Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 37
Á SÍÐUSTU vikum hafa kjör
hinna lægst launuðu verið til um-
ræðu. Niðurstöður rannsókna sýna
að hópar ófaglærðra á vinnumark-
aði bera svo lítið úr bítum fyrir
100% starf að launin duga ekki fyrir
lágmarks framfærslu
(sjá m.a. Harpa Njáls,
Fátækt á Íslandi, 2003
og síðar). Hér er að
stórum hluta um
kvennastéttir að ræða,
konur sem vinna hjá
ríki og sveitarfélögum
við umönnunarstörf,
m.a. við uppeldi og
menntun barna í leik-
skólum, umönnun aldr-
aðra og sjúkra á hjúkr-
unarheimilum og
skólaliða við gæslu og
stuðning í grunn-
skólum. Allt eru þetta störf sem
krefjast mikilla mannkosta og færni
í samskiptum og umönnun – störf
sem eru einnig líkamlega erfið og
slítandi.
Síðastliðið haust var svo komið að
illa gekk að manna stöður ófag-
lærðra á elli- og hjúkrunarheimilum
og leikskólum á höfuðborgarsvæð-
inu. Hér er um fjölda starfsmanna
að ræða og samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofu Íslands eru 2⁄3 hlut-
ar starfsmanna við uppeldi og
menntun barna í leikskólum ófag-
lærðir og hefur svo verið til margra
ára. Ljóst er að til lengri tíma litið
hafa ófaglærðir við umönnunarstörf
hjá ríki og borg borðið svo lítið úr
bítum fyrir 100% starf að þeir hafa
lifað við knöpp kjör og fátækt.
Hve mikið vantar upp
á að launin dugi fyrir
lágmarksframfærslu?
Í rannsókninni Fátækt á Íslandi
var útfærður lágmarksframfærslu-
grunnur þ.e. nauðsynlegir fram-
færsluþættir, sem viðurkennt er á
öllum Norðurlöndunum, að fólk
þurfi til að komast af. Kannað var
hvort tekjur dygðu til að standa
undir framfærslu, þ.e. algild fá-
tæktarmörk.
Ég ætla að nefna dæmi um 25 ára
ófaglærðan starfsmann við uppeldi
og menntun barna, með fjögurra
ára starfsreynslu og öll námskeið,
og eitt barn á framfæri. Árið 2000
var bilið milli tekna (fyrir 100%
starf, meðlag og barnabætur) og
framfærslukostnaðar 34,1%, sem
vantaði upp á að tekjurnar dygðu
til. Í ársbyrjun 2001 hækkuðu laun
þessa hóps töluvert í kjarasamningi
Eflingar og Reykjavíkurborgar (sjá
töflu 2), en ljóst að það dugði
skammt. Miða við janúar 2005 vant-
aði ennþá 25,5% eða um 47.000
krónur á mánuði til að dekka lág-
marks framfærslukostnað.
Bent hefur verið á það í ræðu og
riti að þessari áþján verði ekki af-
létt nema ríki og sveitarfélög, þ.e.
vinnuveitendur viðkomandi hópa,
semji um mannsæmandi laun fyrir
umönnunarstörf. Það var því tíma-
bært þegar Reykjavíkurborg tók af
skarið síðla árs 2005 og mætti Efl-
ingu stéttarfélagi við gerð kjara-
samnings sem bætir launakjör
ófaglærðra.
Hvað með launakjör ófaglærðra
sem vinna á hjúkrunarheimilum í
eigu ríkisins? Í töflu eitt er lág-
marksframfærslugrunnur, fram-
reiknaður til mars 2006. Taflan sýn-
ir dæmi um útgjöld og heildarlaun
starfsmanns sem unnið hefur í fjög-
ur ár við umönnun aldraðra og tekið
öll námskeið til að hækka launin.
