Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐ þessum skrifum vill und- irritaður mótmæla þeim áformum jarðareigandans Orkuveitu Reykjavíkur, sem studdur er af Klasa, félagi fjár- magnshafa, að vilja hluta í sundur jörð sína, Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafn- ingshreppi, í lóðir undir sumarbústaði, með það eitt í huga, eftir því sem best verður skilið, að hagnast sem mest á sölu jarðarinnar, sem fyrirtækinu í almenn- ingseigu hefur verið trúað fyrir til varð- veislu. Jörðin Úlfljótsvatn komst í eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur um miðjan fjórða áratug síðustu aldar, þegar Ljósifoss í Sogi var virkj- aður, fyrstur virkjana þar. Við samruna þriggja borgarstofnana fyrir fáum árum fluttist eign- arhald Rafmagnsveitunnar á Úlf- ljótsvatni til hinnar nýju borg- arstofnunar, Orkuveitu Reykjavíkur, sem trúað var fyrir þessari almenningseign. Frá því um eða jafnvel fyrir 1940 og allar götur síðan hafa skátar fengið að njóta jarðarinnar til útivistar, þjálfunar, fræðslu, mótshalda og mörg síðari ár til skógræktar og frekari uppgræðslu eftir að girðing um landið var gerð fjárheld. Fyrstu áratugina gátu ungir skátar fylgst með búskap, sem stundaður var á jörðinni, en er orðinn lítill og einhliða nú, svo að ekki sé meira sagt. Jörðin með aðgangi að kristaltæru og hreinu vatninu, Úlf- ljótsvatni, hefur reynst mörgu ung- menni verðmæt minn- ing, tengd hollu vega- nesti út í lífið. Langt er síðan ár- gangar barna úr grunnskólum borg- arinnar kynntust töfr- um Úlfljótsvatns og ómengaðri íslenskri náttúru og fengu að setja þar nið- ur trjáplöntur í svonefndum Skólaskógum, sem þeir gátu fylgst með dafna og vaxa. Einnig var út- hlutað skógræktarsvæði, Bernsku- skógum, til samtaka um velferð barna, OMEP. Jörðin hefur því um áratugaskeið verið vel nýtt til að gegna uppeldis- og þroska- málum barna, ekki síst af höf- uðborgarsvæðinu, en jafnframt verið opin öllum almenningi, sem vildi njóta fagurs umhverfis og óspilltrar náttúru. Eins og málum hefur verið hátt- að er það mikill kostur, að jörðin er ekki hlutuð í sundur og þar með gerð óaðgengileg öllum þorra fólks nema eftir bílvegum á milli girðinga og óskipulegra rækt- unarsvæða. Það er mikill misskiln- ingur, þegar látið er í veðri vaka, að það muni auka gildi jarðarinnar til útivistar, að brytja stóran hluta hennar niður í sumarbústaðalönd, sem þeir einir mega ganga um, sem þau eiga. Það má vissulega gera margt, sem yrði jörðinni til framdráttar sem útivistarsvæði, en síst af öllu með því að „há- marka sölugróða“ af henni eins og stjórnarformaður OR komst að orði. Nefna má að halda opnum svæðum meðfram Úlfljótsvatni og votlendi og gera aðgengilegri, koma upp betri aðstöðu fyrir börn og unglinga til að gróðursetja tré á skilgreindum skógrækt- arsvæðum, sem fyrir eru, og hvetja þau jafnframt til þess. Það yrði mikill ávinningur fyrir land- areignina sem útivistarsvæði, ef landeigandi vildi aðstoða skáta- hreyfinguna við að koma upp var- anlegum þrautabrautum og ganga betur frá aðlaðandi tjaldsvæðum, sem notuð yrðu jöfnum höndum fyrir útilegur skátaeininga og til að halda skátamót, alþjóðamót og fjölskyldumót, ef landeigandinn legði göngustíga, hjólreiðastíga og reiðstíga um svæðið og gera annað það, sem hvetur til útivistar. Allt þetta og ýmislegt fleira er betra en afmarkaðar eignarlóðir ein- staklinga sem loka stórum og fal- legustu hlutum jarðarinnar öllum almenningi og svipta hana nátt- úrufegurð