Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 45
MINNINGAR
og höfum við oft þakkað henni fyrir
að hún átti stóran þátt í því að við
hjónin náðum saman. Ófáar ferð-
irnar fórum við vestur til að fara
með Jónínu, Óla og dætrum á
Flæðareyri og á Höfðaströnd, þær
samverustundir sem og allar aðrar
voru okkur ávallt til mikillar
ánægju.
Það var okkur þungbært að fylgj-
ast með erfiðum veikindum hennar,
þar kom vel í ljós hversu sterk hún
var og sýndi mikið sálarþrek. Aðdá-
unarverð er einnig sú einstaka um-
hyggja sem hún naut í faðmi fjöl-
skyldu sinnar.
Elsku Óli, Lína, Linda, Magga,
Arnar og fjölskyldur, um leið og við
sendum ykkur innilegustu samúðar-
kveðjur okkar viljum við kveðja
Jónínu með eftirfarandi kvæði eftir
langömmu Sigrúnar sem okkur
finnst við hæfi:
Ég lofa minn Drottin, sem leiddi þig heim,
þar lifir þú, elskan mín blíða.
Nú leiða þig vinir um ljósanna geim
og læknað er meinið þitt stríða.
Nú þakka ég Guði, sem gaf okkur þig
og geislunum stráði á vegi.
Þín umhyggja vafði æ örmum um mig.
Það ilmar frá sérhverjum degi.
Og maðurinn góði og börnin þín blíð,
sem blessuð þín ást náði að geyma
og ástvinahópurinn alla má tíð
ei elsku og tryggð þinni gleyma.
Ég má ekki kvarta þó sorg mín sé sár
og söknuð ég megi nú líða,
því Drottinn mér blessar æ bros gegnum
tár,
það bros eyðir nú mínum kvíða.
Hann leiðir oss, veitir í ljósið til sín,
þar lítum við elskandi hjörtu.
Og englasöngurinn aldrei þar dvín
í eilífðarsölunum björtu.
Við felum oss öll í vors Frelsarans mund
og fylgjum hans boðinu kæra.
Svo finnumst við aftur á friðarins stund,
í frelsisins ljómanum skæra.
(Sigurlaug Cýrusdóttir.)
Jón, Sigrún, Inga Dóra og Ólína.
Þó sérhver snjóhvít baldursbrá,
er blikar nú í lands þíns reit,
og fífill hver og fjóla smá
að fjarðarbláma úr efstu sveit
þig gréti, eins og áður Baldur,
því ekkert sinnti dauðinn kaldur.
Því dauðans Þökk ei viknar við,
þó vinir hylji grátna brá;
hún á hinn djúpa undrafrið,
sem engin stuna rjúfa má.
Því skal hver við sín örlög una,
en ástvin horfinn þakka og muna.
(Hulda.)
Þín vinkona
Elizabeth H. Einarsdóttir.
Þó ógni þér háfjalla hættur,
hugrekkið aldrei dvín,
ef að í sálinni áttu
einhverja stjörnu sem skín.
Þegar að gatan er grýttust,
og gremja í huganum býr,
láttu’ hana vísa þér veginn
og vera þér leiðtogi nýr.
(H.S.Þ.)
Kæra vinkona, ég kveð þig að
sinni, sjáumst síðar.
Jónína Sturludóttir.
Hér mætast vinir sem helst vilja gefa,
hugga og lækna og binda um sár,
fyllast af kvíða og angist og efa,
er ástvinur nákominn deyr fyrir ár.
Hvert á að leita og hvers á að spyrja?
Hvar er sú von er svo snögglega brást?
Hvernig skal lifa og hvar á að byrja?
Hvers vegna eru svo margir sem þjást?
Það er með sorg og söknuði sem
við setjum á blað minningarorð um
vinkonu okkar Jónínu Kristinsdótt-
ur sem við þurfum nú að kveðja
alltof snemma. Við höfum átt saman
ótal góðar samverustundir í sauma-
klúbbnum „Dalalæðunum“ síðustu
36 árin og í 30 af þessum árum hef-
ur Jónína verið órjúfanlegur hluti af
klúbbnum.
Saumaklúbbar hafa verið hálfs-
mánaðarlega alla vetur í öll þessi ár
og auk þess farið saman í ferðalög,
haldin jólaboð, þorrablót og grill.
Þær eru því ófáar minningarnar
sem við eigum þegar við nú þurfum
að kveðja eina okkar.
