Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kveðja frá Prestafélagi Íslands Magnea biskupsfrú var einstök kona. Í huga okkar prestanna voru þau Sigurbjörn biskup órjúfanlega tengd. Sem klettur stóð hún við hlið hans í erli daganna er hann gegndi mikilvægum störfum. Hún hélt utan um heimilið og fjölskyld- una með miklum glæsibrag en há- vaðalaust. Minnisstæðar eru prestum sam- verustundir í samfélagi kirkjunnar, á prestastefnum, í vísitasíum, prestsvígslum, kirkjuafmælum og á öðrum hátíðarstundum. Magnea göfgaði slíkar stundir með hlýrri nærveru sinni. Á sinn óviðjafnanlega hátt sam- einaði hún auðmýkt og festu. Að leiðarlokum þakka prestar góðri og mætri konu langa og far- sæla samfylgd. Friður er yfir minn- ingu hennar og megi friður Guðs umvefja Sigurbjörn vin okkar og fjölskylduna alla. Ólafur Jóhannsson, formaður PÍ. Við andlát Magneu Þorkelsdótt- ur biskupsfrúar safnast til feðra sinna þegn sem hvað mest farsæld hefur ríkt um með þjóðinni. Á löngum æviferli hafði hún mikil áhrif. Ung giftist hún Sigurbirni Einarssyni, síðar biskupi. Mikil far- sæld fylgdi þeim hjónum alla tíð og gæfa þeirra varð mikil. Þau áttu miklu barnaláni að fagna og þjóð þeirra treysti þeim fyrir margvís- legum áhrifum á æviferli þeirra. Þegar frú Magnea kveður í hárri elli er mikill sjónarsviptir að henni. Doktor Sigurbjörn biskup hefur reynst farsæll kirkjuleiðtogi og áhrif hans í þjóðfélaginu verið margvísleg. Í biskupstíð hans hafa verið unnin stórvirki í íslenskri kirkju. Nægir að minna á Hall- grímskirkju í Reykjavík, endur- reisn biskupsstóls í Skálholti og mikla endurvakningu í kirkjum landsins. Frú Magnea reyndist manni sínum einstök hjálparhella í störfum hans og leiðtogaforystu með þjóðinni. Hún var einstaklega vinsæl kona og hvers manns hug- ljúfi. Ekki er ólíklegt að sagnfræð- ingar á síðari tímum muni rann- MAGNEA ÞORKELSDÓTTIR ✝ Magnea Þor-kelsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. mars 1911. Hún lést 10. apríl sl., þá stödd í Skálholti, og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 21. apríl. saka með hvaða hætti frú Magnea hafði svo mikil áhrif á mann sinn. Á æskuárum hreifst ég af leiftrandi gáfum og glæsi- mennsku Sigur- björns. Ég veitti því athygli við fyrstu kynni af þeim hjónum hve samstillt þau voru og hvað návist þeirra var göfgandi. Miklu síðar kynntist ég því náið hvílíkur gæfumaður Sigurbjörn er í öllu lífi og starfi. Þegar hann nú missir konuna sem hefur verið hamingja hans og lífsförunautur á langri ævi er sorgin djúp. Ég stend í mikilli þakkarskuld við þau hjón fyrir ein- stæða góðvild og sendum við Þor- gerður Sigurbirni og fjölskyldunni allri einlægar samúðarkveðjur. Sigurður Elí Haraldsson. Það voru forréttindi að vera heimagangur um árabil á heimili Magneu Þorkelsdóttur og manns hennar séra Sigurbjörns Einars- sonar í litla húsinu á Freyjugötu 17 í Reykjavík. Það var haustið 1941 að við Gíslrún elsta barn þeirra hjóna hófum skólagöngu okkar í Austurbæjarskólanum. Okkur Rúnu eins og hún er kölluð varð fljótt vel til vina og hefur sú vinátta haldist óslitið síðan. Fljótlega fór ég að leggja leið mína á Freyjugötuna, þar kynntist ég þessum einstöku hjónum og börnum þeirra, sem þá voru fjögur, en voru orðin átta tíu árum síðar. Það var stórkostlegt ævintýri, þeg- ar Rúna sagði mér á nokkurra ára fresti að hún hefði eignast nýjan bróður og ég fékk að fylgja henni á svefnloftið og líta þessar merkilegu mannverur. Þetta sérstæða menningarheimili verður mér ógleymanlegt. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Fyrst var komið inn í litla forstofu með dyrum á öllum fjórum veggjum. Eldhúsið var gegnt úti- dyrunum og í raun inngangur á heimilið og miðstöð þess, upp úr því var stigi upp á svefnloftið. Í eldhúsinu ríkti Magnea Til hægri handar, þegar inn var komið var skrifstofa Sigurbjörns. Þar voru allir veggir þaktir bókum og Rúna trúði mér fyrir merkilegum hlut, bak við bækurnar var önnur röð af bókum. Við skrifborð sitt þar inni vann Sigurbjörn að fræðistörfum, samdi ræður sínar og hugleiðingar, en þar var jafnframt heimilissím- inn. Sigurbjörn varð því að jafnaði fyrir svörum, t.d. þegar vinir barnanna hringdu í þau og þá þurfti að sjálfsögðu að ræða málin í símanum inni á skrifstofunni við skrifborðið, ekki voru þeir þráð- lausir á þessum tímum. Við vinkon- ur Rúnu áttum ótal erindi við hana bæði gegnum eldhúsið og símleiðis og svo hefur sjálfsagt verið um hin systkinin. Á skrifstofunni tók Sig- urbjörn jafnframt á móti sóknar- börnum sínum og öðrum þeim, sem áttu við hann erindi. Við hlið skrif- stofunnar var stofan, þar var bæði gift og skírt og lék Magnea á pí- anóið við þær athafnir. Mér hefur oft orðið hugsað til þessarar vinnu- aðstöðu þeirra hjóna, eldhúss Magneu og skrifstofu Sigurbjörns, en aldrei högguðust þau vegna ónæðisins, þau sinntu sínum störf- um af þeirri alúð og kostgæfni sem fágætt er og hefur borið þann ríku- lega ávöxt sem þjóðin þekkir. Í kjallaranum bjuggu foreldrar Magneu, þau Þorkell og Rannveig, ásamt hinni dóttur sinni, Ingu. Ég áttaði mig fljótt á því að þær mæðgur Rannveig og Inga voru mjög líkar, léttar í lund og glað- sinna, Þorkell virtist alvörugefnari, en Magneu, sem var mjög hlý og brosmild, virtist á margan hátt svipa meira til föður síns. Eins og gefur að skilja þurfti í mörg horn að líta á þessu fjöl- menna heimili og hvíldi það fyrst og fremst á herðum húsfreyjunnar að þeirra tíma hætti. Magneu féll aldrei verk úr hendi og ekki sýnist mér hún hafi eytt miklum tíma til að sinna sjálfri sér. Þegar færi gafst nýtti hún tímann til hann- yrða, enda annáluð hannyrðakona, margverðlaunaður nemandi úr Kvennaskólanum ekki aðeins fyrir hannyrðir heldur einnig námsár- angur og dyggðir. Mörg listaverk liggja eftir Magneu, sem sýna ein- stakt handbragð hennar og list- fengi. Magnea var auk þess gædd góðum tónlistarhæfileikum, sem hafa varðveist í ættinni en þar má finna bæði tónskáld og hljóðfæra- leikara. Það má geta nærri að ýmiss kon- ar ærsl hljóta að fylgja svo stórum barnahópi, en það sem mér er ein- staklega minnisstætt í fari Magneu var, að hún hækkaði aldrei róminn þótt hún þyrfti aðeins að lægja öld- urnar. Hún hafði þann undraverða eiginleika að á hana var hlustað og henni hlýtt, þegar hún með lág- værri og yfirvegaðri röddu stillti til friðar. Aðalstarf Magneu var eðli- lega að annast sína stóru fjölskyldu og síðar með vaxandi þunga að taka þátt í mikilvægum og krefj- andi störfum eiginmanns síns og vera stoð hans og stytta, sem náði hápunkti þegar hann var kjörinn biskup árið 1959. Þá fluttu þau í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75, en áður höfðu þau átt heima um tíma við Tómasarhaga, þannig að vissulega rættist úr húsnæðismálum þeirra um síðir. Lengi vel mátti sjá þau hjón ganga saman á götum borgarinnar, Magnea ævinlega í íslenskum bún- ingi, þau voru eins og ástfangið nýtrúlofað par og sá ég ekki betur en þau héldust ævinlega í hendur. Það er löng ævi að ná 95 ára aldri og ellin fer þá óhjákvæmilega að setja sitt mark, en hún virtist sniðganga þau hjón lengst af og enn hefur hún ekki náð tökum á Sigurbirni, sem er sístarfandi og miðlar þjóðinni af sinni alkunnu andagift sem engan lætur ósnort- inn. Þótt heilsu Magneu færi smátt og smátt hnignandi fylgdi