Tafla 1
Niðurstöður í töflu eitt sýna að
framfærslukostnaður fyrir einstætt
foreldri með eitt barn á framfæri er
192.675 krónur samkvæmt þessu
dæmi. Útgjöld fyrir mat og hrein-
lætisvörur/bleiur, lækniskostnað/
lyf, tómstundir, fatakaup, rekstur á
bíl og ýmislegt, taka mið af upp-
hæðum Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna. Þar er miðað við að-
stæður og lágmarksframfærslu –
um takmarkaðan tíma – meðan fólk
er að vinna sig út úr fjárhagserf-
iðleikum. Í töflu eitt kemur fram að
einstaklingur sem vinnur á hjúkr-
unarheimili er með 102.878 krónur
að frádregnum
skatti, og með með-
lagi og barnabótum
eru heildartekjur um
142.000 krónur. Nið-
urstöður sýna að það
vantar 26,3% upp á
að launin standi und-
ir framfærslu. Það er
óviðunandi fyrir ís-
lenskt samfélag að
laun fyrir 100% starf
standi ekki undir lág-
marksframfærslu.
Úr því þarf að bæta
hið fyrsta!
Fleiri þættir hafa áhrif á afkomu
einstaklinga. Skattálögur ríkisins
og stuðningur hins opinbera við
barnafólk gegnir mikilvægu hlut-
verki í heildarafkomu fjölskyldna –
ekki síst hinna lægst launuðu. Við
skulum kanna það nánar.
Ríkisvaldið hefur tæki og tól til
tekjujafnaðar – hvernig eru þau
nýtt?
Í velferðarríkjum nútímans
gegnir ríkisvaldið mikilvægu hlut-
verki til að jafna afkomu fólks og
möguleika. Ríkið hefur m.a. í hendi
stuðning við barnafólk og skatt á
lægstu laun. Hvernig hefur tekist
til? Könnum fyrst dæmi um skatt-
greiðslur af launum 25 ára ófag-
lærðs starfsmanns á árunum 1995–
2006.
Í töflu tvö kemur fram að ófag-
lærðir á lægstu launum voru skatt-
lausir til ársins 1996. Það ár er
skattur 1,7% af launum. Eins og
fram kemur aukast skattgreiðslur
af lægstu launum mikið á næstu ár-
um, fyrst og fremst vegna þess að
persónuafsláttur og þ.m. skattleys-
ismörk hafa ekki fylgt launaþróun í
landinu. Persónuafslátturinn var
rúmlega 24.000 krónur samfellt í
sex ár (1995 til 2001). Þessi ráð-
stöfun ríkisins hefur haft afgerandi
áhrif á afkomu hinna verst settu.
Áhrifin koma m.a. skýrt fram í upp-
lýsingum Þjóðhagsstofnunar, að ár-
ið 2001 greiddu lífeyrisþegar og lág-
launafólk með laun og bætur undir
90.000 krónum á mánuði um einn
milljarð í tekjuskatt og útsvar til
ríkissjóðs það ár.
Í töflu tvö kemur fram að í árs-
byrjun 2001 fengu ófaglærðir
starfsmenn töluverða launahækkun
– á laun sem nægðu þó ekki til lág-
marksframfærslu. Af þeim tekjum
tók ríkissjóður til sín 14,3% í skatt.
Ekki verður betur séð en að rík-
isvaldið hafi markvisst tekið meira
og meira af lágum tekjum fólks.
Þetta er dæmi um fátæktargildru
hins opinbera í sinni hreinustu
mynd! (sjá töflu 2)
Frá árinu 2004 hefur aðeins
dregið úr skatttekju ríkisins á
lægstu laun. Hér er þó um mátt-
lausar aðgerðir að ræða – til leið-
réttingar. Mikilvægt er að rík-
isvaldið geri viðeigandi ráðstafanir
og leiðrétti persónuafslátt og skatt-
leysismörk frá 1995 og færi þannig
hinum lægst launuðu viðeigandi
tekjujöfnuð sem af var tekinn. Við
það yrðu laun einstaklings 2006
sem dæmi er tekið af í töflunni
skattlaus. Það munar um minna!