sinni. Með ýmsu móti má bæta kosti þessa útivist- arsvæðis almennings sem svo hef- ur verið í hartnær 70 ár til hollrar útiveru og hreyfingar, ef ekki ræður för peningahyggja og gróðasjónarmið landeiganda og þeirra, sem notfæra sér stöðu sína og tengsl til að hagnast á kostnað almennings. Í „Forsendum skipulagsvinnu“ í „Greinargerð með tillögu að breyt- ingu á aðalskipulagi Grímsness- og Grafningshrepps 2002–2014“, dags. 2. nóvember 2005, er komið að fjölmörgum atriðum, sem hvert um sig ættu að vera næg ástæða til að hætta við áform um svo rót- tækar breytingar á landnotkun jarðarinnar Úlfljótsvatns sem boð- aðar eru. Fyrst má telja, að sumarhúsa- lóðir eiga að verða að jafnaði 0,5 til 1,0 ha. að stærð. Þetta þýðir svo þétta byggð, að jafnast á við þéttbýli. Með tilliti til aukningar svæða til frístundabyggðar, sem svo er kölluð, úr 55 ha. í 550 ha., eins og fram kemur í skipulags- áætluninni, er auðvelt að reikna út húsafjöldann 500 til 1.000 hús. Fornleifar eru taldar vera um 93 á 68 stöðum, dreifðum um mestallt svæðið. Þær eru taldar vera allt frá fyrstu áratugum Ís- landsbyggðar fram á 20. öld. Þrátt fyrir lög og reglugerðir, sem kveða á um vernd fornleifa, hefur á undanförnum áratugum því mið- ur ekki verið varið nægilegu fé til rannsókna og varðveislu þeirra, en fornleifar hafa oft fundist fyrir til- viljanir einar og orðið að hylja þær til frekari rannsókna í fram- tíðinni. Á fégræðgi fyrirtækja og ein- staklinga að fá að valta yfir forn- leifar, líka í landi Úlfljótsvatns, vegna þess að OR/Klasi vilja „há- marka gróða“ af landsölu á útivist- arsvæði almennings? Fuglalíf er sérstakt við Úlfljóts- vatn, sem ásamt Soginu hefur sér- stöðu í ríkulegu fuglalífi á veturna. Svæðið er eitt þriggja bestu fersk- vatnsfuglasvæða landsins á vet- urna. Kunnugt er um 70 tegundir fugla í landi Úlfljótsvatns. Alls eru átta tegundir fugla, sem sjást reglulega í landi Úlfljótsvatns: Himbrimi, grágæs, straumönd, húsönd, gulönd, haförn, svartbak- ur og hrafn skráðar á válista Náttúrufræðistofnunar. Himbrimi setur hvarvetna mikinn svip á um- hverfið og verpa aðeins 1–2 pör árlega við Úlfljótsvatn. Hann hyrfi fljótlega, ef mikil umferð báta yrði um vatnið og mannaferðir með til- heyrandi hávaða við vatnsbakka. Eru öll rök um friðun vegna fuglalífs fégræðgi OR/Klasa óvið- komandi? Úlfljótsvatn – Ræður fégræðgi OR/Klasa för? Bergur Jónsson fjallar um landsölu og náttúruspjöll við Úlfljótsvatn ’Á fégræðgi fyrirtækjaog einstaklinga að fá að valta yfir fornleifar, líka í landi Úlfljótsvatns, vegna þess að OR/Klasi vilja „hámarka gróða“ af landsölu á útivistarsvæði almennings?‘ Bergur Jónsson Höfundur er rafmagnsverkfræð- ingur, skáti í 60 ár og aðdáandi óspilltrar náttúru. Í pistlum sínum hefur um-sjónarmaður oft vikið aðenskum áhrifum á íslenskuog er þar af nógu að taka. Enska hefur einkum áhrif á orða- forðann. Í sumum tilvikum er um að ræða beinar slettur ef svo má segja, t.d.: ef þessi díll gengur upp (Sjónv. 23.10.05); félagið er búið að vera að óperera á þessu sviði (Sjónv. 