Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HVAÐ þýðir mannekla? Ég spyr Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra LSH. Í frétt í Morg- unblaðinu 6. apríl seg- ir hún að sífellt fleiri störf hlaðist á herðar hjúkrunarfræðinga, sem margar hverjar vinna nær allar helg- ar, tvöfaldar vaktir og mikla yfirvinnu. Tutt- ugu deildir sjúkra- hússins eru undir- mannaðar hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Það sem mér finnst hins vegar mjög einkennilegt er svar hjúkrunarforstjóra til úrræða á þessu vandamáli. Að það þurfi að finna leiðir til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi sem nú þegar starfa á sjúkrahúsum með því að bæta starfsumhverfið. Hvað meinar hjúkrunarforstjóri með starfsumhverfi? Eða að það þurfi að ráða fleira aðstoðarfólk til að létta undir með hjúkrunarfræð- ingum? Maður verður orðlaus þeg- ar maður les þetta svo ekki sé minnst á að þessu er slegið upp sem forsíðugrein. Ég hef sjálf unn- ið á LSH frá því í haust en hætti eftir þriggja mánaða veru þar. Það var mjög erfitt að koma inn á LSH eftir að hafa unnið 12 ár í Noregi sem hjúkrunarfræðingur á vöku- deild. Mín þriggja mánaða reynsla frá LSH segir mér ekki að það vanti aðstoðarfólk eða betra starfs- umhverfi. Það þarf einfaldlega fleiri stöðugildi hjúkrunarfræðinga á allar deildir, þannig að hjúkr- unarfræðingar geti unnið þriðju hverja helgi átta tíma vaktir. Eins og staðan er í dag vinna þær þriðju hverja helgi 12 tíma vaktir eða aðra hverja helgi átta tíma vaktir. Ef svo litið er á laun hjúkr- unarfræðinga þá liggja þær lágt miðað við aðrar stéttir í þjóðfélag- inu sem hafa jafnlangt háskólanám að baki. Hjúkrunarfræðingar á LSH hafa ekki heldur fasta les- daga inni í vaktaskema sínu þannig að þær geti haldið sér við og aukið kunnáttu sína til að geta hjúkr- að sjúklingum betur. Starfsumhverfið á LSH er ekki verra en á öðrum spítulum á Norðurlöndum og er örugglega ekki ein af ástæðum fyrir því að hjúkrunarfræðingar hætta störfum. Oft er þröngt og margir sjúklingar, sem liggja á göngum og jafnvel inni á baðherbergjum. Ég veit að þar sem ég var var ekki verið að kvarta yfir þrengslum eða umhverfi, heldur að við vorum ein- faldlega of fáar á vakt miðað við fjölda sjúklinga, sem kom niður á hjúkrun og þjónustu við sjúk- lingana. Þetta getur líka skapað hjá hjúkrunarfræðingum kvíða og hræðslu við að gera mistök. Hvernig er hægt að verja það að hjúkrunarfræðingar vinni tvöfaldar vaktir helgi eftir helgi? Hjúkr- unarfræðingar eru manneskjur sem einnig þurfa sín frí og tíma til að vera með fjölskyldu og vinum þegar þeir eru í fríi. Ef Anna Stef- ánsdóttir trúir því að aðstoðarfólk og starfsumhverfi haldi hjúkr- unarfræðingum í störfum þá er hún ekki rétta manneskjan til að gegna starfi hjúkrunarforstjóra. Ég get ekki samþykkt að aðstoð- armanneskja geti gengið í störf hjúkrunarfræðings þegar vekja á fólk í öndunarvélum, þar sem fólk er oft mikið veikt og þarf mikla að- stoð svo ekki sé talað um lyfjagjaf- ir, sárameðferð, næringu í æð og margt fleira sem þarf að fylgjast með og passa upp á. Ég skora á Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra LSH, að endurskoða tillögur sínar um úrlausnir til að fá hjúkr- unarfræðinga til að halda áfram og hverfa aftur til vinnu sinnar á sjúkrahúsum. Ég tala örugglega fyrir munn margra hjúkrunarfræð- inga sem bæði eru í vinnu hjá LSH nú og í öðrum störfum, að ef það væru fleiri stöðugildi á hverri deild og við ættum frí þegar við eigum að eiga frí og unnið væri þriðju eða fjórðu hverja helgi og með átta tíma dag þá fengist fólk til starfa. Hærri laun og innlagður tími fyrir endurmenntun. Ef við lítum á