Barnabætur – tæki
til tekjujafnaðar?
Ísland er eitt Norðurlanda þar
sem barnabætur eru tengdar
tekjum foreldra og skertar sam-
kvæmt reglum sem ríkisvaldið set-
ur. Á hinum Norðurlöndunum er
barnabótum ætlað að tryggja börn-
um afkomu og uppeldisskilyrði. Í
töflu þrjú sést að hér á landi hafa
skerðingarmörk tekna verið mjög
lág til lengri tíma og engar skyn-
samlegar forsendur finnast að baki
– hvar niðurskurðarhnífi ríkisvalds
er brugðið.
Tafla 3
Í töflu þrjú kemur fram að árið
2005 var byrjað að skerða tekjur
einstæðs foreldris við 61.978 krón-
ur. Rétt er að spyrja hvað slíkar
tekjur tryggja í afkomu barna? Um
áramótin 2006 voru skerðing-
armörk tekna hjá einstæðu foreldri
hækkuð í 77.472 krónur. Var það
„þrælhugsuð“ aðgerð ríkisvaldsins
til að bæta kjör hinna tekjulægstu?
Þessi hækkun er talin „hænuskref“
til að bæta stöðu láglaunafólks með
börn á framfæri. Því skal haldið til
haga að skerðingarprósentan hefur
heldur lækkað á síðustu árum (2%).
Skerðingarmörk tekna hafa af-
gerandi áhrif á fjölda foreldra sem
fá óskertar barnabætur. Sam-
kvæmt útreikningum Þjóðhags-
stofnunar fyrir rannsóknina Fá-
tækt á Íslandi kom í ljós að við
álagningu 2001, vegna tekna 2000,
fengu 11,4% einstæðra foreldra og
3,3% hjóna/sambúðarfólks óskertar
barnabætur. Þjóðhags-
stofnun var fengin til að
reikna, hve hátt hlutfall
einstæðra foreldra fengi
óskertar barnabætur með
því að hækka skerðing-
armörk tekna í 150.000
krónur. Þar var miðað við
lágmarksframfærslugrunn
sem útfærður var í rann-
sókninni Fátækt á Íslandi.
Niðurstöður sýndu að
65,5% einstæðra foreldra
hefðu fengið óskertar
barnabætur það ár. Á
þessu sést gjörla hvaða
áhrif lág skerðingarmörk
tekna hafa.
Ef ríkisvaldið hér á landi
vildi feta í fótspor hinna
Norðurlandaþjóðanna þar
sem barnabótum er ætlað
að tryggja afkomu og ör-
yggi barna og unglinga –
en vildu samt tryggja að
aðeins hinir verst settu
fengju óskertar barnabæt-
ur – er raunhæft að hækka
skerðingarmörk tekna hjá
einstæðu foreldri í 190.000
krónur á mánuði. Allt ann-
að er hálfkák.
Samkvæmt upplýsingum
Hagstofu Íslands um
kjarnafjölskyldur voru ein-
stæðir foreldrar (2004) í
92,5% tilvika konur. Ein-
stæðir foreldrar eru að
stærstum hluta láglauna-
konur með tekjur langt
undir meðallaunum. Árið
2004 voru 11.164 konur með
17.056 börn á framfæri.
Brýnt er að ríkisvaldið geri ráðstaf-
anir og bæti barnabótakerfið svo
það styðji við bakið á láglaunafólki -
og börnum sem eru hinir fullorðnu
framtíðar. Rannsóknir hafa sýnt að
fátækt barna tengist margvísleg
áhætta sem dregur úr möguleikum
og tækifærum þeirra til að ná full-
um þroska og lifa farsælu lífi.
