Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hulda SalómeGuðmundsdóttir
frá Úlfsá fæddist á
Höfðaströnd í
Grunnavíkurhreppi
10. maí 1920. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði miðvikudaginn
12. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Vagnborg Einars-
dóttir frá Dynjanda
og Guðmundur
Jónsson frá Bolung-
arvíkurseli. Hulda átti tvo bræður,
Einar Gunnar, f. 1914, d. 1933, og
Jakob Loft, f. 1917, d. 1996.
Hinn 25. desember 1940 giftist
Hulda Veturliða Gunnari Vetur-
liðasyni, f. 3.7. 1916, d. 14.3. 1993.
Börn Huldu og Veturliða eru: 1)
Gunnar Sævar, f. 22.3. 1940,
kvæntur Valdísi Friðriksdóttur f.
1940. Þau eiga sex börn og fimm
kvæntur Ástu Svönu Ingadóttur, f.
1957. Þau eiga þrjú börn og þrjú
barnabörn. 8) Magni, f. 27.1. 1962.
Fyrri kona Magna var Guðbjörg
Sveinfríður Guðjónsdóttir og eiga
þau einn son. Þau slitu samvistir.
Seinni kona Magna er Harriet Ida
Andreassen, f. 1967, og eiga þau
tvær dætur. Afkomendur Huldu
og Veturliða eru samtals 72.
Foreldrar Huldu flytja frá
Höfðaströnd að Hrafnfjarðareyri
með hana nýfædda og búa þar til
Hulda er sjö ára að aldri. Flytja þá
að Stað í Grunnavík og eru þar í
þrjú ár og flytja til Hnífsdals árið
1930.
Hulda og Veturliði bjuggu alla
sína tíð á Ísafirði, fyrst í Túngötu,
síðar á Urðavegi, en flytja að Úlfsá
í Skutulsfirði árið 1949 og bjuggu
þar í um fjörutíu ár. Stærstan
hluta starfsævi sinnar var Hulda
húsmóðir á fjölmennu heimili.
Einnig var hún ráðskona í vinnu-
flokkum Kofra og Vesturverks
nokkur sumur. Þá vann hún í
mötuneyti Menntaskólans á Ísa-
firði í mörg ár.
Útför Huldu verður gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
barnabörn. 2) Hulda
Valdís, f. 6.3. 1942,
gift Steinþóri Stein-
þórssyni, f. 1939. Þau
eiga þrjú börn, átta
barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 3)
Veturliði Guðmund-
ur, f. 4.6. 1944, d.
21.2. 2002. Eftirlif-
andi eiginkona er
Sveinfríður Háv-
arðardóttir, f. 1946.
Þau eiga þrjár dætur
og þrjú barnabörn. 4)
Ólöf Borgildur, f.
24.2. 1948, gift Guðmundi Einars-
syni, f. 1943. Þau eiga fjögur börn
og níu barnabörn. 5) Guðmunda
Inga, f. 30.6. 1949, gift Þóri Sturlu
Kristjánssyni, f. 1945. Þau eiga
fjögur börn og fimm barnabörn. 6)
Stefán Birgir, f. 22.8. 1953, kvænt-
ur Helgu Kristjánsdóttur, f. 1954.
Þau eiga tvo syni og eitt barna-
barn. 7) Jón Jakob, f. 30.6. 1955,
Margs er að minnast og margt
fyrir að þakka. Hulda var í mínu liði
til rúmlega þrjátíu ára.
Svona er tekið til orða um þá sem
eru manni nákomnir og maður á
mest samskipti við.
Ég var aðeins átján ára þegar ég
kom inn á heimili tengdamóður
minnar. Ekki átta ég mig á hvort
hún hafi haft einhverjar sérstakar
væntingar til mín sem tengdadóttur,
en hún reyndi allt hvað hún gat til að
kenna mér og leiðbeina í suðu ým-
issa matvæla. Það fórst mér misvel
úr hendi, samanber þegar ég sauð
allan súrmatinn.
Hulda gerði ekki miklar kröfur til
neins af okkur sem næst henni stóð-
um. Hún stólaði frekar á sjálfa sig
heldur en aðra. Þegar ég horfi um
öxl óska ég þess oft að við hefðum
dekrað meira við hana heldur en við
gerðum meðan hún var frísk.