23.10.05) og Íslands- banki hefur verið á siglingu og verið að klára stóra díla (Frbl. 15.2.06). Oftast er þó um að ræða tökugóss sem hefur verið aðlagað íslensku, t.d.: síðan er það opin spurning hvernig flensunni í Asíu vindur fram [e. open question; þ. eine offene Frage] (Mbl. 8.10.05); ef hann fer eins hroðalega undir skinnið á sjálfum sér og hann vill vera láta (Frbl. 15.9.05) [e. get under a person’s skin ‘interest or annoy a person intensely’]; Lög- reglan reyndi að róa fólk niður (Útv 9.11.05) [e. calm down] og Fargi ofstjórnarinnar léttir svo til muna þegar forsætisráð- herrann stígur niður (Frbl. 10.11.05) [e. step down]. Ekki getur málfar af þessum toga tal- ist til fyrirmyndar en segja má að það sé tiltölulega meinlítið í þeim skilningi að oft er um stundarfyrirbrigði að ræða. Einnig geta ensk áhrif verið þess eðlis að þau breyta málkerf- inu sjálfu. Þetta á við um ofnotk- un orðasambandsins vera að + nafnháttur (en það hefur orðið fyrir áhrifum frá enska orða- sambandinu to be + lýsing- arháttur nútíðar): Þetta [skoð- anakönnun] er örugglega að mæla landið eins og það liggur (Frbl. 22.1.06); Ég er að hvetja fólk til að fara vel með fé sitt (Frbl. 6.1.06); Fólk er að verða fyrir brotum (Sjónv 15.1.06); Þeir [landnámsmenn] eru að deyja um fertugt (Sjónv 30.1.06); Hann [biskupinn] er að andlega leið- toga þjóðina (Frbl. 6.1.06) og … efast um að Íslendingar í Kaup- mannahöfn séu mikið að kippa sér upp við þetta mál (Mbl. 7.2.06). Áhrif af þessum toga þykja umsjónarmanni sýnu alvar- legri en slettur og slangur. Sum- um kann að þykja þægindi að því að nota (óbeygjanlegan) nafnhátt í stað þess að þurfa að nota margvíslegar beygingarmyndir sagnorða en slík málbeiting getur naumast talist rismikil. Ensk áhrif geta einnig komið fram í því að merking orða breyt- ist. Sem dæmi um þetta má nefna að fn. einhver virðist í máli sumra geta samsvarað ensku some eða so- mething, t.d.: Það eru ein- hver sjö ár síð- an ég lék í aug- lýsingu (Frbl. 17.2.06); Hann sagði jafnframt að viðbrögðin sýndu greini- lega að starfs- fólk og stjórn- endur Avion Group væru að gera eitthvað rétt og að því yrði haldið áfram (Mbl. 21.1.06) og ræða ein- hver mikilvægustu málefni sög- unnar (21.1.06). Umsjónarmanni finnst engin bót að þessari ný- merkingu. Í Íslensku hómilíubókinni er að finna málsháttinn Sá þykir eld- urinn heitastur er á sjálfum ligg- ur og í Grettis sögu stendur: Sá er eldurinn heitastur er á sjálfum liggur. Nútímamyndin með brenna er frá 19. öld: Sá er eld- urinn heitastur er á sjálfum brennur. Af sama meiði eru vafa- laust ýmis orðasambönd, t.d. e-ð brennur á e-m ‘hvílir þyngst á’. Umsjónarmaður hefur hins vegar miklar efasemdir um að rökrétt sé að taka svo til orða að e-ð brenni brýnast á e-m: … þetta eru þau atriði sem hafa brunnið brýnast á öldruðum (22.3.06). Svipuðu máli gegnir um viðbótina með orðinu skinn: Gunnar sagði málið brenna helst á skinni sveit- arstjórna á höfuðborgarsvæðinu (Mbl. 21.1.06). Orðasambandið kynda undir e-u vísar í beinni merkingu til þess er eldur er kyntur undir potti eða katli. Yfirfærð merking er ‘magna eða auka e-ð (nei- kvætt)’, t.d.: kynda undir (al- mennri) óánægju (með e-ð); kynda undir reiði almennings og kynda undir kynþáttahatri. Í tal- máli gætir þess nokkuð að notað sé þolfall í stað þágufalls, þ.e. kynda undir e-ð (efasemdir), og gætir þar trúlega áhrifa frá orða- sambandinu ýta undir e-ð ‘hvetja, efla’. Umsjónarmaður rakst ný- lega á dæmi af þessum toga: það [að nota hugtakið hálftyngi] kyndi undir misskilning (Mbl. 11.3.06). Hér er það ugglaust merkingin ‘ýta undir e-ð’ sem veldur breyttri fallstjórn. Vísan orðasambandsins kynda undir e-u er býsna augljós og auðvitað er ekki unnt að kynda (eld) undir hverju sem er. Eft- irfarandi dæmi getur því ekki tal- ist venjulegt: Al-Kaída gerir það líka og kyndir undir bálinu (Frbl. 21.2.06). Úr handraðanum Í Gunnlaugs