þjónustu við sjúklingana þá er það alltaf mikils metið ef við getum sýnt þeim að við höfum tíma fyrir þá, stoppað og spjallað án þess að vera á hlaupum og keppast við að komast yfir það sem lífsnauðsyn- legt er að gera. Þetta sem stendur hér á undan tel ég vera eina stærstu ástæðuna fyrir því að hjúkrunarfræðingar hverfa frá sjúkrahúsum og leita í önnur störf. Ég spyr Önnu Stefánsdóttur og aðra stjórnendur LSH: Hvers vegna eru tillögur til úrbóta með þessum hætti? Og ég vil spyrja ráðamenn þjóðarinnar: Hvers vegna höfum við Íslendingar ekki efni á að reka sjúkrahús með góðu og sérmenntuðu starfsfóki til að veita sjúklingum okkar bestu þjón- ustu sem völ er á? Hvers vegna leita hjúkrun- arfræðingar í önnur störf? Anna Vilbergsdóttir gerir at- hugasemd við ummæli Önnu Stefánsdóttur um úrræði í mál- efnum hjúkrunarfræðinga ’Hvernig er hægt aðverja það að hjúkr- unarfræðingar vinni tvö- faldar vaktir helgi eftir helgi?‘ Anna Vilbergsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor hf. ÞAÐ hefur verið ánægjulegt að fylgjast með kjarabaráttu starfs- manna dvalar- og hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu og sendi ég þeim hér með baráttukveðjur. Starfsmenn krefjast hærri launa fyrir störf sín sem engum þarf að koma á óvart þar sem föst mán- aðarlaun fyrir fulla dagvinnu eru rúmlega 100.000 krónur á mánuði. Til að knýja á um betri kjör hafa starfs- menn farið í setuverk- fall og þegar þetta er skrifað hafa þeir boð- að frekari aðgerðir á næstu dögum verði ekki orðið við kröfum þeirra. En það er ekki bara á höfuðborg- arsvæðinu sem starfs- menn við aðhlynningu eru óánægðir með kjör sín heldur er svo víða um land. Í því sambandi má nefna að Verkalýðsfélag Húsa- víkur hefur átt í við- ræðum við dvalar- og hjúkrunarheimili í Þingeyjarsýslum og krafist hærri launa fyrir starfsmenn og standa þær viðræður yfir þessa dagana. Gula spjaldið á lofti Það er sérstakt fagnaðarefni þegar starfsfólk í umönn- unarstörfum og öðrum láglaunastörfum rís upp og krefst þess að störf þess séu metin að verðleikum og ábyrgð. Ég tel að samstöðuleysi verkafólks hafi í gegnum tíðina háð kjarabaráttu þess og verkafólk eigi að vera virkara í stéttarfélögum og mynda þannig stert bakland fyrir forystumenn félaganna. Eins og segir, sameinuð til sóknar. Það er jafnljóst að forystusveit verkafólks þarf einnig að vera betur meðvituð um mikilvægi þess að vera í góðu sambandi við félagsmenn svo hún nái að fylgja betur eftir kröfum þeirra. Ég efast ekki um að það hafi vantað verulega upp á þennan þátt. Það hlýtur t.d. að teljast nokkuð sérstakt að þrátt fyrir að í gildi séu kjarasamningar milli aðila hafi Launanefnd sveitarfélaga sam- þykkt einhliða að hækka laun starfsmanna sveitarfélaga umfram kjarasamninga, án samráðs við við- komandi stéttarfélög. Launa- nefndin taldi sig knúna til að gera það, þar sem illa hefur gengið að manna láglaunastörfin hjá sveit- arfélögunum. Nú rísa starfsmenn dvalar- og hjúkrunarheimila upp víða um land og krefjast breytinga á kjörum umfram gildandi kjara- samninga. Hverjir verða næstir? Verður það fiskvinnslufólk, iðn- verkafólk eða verslunarfólk. Þessir hópar búa flestir við léleg kjör og eiga fullan rétt á því að laun þeirra verði hækkuð. Það er ekki annað að sjá samkvæmt þessari þróun, en að samningsaðilar hafi verið á rangri braut og séu með þessu að fá gula spjaldið. Að mínu mati er óróleikinn sem verið hefur á vinnu- markaði fyrst og fremst vegna þeirra láglaunastefnu sem við- gengst hefur á Íslandi allt of lengi og sem enn sér ekki fyrir endann á. Varað var við þessari þróun Ég var einn af þeim sem vöruðu við þessari þróun þegar Samtök at- vinnulífsins