Lokaorð
Hvernig sem á málið er litið – er
mikilvægt að bæta kjör ófaglærðra
á vinnumarkaði. Það er ekki sæm-
andi þjóð sem þekkt er fyrir ein-
hver bestu lífsskilyrði sem þekkjast
meðal þjóða – að fólk í fullu starfi
beri svo lítið úr býtum að það lifi við
skort og fátækt. Ljóst er að rík-
isvaldið hefur brugðist hlutverki
sínu við að beita aðgerðum til tekju-
jafnaðar. Úr því þarf að bæta! Það
er smánarblettur á þjóðfélagi sem
tilheyrir ríkustu þjóðum heims að
slíkar aðstæður skuli fyrirfinnast.
Kjör hinna lægst
launuðu eru óviðunandi!
Eftir Hörpu Njálsdóttur
’Hvernig sem ámálið er litið er
mikilvægt að
bæta kjör ófag-
lærðra á vinnu-
markaði.‘
Harpa Njáls
Höfundur er félagsfræðingur
og stundar doktorsnám við HÍ.
Tafla 1
Lágmarks framfærslugrunnur
Laun og mánaðarleg útgjöld einstæðs foreldris
með eitt barn á framfæri
Framreikn. frá árinu 2000
Framreiknað til
skv. vísitölu neysluverðs mars 2006
Matur/ hreinlætisvörur kr. 48.700**
Póstur og sími kr. 3.122
Rafmagn og hiti kr. 8.241
RÚV kr. 2.705
Húsnæði kr. 52.150
Dagvistargjöld (8 klst.) kr. 13.050
Rekstur á ökutæki kr. 23.000
SVR kr. (5.000)
Tryggingar kr. 6.911
Lækniskostnaður/lyf kr. 5.700
Tómstundir/menning kr. 2.800
Fatakaup/skór kr. 6.000
Ýmislegt kr. 2.800
Hársnyrting kr. 3.290
Annað, ófyrirséð kr. 10.302
Heimilisbúnaður/húsgögn kr. 3.905
Áfengi/tóbak kr. 0
Kaup/afborganir af bíl kr. 0
Ferðir/flutningar kr. 0
Menntun kr. 0
Hótel/kaffihús/veitingar kr. 0
Ýmsar vörur og þjónusta kr. 0
Samtals útgjöld kr. 192.675
Ófaglærður starfsmaður (100% starf)
Rauntekjur til framfærslu Mars 2006
Launataxti Eflingar kr. 126.714
*
Lífeyrissj./stéttarf. kr. - 6.336
Skattur kr. -17.500
Útborguð laun kr. 102.878
Meðlag með barni kr. 17.249
Barnabætur/skertar kr. 21.874
Mæðralaun, 1 barn kr. 0
Rauntekjur til framfærslu kr. 142.001
Vantar upp á lágm. framfærslu: kr. -50.674
(26,3%)
*Miðað er við 26 ára starfsmann - með 4 ára starfsreynslu og
öll námskeið/símenntun ofan á grunnlaun. Launataxti: 6-4.
** Gert er ráð fyrir bleiubarni á heimili kr. 5.500 á mánuði.
Tafla 2
Skattgreiðslur til hins opinbera 1995-2006
Ófaglærður einstaklingur á vinnumarkaði - 100% starfshlutfall
Ártal Launa- Laun fyrir Staðgr- Frádr. Greitt í Nettó-
Skattur
flokkur 100% starf hlutfall persafsl. skatt laun
hlutf. laun
1995 (132-5). kr. 58.282 41,93% 24.494 kr. 0 kr. 58.282
0,0%
1996 (132-5). kr. 60.982 41,94% 24.544 kr. 1.032 kr. 59.950
1,7%
1997 (134-3). kr. 70.878 41,25% 24.115 kr. 5.122 kr. 65.756
7,2%
2000 (134-3). kr. 78.582 38,37% 24.361 kr. 5.791 kr. 72.791
7,4%
2001 (117-2). kr. 103.369 38,76% 25.245 kr. 14.821 kr. 88.548
14,3%
2004 (117-2). kr. 112.954 38,58% 27.496 kr. 16.082 kr. 96.872
14,2%
2005 (117-2). kr. 116.343 37,73% 28.321 kr. 15.575 kr. 100.768
13,4%
2006 (118-3). kr. 126.762 36,72% 29.029 kr. 17.518 kr. 109.244
13,8%
Heimild: Embætti Ríkisskattstjóra (2001 og síðar), Efling, stéttarfélag (2001 og síðar).
