Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kolbrún RutGunnarsdóttir fæddist á Krossi í Innri-Akranes- hreppi 1. nóvember 1951. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Svan- hildur Jónsdóttir, f. 27.11. 1930, og Gunnar Jón Sig- tryggsson, f. 3.2. 1928, d. 10.1. 2002. Systkini Rutar eru: 1) Kristján Sigtryggur, f. 14.6. 1949, maki Ásta G. Sigurðardóttir, f. 22.6. 1951, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Valur Ármann, f. 21.8. 1953, maki Þóra Aradóttir, f. 25.1. 1954, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 3) Rakel Krist- ín, f. 17.8. 1957, maki Jóhann Guðbjörn Guðjónsson, f. 18.8. 1954, þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn. 4) Jón Ragnar, f. 9.3. 1964, fyrrverandi maki Hrefna Gunnarsdóttir, f. 11.4. 1962, þau eiga þrjú börn. 5) Aðalheiður Ósk, f. 19.12. 1967, maki Ingvi Þór Hjörleifsson, þau eiga tvö börn. Rut giftist Einari Helgasyni, f. 15.8. 1944, í nóvember 1971. Þau slitu samvistum árið 1999. Börn Rutar og Einars eru: 1) Helgi Val- ur, f. 20.9. 1969, sambýliskona Þórunn Gunnarsdóttir, f. 3.2. 1975. Börn þeirra eru Einar Dan, f. 18.4. 1996, og Sigurbjörg Eva, f. 4.2. 1998. 2) Gunnar Svanur, f. 2.10. 1972, sambýliskona Áslaug Björnsdóttir, f. 21.11. 1974. Dóttir þeirra er Kolbrún Rósa, f. 2.6. 2003, fyrir átti Áslaug dótturina Kristínu Láru Hauksdóttur, f. 2.5. 1998. 3) Rúna, f. 15.3. 1974, maki Þorsteinn Ingi Ómarsson, f. 20.12. 1972. Sonur þeirra er Gunnar Ingi, f. 16.6. 1996. Rut ólst upp á Krossi og Fögru- brekku í Innri- Akraneshreppi. Hún hóf búskap með Einari árið 1969 í Bræðraborg á Stokkseyri. Þau bjuggu mestalla sína búskapartíð á Stokkseyri, en auk þess um tíma á Ragnheiðarstöðum í Gaulverjabæjar- hreppi og á Selfossi. Á þessum tíma var Rut heimavinnandi framan af, en starfaði síðan lengi í Landsbank- anum og við verslunarstörf. Hún opnaði veitingastaðinn Við fjöru- borðið á Stokkseyri árið 1994, og einnig stofnaði hún ferðaþjón- ustuna Kajakaferðir á Stokkseyri ásamt börnum sínum árið 1995. Rut starfaði auk þess á Sólheim- um í Grímsnesi um tíma. Eftir að hún seldi veitingastaðinn flutti hún til Keflavíkur þar sem hún bjó í fjögur ár. Þar starfaði hún í Fríhöfninni og síðan sem mat- ráðskona hjá Tækniþjónustunni á Keflavíkurflugvelli. Hún flutti síðan til Hveragerðis og starfaði þar sem Bowentæknir, við heima- aðhlynningu og á fasteignasölu. Rut kom víða við í félagsstörf- um, m.a. söng hún með kirkjukór- um frá 12 ára aldri og starfaði lengi með Leikfélagi Selfoss. Hún kom að stjórnmálum, m.a. sem kosningastjóri Alþýðubandalags- ins á Suðurlandi. Allt frá ung- lingsaldri fékkst Rut við að yrkja ljóð og semja lög og gaf út ljóða- bókina „Orðin sem liggja í loft- inu“ árið 2004 og tók þátt í mörg- um ljóðaupplestrum. Hún gaf einnig út geisladiskinn „Lífsþrá“ með eigin lögum og ljóðum. Útför Rutar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulega dóttir mín. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért horfin héðan, svona dugleg og kraftmikil eins og þú varst, þú sem vildir öll- um hjálpa og varst alltaf reiðubúin til að ræða við fólk ef það átti eitt- hvað erfitt. Þú lærðir Bowen, því það var þinn draumur að geta gert eitthvað til að láta öðrum líða betur. Það var svo margt sem þér var gefið. Þú hafðir yndi af söng, þú settist oft með gítarinn þinn og söngst svo ljúf og falleg lög, það var svo yndislegt að hlusta á þig. Iðu- lega ortir þú falleg ljóð og samdir stundum lög við þau. Stundum bauðstu mér í bíltúr með þér og þá sungum við saman. Þú varst svo mikið fyrir að vera úti í náttúrunni, fara í gönguferðir og athuga allt sem fyrir augun bar eins og kemur vel fram í ljóðabók- inni sem þú ert fyrir stuttu búin að gefa út. Þú gast séð út úr öllu, fugl- unum, blómunum, klettaskorum og svona gæti ég lengi talið upp. Mig langar að láta þetta fallega ljóð um regnbogann fylgja þessum línum: Líttu gjafir náttúrunnar til okkar mannanna barna þegar morgunninn heilsar okkur með geislaflóði sólarinnar sem glitrar í daggarperlum næturinnar svo blómin geta engan veginn varist brosi. Dagurinn sýnir okkur sjónarspil regnbogans sem lýsir í öllu litrófi sínu. Og fuglarnir í andakt syngja fegurðinni lof söngur gleðinnar hljómkviða hamingjunnar af því þeir sjá af því þeir heyra.. Og þegar sólin sígur í hafið að kvöldi með litadýrð svo undursamlegri að orð fá ekki lýst líttu þá alla þessa fegurð opnaðu síðan sál þína með lyklinum sem er falinn undir regnboganum og þar muntu sjá spegilmynd alls þessa. (Rut Gunnarsdóttir) Elsku Rut mín, þú varst svo ótrú- lega sterk í gegnum þessi erfiðu veikindi þín. Þú taldir kjark í alla sem voru í kringum þig, þú sagðir: „Þið megið ekki syrgja mig, en þið megið sakna mín.“ Þú varst umvafin miklum kærleika frá börnum þín- um, tengdabörnum, barnabörnum og fyrrverandi eiginmanni, systk- inum, skyldfólki og öllum vinum þínum sem voru margir og góðir. Guð blessi og styrki ykkur öll. Þín mamma. Það kemur oft yfir mig þessi til- finning að þetta geti ekki verið raunverulegt, Rut systir getur ekki verið dáin. En samt veit ég að þann- ig er það, hún sem ég gat alltaf leit- að til ef eitthvað bjátaði á er farin í annan heim og ég sakna hennar svo mikið. Hún var til staðar þegar ég var frekar langt niðri á tímabili, þá gat ég leitað til hennar og hún hjálpaði mér að ná mér upp úr því. Ég á yfirleitt ekkert mjög auðvelt með að tala um tilfinningamál við aðra, en það var eitthvað svo auð- velt að tala við Rut. Ég veit að það á við um fleiri en mig. Hún hefur verið mörgum stoð og stytta í erf- iðleikum og ég veit líka um þó nokkra sem hún hjálpaði með Bo- wentækninni. Hún var líka ótrúlega sterk í veikindum sínum, hún smit- aði alla í kringum sig með jákvæðn- inni og stappaði stálinu í okkur öll þegar við áttum erfitt með að sætta okkur við það sem við vissum að væri í vændum. Hún sagði við okk- ur að við ættum ekki að syrgja hana en það væri allt í lagi að sakna hennar, hún var viss um að hún væri að fara á góðan stað og að henni mundi líða vel þar sem hún yrði. Ég reyni að fara eftir þessu og muna orð hennar, „sorgin býr ekki í dauðanum, heldur í lífinu sem er lif- að í neikvæðni án kærleika“. Hún skilur okkur eftir með margar góð- ar og fallegar minningar sem við getum yljað okkur við, og ljóðin hennar og lögin sem eru svo falleg. Ég