Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ávaninn sem þú ert að reyna að losa þig við, hefur nýst þér prýðilega um langt skeið. Kannski fyllistu tilfinningasemi. Hugsanlega áttu ekki að senda hann út í hafsauga, heldur lokka hann mjúklega í burtu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sérlegur vinur nautsins dýrkar það og dáir. Ást, viðskipti eða hvort tveggja gætu verið framtíð þessa sambands. Möguleikarnir eru galopnir og verða það um sinn þar til veðrið breytist skyndilega. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gakktu úr skugga um að þú fáir útrás fyrir sköpunargáfuna í dag annars verðurðu fram úr hófi styggur. Þér verður umbunað í kvöld eða þá að ein- hver hvíslar að þér ljúfum og lang- þráðum orðum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú sérð heiminn með augum vina þinna núna og þeir gera það sama gegnum þig. Ef þú átt ekki nógu marga vini eða réttu vinina áttu ekki eftir að sjá jafn- mikið. Himintunglin benda á að vogir og naut séu prýðis viðbót við kunn- ingjahópinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljósið innra með ljóninu skín skært, sem er gott enda er skuggsýnt sums staðar, þar sem leiðin liggur. Kannski tekst þér að bjarga einhverjum með því að vera eins og þú átt að þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Á einhverjum tímapunkti, og frekar fyrr en síðar, tekur þú kollinn á þér föstum tökum og segir, „það er ég sem ræð hér. Ég ákveð hvað þú átt að hugsa“. Dagurinn verður fallegur eftir það. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin er ekki viss um hversu langt hún á að teygja sig. Menningin sem hún er að kynna sér er svo framandi. Þum- alputtareglan er þessi: Að gefa ekki er dýrkeyptara en að gefa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er í þeirri aðstöðu að stjórna. Þú nærð árangri og ert fær um að láta aðra vinna fyrir þig, en að fá þá til þess að vinna með þér er takmarkið. Notaðu daginn til þess að vinna fólk á þitt band. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn gegnir hlutverki kenn- arans um þessar mundir. Það besta sem þú getur miðlað, er hvernig aðrir eiga að fara að án þín. Annars þarftu sí- fellt að gera eitthvað sem aðrir ættu að vera að gera. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Athafnir dagsins eru söngur, dans, gamansögur og fíflalæti. Leyfðu vill- ingnum innra með þér að baða sig í sól- inni. Það laðar að þér ómannblendið fólk. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ástvinirnir verða að þekkja mörkin þín og fara því yfir strikið, til þess að kom- ast að því hvar það er. Þetta er ekkert persónulegt. Óhlutdrægni gerir þig sælli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Væntingar annarra skipta þig nánast engu máli, því þínar eigin væntingar eru stöðugt með þér. Reyndu samt að taka eftir því þegar klappað er fyrir þér og meðtaka það. Stjörnuspá Holiday Mathis Gleðilegan jarðardag! Tunglið kannar hið furðu- lega svið vatnsberans fram eftir degi og uppfinningar, nýjungar og sérviska koma við sögu. Kyndugleikinn sem maður verður var við er eins konar kosmískur ísbrjótur sem hægt er að beita í samræðum við ókunnuga eða til að tengj- ast vinum enn betur. Seinna segir maður sögur sem byrja á, „manstu daginn þeg- ar …“ Staðurogstund http://www.mbl.is/sos  Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 af háum stig- um, 8 yrkja, 9 hyggur, 10 slít, 11 síðla, 13 hitt, 15 höfuðfats, 18 starfið, 21 veðurfar, 22 skot, 23 skurðurinn, 24 veik- burða. Lóðrétt | 2 ávísun, 3 dökkt, 4 ólán, 5 vondan, 6 lof, 7 veiðidýr, 12 gagn, 14 miskunn, 15 haltran, 16 veisla, 17 verk, 18 sér eftir, 19 hlussulegan kvenmann, 20 baktali. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dugir, 4 ríkja, 7 álkan, 8 kurls, 9 dís, 11 nösk, 13 árar, 14 ósatt, 15 gróp, 17 tjón, 20 fim, 22 teyga, 23 ögr- ar, 24 rotin, 25 linar. Lóðrétt: 1 djásn, 2 gikks, 3 rönd, 4 ryks, 5 kúrir, 6 ansar, 10 Ítali, 12 kóp, 13 átt, 15 getur, 16 ólykt, 18 jaran, 19 nárar, 20 fann, 21 mögl. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Dans Kramhúsið | Practica í Kramhúsinu kl. 21– 24. Tangó-milonga sem þessi er ætluð öll- um þeim sem vilja kynna sér tangó og læra meira. Tónlist eins og á milongunum í Buen- os Aires. Góð upphitun fyrir Tangówork- shop sem hefst 28. apríl. Kramhúsið | Helgarnámskeið með Damián og Nancy verður í Kramhúsinu 28.–30. apr- íl. Parið mun einnig sýna á tangókvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 29. apríl. Boðið er upp á námskeið bæði fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að dansa tangó og vana dansara. Upplýsingar og skráning er á www.kramhusid.is. Tónlist Café Aroma | Snilldarhljómsveitin Menn ársins spilar í kvöld. Hótel Búðir | Djasshljómsveitin Smáaur- arnir mun leika djasstónlist ásamt söng- konunni Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur helgina 21.–22. apríl nk. Íslenska óperan | Mærþöll – ný ópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur flutt af nem- endum Tónlistarskólans í Reykjavík í Ís- lensku óperunni 22. og 23 apríl. Langholtskirkja | Skagfirska söngsveitin í Reykjavík heldur vortónleika í Langholts- kirkju kl. 17. Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdi- marsson. Einsöngvarar: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, og Baldvin Júlíusson, bassi. Aðgangseyrir kr. 1.800. Ráðhús Reykjavíkur | Hinir árlegu vor- harmonikutónleikar verða haldnir sunnu- daginn 23. apríl kl. 15. Þar munu koma fram flestir af betri harmonikuleikurum á höf- uðborgarsvæðinu á aldrinum 12–70 ára. Salurinn | Sunnudaginn 23. apríl kl. 20 fið- lúdúó í Tíbrárröðinni. Hjónin Barnabás Keleman og Katalin Kokas frá Ungverja- landi spila verk fyrir tvær fiðlur án undir- leiks. Miðaverð: 2.000/1.600 Nánar á www.salurinn.is. Myndlist 101 Gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í skriðu. Opið fim.–laug. kl. 14–17. Til 3. júní. Anima gallerí | Helga Egilsdóttir, huginn. Sýningin stendur til 23. apríl. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Eden, Hveragerði | Ingunn Jensdóttir til 23. apríl. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Til 19. maí. Gallerí Galileó | Ljósenglar. Myndlist- arkonan Svala Sóleyg sýnir olíumálverk til 26. apríl. Gallerí Humar eða frægð! | Við krefjumst fortíðar! Sýning á vegum Leikminjasafns Ís- lands um götuleikhópinn Svart og syk- urlaust. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmynda- sýningar. Gallerí Húnoghún | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson til 5. maí. Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýn- ingu á hestamálverkum til 7. maí. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig- urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum, ljósmyndir o.fl. til 30. apríl. Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu- listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum. Til 30. apríl. Hafnarborg | Á 25 ára afmælissýningu Leirlistafélagsins verður boðið upp á leið- sögn kl. 15. Sýningin stendur til 24. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. Kaffi Sólon | Unnur Ýrr sýnir málverk á striga. Hún útskrifaðist úr LHÍ í grafískri hönnun 2005. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk, Mjúkar línur/ Smooth lines, til 6. okt. Ketilhúsið Listagili | Soffía Sæmundsdóttir sýnir málverk á tré, striga og pappír til 30. apríl. Kling og Bang gallerí | Listakonurnar Andrea Maack og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir, betur þekktar sem listteymið Mac n’Cheese, neyddu listamanninn Serge Comte til samlags við sig á mjög lúmskan og skipulagðan hátt. Listasafn ASÍ | Nú standa yfir sýningar Önnu Jóelsdóttur „heim?/home?“ og Ástu Ólafsdóttur „Túbab, túbab“. Sunnudaginn 23. apríl taka listamennirnir á móti gestum og ræða um verk sín. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfarar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga 12–15. Listasafn Íslands | Næstsíðasta sýning- arhelgi á sýningum Gunnlaugs Blöndal og Snorra Arinbjarnar í Listasafni Íslands. Kaffistofa og Safnbúð opin. Ókeypis að- gangur. Verið velkomin. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tær- leikar – Samsýning listamannanna Elinu Brotherus, Rúríar og Þórs Vigfússonar. Til 23. apríl. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Nátt- úruafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Íslands. Málverk, skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir. Verk- in eru í eigu Listasafns Íslands. Opið kl. 13– 17.30. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn- ing á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons, og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 30. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Á sýn- ingunni má sjá ýmis verk Erró frá barns- aldri þar til hann hélt sína fyrstu einkasýn- ingu á Íslandi í Listamannaskálanum árið 1957. Öll verkin á sýningunni eru úr Erró- safni Listasafns Reykjavíkur og gefa áhugaverða mynd af hæfileikaríkum og vinnusömum ungum manni. Til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | AF- sprengi HUgsunar – Sprengiverk Guðjóns Bjarnasonar. Guðjón er kunnur fyrir öflug verk sín þar sem hann sprengir sundur stál- rör og stillir brotunum saman á nýjan leik. Á sýningunni getur að líta nýja nálgun Guð- jóns við viðfangsefni sitt sem hann vinnur í ólíka miðla. Til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons- eptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn- arhússins. Til 5. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Ljóð Berglindar Gunnarsdóttur og textílverk Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur ásamt högg- myndum Sigurjóns Ólafssonar. Opið laug- ardaga og sunnudaga 14–17. Mosfellsbær | Sýning verður á verkum nemenda við Myndlistarskóla Mosfells- bæjar í húsnæði skólans í Álafosskvos. Um er að ræða verk nemenda sem stunda nám í olíumálun hjá Soffíu Sæmundsdóttur og Þuríði Sigurðardóttur. Sýningin stendur yfir laug. 22. og sunnud. 23. apríl, frá kl. 14–18. Nýlistasafnið | „Our House is a house that moves“ er alþjóðleg sýning 12 listamanna. Sýningarstjóri er Natasa Petresin. Lista- mennirnir eru að fjalla um hreyfingu og hvernig hún umbreytir heiminum stöðugt. Til 30. apríl. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.