Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UMHVERFISSTOFNUN fagnar
því að sveitarstjórn Mýrdalshrepps
skýri afstöðu sína til tímabundinnar
lokunar Dyrhólaeyjar yfir varptíma
fugls í eynni, og reiknar forstjóri
stofnunarinnar með því að fundað
verði með sveitarstjórninni til að
komast að viðunandi niðurstöðu þeg-
ar í næstu viku.
Sveitarstjórnin sendi stofnuninni
bréf í fyrradag, þar sem fram kom að
lagst væri gegn því að Dyrhólaey yrði
lokað um varptímann í ár, eða á tíma-
bilinu 1. maí til 25. júní. Telur sveit-
arstjórnin svo víðtæka lokun óþarfa
og hagsmuni ferðaþjónustu fyrir
borð borna.
Davíð Egilson, forstjóri Umhverf-
isstofnunar, segir að hingað til hafi
Mýrdalshreppur, sem er stærsti
landeigandinn í Dyrhólaey, ekki lagst
gegn lokun. Raunar hafi sveitar-
stjórnin alls ekki sett fram sín sjón-
armið um það hvort Dyrhólaey eigi
að vera opin eða lokuð um varptím-
ann fyrr en nú. Því sé það fagnaðar-
efni að þeir setji sína afstöðu fram.
Tekjur af fuglavarpi
og ferðamönnum
Undanfarna áratugi hafa tvenns
konar sjónarmið togast á varðandi
nýtingu Dyrhólaeyjar, annars vegar
þeirra sem nýta fuglavarp í eynni og
hins vegar þeirra sem vilja hafa
tekjur af ferðamönnum sem þangað
sækja, segir Davíð. Umhverfisstofn-
un hafi það hlutverk að standa að
verndun dýralífs og náttúru, og innan
þess ramma þurfi að komast að sam-
komulagi við hagsmunaaðila.
Umhverfisstofnun hefur nú gert
skriflegt samkomulag við nytjarétt-
hafa um að í stað þess að miða lokun
eyjarinnar við ákveðna dagsetningu
verði hér eftir stuðst við mat óháðs
sérfræðings á því hvenær varp fugla
sé nægilega langt komið til að hægt
sé að opna fyrir umferð út í Dyrhóla-
ey.
Davíð segir að nytjarétthafar hafi
sett fram sterk rök um að þegar um-
ferð sé hleypt í eyna, sem þrátt fyrir
nafnið er landföst, valdi það talsverðu
raski á æðarvarpinu. „Það er ekki
ólíklegt að þetta hafi víðtæk áhrif, og
ég held að það almenna sjónarmið að
leyfa óhefta umferð á svona stöðum
muni klárlega hafa áhrif á fuglalífið.
Hins vegar standa deilur um það
hvort þau áhrif séu varanleg eða
hvort fuglinn flytji sig bara til.“
Sérfræðingar telja að ferðamenn
raski ekki mikið lífríki á hærri hluta
eyjarinnar. Sá hluti er kallaður Háey,
en þar eru klettar þar sem sílamáfur
og lundi verpa. En til að komast í
hærri hluta eyjarinnar þarf að fara
yfir lægri hlutann, Lágey, í gegnum
æðarvarp sem er viðkvæmt fyrir um-
ferð. Davíð segir þær hugmyndir
hafa komið fram að leysa málið með
því að hafa einhvers konar gæslu sem
tryggi að ferðamenn fari beina leið
upp á Háey. Þó sé ljóst að miðað við
núverandi fjárveitingar hafi Um-
hverfisstofnun engin tök á að greiða
fyrir slíkt.
Skaði vegna óhefts aðgangs
Dyrhólaey var lokuð yfir varptím-
ann allt til ársins 1997. Það ár var hún
höfð opin, og segir Davíð að nytja-
rétthafar á æðarvarpi í eynni hafi tal-
ið sig hafa orðið fyrir verulegum
skaða vegna þessa. Á árunum 1998–
2001 hafi eynni því aftur verið lokað
frá 1. maí til 25. júní.
Hann segir að tíminn sem lokað
var hafi svo verið styttur um ein-
hverja daga, árin 2002–2003 hafi Dyr-
hólaey verið opnuð 10. júní, og árið
2004 14. júní. Í fyrra hafi svo ástand
lífríkisins almennt verið metið svo
slæmt að lokað hafi verið til 25. júní.
Umhverfisstofnun fundar um lokun Dyrhólaeyjar með sveitarstjórn Mýrdalshrepps
Hagsmunir æðarbænda
og ferðamennsku togast á
Vegurinn út í Dyrhólaey liggur þvert í gegnum æðarvarp á leiðinni upp á
hæsta hluta eynnar. Kortið var unnið vegna aðalskipulags Dyrhólaeyjar.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps leggst gegn lokun Dyrhólaeyjar um varptímann.
