Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína Guð-björg Kristins- dóttir fæddist á Ísa- firði 22. júlí 1950. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt föstudagsins 14. apríl síðastliðins. Foreldrar hennar eru Margrét Elísa- bet Guðbjartsdóttir, f. 26. desember 1926, og Kristinn Arnbjörnsson, f. 26. júní 1924, d. 28. nóv- ember 1976. Bróðir Jónínu er Arn- ar Kristinsson, f. 24. desember 1953, maki Ingibjörg Margrét Jón- asdóttir, f. 15. júní 1954. Börn þeirra eru: a) Margrét Ósk Arnars- dóttir, f. 4. september 1972, maki Tryggvi Eiríksson, f. 9. október 1971. Margrét og Tryggvi eiga 2003. Dóttir Sigurlínu frá fyrra sambandi er Elísabet Ósk Ólafs- dóttir, f. 22. september 1990. Jónína giftist seinni eiginmanni sínum, Guðmundi Óla K. Lyngmo, f. 13. maí 1954, hinn 17. ágúst 1983. Foreldrar hans eru Ólína Ketilríður Jónasdóttir, f. 21. nóv- ember 1930, og Kristján Hilmar Lyngmo, f. 17. mars 1931. Þau eiga átta börn saman. Jónína og Óli eiga eina dóttur saman, Lindu G. Lyngmo, f. 3. ágúst 1985, maki Haukur Eiríksson, f. 27. ágúst 1982. Jónína ólst upp á Ísafirði og gekk þar í skóla. Hún fór snemma að vinna í Íshúsfélagi Ísfirðinga við fiskvinnslu, þaðan færði hún sig um set til Pósts og síma og starfaði þar sem bréfberi. Árið 1997 hóf hún störf á skrifstofu Básafells og starfaði þar í nokkur ár þar til hún lét af störfum vegna veikinda. Áhugamál hennar voru, auk fjölskyldunnar, ferðalög og útivist. Jónína verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. þrjú börn saman; Ei- rík Arnar, f. 17. júní 1997, Ingimar Birni, f. 18. júní 2000, og Thelmu Ósk, f. 15. mai 2002. Fyrir átti Margrét dótturina Mörthu Sif Jónsdótt- ur, f. 27. maí 1991. b) Kristinn Elvar Arn- arsson, f. 26. desem- ber 1975, maki María Ögn Guðmundsdótt- ir, f. 21. maí 1980. Jónína giftist árið 1969 Jónasi Friðgeiri Elíassyni, f. 4. september 1950, d. 21. janúar 1992. Þau slitu samvist- um. Dóttir þeirra er Sigurlína Jón- asdóttir, f. 8. desember 1969, maki Magnús Gautur Gíslason, f. 11. desember 1968. Dætur þeirra eru: Melkorka Ýr, f. 25. maí 1996, og Hrafnhildur Una, f. 20. janúar Elsku mamma. Nú er komin hinsta kveðjustund og það er erf- iðara en orð fá lýst. Ég sakna þín svo mikið. Þú ert hetjan mín og fyr- irmynd og verður alltaf. Alltaf gat ég leitað til þín og þú gafst mér bestu ráðleggingarnar, alltaf var fyrsta hugsunin að tala við mömmu og athuga hvað henni fyndist. Og hvort sem um smáatriði eða stærri mál var að ræða komst þú alltaf með bestu hugmyndirnar og ráð- leggingarnar. Nú verð ég að læra að taka allar ákvarðanir án þess að geta ráðfært mig við þig og það er erfitt. En ég veit að þér líður vel núna, og veit að Kiddi afi hefur tek- ið vel á móti þér og að það hefur verið gleðistund þegar þið hittust aftur. Elsku mamma, minning þín mun alltaf fylgja mér og lýsa mér leið. Þú varst besta mamma í heimi og minn besti vinur, þú varst einstök kona í alla staði sem umvafðir alla með umhyggju þinni. Takk fyrir allt. Ég finn hve sárt ég sakna, hve sorgin hjartað sker. Af sætum svefni að vakna, en sjá þig ekki hér; því svipur þinn á sveimi í svefni birtist mér. Í drauma dularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér. (Káinn.) Ástarkveðja. Þín