Tengdamóðir mín var um margt
mjög sérstök kona, hún var til dæm-
is afar áhugasöm um ættfræði og þar
stóð enginn henni framar. Þegar ég
var yngri deildi ég ekki þessu áhuga-
máli með henni, en eftir að ég komst
til vits og ára varð þetta bráð-
skemmtilegt og oft efni í heilmiklar
vangaveltur. Hún hafði mikinn
áhuga á stórfjölskyldunni og hélt ná-
kvæmt bókhald um hvað við vorum
búin að fjölga okkur. Það getur hver
kona verið stolt af því að hafa eignast
72 afkomendur. Það má segja að fjöl-
skyldan hafi nægt henni í einu og
öllu. Hún var trygglynd og hélt vel
utan um okkur sem hópinn sinn, við
fengum jafnan fréttir hvert af öðru í
gegnum hana.
Síðustu ár hefur Hulda hins vegar
þurft á öllum sínum að halda og þar
hafa systkinin á Ísafirði reynst
mömmu sinni vel. Hún mátti ekkert
þeirra missa úr heimahögunum og ef
t.d. Lóa fór til útlanda hlakkaði hún
mikið til heimakomu hennar.
Starfsfólk Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Ísafirði á sérstakar þakkir skil-
ið. Ég kom þarna nokkrum sinnum
sem gestur á deildina hennar og þar
fann maður hlýjuna streyma frá
starfsfólkinu til okkar og tengda-
móður minnar. Það sama má segja
um þjónustudeildina á Hlíf, þar leið
Huldu vel þau ár sem hún var þar.
Þar var einstaklings-umönnun af
bestu gerð sem ekki er algeng í dag.
Amma á Ísafirði, eins og synir
mínir minnast ömmu Huldu, reynd-
ist mér og drengjunum mínum vel og
munum við varðveita allar þær góðu
minningar sem við eigum um þig,
Hulda mín.
Helga Kristjánsdóttir.
Nú hefur hún amma á Úlfsá fengið
hvíldina. Þegar við horfum til baka
er margt sem rifjast upp. Við mun-
um hvað það var alltaf gaman að
koma á Úlfsá, þar var alltaf einhver
og mikið líf og fjör, enda fjölskyldan
stór. Okkur systrum varð það ljóst
eftir að við eltumst þvílík forréttindi
það eru að alast upp í svo stórri fjöl-
skyldu og eiga ömmu og afa sem
bjuggu í göngufæri frá heimili okk-
ar. Þær eru sennilega óteljandi
brauðsneiðarnar sem hurfu í svanga
munna allra barnabarnanna og vina
þeirra sem komu til að leika á túninu
fyrir neðan Úlfsá. Stundum voru svo
margir í kaffi á Úlfsá að við krakk-
arnir urðum að drekka úti í garði.
Amma var mikil hannyrðakona og
þegar langömmubörnin fóru að
koma til sögunnar heklaði amma ófá
barnateppin, fyrir utan alla þá sokka
og vettlinga sem þau nutu góðs af.
Einn fastur liður í jólahaldi
bernskuáranna var að allir, börn og
barnabörn, komu saman á Úlfsá að
kvöldi aðfangadags. Þar biðu miklar
kræsingar og heitt súkkulaði. Vegna
þessara stunda og margra fleiri á
Úlfsá voru tengslin við frændsystk-
inin sterk.
Margar af sínum sælustu stundum
átti amma á æskuslóðunum í Leiru-
firði. Þau afi fluttu þangað hjólhýsið
sitt og dvöldu þar, stundum nokkrar
vikur í einu, meðan heilsan leyfði.
Meðan þau dvöldu í Leirufirði fór
amma margar ferðir upp að jökli og
kom stundum með fullan bakpoka af
ævintýralegum steinum til baka.
Hún og Stína frænka hennar voru
oft allan daginn í þessum ferðalögum
sínum. Í flestum ferðum í Leirufjörð
voru einhver barnabörn með í för
sem kunnu að meta samvistirnar við
ömmu og afa á þeirra sælureit.