sögu ormstungu er víða vikið að karlmennsku Gunnlaugs. Í sjötta kafla segir frá því er hann gekk fyrir Eirík jarl Hákonarson. Jarl tók eftir því að Gunnlaugur hafði sull á fæti og furðaði hann sig á því að hann gekk þó eigi haltur. Þá svaraði Gunnlaugur því sem fleygt varð: Ei skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir. – Eftirfarandi dæmi virðist vísa til þessa: … hann sagðist ekki haltur ganga fyrr en báðir fætur væru undan (Frbl. 12.3.06). Eins og sjá má er hér illa farið með þekkt tilsvar. Vísan orða- sambandsins kynda undir e-u er býsna aug- ljós og auðvitað er ekki unnt að kynda (eld) undir hverju sem er. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL ón G. Friðjónsson 75. þáttur. NÚ ÞEGAR hver bensínhækk- unin af annarri dregur úr ráðstöf- unartekjum heimilanna er rétt að breyta um lífsstíl og nýta öflugt kerfi almenningssamgangna á höf- uðborgarsvæðinu. Þar með er unnt að spara umtalsverðar fjárhæðir, nýta góða þjónustu Strætó bs. og losna við streituna sem oft fylgir því að aka einkabíl á annatímum til og frá vinnu eða skóla. Ég strætóbílstjórinn hef orðið var við fjölg- un farþega síðan nýtt leiðakerfi var tekið í notkun í byrjun mars. Leiðakerfisbreytingin miðaði að því að leið- rétta hnökra sem vissulega voru á eldra leiðakerfi og það tókst afar vel, sérstaklega í Breiðholtshverfum. Breytingarnar tóku mið af athugasemdum farþega. Nú er svo komið að leiðakerfið er mun skil- virkara en áður og strætó orðinn raunverulegur valkostur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem sífellt fleiri nýta sér. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FÍB var rekstrarkostn- aður meðalfólksbíls áætlaður 654.760 krónur á ári. Þetta eru töl- ur frá því í janúar og miða við fólks- bíl að verðmæti 1,4 milljónir króna og 15.000 kílómetra akstur á ári. Líkast til hefur þessi tala hækkað, því bensínverð hérlendis hefur náð áður óþekktum hæðum síðustu daga. Það er mun ódýrara að ferðast með strætó en einkabíl, sérstaklega ef fólk nýtir sér þau afsláttarkjör sem boðið er uppá. Almennt far- gjald hjá Strætó kostar 250 krónur en handhafi Græna kortsins, sem gildir í mánuð, greiðir 125 krónur fyrir hverja ferð, miðað við að farn- ar séu tvær ferðir á dag, fimm daga vikunnar. Þeir sem nota Rauða kortið greiða 96 krónur fyrir hverja ferð, miðað við sömu forsendur og handhafar Skólakorts- ins greiða 65 krónur fyrir ferðina. Sérstök fargjöld eru síðan í boði fyrir börn, ung- linga, aldraða og ör- yrkja. Það er því bæði ódýrt og þægilegt að ferðast með strætó. Þeir sem ekki þekkja leiðakerfi Strætó bs. geta til dæmis aflað sér upplýsinga um það á heimasíðu Strætó bs., www.straeto.is. Þar er meðal annar að finna Ráðgjafann, hugbúnað sem einfaldar við- skiptavinum okkar að finna bestu og fljótlegustu leiðina milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Fólk einfald- lega slær inn hvaðan er farið og hvert. Ráðgjafinn segir þá hvaða strætó á að taka, hvenær hann kemur og hvað leiðin tekur langan tíma. Ég skora á fólk að kynna sér leiðakerfið og þau þægindi sem fylgja því að hvíla einkabílinn og taka strætó. Og spara, nota gulu limmuna. Breytum um lífsstíl og ferðumst með strætó André Bachman skrifar um kosti þess að nota almenningsvagna André Bachmann ’Ég skora á fólk aðkynna sér leiðakerfið og þau þægindi sem fylgja því að hvíla einkabílinn og taka strætó.‘ Höfundur er vagnstjóri hjá Strætó bs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.