Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mundu mig …
á morgun
Ferkantaðar og litríkar
minningarbækur leynast
víða í kjallarageymslum
og á háaloftum.
ODDEYRI, dótturfyrirtæki Sam-
herja, hyggst ala að jafnaði um 300
tonn af lúðu í Eldisstöð sinni í Öxar-
firði. Seiði til áframeldis fær fyrir-
tækið frá Fiskeldi Eyjafjarðar. Jafn-
framt er ætlunin að auka bleikjueldi
verulega og þorskeldi er einnig í
gangi.
Oddeyri kynnti nýlega breyttar
áherzlur í starfsemi sinni í fiskeldi.
Ákveðið hafði verið að draga
stórlega úr laxeldi í Mjóafirði, en
nú hefur verið tekin sú ákvörðun
að halda því áfram í meiri mæli en
áður var ætlað.
Fyrirtækið hefur tekið saman
framtíðaráform sín í þessu efn-
um og kynnir þau með eftirfarandi
hætti:
Bleikja
„Undanfarin ár hefur verið ágæt-
ur vöxtur í framleiðslu eldisbleikju
hérlendis. Samhliða hefur verið unn-
ið að kynbótum á stofninum hjá
tveimur aðilum hérlendis og gæði
eldisstofnsins aukast. Það er mark-
mið okkar að slátra helmingi fram-
leiðslunnar í um eins kílós þyngd
tveimur árum eftir að startfóðrun
hefst. Þessum árangri höfum við náð
á yfirstandandi ári með einstaka
hópa en kynbætur eru lykilatriði til
að ná sambærilegum árangri hvað
varðar framleiðsluna í heild.
Íslendingar hafa sérstöðu í eldi
sjávarbleikju vegna mikils aðgangs
að ósöltu vatni í stórum landstöðv-
um. Slíkur aðgangur er ekki algeng-
ur hjá samkeppnisþjóðum okkar og
takmarkar vöxt annarra landa í eldi
þessarar tegundar. Fyrir vikið höf-
um við ákveðna sérstöðu á heims-
markaði og hana verðum við að
vernda með öflugu markaðsstarfi.
Með stækkun markaðarins munum
við jafnframt geta aukið eldi okkar
hérlendis.
Oddeyri mun verða með bleikju-
eldi á þremur stöðum á landinu: Í
Öxarfirði, á Stað í
Grindavík og
á Vatns-
leysu.
Seiði fyrir eld-
ið verða alin í 4
seiðastöðvum og vinnsla fyrir fersk-
ar og frystar bleikjuafurðir frá félag-
inu verður í Grindavík. Hrogn og
smáseiði verða keypt af Stofnfiski og
Hólaskóla en báðir aðilar hafa unnið
mikið starf á sviði kynbóta í bleikju.
Það er mat okkar að með þessum
stöðvum munum við ná að byggja
upp öflugt og gott bleikjueldi, sem
muni framleiða gæðaafurðir fyrir er-
lendan markað allt árið um kring.
Lúða
Fiskeldi Eyjafjarðar (FISKEY)
hefur um árabil verið stærsti fram-
leiðandi lúðuseiða í heiminum.
Nokkrir rekstrarörðugleikar hafa
verið hjá félaginu undanfarin ár af
ýmsum ástæðum. FISKEY hefur nú
hætt matfiskaeldi á landi en snúið
sér þess í stað einvörðungu að kyn-
bótum og seiðaeldi á lúðu þar sem
FISKEY er óumdeilt besti framleið-
andi lúðuseiða í heiminum. Tilraunir
með matfiskaeldi á lúðu í Öxarfirði
hafa gengið mjög vel og er vöxtur
lúðu þar með því besta sem þekkist.
Eldi lúðu frá 5 gramma stærð í 3
kílóa sláturstærð tekur rúm tvö ár,
sem er einu ári styttri tími en aðrar
tilraunir, sem gerðar hafa verið hér-
lendis.