Amma fylgdist alltaf vel með því
sem við gerðum og spurði eftir námi
eða vinnu eftir því sem við átti. Hún
mundi flestalla afmælisdaga, bæði
ömmubarna og seinna langömmu-
barna, og vildi hún fá að fylgjast með
því sem þau höfðu fyrir stafni.
Amma og nokkrar vinkonur henn-
ar voru duglegar að fara í göngutúra
um Holtahverfi og var þá oft kíkt í
morgunkaffi í Fagraholtið og setið í
garðinum og margt spjallað. Ekki
dró úr vinskap þeirra þegar þær
bjuggu allar á Hlíf. Þá var stundum
komið að tómri íbúð hjá ömmu, hún
var þá í heimsókn eða í föndri enda
var amma mikil félagsvera og vildi
hafa fólk í kringum sig.
Það er alveg víst að það verður vel
tekið á móti ömmu, þar bíða hennar
bæði Liði afi og hann pabbi okkar, en
fráfall þeirra beggja reyndi mikið á
hana.
Guð geymi þig, elsku amma.
Olga, Sóley og Hulda Björk.
Síðasta heimsókn okkar fjölskyld-
unnar á Ísafjörð er ljóslifandi í huga
okkar. Heimsóknin var farin í lok
síðasta sumars og var litla dóttir
okkar Fríða Liv nú með í för. Þetta
var fyrsta skiptið sem amma Hulda
og Fríða Liv, afkomandi ömmu og
afa númer 68, hittust. Þeim kom
strax voða vel saman og höfðu gam-
an hvor af annarri. Mikið var ynd-
islegt að hitta ömmu Huldu þessa
fallegu og björtu helgi á Ísafirði,
spjalla við hana, skoða gamlar
myndir og rifja upp minningar.
Þessar góðu minningar ásamt svo
ótalmörgum öðrum góðum geymum
við í hjörtum okkar alla ævi.
Hvíl í friði, elsku amma.
Fannar, Dóra Björg og Fríða Liv.
Elsku amma mín, þær eru margar
góðar minningarnar sem leita á hug-
ann, nú loksins þegar þú hefur feng-
ið hvíldina.
Þær voru ófáar stundirnar sem ég
dvaldi hjá þér á Úlfsá, og hvergi ann-
ars staðar vildi ég vera í pössun sem
barn en hjá þér, amma mín. Í minn-
ingunni var alltaf sól og gott veður á
Úlfsá. Oftar en ekki var mikill gesta-
gangur, en þó fannst mér þær stund-
ir dýrmætastar þegar við sátum ein-
ar nöfnurnar og spjölluðum um allt
mögulegt.
Nú hin seinni ár, þegar heilsunni
hrakaði hjá þér, áttum við margar
góðar stundir saman á sjúkrahúsinu
á Ísafirði, sem voru mér dýrmætar
og ég hefði ekki viljað vera án.
Elsku amma mín, ég veit að þú
varst hvíldinni fegin og nú ertu kom-
in til afa.
Nú Guð ég von’að gefi
af gæsku sinni frið,
að sársaukann hann sefi
af sálu allri bið.
Og þó að sárt sé saknað
og sól sé bakvið ský.
Þá vonir geti vaknað
og vermt okkur á ný.
Þá ljósið oss mun leiða
með ljúfum minningum
og götur okkar greiða,
með góðum hugsunum.
(I. T.)
Guð geymi þig, amma mín,
Þín ömmustelpa,
Hulda Salóme Guðmundsdóttir.
Hinn 12. apríl síðastliðinn færði
mamma okkur þær fréttir að Hulda
amma væri búin að kveðja okkur.
Með söknuði minnumst við þeirra
mörgu góðu stunda sem við systk-
inin áttum með ömmu og afa. Það
eru minningar á löngu tímabili sem
koma upp í hugann þegar við systk-
inin rifjum upp góðu stundirnar með
ömmu. Það var alltaf gaman að koma
vestur, og var það fastur punktur í
tilverunni á hverju sumri að heim-
sækja ömmu og afa á Úlfsá. Há-
punktur þessara ferða var oftast að
komast í Leirufjörðinn, fyrst með
Valbirni og síðar með Liða. Bíltúr-
arnir í Í-16 lifa í minningunni og einn
sá minnisstæðasti var þegar við eldri
systkinin fórum með ömmu og afa í
Norðurtangann. Þar dró amma eitt
barnabarnið inn í frystihúsið til að
láta hann fara að vinna, og á meðan
amma samdi um kaup og kjör biðum
við með afa úti í bíl.
