útivistarbúnaði auk margs
fleira.
Noregur er fallegt land og eftir
skoðunarferð í Ósló væri sniðugt að
leigja sér bíl og keyra um firði Nor-
egs sem eru margir hverjir hreinar
náttúruperlur.
Við Akerbrygge eru margir áhugaverðir veitingastaðir og krár auk verslana. Þar iðar allt af lífi um leið og sól sést á himni.
Flugfélagið SAS/Braathens hóf
flug á milli Óslóar og Keflavíkur
nýverið og mun fljúga á milli þrisv-
ar í viku, á mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum, fram á
haust. Verðinu er haldið í lágmarki
og er hægt að kaupa aðra leiðina á
um 8.000 kr.
Farrýmin eru þrjú og mismunandi
þjónustustig á hverju fyrir sig. Það
er Business Class og Economy
Flex og svo er Economy sem er
ódýrasta farýmið en þar þurfa far-
þegar að kaupa matinn á flugleið-
inni.
Flugið til Óslóar frá Keflavík tekur
tvo og hálfan tíma.
Nánari upplýsingar um Óslóarflug
SAS má finna á www. flysas.is
Ef þú ert á leið til Ósló kíktu þá á:
www.visitoslo.com
EITT af sumartáknunum í Gauta-
borg er hálfmaraþonið sem þar er
haldið árlega um miðjan maí. Að
þessu sinni verður Göteborgsvarvet
haldið 13. maí nk.
Hálfmaraþonið var haldið í fyrsta
skipti í Gautaborg árið 1980 í sól og
30 stiga hita. Á þessum árstíma er
svo mikill hiti þó ekki algengur, en
sumarið verður vissulega komið í
Svíþjóð. Í ár stefnir skráningin í 35
þúsund en nú fer hver að verða síð-
astur að skrá sig til leiks. Þátttak-
endur eru karlar og konur, keppn-
ishlauparar og leikmenn, af öllum
þjóðernum. Alltaf eru einhverjir Ís-
lendingar sem taka þátt. Margir búa
í Gautaborg og nágrenni, ýmsir
koma frá öðrum stöðum í Svíþjóð og
til er í dæminu að fólk komi frá Ís-
landi til að taka þátt í hálfmaraþon-
inu. Hugsanlegir þátttakendur
verða þó að leggja á sig langferð til
að komast til Gautaborgar því beint
flug frá Íslandi hefst ekki fyrr en 17.
maí.
Árvisst
sumartákn
GAUTABORG
www.goteborgsvarvet.se
19.800
Vika í Danmörku
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
15
83
03
/2
00
6
Bíll úr flokki A
50 50 600 • www.hertz.is
*
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
*Verð miðað við gengi 1. mars 2006.frá
Fullkomið frí
Hjá Gísla Jónssyni færðu Camp-let tjaldvagna og Dethleffs hjólhýsin.
Kostagripir sem vandað hefur verið til í hólf og gólf. Camp-let tjaldvagninn hefur verið á markaðnum
hér í áratugi og reynst frábærlega. Dethleffs hjólhýsin er sennilega þau vönduðustu sem Gísli Jónsson
hefur selt en ekkert fyrirtæki hefur jafn langa reynslu í sölu hjólhýsa hér á landi.
Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is
Komdu og skoðaðu nýju Dethleffs hjólhýsin í krók og
kima. Þá sérðu að þau hafa yfirburði í gæðum. Öll Dethleffs
hjólhýsin okkar koma með sérstökum aukabúnaði.
Savanne frá Camp-let er nýr og spennandi kostur. Léttur og sterkur, fallegt nýtt fortjald, auðveldur í tjöldun,
13" dekk og margt fleira gera Savanne að einhverri skemmtilegustu nýjung á sviði tjaldvagna til margra ára.
Isabella. Fallegu fortjöldin á hjólhýsi og fellihýsi.
Isabella Flex.
Nýja, hentuga skjóltjaldið. Verð 24.900 kr.
NÍU nýir listaverkasalir Konungs-
hallarinnar í Madríd hafa verið
opnaðir fyrir almenningi. Þar eru
m.a. sýnd verk eftir listmálarana
Velazques og Caravaggio, alls sjö-
tíu verk eftir gamla meistara. Í
fréttabréfinu Spaniabulletinen
kemur fram að á göngu um þessa
sýningu sé hægt að skoða breyt-
ingar á málaralistinni frá 15.–20.
öld. Hægt er að fá leiðsögn um
sýninguna sem m.a. hefur verið
sett upp í svefnherbergi prinsess-
unnar Isabel de Borbon sem bjó í
höllinni til ársins 1901.
FERÐALÖG | Konungshöllin í Madríd
Listaverkasalir
nú opnir almenningi
El Palacio Real De Madrid (Kon-
ungshöllin í Madríd)
Strætisvagnar nr.: 3, 25, 39 og
148.
Lest: Opera (L2 og 5)
Opið: mánudag til laugardags kl.
9.30–17.00, sunnudaga og helgi-
daga, kl. 9.00–14.00.
www.patrimonionacional.es/
home.htm www.esmadrid.com