og samtök verkafólks undirrituðu síðasta kjarasamning í mars 2004. Á þeim tíma hafði ég og hef enn þá skoðun að verkafólk ætti rétt á hærri launum og at- vinnulífið hefði burði til að standa undir því. Flestir félaga minna í forystusveit verkafólks keyptu ekki þessa skoðun og skrifuðu undir kjarasamninginn. Það gerði ég hins vegar ekki ásamt nokkrum öðrum forystumönnum stéttarfélaga. Við vildum ekki bera ábyrgð á þessum samningi sem tryggði verkafólki ekki hærri laun fyrir þess mik- ilvægu störf. Eftir undirskrift samningsins sömdu aðrir hópar launafólks og þá var allt í einu orð- ið meira svigrúm til hækkana en hjá verkafólkinu sem áður hafði gengið frá sínum kjarasamningum sem tryggði þeim rúmlega 100.000 kr. í dag- vinnulaun á mánuði fyrir fullt starf. En því var svarað til að það yrði tekið á þessum málum við endur- skoðun samnings- forsendna í nóvember 2005. Verkafólk beið og vonaðist eftir leið- réttingum miðað við aðra hópa og þá voru verðbólgumarkmið samningsins jafnframt fallin þar sem verð- bólgan á síðasta ári var verulega meiri en forsendur kjarasamn- inganna gerðu ráð fyrir. Forsendunefndin fær falleinkunn Niðurstaða for- sendunefndarinnar sem skipuð er fulltrú- um frá verkalýðs- hreyfingunni og Sam- tökum atvinnulífsins voru mikil vonbrigði hvað varðar launaleið- réttingar. Samið var um eingreiðslu, 26.000 kr., sem að- eins hluti verkafólks fékk að fullu og hækkun launa 1. janúar 2007 um 0,65% umfram gildandi kjara- samninga. Þetta var nú öll inni- stæðan sem forsendunefndin taldi að verkafólk ætti inni hjá atvinnu- rekendum þrátt fyrir mikla verð- bólgu og launaskrið annarra hópa. Verðbólgan er enn á uppleið og hefur ekki verið meiri í fjögur ár og ekki er útlit fyrir annað en að hún aukist enn frekar á næstu mánuðum. Kaupmátturinn er horf- inn. Það voru jafnframt vonbrigði að stéttarfélög verkafólks og ASÍ skyldu ekki gera alvarlegar at- hugasemdir við þessa niðurstöðu varðandi leiðréttingu á kjörum verkafólks. Þó skal tekið fram að nokkrir forystumenn stéttarfélaga lýstu yfir óánægju með þessa nið- urstöðu meðan aðrir fögnuðu henni sérstaklega. Segja má að það fólk sem undanfarið hefur sagt upp störfum eða farið í setuverkfall vegna kjaramála sé að staðfesta að menn hafi ekki haldið rétt á málum og séu með þessum aðgerðum að senda skýr skilaboð út í þjóðfélagið um að sú láglaunastefna sem verið hefur við lýði gangi ekki lengur upp. Aðilar vinnumarkaðarins hljóta að taka þessi skilaboð til sín með það í huga að hlusta á kröfur verkafólks um að launakjör þeirra verði þeim boðleg í framtíðinni, við annað verður ekki unað af hálfu verkafólks. Verkafólk á betra skilið Aðalsteinn Á. Baldursson skrifar um kjarasamninga ’Það er sérstaktfagnaðarefni þegar starfsfólk í umönnunar- störfum og öðr- um láglauna- störfum rís upp og krefst þess að störf þeirra séu metin að verð- leikum og ábyrgð.‘ Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. EIGUM við aldraðir rétt á að lifa? Að þessu spyr maður sjálfan sig þegar hugsað er um það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag. Við sem erum núna með eftirlaun frá al- mannatryggingum, sem við erum búin að borga til allt okkar líf, fáum lífeyri sem dugar ekki til að lifa af, við rétt skrimtum með aðstoð ætt- ingja og vina, en eins og hefur komið fram verður um þriðjungur aldraðra, sem er með laun undir hung- urmörkum, að treysta á ættingja, vini og hjálparstofnanir til að skrimta. Á þetta fólk rétt á að lifa? Nei, eins og staðan er í dag eig- um við engan rétt til að lifa, það er beðið eftir því að við gefum upp öndina, við aldr- aðir fáum lítið nema loforð til að lifa af. Stjórnvöld