Elsku amma, takk fyrir allar góðu
stundirnar og hvíldu í friði.
Þín barnabörn,
Hulda Guðborg, Jón Frið-
geir, Gunnar og Ingi Sturla.
Elsku Hulda mín, vinkona mín.
Ég man þegar ég sá þig fyrst, þá
horfðir þú á mig með rannsakandi
augnaráði og settir augað í pung; ég
var dálítið smeyk við þig þá, enda
bara 17 ára unglingur en ekki var
ástæða til þess, þú hefur verið mér
ofsalega góð allar götur síðan. Þú
tókst mér svo vel eins og ég væri eitt
barna þinna. Þú hefur alltaf verið trú
í vináttu okkar og leyfðir mér að
taka þátt í lífi þínu og barna þinna
með því að hringja í mig reglulega og
segja mér fréttir af ykkur. Einnig
varst þú alltaf svo áhugasöm um
hvað á mína daga dreif. Hulda mín,
þú varst ákveðin kona og vildir svo
sannarlega halda sambandi við mig
og börnin mín Svenna og Uglu og
vildir að við gerðum það sama. Þegar
ég kom á Ísafjörð, þá lauk aldrei
minni dvöl þar fyrr en ég var búin að
heimsækja þig. Ég man þegar þú
færðir mér myndina sem þú hafðir
saumað út fyrir mörgum árum í
einni heimsókn minni, því þú vissir
að ég hafði mikil dálæti af henni.
Þessi mynd hangir nú á góðum stað
á heimilinu mínu og þykir mér sér-
lega vænt um hana. Alltaf færðir þú
mér og börnum mínum gjafir á jól-
unum, handmálaða dúka og annað
HULDA SALÓME
GUÐMUNDSDÓTTIR
Elsku Demmi. Það tekur mig svo
sárt að þú sért farinn þótt ég vissi
að það kæmi að því bráðum.
Þú hefur alltaf, frá því ég man
eftir mér, verið svo stór hluti af til-
veru minni. Þú varst mér eins og
besti afi.
Alltaf spurðirðu hvernig mér
gengi í tónlistinni og hrósaðir mér
alltaf þegar ég spilaði fyrir þig og
bentir mér á hvað gera mætti betur.
Mér fannst það gott því það gagn-
aðist mér mikið. Þú minntist alltaf á
það við mig þegar við hittumst að
það sem maður þyrfti að gera til að
ná árangri væri að æfa, æfa og aft-
ur æfa. Oftast þegar ég var búin að
hitta þig fór ég og æfði mig því þú
hafðir veitt mér svo mikinn inn-
blástur.
Ég var búin að ákveða að næst
SIGURÐUR
VINCENZO DEMETZ
FRANZSON
✝ Sigurður Dem-etz Franzson,
tenórsöngvari og
söngkennari, fædd-
ist í bænum St. Úl-
rik í Suður-Tíról
11. október 1912.
Hann andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni í Reykjavík
7. apríl síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Krists-
kirkju í Reykjavík
21. apríl.
þegar þú kæmir í
heimsókn myndi ég
syngja fyrir þig það
sem ég er að æfa
þessa dagana fyrir
söngprófið, því ég
vissi að þú hafðir svo
mikinn áhuga á því
sem ég var að gera.
Ég er viss um að
allar góðu minning-
arnar sem ég á um
þig og veganestið sem
þú gafst mér verða
mér mikil hvatning í
þeim viðfangsefnum
sem ég á eftir að taka mér fyrir
hendur í lífinu. Hafðu þökk fyrir all-
ar skemmtilegu samverustundirnar
og hversu góður þú varst alltaf við
mig.
Ég veit að þú átt eftir að hafa það
gott á himnum með englum söngs-
ins sem nú hafa fengið góðan lið-
styrk og ef til vill fylgist þú stöku
sinnum með okkur á Sólvallagöt-
unni.
