Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F ramboð og aðgengi að fjölbreyttri að- stöðu til útivistar í hverfum hefur töluverð áhrif á fjölbreytileika og tíðni útiveru og hreyfingar barna og getur þannig gegnt lykilhlutverki í forvörnum, en hérlendis er almennt allt of lítil áhersla lögð á leikumhverfi í skipulagi hverfa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Krist- ínar Þorleifsdóttur landslagsarkitekts á ráð- stefnunni Umhverfi og heilsa sem haldin var í Laugardalshöll í gær. Kristín er doktorsnemi við North Carolina State University og mun hún verja dokt- orsritgerð sína nú í sumar, en í henni fjallar hún um áhrif hverfaskipulags og hönnunar á útiveru og hreyfingu barna. Kristín gerði ofskipulagningu og ofverndun barna að umtalsefni og sagði hvorttveggja skerða möguleika barna til að takast á við heim- inn með eðlilegum litlum þroskaskrefum. Minnti hún á að mikilvægt væri einnig að hafa í huga að börn og fullorðnir hafa býsna ólíkar hugmyndir um hvers konar leiksvæði sé skemmtilegast. „Náttúruleg leiksvæði eru rík lærdómssvæði fyr- ir börn, en það er staðreynd að börn kjósa villt svæði umfram skipulag og ofhönnuð leiksvæði,“ sagði Kristín. Ástand skólalóða versnar eftir því sem nemendurnir eldast Að sögn Kristínar þurfa börn greiðan aðgang að leikfélögum, öðru fólki, leiksvæði, þjónustu og sístækkandi könnunarsvæði, en slíkt næst best þar sem byggð er blönduð og þétt, enda hvetji þéttari byggð fólk til þess að vera utandyra og hreyfa sig. Í því samhengi benti Kristín á að hin dreifða byggð á höfuðborgarsvæðinu ynni gegn þessu. Sagði hún bílvæðinguna hérlendis ekkert gefa amerísku úthverfamenningunni eftir. „Því miður eru börn ekki lengur eðlilegir þátttak- endur í samfélaginu. Þau gegna ekki lengur hlut- verki og könnunarsvæði þeirra hefur skroppið saman til muna,“ sagði Kristín og benti á að bíl- væðingin hefði m.a. þau áhrif að götur væru ekki lengur ætlaðar nema bílum og því væru börn ekki lengur úti við í götuleikjum. Kristín gerði skólalóðir sérstaklega að umtals- efni í framsögu sinni og sagði athyglisvert að ástand lóða færi sífellt versnandi eftir því sem börnin eltust. „Eftir því sem könnunarsvæði barna minnka leikur skólalóðin stærra hlutverk. Oft eru skóla- lóðir einu opnu svæðin sem börnin hafa aðgang að í daglegu lífi. Ástand skólalóða versnar til muna eftir því sem börnin verða eldri. Á leik- skólastigi taka börnin sín fyrstu skref utan verndaðs umhverfis heimilisins. Ástand grunn- skólalóða er nánast undantekningarlaust langt undir kröfum dagsins um útikennslu, vettvangs- nám, frjálsan leik og íþróttir,“ sagði Kristín og tók fram að aðstaða unglinga á skólalóðum væri til skammar. „Þannig eru framhaldsskólalóðir 90% bílastæði.“ Kristín lagði að lokum til að skipaður yrði um- boðsmaður barna í umhverfis- og skipulags- málum með það að markmiði að standa vörð um hagsmuni barna á þessu sviði. Garðyrkja nýtist til að vinna gegn kulnun í starfi Stór hópur þeirra sem nýta sér heilsu- og end- urhæfingargarðinn í Alnarp í Svíþjóð er vel menntað fólk í ábyrgðarstöðum, fólk sem virðist ekki kunna sér mörk í vinnu, lifir mjög stressuðu lífi og gætir þess ekki að hlaða batteríin. Þetta kom fram í erindi Liselott Lindfors, landslags- verkfræðings og endurhæfingarfulltrúa í heilsu- garðinum Alnarp sem Landbúnaðarháskóli Sví- þjóðar hefur starfrækt síðan 2001. Að sögn Lindfors byggist garðurinn á þverfag- legri samvinnu annars vegar heilbrigðisstarfs- k v s Ú a s a r þ ú h v b s e e s s s n a s b f s a o v á á t g i v f s fólks, s.s. iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og geðlækna, og hins vegar sérfræðinga úr græna geiranum, s.s. landslagsarkiteka, garð- yrkjusérfræðinga og landslagsverkfræðinga. Markhópur heilsu- og endurhæfingargarðsins er, að sögn Lindfors, meðal annars fólk sem glímir við síþreytu, þunglyndi, fjölvefjagigt og einstaklingar sem fengið hafa þá læknis- fræðilegu sjúkdómsgreiningu að þeir séu út- brunnir eða þjáist af kulnun í starfi. Segir hún þátttakendur hafa verið frá vinnu í eitt til þrjú ár, en garðinum er ætlað að endurhæfa fólk aftur inn á vinnumarkað eða skólaumhverfi. Allir þurfa tilvísun, ýmist frá lækni sínum eða sjúkra- samlagi. Prógrammið tekur tólf vikur og er unnið fjóra daga vikunnar í hálfan dag í senn. Fer vinn- an fram í hópum, en er engu að síður sérsniðin að þörfum hvers og eins. Fram kom í máli Lindfors að garðvinna er þekkt meðferðarúrræði bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem hún er t.d. notuð til þess að vinna á áfallastreituröskun hermanna. Ein ástæða þess hversu vel garðvinna nýtist í end- urhæfingarferlinu er að hún hefur skýrt upphaf og lokamarkmið, auk þess sem vinnan hleypur ekki frá manni og því sé t.d. hægt að taka sér pásur eftir þörfum án þess að missa af neinu. Lindfors lagði áherslu á að eitt af því sem þeir sem glímdu við kulnun í starfi þyrftu að læra væri einmitt að hlusta eftir þörfum líkamans og Rætt var um áhrif umhverfis á heilsu á ráðstefnu sem fram Börn geta margt læ náttúrulegum leiks Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Það er staðreynd að börn kjósa villt svæði umfram Þorleifsdóttir landslagsarkitekt. Hún gerði skólalóð Gæði umhverfisins á stóran þátt í hrakandi heilsufari barna í nútímasamfélagi. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnunni Umhverfi og heilsa sem haldin var í Laug- ardalshöll í gær í tengslum við opnun sýningarinnar Sumar 2006. ’Ástand grunnskólalóða er nán-ast undantekningarlaust langt undir kröfum dagsins um úti- kennslu, vettvangsnám, frjálsan leik og íþróttir.‘ GÖTURNAR ERU HÆTTULEGAR Það þarf ekki lengur neinumblöðum um það að fletta,að göturnar í Reykjavík og nágrannabyggðarlögum eru orðnar hættulegar, jafnvel lífs- hættulegar. Það getur enginn verið óhultur á ferð á þeim göt- um, hvorki í myrkri né í dags- birtu ef engin umferð er. Nýjasta dæmið um þetta er árás ungs pilts á 15 ára stúlku á Holtaveginum. Hún mætti pilti, sem var með aðra hönd fyrir aft- an bak. Þegar hún var komin fram hjá honum réðst hann á hana með svonefndri hafnabolta- kylfu (vinsælt árásarvopn í sjón- varpsmyndum) en henni tókst að hrekja piltinn á brott eftir að hann hafði barið hana með kylf- unni hvað eftir annað. Þessi fólskulega árás á stúlk- una kemur í kjölfarið á óhugnan- legum atburði á Vesturlands- vegi, þar sem önnur ung stúlka ætlaði að rétta vegfaranda hjálp- arhönd, sem hafði gefið til kynna að hann væri hjálpar þurfi. Þessi árás kemur líka í kjölfarið á mannráni í Garðinum, þar sem saklaus maður var dreginn út úr húsi sínu frá kvöldverðarborði af ofbeldismönnum, sem höfðu hann á brott með sér og mis- þyrmdu honum. Hún kemur líka í kjölfarið á ósvífinni og endur- tekinni ákeyrslu á saklausan mann í einu af úthverfum Reykjavíkur. Það eru kosningar eftir nokkr- ar vikur. Hvað ætla frambjóð- endur til borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórna í nágrannasveitarfélögum að gera til þess að hreinsa götur Reykja- víkur og nágrannabyggða af þessum ofbeldismönnum? Hvenær kemur skýr stefnu- mörkun frá flokkunum, sem bjóða fram í vor, svo að kjósend- ur viti hvers má af þeim vænta í baráttu gegn ofbeldismönnun- um? Það er alveg ljóst að kjósendur á þessu svæði vænta svara og þeir krefjast svara. Það þýðir ekki fyrir frambjóðendur að víkjast undan því að fjalla um þessi mál en það er athyglisvert að þeir reyna að komast hjá því að taka þau upp að eigin frum- kvæði. Hvað veldur? Gera þeir sér ekki grein fyrir að fólk á höfuðborgarsvæðinu er orðið hrætt við að vera á ferli í myrkri eða fámenni? Frambjóðendur flokkanna í vor verða að taka afstöðu í þessu máli. Hvað ætla þeir að gera til þess að tryggja að ofbeldið verði ekki yfirgnæfandi í þessu þjóð- félagi? UM LEIKREGLUR MARKAÐARINS Það er ánægjulegt að Við-skiptaráð Íslands (áður Verzlunarráð Íslands) skuli vilja tryggja að farið sé eftir „eðlileg- um leikreglum markaðarins“, ef marka má auglýsingu á skoðun- um Viðskiptaráðsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær frá 365 miðlum. Það hefur að sjálfsögðu alltaf verið hugsjón og baráttumál Viðskiptaráðsins og forvera þess að berjast fyrir því að farið sé eftir leikreglum markaðarins. En úr því að Viðskiptaráðið hefur hafið baráttu fyrir því að slíkum leikreglum sé fylgt varð- andi útvarpsrekstur má væntan- lega gera ráð fyrir því, að Við- skiptaráðið taki upp sömu baráttu á öðrum sviðum. Af nógu er að taka. Það væri t.d. fróðlegt fyrir Viðskiptaráðið að kanna hvernig einkafyrirtæki í útvarps- og sjónvarpsrekstri standa sig í því að fylgja „eðlilegum leikreglum markaðarins“. Það væri líka fróðlegt ef Við- skiptaráðið tæki sér fyrir hend- ur að fylgjast með því hvernig „eðlilegum leikreglum markað- arins“ er fylgt í samskiptum birgja og stórmarkaða. Af hverju hefur Viðskiptaráðið ekki ályktað um það? Það má örugg- lega treysta því, að 365 miðlar efni til auglýsingaherferðar til þess að kynna niðurstöður slíkr- ar athugunar Viðskiptaráðsins. Þótt hér hafi verið tekin dæmi af handahófi um það, hvernig Við- skiptaráð Íslands getur barizt fyr- ir því, að „eðlilegum leikreglum markaðarins“ verði fylgt, er hægt að nefna fjölmörg til viðbótar. Baráttumenn fyrir því að frjáls markaðslögmál fái að njóta sín munu áreiðanlega fagna slíku framtaki Viðskipta- ráðsins og bíða spenntir eftir því hvað kemur næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.