ríkis og bæja eru með stór áform um að byggja hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða, en þá vaknar spurn- ingin til hvers á að byggja og byggja fleiri steinkumbalda þegar ekki er hægt að manna þær stofn- anir sem fyrir eru. Við höfum ekk- ert gagn af fleiri húsum því ekki styttast biðlistar eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum þegar ekki er hægt að greiða starfsfólki laun sem það get- ur lifað af. Stjórnmálamenn, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Al- þingi og ríkisstjórn, vita eins og aðrir að kosningar eru framundan og þá er keppst við að bjóða okkur gull og græna skóga, þeir vilja byggja hallir og bæta þjónustu, en það má ekki bæta kjör þeirra, sem að þessu vinna, hjúkrunarheimili undirmönnuð vegna lágra launa og rekin með miklu tapi, heimilisþjón- usta er sömuleiðis mikið und- irmönnuð vegna slæmra kjara starfsfólks. Á þetta fólk sem er á hjúkrunar- og dvalarheimilum og þarf aðstoð heimaþjónustu einhvern rétt á að lifa? Ekki samkvæmt framkomu stjórnvalda sem vísa málinu hver á annan og enginn vill eða þorir að taka ábyrgð. Það er greinilegt að stjórn- málamenn ætla nú eins og fyrir síðustu kosn- ingar að halda okkur uppi á snakki og fögr- um loforðum til að tapa ekki atkvæðum, en efndir verða sjálf- sagt eins og síðast nán- ast engar. Það er skrít- ið þjóðfélag sem við búum í, það eru engir peningar til að greiða þeim laun, sem eiga að sinna öldr- uðum, en það eru til nægir peningar til að byggja óperu- og tónleikahall- ir. Það eru ekki til peningar til að hækka ellilífeyri þeirra sem búa við og eru undir fátæktarmörkum, en það eru til nægir peningar til að standa í stríðsrekstri í Asíu, opna sendiráð út um allan heim. Það er hægt að eyða milljónum og millj- örðum króna í hin ýmsu gæluverk- efni stjórnvalda, en það er ekki hægt að gera öldruðum, sem byggðu upp þetta þjóðfélag, kleift að lifa mannsæmandi lífi síðustu æviár sín. Við, þessir öldruðu, eig- um engan rétt, við eigum bara að sætta okkur við það sem að okkur er rétt, bara taka því með þakklæti sem ráðamenn skammta okkur. Við eigum engan rétt á að lifa. Hvaða réttlæti er það að við skulum leyfa okkur að verða 70, 80 eða jafnvel 90 ára og taka þannig lifibrauð frá þeim sem yngri eru og við byggðum þjóðfélagið fyrir? Aldraðir hafa á undanförnum árum og reyndar allt- af verið ákaflega hógværir og nægjusamir, en við teljum okkur eiga rétt á að lifa og við eigum rétt á að fá aftur hluta af þeim arði sem við byggðum upp. Við eigum rétt á að lifa og deyja sem sjálfstæðir ein- staklingar en ekki sem þurfalingar. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að keppast við að koma með til- lögur, sem eiga að vera til hagsbóta fyrir aldraða? Þeirra tillögur eru hver úr sinni áttinni, en enginn þeirra hlustar á okkar hógværu og réttlátu óskir, heldur halda þeir í sínar tillögur vitandi það að ekkert samkomulag er um þær. Ríkisstjórn vor skipaði fyrir ári nefnd til að gera tillögur sem eiga að verða til hagsbóta fyrir aldraða, en nefndin hefur engu skilað enn. Það er gott að hafa slíka nefnd starfandi til at- kvæðaveiða fram að kosningum og leggja hana þá niður. Það er sama hvert maður lítur; allir tala og tala en framkvæma ekkert, það eina sem virðist vanta er að okkur öldr- uðum verði smalað saman í eins- konar almenning eins og sauðfé sem bíður slátrunar. Við aldraðir eigum ekki rétt á að lifa. Eiga aldraðir rétt á að lifa? Karl Gústaf Ásgrímsson fjallar um málefni aldraðra ’Við aldraðir eigum ekkirétt á að lifa.‘ Karl Gústaf Ásgrímsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Kópavogi. mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.