Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚTFÖR Magneu Þorkelsdóttur
biskupsfrúar var gerð frá Hallgríms-
kirkju í gær. Séra Sigurður Pálsson,
sóknarprestur í Hallgrímskirkju,
jarðsöng. Organisti var Hörður Ás-
kelsson og félagar úr Schola cantor-
um sungu. Jarðsett var í Fossvogs-
kirkjugarði. Líkmenn voru þau
Magnea Einarsdóttir, Magnús Þor-
kell Bernharðsson, Garðar Árnason,
Harpa Árnadóttir, Sigurbjörn Þor-
kelsson, Sigurbjörn Einarsson, Guð-
jón Davíð Karlsson og Edda Kjart-
ansdóttir.
Morgunblaðið/Sverrir
Útför Magneu
Þorkelsdóttur
HJARTAVERND hefur samið við
þrjár rannsóknarstofur bandaríska
heilbrigðisráðuneytisins um rúm-
lega 60 milljóna króna styrk til
handa Hjartavernd. Styrkinn á að
nýta til rannsókna á svokölluðum
þöglum hjartadrepum, sykursýki
og æðasjúkdómum í augnbotnum.
Styrkurinn mun ganga upp í
kostnað við rannsóknir næstu átta
mánuðina, en rannsóknirnar eru
afar dýrar, segir Vilmundur
Guðnason, forstöðulæknir rann-
sóknastöðvar Hjartaverndar.
Hann segir þó mikilvægi þeirra
óumdeilanlegt, niðurstöður rann-
sóknanna geti skipt fólk með
hjartadrep gífurlegu máli.
„Allir þeir þættir sem við getum
fundið sem geta hjálpað til við að
finna fólk sem er með hjartadrep
án þess að vita af því geta komið í
veg fyrir eða seinkað vandamálum
sem fylgja hjartadrepi yfirleitt,“
segir Vilmundur.
Nýlegar rannsóknir Hjarta-
verndar, sem unnar voru í sam-
vinnu við Öldrunarstofnun banda-
ríska heilbrigðisráðuneytisins og
Hjarta-, lungna- og blóðsjúkdóma-
rannsóknastofnun sama ráðuneytis
hafa sýnt fram á að þögul hjarta-
drep eru umtalsvert algengari í
öldruðum en áður hefur verið talið.
Því hefur fjöldi einstaklinga
fengið kransæðastíflu án þess að
hafa nokkra hugmynd um það, en
það getur haft afgerandi áhrif á
þróun hjartabilunar. Hjartabilun
er það heilsufarsvandamál meðal
aldraðra sem vex hvað hraðast, og
dregur umtalsverðan fjölda til
dauða á ári hverju, auk þess að
valda miklum óþarfa þjáningum og
að vera einn af kostnaðarsamari
þáttum í heilbrigðisþjónustunni.
Nota segulómun og
augnbotnamyndir
Í kjölfar fyrri rannsókna hefur
Hjartavernd samið við Hjarta-,
lungna- og blóðsjúkdómarann-
sóknastofnun bandaríska heil-
brigðisráðuneytisins og Augnrann-
sóknastofnun og Öldrunarstofnun
þess um rannsóknir á þátttakend-
um í öldrunarrannsókn Hjarta-
verndar, þar sem beitt verður seg-
ulómun til að rannsaka hjarta-
vöðva og sérstökum augnbotna-
myndatökum til rannsókna á
æðakerfi í augnbotnum.
Nýleg tækni í segulómun gerir
það mögulegt að greina hjartadrep
með meiri nákvæmni en áður, og
er greiningaröryggi þessarar að-
ferðar með því mesta sem þekkist.
Hjartavernd stendur mjög fram-
arlega í notkun myndgreiningar í
faraldsfræði, og skipar þar sess
meðal fremstu rannsóknastofnana
í heimi í rannsóknum af þessu
tagi.
Hjartavernd fær 60 milljóna króna styrk frá bandarískum rannsóknarstofum
Finna fólk með „þögult“ hjartadrep
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
KYNINGARÁTAKINU Eitt samfélag
fyrir alla var hleypt af stokkunum í
Kringlunni í gær, en það er Öryrkja-
bandalag Íslands sem stendur fyrir
átakinu. Að sögn Hafdísar Gísladóttur,
framkvæmdastjóra ÖBÍ, er markmið
átaksins að vekja athygli á þeirri að-
greiningu sem á sér stað í samfélaginu
og benti hún á að það ætti ekki einungis
við um líkamlegt aðgengi fatlaðra held-
ur einnig um að allir fengju að taka þátt
í samfélaginu og fengju aðgang að upp-
lýsingum, búsetu, atvinnu og menntun.