fékk oft að fara til Rutar og Einars á sumrin sem krakki og ég á margar góðar minningar frá þeim tíma. Ég reyndi að hjálpa til við heyskapinn og fleiri störf sem til féllu, og svo fékk maður oft að skreppa á bak, og nokkrum sinnum fór ég í lengri reiðferðir með þeim. En þessi tími varð líka til þess að við systurnar urðum nánari, Rut bar kannski svolítið móðurlegar til- finningar til mín þar sem töluverður aldursmunur var á okkur, en hún var líka góð og traust vinkona. Við áttum það sameiginlegt að elska náttúru Íslands og fórum nokkrum sinnum saman í gönguferðir, en hún gerði þó miklu meira af slíku en ég, hún var alltaf mikið náttúrubarn. Betri stóru systur er ekki hægt að hugsa sér. Elsku Rut mín, þakka þér fyrir allt. Ég mun alltaf minnast þín með ást og kærleika, en líka með sökn- uði. Ég er viss um að pabbi hefur tekið á móti þér með opnum örm- um, ásamt fleiri ástvinum sem voru farnir á undan þér, og ég efast ekki um að þér líði vel þar sem þú ert núna. Við sjáumst örugglega ein- hvern tíma seinna. Megi ljós eilífð- arinnar lýsa þér. Elsku Helgi Valur, Gunnar Svan- ur, Rúna og fjölskyldur, mamma og allir aðrir ástvinir Rutar, Guð gefi ykkur styrk og sendi ljós sitt til ykkar allra. Þín litla systir, Aðalheiður Ósk. Það er erfitt að sætta sig við ótímabært fráfall tengdamóður minnar sem var kraftmikil og góð kona, sem hafði svo margt að lifa fyrir og átti svo mikið að gefa öðr- um. Rut tók okkur mæðgum opnum örmum þegar við komum í fjöl- skylduna. Strax varð Rut „amma Rut“ hjá litlu hnátunni. Hún kom oft til okkar til Danmerkur þar sem við áttum góðar stundir saman. Hún var óspör á að hvetja okkur og gefa okkur góð ráð. Það er sárt til þess að hugsa að stelpurnar njóta hennar ekki lengur. Rut lifði hratt og kom miklu í framkvæmd. Það var eins og hún vissi að tíminn hér á jörðu yrði ekki langur. Ljóðin hennar lýsa svo vel hvað hún hugsaði djúpt um lífið og tilveruna. Vonandi á ég eftir að skilja þau enn betur síðar. Við stöndum þétt saman og minn- umst þessarar brosmildu og sterku konu. Standið ekki við gröf mína og fellið tár. Ég er þar ekki. Ég sef ekki. Ég er vindurinn sem blæs. Ég er demanturinn sem glitrar á fönn. Ég er sólskin á frjósaman akur. Ég er hin milda vorrigning. Þegar þú vaknar í morgunkyrrð, er ég vængjaþytur fuglanna. Ég er stjarnan sem lýsir á nóttu. Standið ekki við gröf mína og fellið tár. Ég er þar ekki, ég lifi. (Höf. ók.) Samúðarkveðjur til ástvina. Áslaug Björnsdóttir. Frá því á barnsaldri varst þú ein sjálfstæðasta persóna sem við sam- ferðafólk þitt höfum umgengist, frá því að þú lærðir að lesa næstum upp á eigin spýtur eða með því einu að fylgjast með eldri bróður þínum stauta sig áfram í lestrarnámi fórstu þínar leiðir í lífinu og varst oftar en ekki í forustuhlutverki og aldrei rög við að takast á við alls- kyns verkefni. Jafnvel eftir að þú greindist með þennan erfiða sjúkdóm og vissir að tíminn var að renna út nýttir þú hann til að skipuleggja brottförina og styrkja þitt fólk. Við munum minnast orða þinna á sjúkrabeðinum: „Það eru forréttindi að fá að kveðja þennan heim vitandi það að allt mitt fólk er sjálfbjarga.