Við minnumst hressrar og
skemmtilegrar konu sem gustaði af,
sterkrar konu sem neitaði að gefast
upp fyrir erfiðum veikindum, glæsi-
legrar konu sem alltaf leit svo ótrú-
lega vel út þrátt fyrir erfið veikindi
og meðferðir.
Við eigum minningar um einstaka
hjálpsemi Jónínu sem alltaf var til
staðar fyrir vini og fjölskyldu. Við
eigum minningar um síðustu veisl-
una sem hún bauð til af miklum
myndarskap og um skemmtilega
þorrablótið sem hún átti frumkvæð-
ið að að halda heima hjá sér á síð-
asta ári.
Við minnumst þess hve dul þessi
líflega og káta kona var í raun um
eigin hagi og tilfinningar. Hún
hugsaði meira um að gleðja aðra og
vildi síst af öllu valda öðrum
áhyggjum eða hugarangri. Í þau 11
ár sem Jónína þurfti að kljást við
þann erfiða sjúkdóm sem nú hefur
náð yfirhöndinni gerði hún alltaf lít-
ið úr veikindum sínum þannig að
við gerðum okkur alls ekki grein
fyrir alvarleika þeirra fyrr en undir
hið síðasta.
Við minnumst allra stundanna
sem setið var með handavinnu í
saumaklúbbunum. Við minnumst
þeirra stunda þegar Jónína kvaðst
ekki „nenna“ að taka handavinnuna
úr pokanum og gerði bara grín að
okkur hinum þar sem við sátum
með prjónana eða aðra handavinnu
en hún með hendur í skauti.
Við gleðjumst í sorginni yfir því
að við eigum ótal minningar um
hana Jónínu okkar sem kom til dyr-
anna eins og hún var klædd, hress,
kát og einstaklega skemmtileg.
Að leiðarlokum þökkum við Jón-
ínu allt og allt, klúbburinn okkar
verður aldrei samur án hennar.
Hennar verður sárt saknað og oft
minnst.
Óla, Möggu, Lindu, Línu og fjöl-
skyldu sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur. Missir ykkar er mest-
ur.
Sigrún, Kristín, Ester, Sigríður,
Hrafnhildur og Sólveig.
✝ Guðrún Guð-mundsdóttir
eða Bíbí eins og hún
var ávallt kölluð
fæddist í Stykkis-
hólmi 21. maí 1935.
Hún lést að kvöldi
15. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Albína Helga Guð-
mundsdóttir, f. 17.
desember 1899, d.
23. maí 1953, og
Guðmundur Sumar-
liðason, f. 12. júlí
1911, d. 27. apríl 1971. Guðrún
átti sex hálfsystkini. Þau eru:
Bjarni Breiðfjörð, f. 20.3. 1916,
1956, hennar maki er Ólafur
Rögnvaldsson og eiga þau þrjá
syni: Rögnvald, Örvar og Jón
Steinar. 3) Guðmundur Rúnar, f.
22. janúar 1961, hans kona er
Þorbjörg Ágústa Höskuldsdóttir
og eiga þau þrjú börn: Hallveigu
Hörn, Höskuld Goða og Hjört. 4)
Rakel Ósk, f. 6. desember 1976,
hennar maki er Ólafur Ingólfsson
og eiga þau tvær dætur: Silju og
Anítu. Langömmubörnin eru þrjú:
tvær stúlkur og einn drengur.
Guðrún ólst upp í foreldrahús-
um. Hún lauk hefðbundnu námi
frá Barna- og gagnfræðaskólan-
um í Stykkishólmi. Eftir það vann
hún ýmis störf í Stykkishólmi og
Reykjavík. Eftir að Gunnar lauk
kennaraprófi 1954, fluttu þau til
Ólafsvíkur þar sem hann varð
kennari og síðar skólastjóri.
Guðrún verður jarðsungin frá
Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Ragnar Breiðfjörð, f.
20.6. 1917, d. 21.7.
1972, Ósk, f. 30.5.
1920, d. 25.5. 1999,
Rakel, f. 19.8. 1925,
Anna Svandís, f.
26.6. 1933, Krist-
björg, f. 13.4. 1957.
Hinn 17. des. 1953
giftist Guðrún Gunn-
ari Hjartarsyni og
eignuðust þau fjögur
börn. Þau eru: 1)
Albína Helga, f. 20.
maí 1954, hennar
maki er Baldur
Guðni Jónsson og eiga þau tvö
börn: Gunnar Helga og Sæunni
Dögg. 2) Hildur, f. 21.febrúar
Elsku mamma, nú hefur þú kvatt
þetta jarðneska líf svo skyndilega.