hún manni sínum eftir lengst af, en naut undir það síðasta einstakrar umhyggju hans. Magnea og Sigurbjörn hafa átt afar farsæla ævi, glæsilegan, fjöl- mennan hóp afkomenda, sem ber þeim fagurt vitni, en sorgin gleym- ir engum, segir máltækið. Þau hafa lent í þeim raunum að missa tvo syni sína á besta aldri og fyrsta barnið af fjórðu kynslóð. Nú stend- ur Sigurbjörn einn, eftir að hafa haft Magneu við hlið sér á vegferð þeirra, hálfan áttunda áratug. En hinn einlægi trúmaður veit að hann er aldrei einn, það verður hans styrkur á þeirri vegferð sem fram- undan er. Þegar Magnea er kvödd þakka ég samfylgd og trausta vináttu þeirra hjóna í sextíu og fimm ár. Einlægar samúðarkveðjur flyt ég vini mínum og velgerðarmanni Sig- urbirni Einarssyni, svo og allri hans fjölskyldu. Blessuð sé minning Magneu Þor- kelsdóttur. Bergljót Líndal. Auðvitað var það tilviljun að nokkrir vinir Magneu hittust á kyrrðardögum í Skálholti til að eyða þar dýrmætum dögum rétt fyrir sl. páska. Við höfðum fregnað lát hennar daginn áður en keyrt var austur svo hún og Sigurbjörn voru ofarlega í huga okkar flestra sem nú áttum því láni að fagna að eyða hinum helgu bænadögum í kyrrð og umsjá húsráðenda í Skál- holti. Ég er viss um að ég var ekki ein um að finnast ég næstum sjá hana Magneu koma inn í borðsal- inn í peysufötunum sínum með hlýja brosið og aldrei stóð á faðm- lagi eða mjúkum lófa sem strokið var um vanga. Það var svo hollt fyrir sum okkar sem höfðum átt okkar vonbrigði með hjónabönd og brotin samskipti við aðra að horfa á þau Sigurbjörn og Magneu. Ég hef sjaldan séð eldri hjón umgangast hvort annað af slíkri virðingu og kærleika. Oft héldust þau í hendur á leið út í kirkjuna, rétt eins og gömul börn að ganga til móts við sinn föður. Ég kom mikið á heimili þeirra hjóna fyrir rúmum 20 árum á með- an ég var að skrifa leikritið um Kaj Munk, skáldprestinn danska sem nasistar tóku af lífi árið 1944. Byggði ég það leikrit að mestu upp á ræðum þessa danska prests, en ræðurnar voru til í snilldarþýðingu Sigurbjörns. Hann hafði reyndar kallað mig heim til sín á þeim tíma sem hann var biskup, til að biðja mig að sjá til þess að leikrit yrði samið fyrir íslenskar kirkjur. Þar í stofunni á Reynigrund átti ég skemmtilegar stundir. Það voru ekki bara pönnukökurnar hennar Magneu sem gerðu þessar stundir að hátíð, heldur viðmótið allt. Við húsmæðurnar gátum auðvitað ekki stillt okkur um að gera smáhlé á umræðum um horfna snillinga og bregða okkur í mataruppskriftir. Hún Magnea sagðist oft hafa eldað jafning úr njóla þegar þau hjón hefðu búið á Breiðabólstað á Skóg- arströnd. Þessi jafningur hefði bara verið nokkuð góður, svo hefðu verið búdrýgindi að þessu og ekki hefði svo sem veitt af því, það hefði verið frekar þröngt í búi þar á Skógar- ströndinni og þegar hér var komið sögu sýndi hún mér mynd af prestssetrinu og Sigurbjörn árétt- aði að þar hefði verið gott að vera, þau hefðu búið þarna í tvö ár. „Hvað segirðu?“ sagði Magnea, „vorum við aðeins tvö ár á Skógar- ströndinni? Mér finnst ég hafi varið helmingnum af lífi mínu þarna. En það er auðvitað af því að á því tímabili í lífi manns gerist allt það mikilvæga. Fyrsta heimilið, þar sem við bjuggum út af fyrir okkur, börnin lítil. Allt sem máli skipti gerðist á þessum tveimur árum sem ég mallaði njólajafning ofan í fjölskylduna.“ Eitt sinn kom ég til þeirra. Magnea stóð í dyrunum, Sigur- björn var nýkominn úr göngutúr Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Blessuð sé minning lang- ömmu Magneu. Kjartan og Rannveig. Það var sumarið 1981 að Magnea og Sigurbjörn fluttu í húsið við hliðina á okkur í Reynigrund í Kópavogi, en þau höfðu kosið að eyða efri árum í Fossvogsdalnum. Síðan eru liðin 25 ár og nú er Magnea öll. Þegar við lítum um öxl, þá kemur upp í hugann þessi heilsteypta, glæsilega og ljúfa kona með sitt fallega bros. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Magneu Þorkelsdóttur og verið í ná- býli við hana í aldarfjórðung. Sveinn Gústavsson, Erla Ingólfsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku Tobba mín. Þá er komið að kveðju- stund. Ég var aðeins sex ára þegar ég byrj- aði að koma til þín og Arngríms og á löngu tímabili varstu eins og önnur mamma mín. Ég minnist þín einna helst í Há- túninu. Þótt þar væri þröngt í búi var alltaf nóg pláss. Ég man til að mynda að rúmið mitt var sett saman úr tveimur sófastólum með teppi. Mamma og Tobba voru æskuvin- ÞORBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR ✝ Þorbjörg Sig-fúsdóttir fædd- ist á Ási í Fellum á Fljótsdalshéraði 16. maí 1916. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi 9. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkur- kirkju 21. apríl. konur. Þeirra vinskap- ur spannaði 70 ár og aldrei veit ég til þess að þeim hafi orðið sundurorða. Ef það var á tali hjá mömmu þá athugaði maður hjá Tobbu. Ef það var á tali þar vissi maður að það þýddi ekkert að reyna að ná sambandi næsta klukkutímann. Þær höfðu alltaf um mikið að tala. Tobba var hress og kát – en maður varð að gegna. Ég man eftir því þegar hún leiddi mig grenjandi eftir götunni á einhverjum hátíðardegi því mig langaði í meira nammi. Tobba gaf sig ekki, heldur leiddi mig þegjandi áfram og þetta var svo ekkert rætt meir. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann. Ef ég var stillt og góð þegar Tobba sat með Gauju og Jóu yfir kaffibolla fékk ég smá kaffi út í mjólkina til að dýfa mjólkurkexinu í. Tobba kenndi mér líka að gera uppstúf – í gegnum sím- ann þegar mamma var á spítala, því pabbi vildi uppstúf með bjúgunum. Mig minnir að þá hafi ég verið um 11 ára gömul. Eftirminnileg er afmælisgjöf frá Tobbu á átta ára afmæli mínu sem var englamynd sem Kúddi sonur hennar valdi. Ég á þessa mynd ennþá og nú er hún hjá dótturdóttur minni. Hún er sá eini hlutur sem ég á frá barnæsku sem ekki má glatast. Ég vil þakka Tobbu fyrir sam- fylgdina og umhyggjuna sem hún sýndi mér alla tíð og ég mun aldrei gleyma. Ég vil votta Gauju, Jóu og þeirra fjölskyldum mína innilegustu samúð. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Jónína María (Jóna Maja). Það er erfitt að skilja að hjartkær tengdasonur minn sé horfinn héðan. Hann var tengdasonur sem allar mæður hefðu kosið sér, svo ein- lægur, glaður og hlýr í hjarta. Aldrei bar á skugga í okkar kynnum, en þú varst einstaklega þægilegur, svo bar af öðrum mönnum. Elsku Kiddi minn, þú sagðir oft að ég væri fallegasta og besta tengda- mamma í heimi, en fyrir mér varstu gull af manni sem aldrei féll skuggi KRISTINN RICHARDSSON ✝ KristinnRichardsson fæddist í Reykjavík 27. maí 1946. Hann lést á hjartadeild Landspítala aðfara- nótt 13. mars síðast- liðins og var jarð- sunginn frá Ás- kirkju 24. mars. á, má guð blessa þig fyrir það. Í sextíu ár, farið hefur sér- stakur sveinn sporléttur í ferðum og ávallt þankahreinn. Svo lipur og vænn, bæði í orði og verki því vinakær, í orðsins fyllsta merki. Á ljóssins vegi varstu, með þínum förunaut þú vísaðir veginn, að ykkar gæfu braut. Nú birtist þér nýr, glæstur og bjartur heimur þar berst þér englasöngur, sem unaðs seimur. Ég mun minnast þín með þakklæti fyrir okkar kynni og óska þér far- arheillar yfir móðuna miklu. Þín er sárt saknað. Ingibjörg Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.