dóttir Sigurlína. Elsku hjartað mitt, ég sakna þín óendanlega sárt. Þú varst mér allt og þú varst einnig mín besta vin- kona og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Við gerðum allt saman sem við gátum gert, þú hjálpaðir mér að taka ákvarðanir, stórar sem smáar, og ég hjálpaði þér að velja ef þú vissir ekki hvað eða hvort þú ættir að velja. Margir segja að magn sé ekki það sama og gæði og vil ég meina að tíminn sem við áttum saman þessi 20 ár hafi verið einstaklega skemmtilegur og gefið mér nóg til þess að minnast þín og vera þakklát fyrir að hafa verið dóttir þín svo lengi sem ég lifi. Tíminn var stuttur en gæðin voru gríðarleg og í mínum huga skiptir það mestu máli. Þú verður og ert ávallt í huga mér, hjarta mínu, í draumum mín- um og sál og ég veit að þú átt eftir að fylgjast með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og það veitir mér smá sálarró. Ég var svo heppin að fá að kveðja þig, fallegi engillinn minn, áður en þú kvaddir mig og fyrir það er ég þakklát, ég mun alltaf minnast þín sem fallegustu, duglegustu, sterk- ustu og yndislegustu manneskju sem ég mun nokkurn tímann kom- ast í kynni við. Mikið svakalega er ég heppin að vera dóttir þín, elsku hjartað mitt. Mamma, þú ert fyrirmyndin mín og ég vildi að ég gæti verið jafn sterk og þú varst, kannski er ég það en bara á annan hátt en þú varst hjartað mitt, ekkert fékk þig bugað og þú barðist þangað til ekkert var eftir. Ég lifði fyrir þig og allir sem þekkja okkur vita það fyrir víst að ég lifði fyrir þig og þú fyrir mig, eða mér leið allavega þannig þó svo að engin meiri fjölskyldumanneskja fyrirfinnist hér á jörð. Þú varst tekin frá mér alltof fljótt og það var svo margt sem ég átti eftir að gera með þér og þú áttir eftir að kenna mér og ég kvíði fyrir að læra svo margt, sem þú hefðir annars kennt mér, á eigin spýtur en ég veit að þú munt kenna mér og leiðbeina mér í gegnum lífið á þinn eigin hátt. Ég samdi smá ljóð til þín, hjartað mitt, og ég lét það fylgja með. Nú þarf ég að kveðja og eins og þú hefðir sagt þá heldur lífið áfram og ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem þér líður vel og engar áhyggjur eru af vanlíðan og veik- indum. Njóttu þess og ég hugsa til þín ávallt og eins og stóð í kortinu þá verðum við alltaf saman hverja einustu mínútu í gegnum lífið. Elsku besta mamma mín svo meiriháttar fögur. Mikið varstu sæt og fín, segjandi mér sögur. Þú ert yndið mitt eina, ástin mín hjartað mitt og dúlla. Endalaust mun ég sakna þín, ég hugsa til þín snúlla. Ung ég var er fórst þú frá, sárt það var að kveðja. Ætíð munt þú vera mér hjá, minn hug og hjarta seðja. Sterkasta kona sem heimurinn bar, mikið þurftirðu að þola. Að lokum fékkstu þína hvíld og þitt far, við hin öll eftir, brotin í mola. Þín dóttir að eilífu, Linda Lyngmo. Mig langar að skrifa nokkur orð um vinkonu mína Jónínu Kristins- dóttur. Mér finnst ég hafa þekkt Jónínu frá því ég var í maganum á mömmu minni og hún verið hluti af lífi mínu síðan. Mér auðnaðist að vera með Jónínu síðustu dagana í lífi hennar sem styrkti vináttubönd- in enn frekar og sá tími verður mér ómetanleg minning alla tíð. Jónína var mamma hennar Lindu, æskuvinkonu minnar. Við Linda höfum brallað ýmislegt í gegnum tíðina og ég hef aldrei þekkt mæðgur nánari en þær. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á stund sem þessari, stund þegar ég þarf að kveðja Jónínu sem var mér sem önnur móðir í mörg ár. Það rifjast upp allar góðu stund- irnar sem ég átti með fjölskyldunni, Lindu, Óla og Jónínu. Ég minnist allra góðu ráðanna sem Jónína átti uppi í erminni til að leysa hvers kyns vandamál. Hún hafði meiri orku og tíma en flestir sem ég hef þekkt. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa mér og gaf sér ávallt tíma til að hlusta á mig, sama hvað var að. Aldrei var það vandamál að sækja okkur Lindu eða skutla okk- ur um bæinn. Jónína var yndisleg kona sem ég mun aldrei gleyma. Þríkrossinn sem hún gaf mér fyrir stuttu mun ég geyma alla ævi og bera næst hjartastað til minningar um hana. Ég trúi því að núna sé hún komin á góðan stað og bíði þar eftir okkur hinum sem eigum eftir að sakna hennar svo mikið. Elsku Óli, Linda, Lína, Magga, Arnar og aðrir aðstandendur fá all- ar mínar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Lára Betty. Frá því að ég kom fyrst inn á heimili Jónínu og Óla sem átján ára pjakkur hafa þau tekið mér af ein- stakri hlýju og elsku. Hjá þeim hef- ur mér alltaf liðið vel. Það var sama hvað var erfitt hjá Jónínu í hennar baráttu, alltaf ein- beitti hún sér að því að hjálpa þeim sem í kringum hana voru. Ég gerði mér ekki grein fyrir því sem hún var að ganga í gegnum allan þenn- an tíma því aldrei lét hún neinn bil- bug á sér finna. Ég hef ekki einungis litið á Jón- ínu sem tengdamömmu, heldur hef- ur hún verið mér sá vinur sem ég hef getað leitað til með alls kyns mál, stór sem smá. Við áttum mjög gott skap saman og var einstaklega gott að sitja hjá henni og ræða um daginn og veginn og var oft á tíðum mikið um slúður og skemmtilegar sögur í spjalli okkar á milli. Mér þótti einstaklega vænt um Jónínu og það er mér mjög erfitt að kveðja. Ég mun ævinlega vera þakklátur fyrir allt sem hún hefur gefið mér, ekki síst Lindu. Guð geymi elsku Jónínu. Haukur. Elsku amma. Það er svo sárt að þú sért farin frá okkur og ég sakna þín svo mikið. Það var alltaf svo gott að koma til þín í Lyngholtið og alltaf varstu tilbúin að hlusta og gera allt fyrir mig. Þú varst besta amma sem hugsast gat og ég ætla að vera dugleg að segja Hrafnhildi litlu systur frá því hvað þú varst frábær, því hún er svo lítil og kem- ur kannski ekki til með að muna mikið, en ég mun sjá til þess að hún geri það. Það eru svo margar góðar minningar sem ég á um þig, sem munu lifa með mér alla tíð. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þín Elísabet Ósk. Elsku amma. Þú varst besta amma í heimi og ég sakna þín svo mikið, það var alltaf svo gaman hjá okkur, og ég vildi helst af öllu alltaf vera hjá þér í Lyngholtinu eða með þér að þvælast í bænum. Við áttum svo margar góðar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Ég ætla líka að vera dugleg að segja Hrafn- hildi litlu systur hversu góð og skemmtileg amma þú varst sem gerðir alltaf allt fyrir okkur. Og ég ætla að kenna henni fallegu bænina sem þú kenndir mér og við fórum alltaf með saman, sem er svona: Góði guð, vertu hjá okkur. Gerðu góða og fallega stelpu. Gera allt sem er fallegt og ekkert sem er ljótt. Sofna strax og vakna þegar eigum að vakna. Að eilífu. Amen Elsku amma, takk fyrir allt. Þín Melkorka Ýr. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifuna, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. Þessar laglínur Vilhjálms Vil- hjálmssonar hafa hljómað stöðugt í huga mér þessa daga frá því þú kvaddir þennan heim. Mér finnst ég aðeins þurfa að líta út um gluggann til að sjá þig ganga heim að húsinu mínu á leið í okkar, stundum dag- lega, morgunkaffi. Líf okkar og fjölskyldna okkar hefur verið svo samofið alveg frá 18 ára aldri að ég veit varla hvar á að byrja á öllum þeim brunni minninga sem ég á um þig. Við höfum hist eða talað saman í síma nánast dag- lega í mörg ár. Skarðið sem þú skil- ur eftir er því stórt og söknuðurinn mikill. Elsku Jónína, hafðu þökk fyrir allt. Elsku Óli, Lína, Linda, Magga og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín vinkona, Sólveig. Páskahátíðin var gengin í garð og er föstudagurinn langi rann upp lauk margra ára langri og strangri baráttu Jónínu við vágestinn illvíga sem leggur alltof marga að velli. Nú hefur Óli vinur okkar og fjölskylda misst Jónínu sína. Við vinirnir höfum haldið hópinn síðan í gaggó, ræktað og styrkt sambandið á ýmsan hátt og hafa þau bönd sem urðu til á æskuárum okkar aldrei rofnað. Það hafa dunið þung högg á hópinn í vetur og aldr- ei höfum við skynjað betur en núna hvað þessi vinátta er mikils virði. Við fylgdumst vel með þegar Óli fór að stíga í vænginn við Jónínu. Jónína var glæsileg og mikil mann- kostakona, glaðlynd, hressileg og féll vel í hópinn okkar. Jónina átti dótturina Línu, og reyndist Óli henni vel og fallega eins og hans var von og vísa. Þau bjuggu sér fal- legt heimili og voru samheldin fjöl- skylda og miklir félagar og vinir. Saman eignuðust þau dótturina Lindu, sem varð augasteinn mömmu, pabba og Línu systur. Margar góðar myndir og minningar koma fram í hugann þegar komið er að kveðjustund, en fyrst og fremst þakklæti fyrir fallega samfylgd og umhyggju og alúð hennar við okkur alla tíð. Jónína var mikil fjölskyldu- kona, og fóru þau í ófá ferðalögin með dæturnar, og fylgdu Lindu í flest sundferðalögin og keppnirnar öll þau ár sem hún æfði sund. Jón- ína naut sín best innan um fjöl- skylduna og vini en því miður settu veikindin strik í reikninginn síðustu ár. Barnabörnin hennar Jónínu voru umvafin kærleika ömmu og bar hún hag þeirra mjög fyrir brjósti og fylgdist vel með þeim í leik og starfi. Jónína og Óli voru höfðingjar heim að sækja, og við höfum hist oft í gegnum árin hvert hjá öðru, og var þar rætt um heima og geima og lífsins gagn og nauð- synjar. Til fjölda ára höfum við far- ið saman á jóla- og páskaskemmt- anir, tónleika, leikrit og fleira, og hafa það verið ógleymanlegar og skemmtilegar stundir. Jónína er bú- in að vera algjör hetja í baráttunni við sjúkdóminn, bar hún hann ekki á torg, heldur dró úr ef fólk spurði hana, þótt sárlasin væri, enda ekki hennar stíll að íþyngja öðrum. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið fjölskyldunni sárir og erfiðir. Með Jóníu er gengin greind og heilsteypt kona með sterkan per- sónuleika sem fór ekki hátt, hún var ákaflega hreinskiptin og hispurs- laus í framkomu og sagði hlutina umbúðalaust án þess að særa fólk. Jónína var umvafin kærleika fjöl- skyldu sinnar, Óla, dætranna og ekki má gleyma mömmu hennar Möggu Bjartar sem fylgdi einka- dóttur sinni vakin og sofin til hinstu stundar, og þá stóð Sólveig Kristins æskuvinkona hennar þétt við bak hennar alla leið. Elsku Óli, Linda, Lína og fjöl- skylda, Magga, Arnar og aðrir ást- vinir. Það að kveðja góðan vin hefur djúp áhrif og vekur söknuð. Í kærri þökk kveðjum við þig, elsku Jónína, og biðjum góðan Guð að blessa minningu þína og gefa fjölskyldunni styrk á erfiðri stundu. Með okkar dýpstu og einlægustu samúð. Bjarndís, Guðmundur Þór, Elínborg, Rósa og Árni. Í litlum samfélögum er nálægðin við allt og alla meiri en í þeim stærri, þar fylgjumst við með hvert öðru, tökum þátt í gleði og sorgum hvert annars, hver einstaklingur á sér hlutverk og er í raun svo óend- anlega dýrmætur fyrir samfélagið. Það hvíldi því sorg yfir Ísafirði á föstudaginn langa þegar það spurð- ist út að Jónína Kristinsdóttir væri öll, sjúkdómurinn sem hún hafði barist við hefði lagt hana að velli. Kynni mín af Jónínu hófust þegar ég var lítil stelpa, ég átti heima á Hlíðarveginum á Ísafirði og eign- aðist Línu dóttur hennar fyrir vin- konu. Það má eiginlega segja að ég hafi fengið Jónínu í kaupbæti, því hún var ötul að stytta okkur stundir. Það voru ýmsar ævintýraferðirn- ar farnar með Jónínu og Óla. Ógleymanlegar útilegur, ferðir inn í Vigur á bátnum hans Óla, skíðaferðir á dalinn þar sem Jónína sá um að ferja okkur og sækja. Þá var það oftast toppurinn á góðum degi að renna við í Brúar- nesti og splæsa pylsu og kók á allt liðið. Minningar mínar um Jónínu eru margar, hún var glaðleg og hafði góða nærveru, húsmóðir fram í fingurgóma, það ber heimili þeirra Óla gott vitni um. Hún naut þess að eiga ömmustelpurnar þrjár en um- fram allt var hún dætrum sínum yndisleg móðir og félagi og þar nut- um við æskuvinkonurnar svo sann- arlega góðs af. Á stundum sem þessum finnst manni lífið óréttlátt, Jónína átti svo margt ógert. Í veikindum Jónínu sást það best hvað hún átti góða fjölskyldu. Þau stóðu saman sem einn maður, mamma hennar, Óli, dæturnar og fjölskyldan öll, ásamt Sólveigu vin- konu Jónínu, vakin og sofin yfir vel- ferð hennar. Að leiðarlokum langar mig að þakka Jónínu fyrir allt sem hún var mér og minni fjölskyldu. Ég bið henni Guðs blessunar í nýjum heim- kynnum, vitandi það að nú líður henni vel, laus úr viðjum sjúkdóms- ins sem hún barðist við. Elsku Lína vinkona, ég sendi þér Óla, Lindu og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég bið Guð að gefa ykkur styrk í ykkar mikla missi. Megi allar þær fallegu minningar sem þið eigið um mömmu þína sefa sárasta söknuð- inn og sorgina. Randí Guðmundsdóttir. Það er sárt að kveðja góða vin- konu, mágkonu og frænku í blóma lífsins. Við minnumst Jónínu með virðingu og þökk. Hún var skemmtileg og sterk kona sem hugsaði vel um sína og vildi öllum vel. Jónína var ein af þessum dug- legu konum, alltaf að, ekta íslensk kjarnorkukona. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar sem við geymum í hjörtum okkar JÓNÍNA GUÐBJÖRG KRISTINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.