Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 33 UMRÆÐAN HEILBRIGÐ sál í hraustum lík- ama er gamalt máltæki sem á svo sannarlega við í dag. Heilsan er öllum dýrmæt og hver og einn ber ábyrgð á að rækta líkama sinn og sál. Málið er samt að stundum þarf að skerða frelsi einstaklingsins, ein- staklingnum og þjóð- inni til heilla. Í þeim til- gangi höfum við skólaskyldu, umferð- arlög, viðurlög við þjófnaði o.fl. Eins eru lögð gjöld á áfengi og tóbak, sem renna til forvarnar- og meðferð- arúrræða. Nú er mál að við greinum þau heilsu- farslegu vandamál sem að samfélaginu steðja í dag og með beins- keittum aðgerðum vís- um við svo til betri vegar. Fjölmargir þættir ákvarða heilsufar þjóðar. Lífs- stíll fólks hefur þar mest að segja og má segja að lífsstílsbreytingar þjóð- arinnar hin síðari ár hafi aldeilis ekki reynst heilsunni heillavænlegar. Samfélagið þarf að vera samtaka í því að bæta aðstöðu og breyta við- horfi þjóðarinnar. Öll sú vinna sem hvetur til hollra lífshátta, hvort held- ur hún er innt af hendi einstaklinga, félagasamtaka, skóla, fyrirtækja eða af heilbrigðiskerfinu skiptir máli. Hvaða lausnir höfum við? Hið opinbera þarf að draga úr að- gengi að óhollum mat með „óholl- ustugjöldum“ eða niðurgreiðslu á hollum mat. Hér getur vissulega reynst svolítið mál að meta hvað telst óhollt og hvað ekki, en „come on“, ekkert bull! Áróður á tóbaksvörum hefur skilað árangri og nú er komið að annars- konar óhollustu. Áletr- un eins og „majones drepur“ utan á skyndi- bitum og sósudollum myndi skila sér. Auk þess ættu á þessum vörum að vera gjöld til forvarna- og rannsókna á lífsstílstengdum sjúkdómum. Það er óviðunandi hversu slæmt aðgengi börn og unglingar hafa að hollum mat, á meðan þau geta vart þverfótað fyrir skyndibitabúllum, auk þess sem slíkar lausnir eru oft á tíð- um margfalt ódýrari en þær sem veita meiri hollustu og vellíðan. Að í sjoppum íþróttahúsa sé jafnvel ekk- ert annað að fá en sætindi, syk- urdrykki og majoneslokur er oft raunin, en slíkt ætti að sjálfsögðu að vera lögreglumál. Við þurfum alvöru lausnir. Fræðslu, áróður og heilbrigð- isvænna umhverfi. Gera það fjár- hagslega hagkvæmt að borða rétt, hreyfa sig og stunda heilsusamlegt líferni. Jafnvel mætti takmarka að- gengi barna að djúpsteiktum, majo- neslögðum skyndibitum við 18 ár, nema þá hugsanlega í fylgd með full- orðnum. Örorkubætur ættu að vera meira árangursmiðaðar, og eyrnamerktar „betra lífsstílsprógrammi“ sjúklings- ins, þar sem boðið er upp á þjálfun, góða fræðslu og gott aðhald sem leiða mun til árangurs á þann hátt að fleiri öryrkjar skila sér aftur á vinnumark- aðinn. Þegar breytinga er þörf er stuðn- ingur fjölskyldu og vina gríðarlega mikilvægur og því er mikilvægt að í þeim heilsuprógrömum sem boðið er upp á, s.s. á Reykjalundi og á heilsu- hælinu, sé jafnframt boðið upp á fræðslu fyrir aðstandendur og eft- irfylgni, þannig að þegar viðkomandi kemur úr því „verndaða umhverfi“ sem svona stofnanir oft eru, að þá sé hann í stakk búinn til að takast á við hið hversdagslega líf, á sama tíma og hann sinnir heilsu sinni. Meðferð- arstofnanir eins og hér hafa verið nefndar mega ekki vera of „þægileg- ar“ fyrir sjúklinginn og þannig of fjarri raunveruleikanum. Útvega ætti sjúklingnum hæfileg verkefni, eins og t.d. við þrif, matseld, matarinnkaup o.s.frv. Þannig yrðu sjúklingarnir meðvitaðri um hvernig hægt er að tvinna saman heilsusamlegt líferni og hefðbundna vinnu. Prógrammið yrði þannig árangursríkara og ódýrara. Grunnskólarnir verða að bjóða upp á fleiri hreyfistundir fyrir nemendur sína, jafnvel í samstarfi við íþrótta- félögin, þar sem fram fer markviss kennsla í ræktun heilsunnar. Skóla- börnum skal gefinn kostur á stað- góðum morgunverði, léttu millimáli og hollum og góðum hádegisverði í skólanum, þeim að kostnaðarlausu. Í framhaldsskólunum þarf að virkja nemendurna til heilsuræktar á þann hátt sem þeir geta hugsað sér til frambúðar. Bjóða þarf upp á fjöl- breytta möguleika þar sem áhugi nemenda er aukinn, hvers á sínum forsendum. Í stað heimalesturs í öðr- um fögum ættu nemendur í íþróttum að skila 2–3 hreyfistundum á viku, sem útfæra má á ýmsa vegu. Fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í að semja við starfsfólk sitt á þann hátt að því beri skylda til að stunda heilsu- rækt 4 klukkustundir af sinni 40 stunda vinnuviku. Aukin afköst, vinnugleði og færri veikindadagar réttlæta slíkar aðgerðir. Jafnframt ættu fyrirtæki að tryggja gott að- gengi að hollum og góðum mat um leið og sætinda- og snakksjálfsalar yrðu fjarlægðir af vinnustöðum. Þær hugmyndir sem hér hafa verið nefndar myndu spara háar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu, skila þjóðinni heilbrigðari einstaklingum og fyr- irtækjum meiri arði! Nú líður að því að nefnd forsætis- ráðherra um vanda sem tengist óhollu mataræði og hreyfingarleysi skili af sér tillögum. Ég vona að þar sé tekið á málunum af festu. Jafn- framt líður að kosningum til sveit- arstjórna og hvet ég þá sem sækjast eftir atkvæðum að láta sig þessi mál varða. Leggjumst á eitt um að gera ís- lensku þjóðina að þeirri heilbrigðustu og hamingjusömustu í heimi. Sættum okkur ekki við neitt hálfkák. Veljum alvöru leiðir og segjum offitu og heilsuleysi stríð á hendur. Segjum offitu og heilsuleysi stríð á hendur Pálmar Hreinsson skrifar um aðgerðir sem miða að heilbrigðara líferni ’Við þurfum alvörulausnir. Fræðslu, áróður og heilbrigðisvænna umhverfi. ‘ Pálmar Hreinsson Höfundur er verkefnastjóri lyfjamála ÍSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.