Ég, foreldrar mínir og systkin
minnumst þín af þakklæti og hlý-
hug.
Hrönn Magnúsardóttir.
Er allt háð tilviljunum eða er lífs-
brautin fyrirfram mörkuð? Þessi
spurning leitaði sífellt á huga hans,
ekki síst síðustu æviárin. Sigurður
Demetz var alinn upp við kaþólska
lífssýn og mikinn aga í foreldra-
húsum. Hann þurfti að brjóta sér
leið úr viðjum heimaþorpsins og
fylgja þeirri köllun sinni að fegra
heiminn með söng. Þegar ég kynnt-
ist honum fyrst norður á Akureyri
fyrir tæplega 40 árum opnaði hann
mér glugga að umheiminum. Hann
miðlaði reynslu sinni, þekkingu og
sýn til yngra fólksins af takmarka-
lausu örlæti. Heimsmenningin bjó í
brjósti hans og við eldhúsborðið hjá
þeim Eyju þar sem okkur var boðið
að bragða á kræsingum frá fjar-
lægum slóðum.
Þegar hann varð áttræður var
hann gerður að heiðursborgara í
heimabæ sínum Ortizei í
Suður-Týról. Ég átti þess kost
ásamt fleiri nemendum hans og
samstarfsfólki að fylgja honum á
æskuslóðirnar af þessu tilefni. Þar
sagði hann okkur frá foreldrum sín-
um og frændum og rifjaði upp sam-
skipti sín við dýrðlinginn Anton og
aðra verndarengla sem hann var
viss um að hefðu fylgt sér á lífsleið-
inni. Honum lærðist snemma að
ekki er hægt að ganga að neinu
vísu, lífshamingju eða frama, ekki
einu sinni þjóðerni eða tungumáli.
Hann var ekki Ítali eins og ég hafði
haldið, hann var Týrólbúi, sem hafði
fæðst inn í austurríska keisaradæm-
ið þar sem þýska var opinbert mál
þar til í lok fyrri heimsstyrjaldar-
innar. Æskuslóðirnar urðu ítalskar
að nafninu til, en Demetz hélt alltaf
tryggð við sitt raunverulega móð-
urmál, ladin, sem einungis um þrjá-
tíu þúsund manns tala í dag. Örlög
hans urðu þau að búa seinni hluta
ævinnar langt frá heimaslóð, en
hann lét ekki framandleika íslenska
samfélagsins á sig fá. Ég skildi af
kynnum mínum við Demetz að þeir
sem vanda sig við að lifa þekkja
engin landamæri, ekki frekar en
ástin eða listin.
Sigurði Demetz voru örlögin á
margan hátt erfið, leið hans varð
önnur en hann ætlaði ungur, en
hann kaus að hlúa að þeirri leið,
gæða hana fegurð. Það var honum
fjarri að vera óvirkur vegfarandi,
því allt þarf að vanda, jafnt hin
flóknustu verkefni sem hlæjandi
samverustundir með ástvinum.
Kæruleysi var honum eitur í bein-
um og hann sagði stundum áminn-
andi við unga menn: „Allt er mál.“
Þess vegna lærðum við af honum og
þess vegna kveðjum við hann með
söknuði og virðingu.
Ævar Kjartansson.
En fjarri er nú söngur þinn sólskríkjan mín
og sumur … hin fegurstu liðin.
(Þ. E.)
Kær vinur okkar er horfinn.
Strax við fyrstu kynni fyrir rúmri
hálfri öld er við kynntumst Vin-
cenzo hófst vinátta sem entist til
hinsta dags hans.
Rætur hans voru í Alpafjöllunum
en meira en hálfa ævi lifði hann í ís-
lenskum veruleika og unni bæði
náttúru og fólki Íslands. Hann söng
fyrir Íslendinga og með þeim.
Trausta vináttu og hlýhug liðinna
ára, allar ferðirnar með honum um
landið og ótal gleðistundir ásamt
honum og Eyju viljum við þakka og
geyma í sjóði minninganna. Ekki
síður veitti söngur hans gleði, og
sameiginlegur áhugi á tónlist auðg-
aði líf okkar. Blessuð sé minning
hans.
Manlio og Sigríður Candi.