Lúða
Í Öxarfirði er stefnt að
því að ala a.m.k. 300
tonn af lúðu árlega og
vera í nánu samstarfi
við FISKEY varðandi
kynbætur og val á klakfiski.
Með þessu samstarfi teljum við að
FISKEY hafi tryggan aðgang að
klakfiski og öllum upplýsingum
varðandi áframeldið sem er fyrir-
tækinu nauðsynlegt. Í Öxarfirði nýt-
um við okkur kosti jarðvarma og sjó-
gæða til að reka arðsamt matfiska-
eldi á lúðu.
Þorskur
Ljóst er að nokkur ár eru enn í að
aleldi á þorski verði arðsamt hér-
lendis. Íslendingar eru þorskveiði-
þjóð og hafa mikla þekkingu á
vinnslu og markaðssetningu þorsks.
Þar liggja bæði verðmæti og tæki-
færi hvað þorskeldi varðar og við
höfum fulla trú á því að þessi grein
eldis þurfi að vera stór hér á landi í
framtíðinni. Með veglegri aðkomu
ríkisins að þróun í seiðaframleiðslu
til langs tíma höfum við ákveðið að
færa þorskeldi Síldarvinnslunnar
inn í Sæsilfur með eflingu í huga og
taka þannig þátt í þorskeldi.“
Stefna að eldi 300
tonna af lúðu á ári
ÚR VERINU
RÍFLEGA tugur Svía starfar nú hjá
frystihúsi Samherja á Dalvík, en
þar starfar auk Íslendinga, fólk af
ýmsu þjóðerni. Mikil vinna er í
frystihúsinu og fer stöðugt meira af
fiski í gegnum það.
Svarfdælska blaðið Norðurslóð
segir frá þessu og í nýjasta tölu-
blaði þess er rætt við tvo unga Svía,
þau Caroline og Erik Bergman.
Þau láta vel af vinnunni og dvölinni
á Dalvík, segja uppgripin mikil og
aðbúnað góðan.
„Við fréttum frá vinkonu okkar
sem hefur unnið í fiski hér að það
vantaði fólk í fiskvinnu. Það er
mjög mikið um það í Svíþjóð að
ungt fólk fari í fiskvinnu til Noregs
um þessar mundir. Ekki eins marg-
ir vita af Íslandi en það er þó að
breytast og fleira og fleira fólk sem
kemur hingað. Það er ekki mikla
vinnu að hafa fyrir ófaglært fólk í
Svíþjóð og það sem býðst er mjög
illa launað. Raunar er erfitt um at-
vinnu fyrir faglært fólk líka. Við
komum hingað aðallega vegna
launanna. Það er hægt að hafa
mjög vel upp hérna, bæði er kaupið
gott og nóg vinna og þá eyðum við
sáralitlu. Við búum í ódýru húsnæði
á heimavistinni og það er ekki
margt sem hægt er að eyða pen-
ingum í hérna,“ segja þau í samtali
við Norðurslóð.
Þau segja að ef eitthvað sé, séu
tekjurnar meiri en þau höfðu reikn-
að með, en hafa nokkrar áhyggjur
af gengislækkun íslenzku krón-
unnar. Þau hafa kynnzt fólki á Dal-
vík, bæði heimamönnum og farand-
verkafólki og segja að þeir á frysti-
húsinu hafi reynzt þeim mjög vel.
Þau ætla að taka sér frí í sumar, en
koma aftur til Dalvíkur í fiskinn í
haust.
Ljósmynd/Norðurslóð
Fiskur Caroline og Erik Bergman líkar vel að vinna í fiskinum á Dalvík.
Fóru í fiskinn
vegna launanna
Mývatnssveit | Nú er afbragðs góð-
ur skíðasnjór á hálendinu norðan
Kröflu. Það kunnu þessir göngu-
menn vel að notfæra sér sem fögn-
uðu sumri með því að leggja upp í
göngu frá Kröflu til Húsavíkur, með
gistingu á Þeistareykjum. Slík
ganga er þægilegar tvær dagleiðir.