Hafdís sagði að notast yrði við auglýs-
ingar þar sem bent yrði á gamansaman
hátt á fáránleikann sem fælist í því að
samfélagið gerði ekki ráð fyrir því fjöl-
breytta mannlífi sem í því býr og benti
jafnframt á að þetta átak væri lýsandi
fyrir kraft ungliðahreyfinga innan ÖBÍ,
en Nýung, ungliðahreyfing Sjálfs-
bjargar, Ungblind, ungliðahreyfing
Blindrafélagsins, Nyms, ungliðahreyf-
ing MS félagsins og Puttalingar, ung-
liðahreyfing heyrnarlausra, taka einnig
þátt í verkefninu. Starfsemi þessara fé-
laga hefur farið vaxandi að undanförnu
og eru mörg hver komin á kaf í Evrópu-
verkefni. Hún sagði að almenningur
hefði sýnt átakinu góð viðbrögð í
Kringlunni í gær, þar sem fólki gafst
tækifæri til að koma á framfæri sínum
skoðunum ef það væri aðgreint innan
samfélagsins. Hægt verður að gera slíkt
hið sama í Smáralindinni í dag en átakið
stendur yfir til 24. apríl.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fulltrúar ungliðahreyfinga innan ÖBÍ hleypa átakinu Eitt samfélag fyrir alla af stokkunum í Kringlunni í gær.
Berjast gegn aðgreiningu í mannlífinu
LEIT lögreglunnar í Reykjavík að
manni sem réðst á 15 ára stúlku á
Holtaveginum á miðvikudagskvöld
og barði hana ítrekað með kylfu
hefur engan árangur borið. Hörð-
ur Jóhannesson yfirlögregluþjónn
segir að talsvert hafi borist af
ábendingum frá almenningi eftir
að lýsingu á manninum var dreift,
en engin ábending hafi leitt til
þess að maðurinn fyndist. Hans er
áfram leitað. Enn er lýst eftir
manninum, sem samkvæmt lýsing-
um er dökkhærður með fremur
sítt hár, 170–180 cm á hæð og var
dökkklæddur.
Engar vísbendingar
Lögreglu hefur ekki heldur tek-
ist að hafa hendur í hári tveggja
manna sem stöðvuðu tæplega 19
ára konu á leið hennar til Mosfells-
bæjar fyrir tæpum þremur vikum.
Annar mannanna rotaði konuna og
vaknaði hún þegar hann var að
reyna að nauðga henni í aftursæti
bílsins á meðan félagi mannsins ók
bílnum út fyrir borgina. Lögreglan
hefur engar vísbendingar sem leitt
gætu til handtöku mannanna
tveggja.
Maður sem
barði stúlku
með kylfu
ófundinn
GÁMAFLUTNINGABÍLL valt á
Djúpvegi, um 11 km sunnan við
Hólmavík um kl. 14 í gær. Ökumaður
slasaðist ekki, en farþegi á bílnum
var fluttur á sjúkrahús með höfuð-
meiðsli, sem þó voru ekki talin alvar-
leg.
Bíllinn var að flytja gám með 20
tonnum af rækju þegar slysið varð,
og var unnið að því fram eftir degi að
tæma gáminn. Að sögn lögreglunnar
á Hólmavík var bíllinn á suðurleið,
og valt hann þversum á veginum og
lokaði honum. Kalla þurfti til krana-
bíl til að koma bílnum í burtu, en
hann er talinn mikið skemmdur eða
ónýtur.
Valt með
20 tonn af
rækjum
♦♦♦
AFKOMENDUR Magneu Þorkelsdóttur í kvenlegg
klæddust við útför hennar í gær þjóðbúningum sem
hún hafði saumað handa þeim á sinni tíð, en hún var
annáluð hannyrðakona og saumaði m.a. skautbúninga
fyrir Alþingishátíðina 1930.
Afkomendur Magneu báru einnig sjaldgæfa gerð af
prjónahúfum við þjóðbúningana, sem unnar voru af
Magneu.
Fremstur á myndinni er Sigurbjörn Einarsson biskup,
eiginmaður Magneu Þorkelsdóttur.
Ljósmynd/P*aldis
Skrýddust þjóðbúningum Magneu