Málaferlum gegn Hann-
esi Hólmsteini frestað
MÁLAFERLUM í máli Jóns Ólafssonar
gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var
frestað fram til 2. júní í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Ástæða frestunarinnar
er að lögmenn Hannesar í Bretlandi eru að
vinna að því að fá málið tekið upp að nýju
þar í landi.
Breskir dómstólar dæmdu Hannes fyrir
meiðyrði gegn Jóni sem birtust á vef Hann-
esar. Hannes tók ekki til varna í málinu
ytra, en var dæmdur til að greiða Jóni um
11 milljónir króna í skaðabætur.
Heimir Örn Herbertsson, lögmaður
Hannesar, segir í samtali við Morgunblaðið
að málið hafi frestast ítrekað í Bretlandi.
Taka hafi átt málið fyrir þar í byrjun mars,
en þá hafi lögmenn Hannesar óskað eftir
fresti vegna gagnaöflunar. Síðar hafi lög-
menn Jóns einnig beðið um slíkan frest.
Líklegt sé að lögmenn Jóns leggi fram sín
gögn eftir helgi, og þá verði reynt að finna
tíma til að taka málið fyrir hjá dómstólum.
MIKIL gleði ríkti á Sólheimum í
Grímsnesi á sumardaginn fyrsta að
lokinni frumsýningu Sólheimaleik-
hússins á leikritinu Vatnsberunum
eftir Herdísi Egilsdóttur. Fjölmenni
var á sýningunni og var mál manna
að vel hefði tekist til. Leikritið
fjallar um þá sem eru ,,öðruvísi“ og
það viðmót sem þeir verða fyrir af
þeim sökum.
Tónlist er ríkuleg í verkinu og
um undirleik sér tónlistarfólk á Sól-
heimum.
Næstu sýningar verða 22. apríl kl
17 og 23. apríl kl. 15. Síðustu sýn-
ingar eru 29. apríl kl. 17 og 30. apr-
íl kl. 15.
Frumsýn-
ingargleði á
Sólheimum
Ferðamenn
hrekja
æðarfuglinn
úr hreiðrum
BÆNDUR sem hafa nytjarétt
á æðarvarpi í Dyrhólaey segja
oft búið að sýna fram á að það
að opna eyna fyrir ferðamönn-
um meðan á varpi stendur hafi
gríðarlega slæm áhrif á fugla-
líf í eynni. Æðarfuglinn yf-
irgefi hreiður sín í stórum stíl,
enda liggi vegurinn upp á
hæsta hluta eyjarinnar í gegn-
um mitt æðarvarpið.
„Dyrhólaey er friðlýst
svæði, sem þýðir annars vegar
að þar má hvorki skaða fugla-
líf né valda skaða á náttúrufari
á svæðinu, og hins vegar að
hefðbundnar nytjar bænda
haldist, þar á meðal af æð-
arrækt,“ segir Þorsteinn
Gunnarsson, bóndi á Vatns-
endahólum, og einn nytjarrétt-
hafa. Hann segir æðarvarpið
hafa verið byggt markvisst
upp undanfarin ár, og er ósátt-
ur við að sveitarstjórn Mýr-
dalshrepps hafi ákveðið að
mótmæla þeirri ákvörðun Um-
hverfisstofnunar að loka eynni
á varptímanum í ár.
Þorsteinn segir verndun æð-
arvarpsins hafa mikil áhrif á
annað fuglalíf á svæðinu, sem
og gróðurinn í Dyrhólaey, ekki
sé hægt að horfa framhjá því.
„En Dyrhólaey er líka áfanga-
staður ferðamanna, ferða-
menn koma þangað til að njóta
óspilltrar náttúru, fjölskrúð-
ugs fuglalífs og gróðurs, en
ekki til að sjá auðn eða fuglalíf
sem búið er að valda á óbæt-
anlegu tjóni.“
Allir sem þekkja til sjálf-
bærrar ferðaþjónustu vita að
vernda þarf náttúruna sem
ferðamenn skoða til að vernda
langtímahagsmuni ferðaþjón-
ustunnar, segir Þorsteinn.
Hann segir að undanfarin ár
hafi Umhverfisstofnun tekið
tillit til sjónarmiða æðarbænda
með því að loka eynni á meðan
varp stendur yfir, en jafnframt
hafi óháðir sérfræðingar
fylgst með gangi æðarvarpsins
og tekið ákvörðun um að opna
Dyrhólaey fyrr en ráð var fyr-
ir gert sé æðarvarp langt kom-
ið.
Þorsteinn bendir á að Dyr-
hólaey sé ekki stór, og bestu
varplönd æðarfugls á eynni
séu einmitt við akveginn út í
eyjuna, sem er raunar land-
föst. Vegurinn liggi meðfram
tjörn, og í kringum tjörnina sé
besta varpstæðið fyrir fuglinn.
Það sé því ekki möguleiki að
opna Dyrhólaey nema með því
að fara þar í gegn.