Hvor um sig nálægt 25 km og ekki
spillir upphitaður skáli á Þeista-
reykjum á miðri leiðinni. Þetta land-
svæði er frábært gönguland og býð-
ur upp á ýmis tilbrigði í leiðavali.
Fögur fjallasýn er hvert sem litið er,
en fjöllin að baki þeim heita: Einbúi,
Þórunnarfjöll og Þríhyrningur.
Skíðaganga í
sumarbyrjun
Morgunblaðið/BFH
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að
ekki hafi verið farið að lögum þegar
kærunefnd barnaverndarmála stað-
festi úrskurð barnaverndarnefndar
Reykjavíkur um aukna umgengni
barns hjá fósturforeldrum við kyn-
foreldra sína.
Í gildi var fóstursamningur þar
sem fósturforeldrum var falið fóstur
barnsins til sjálfræðisaldurs og
skyldu þau jafnframt fara með forsjá
þess. Umboðsmaður benti á að úr-
skurður barnaverndarnefndar um
umgengni barns í fóstri við kynfor-
eldra sína varðaði fyrst og fremst
hagsmuni þess barns sem í hlut ætti
enda væru það þeir hagsmunir sem
skyldu ráða mestu um niðurstöðu
máls. Þá varðaði slíkur úrskurður
mikilvæga hagsmuni kynforeldr-
anna af því að fá notið þess réttar
sem þeim væri tryggður. Taldi um-
boðsmaður að þrátt fyrir þetta yrði
ekki fram hjá því litið að fósturfor-
eldrar sem færu með forsjá viðkom-
andi barns kynnu að hafa slíka hags-
muni af úrlausn máls að óhjákvæmi-
legt væri að játa þeim aðild að því.
Í máli fósturforeldranna væri
jafnframt til þess að líta að í úrskurði
barnaverndarnefndar fælist jafn-
framt að umgengnin skyldi fara fram
á fósturheimilinu og að fósturfor-
eldrunum viðstöddum. Var það nið-
urstaða umboðsmanns að fósturfor-
eldrarnir hefðu átt svo einstakra og
verulegra hagsmuna að gæta í mál-
inu að rétt hefði verið að játa þeim
aðild að því.
Barnaverndarnefnd hefur ákveðið
að taka ákvörðun sína um umgengni
barnsins við kynforeldra sína til end-
urskoðunar og taldi því umboðsmað-
ur ekki tilefni til að beina sérstökum
tilmælum til kærunefndar um að
taka málið til endurskoðunar. Hins
vegar voru það tilmæli hans til kæru-
nefndar sem og Barnaverndarstofu
að framvegis yrði tekið mið af sjón-
armiðum umboðsmanns.
Ekki farið að lögum
um umgengnisrétt
UMBOÐSMAÐUR Alþingis segist í
áliti sínu hafa ákveðið að vekja at-
hygli félagsmálaráðherra á þeirri
afstöðu sinni að orðalag ákvæðis
reglugerðar um fóstur frá árinu
2004 kynni að leiða til of mikillar
takmörkunar á aðkomurétti fóstur-
foreldra að málum sem lýkur með
úrskurði um umgengni. Þar segir
að barnaverndarnefnd beri að
kanna viðhorf fósturforeldra áður
en gengið er frá samningi „eða
kveðinn upp úrskurður“ um um-
gengni við kynforeldra. Þegar litið
sé til túlkunar barnaverndaryf-
irvalda á barnaverndarlögum, að
mati umboðsmanns, telur hann að
orðalag reglugerðarákvæðisins
kunni í framkvæmd að fela í sér of
mikla takmörkun á aðkomurétti
fósturforeldra að málum sem lýkur
með úrskurði um umgengni.
Beinir hann þeim tilmælum til fé-
lagsmálaráðuneytis að ákvæðið
verði tekið til endurskoðunar.
Aðkomuréttur
fósturforeldra
takmarkaður