Laun 25 ára einstakl. unnið 6 mán á leikskóla.
Tafla 3
Breytingar á tekjuviðmiðun
til skerðingar á barnabótum 1997-2005
Ártal Einstætt foreldri Hjón/samb.fólk
1997 47.543 kr. á mán. 95.087 kr. á mán.
2000 49.950 kr. á mán. 99.900 kr. á mán.
2002 56.447 kr. á mán. 112.894 kr. á mán.
2004 60.173 kr. á mán. 120.345 kr. á mán.
2005 61.978 kr. á mán. 123.955 kr. á mán.
2006 77.472 kr. á mán. 154.944 kr. á mán.
Heimild: ríkisskattstjóri, ýmis ár
kunna að taka sér pásur eftir þörfum. Einnig
væri mikilvægt að finna að vinnan hefði gildi í
sjálfu sér og skilaði einhverju áþreifanlegu.
Útivera dregur úr þunglyndi og kvíða
Í erindi sínu gerði Anna Bengtsson, landslags-
arkitekt og doktorsnemi við Landbúnaðarhá-
skólann í Alnarp, umhverfi við vistheimili aldr-
aðra að umtalsefni. Benti hún á að nýlegar
rannsóknir meðal eldri borgara sýndu að útivera,
þó hún felist ekki í öðru en að sitja eða hvíla sig
úti, hafi góð áhrif bæði á líkamlega og andlega
heilsu. Sérstaklega eru áhrifin merkjanleg hjá
veikburða einstaklingum. Útivera getur þannig
bætt svefn, dregið úr þunglyndi og kvíða, en að
sama skapi aukið álagsþol.
Bengtsson gerði skipulag grænna svæða við
elliheimili og þjónustuíbúðir því næst að umtals-
efni. Að hennar sögn skiptir miklu að umhverfið
sé aðlaðandi, helst kunnuglegt í einhverjum
skilningi, t.d. með plöntur sem flestir þekki, veiti
skjól fyrir veðri og vindum þannig að íbúar geti
notið þess að sitja úti þó t.d. rigni. Miklu skiptir
að umhverfið sé til þess fallið að örva sem flest
skilningarvit, t.d. með því að gera aðgengi að
blómum og gróðri gott þannig að hægt sé að
finna ilminn af blómum og snerta plöntur. Miklu
skiptir að undirlag sé þannig úr garði gert að
auðvelt sé að ganga á því með t.d. hjólagrindur
og ekki sé mikill halli. Bekkir þurfa einnig að
vera þannig að þeir veiti góðan stuðning og
ákjósanlegt er að ekki sé of langt á milli þeirra.
Bengtsson lagði áherslu á að umhverfið væri
ánægjulegt og að vistmenn eða íbúar treystu sér
til að nota það. Sagði hún í því ljósi mikilvægt að
grænu svæðin væru hönnuð til þess að veita fólki
innblástur. Benti hún á að reynslan sýndi að úti-
vera fólks og samskipti við bæði náttúruna og
fólkið þar yrði til þess að auka félagsfærni ein-
staklinganna.
m fór í Laugardalshöll í gær
ært á
svæðum
Morgunblaðið/Ásdís
m skipulag og ofhönnuð leiksvæði,“ segir Kristín
ðir sérstaklega að umtalsefni í framsögu sinni.