“ Þessi orð þín, kæra systir og mág- kona, lýsa best umhyggju þinni fyr- ir öllum þínum vinum og vanda- mönnum og einnig því sem skipti þig mestu máli í gegnum tíðina, þ.e. að byggja fólk upp og gera það hæf- ara til að takast á við aðstæður. Við minnumst mörgu góðu stund- anna þegar stórfjölskyldan samein- aðist í söng með gítarundirleik þar sem þú varst sannarlega á heima- velli. Oftar en ekki röbbuðum við um þjóðmálin, það fór ekki á milli mála að þér stóð ekki alltaf á sama um það sem var að gerast í þjóð- félaginu og hafðir skoðanir á mörgu, óheiðarleiki og spilling og sjálftaka launa í okkar annars litla yndislega samfélagi var meðal þess sem þú áttir erfitt með að sætta þig við. Þú áttir marga trygga og góða vini, því fengum við að kynnast þeg- ar okkur var boðið að taka þátt í samverustundunum í Mosfellsdaln- um þar sem þetta yndislega fólk mætti öll þriðjudagskvöld hvernig sem viðraði til að senda þér alla þá orku sem hugurinn leyfði og vinir þínir voru ekki bara í Dalnum, þessi fjölhæfi hópur kom víða að og lagði sitt af mörkum til að gera þér og okkur tilveruna bærilegri. Kæra Rut, við höfum margs að minnast í framtíðinni, „orðanna sem liggja í loftinu“, ekki bara orðanna í ljóðunum þínum, líka hinna sem vöktu okkur til umhugsunar um lífið og tilveruna. Guð veri með þér og þínum alla tíð. Blessuð sé minnig þín. Kristján, Ásta og fjölskylda. Það er sárt að kveðja góða vini og vita ekki hvenær endurfundir verða aftur, en jarðneskt líf er fallvalt og okkur hér á jörðinni gefinn mis- langur tími. Hún Rut vinkona mín fékk ekki úthlutað langri ævi, en hún fékk góða, skemmtilega og hæfileikaríka ævi sem hún nýtti vel. Hún var búin að gera miklu meira um dagana en margur henni miklu eldri hefur gert á heilli ævi. Hún lifði hratt og hún lifði vel. Hún var ákaflega frjó í hugsun og var ekki að tefja lengi við hlutina þegar henni datt eitthvað í hug heldur hrinti hugmyndinni í framkvæmd, hvort sem það var til að setja á fót humarveitingastað, kajaka-ferðaþjónustu, læra að dansa salsa eða bara að gefa út ljóðabók – já það vafðist ekki heldur fyrir henni, eða eins og hún sagði við mig: „Hver hefði trúað að bullið sem vall upp úr mér þegar ég fór í göngutúra eftir Stokkseyrarfjör- unni ætti eftir að lenda í ljóðabók.“ Hún kunni að meta allt það sem henni var gefið í vöggugjöf og það var margt. Hún var góður félagi, hún var falleg, skemmtileg og vel gefin, hún var þroskuð sál með þægilega nærveru. Fótunum var kippt undan henni síðastliðið haust þegar hún fékk úr- skurð um þann illvíga sjúkdóm sem nú hefur fellt hana langt um aldur fram. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að það þyrfti kraftaverk til að snúa því blaði við, en hún varð ekki beisk heldur þakklát fyrir þann að- lögunartíma sem hún fékk. Hún fékk tíma til að kveðja og tíma til að ganga frá sínum málum. Samúðarkveðjur sendi ég börn- um, barnabörnum, tengdabörnum og móður ásamt öllum öðrum ætt- ingjum og vinum Rutar. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Elsku Rut mín, þetta var ótíma- bært, það hefði verið svo gott og gaman að hafa þig lengur hér á meðal okkar, heyra hlátur þinn og sjá glettnina í augum þínum og hlusta á rökræður þínar sem voru svo skynsamlegar og gefandi. Ég er viss um að þegar minn tími kemur, þá tekur þú vel á móti mér og við getum örugglega tekið upp þráðinn þar sem við skildum. Farðu vel vina og góða ferð heim. Þín vinkona, Sigríður Guðmunds. Páskar, tákn upprisu og vonar. Vorið ber að dyrum. Loftið fyllist af margradda söng fuglanna, allt verður sem nýtt. Frá hverfur þú sjónum okkar úr þessari veröld, hverfur inn í landið ókunna þar sem ríkir eilíft sumar. Við uxum úr grasi uppi á Skaga, hlið við hlið, tvær litlar hnátur eins og systur, hlupum um gróin tún í gáskafullum leik eða fórum í heimsókn í fjöruna og horfðum yfir sundið bláa. Alltaf saman, Þú varst svo glöð og geislandi af krafti. Kunnir að leysa endalausar gátur lífsins, takast á við ólík verkefni dagsins. Þannig varstu sem barn og sem fullorðin kona, sama kjarkmikla, klára Rut, gafst aldrei upp, sást ætíð von um ljós þótt dimm ský hrönnuðust að. Sannur vinur frá upphafi til endaloka göngu þinnar. Þökk fyrir samfylgdina, elsku fallega, góða Rut, þú ert frjáls sem fuglinn og reiðubúin í ferðina miklu því Guð hefur snert þig fingri sínum. Ég veit að nú reikar þú um götur eilífðarinnar og ný störf leita þig uppi. Þú yrkir ljóðin þín í skýin og þegar sumarsólin vermir vanga þá er hlýja brosið þitt í geislunum. Ég vil senda fjölskyldu þinni inni- legar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Þín vinkona Elín Kolbeinsdóttir. „Horfðu alltaf nógu hátt upp, vin- ur, þá sérðu bara ljósið,“ voru kveðjuorð Rutar til mín þegar ég heimsótti hana í síðasta skiptið. Þá á líknardeildina í Kópavogi skömmu fyrir andlátið. Þetta fallega heilræði rammaði vel inn þá sérstöku og góðu persónu sem ég var svo gæfu- samur að eignast að vini fyrir nokkrum árum. Sú vinátta er mér ómetanleg og fyrir hana verð ég Rut alltaf þakklátur, enda skipti hún mig miklu máli og hafði mikil áhrif á mig. Alltaf horfði Rut upp á við og sá ljós og fegurð í öllum hlutum og öll- um aðstæðum. Sama hvað gekk á. Þannig tók hún líka válegum tíð- indum af sínum miklu veikindum í haust. Af aðdáunarverðu æðruleysi og yfirvegun. Hún var sterk persóna Rut og ein minnisstæðasta manneskja sem ég hef kynnst. Minning hennar mun alltaf lifa með mér og vísa veginn upp og fram á við. Eins og hún sagði þegar við kvöddumst í Kópa- vogi á dögunum. Af hverju Rut í blóma lífsins? Manneskja sem bar af í heilbrigði og hreysti. Engin svör og ekkert réttlætir ranglætið í því. Fólkinu hennar Rutar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það var einkar aðdáunarvert að fylgjast með því hve vel og þétt þau stóðu við bak Rutar þessa síðustu mánuði. Fyrir okkur sem eftir stöndum og höldum áfram er ekki annað en að fara að orðum Rutar. Horfa upp og í ljósið. Þá gengur allt betur. Það vissi hún og lagði ekkert nema gott til annarra. Sá alltaf birtuna. Björgvin G. Sigurðsson. Kæra vinkona, okkar leiðir lágu fyrst saman þegar þú byrjaðir að vinna í eldhúsinu hjá Tækniþjónust- unni á Keflavíkurflugvelli. Við náð- um strax vel saman og manni leið alltaf vel nálægt þér, því þú geisl- KOLBRÚN RUT GUNNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.