„En svona er þetta nú bara,“ eins og
þú sagðir svo oft, því oft áttu hlut-
irnir að gerast mjög hratt hjá þér,
helst í gær. Kát varstu ávallt og sú
gleði sem einkenndi þig hjálpaði þér
ávallt í gegnum þín miklu veikindi í
gegnum árin. Aldrei var komið að
tómum kofunum hjá þér, hvort held-
ur sem var matur, bakkelsi eða ann-
að sem við kom heimilinu. Allt var
svo huggulegt, lekkert og notalegt
sem einkenndi þig, því fagurkeri
varstu mikill. Margt lærðum við
systkinin af ykkur pabba sem á alltaf
eftir að koma okkur til góða í þessu
lífi. Alltaf varstu tilbúin að rétta fram
hjálparhönd, bæði fjölskyldunni sem
og öðrum. Þið pabbi voruð alla tíð
mjög samrýnd hjón, allt gert saman,
hvort sem var að skipta á rúminu eða
kæfugerð. Varla leið sá dagur að
ekki væri komið út á Sand til að fá
sér ferskt loft. Nú ertu komin á þann
stað þar sem þér á eftir að líða svo vel
hjá ömmu og öllum ástvinum þínum.
Við biðjum Guð að geyma þig.
Samfylgd þín var leiðarljós
í störfum dags og nætur.
Hafðu fyrir þökk og hrós,
segir sá sem grætur.
Börnin þín nú kveðja þig
með sáran sting í hjarta
en eiga hjá þér hvert um sig
góða minning bjarta.
(Páll Stefánsson.)
Þín börn
Albína, Hildur, Rúnar og Rakel.
Elsku amma, með þessum orðum
viljum við kveðja þig.
Þú kvaddir okkur allt of skyndi-
lega og erum við að reyna að átta
okkur á þessu. Þú varst alltaf svo góð
við okkur og alltaf áttir þú brúntertu
handa okkur. Hvenær sem við kom-
un skein af þér ömmublíðan og þú
vildir allt fyrir okkur gera.
Þegar við vorum yngri var oft
hamagangur á Ennisbrautinni og
þótti þér stundum komið nóg. Þá var
alltaf til ís til að kæla okkur. Þegar
við minnumst þín er afi samtvinnað-
ur þeirri hugsun því alltaf voruð þið
saman og gerðuð allt saman. Við vit-
um að þú vakir yfir okkur öllum
elsku amma.
Guð geymi þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þín ömmubörn
Gunnar Helgi og Sæunn Dögg.
Elsku Bíbí systir, mágkona og
frænka. Örfá kveðjuorð á þessum
sorglegu tímamótum. Dauðinn gerir
ekki alltaf boð á undan sér, en í þetta
sinn var hann sérstaklega óvæntur
gestur.
Hugurinn reikar til áranna þegar
þið Gunnar höfðuð búsetu í Reykja-
vík vegna náms Gunnars. Þá hófust
náin kynni sem staðið hafa með
blóma síðan. Marga daga og kvöld
vorum við saman í gleði og bjartsýni
á framtíðina. Árin liðu og þið fluttuð
til Ólafsvíkur þar sem Gunnar fékk
kennarastarf og varð síðan skóla-
stjóri til margra ára. Sambandið á
milli fjölskyldnanna hélst og óx ef
eitthvað var. Þú hefur átt við veikindi
að stríða í gegnum árin og hefur
þurft að fara í stórar aðgerðir. Þær
hefur þú staðið allar af þér með
ótrúlegum kjarki og lífsgleði og frá-
bærri umhyggju Gunnars.
Við Rakel systir þín og fjöl-
skylda okkar, synir og börn, send-
um ykkur öllum innilegar samúð-
arkveðjur, og við hjónin fyrir órofa
tryggð og vináttu alla tíð. Okkur
finnst vel við hæfi að láta fylgja tvö
erindi eftir Tómas Guðmundsson:
Og það varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið
og enn ég veit margt hjarta harmi lostið
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega
þitt hjarta vor í hugum vina þinna.
Megi blessun Guðs og friður
fylgja þér um alla eilífð.
Innilegar samúðarkveðjur til
Gunnars og fjölskyldunnar.
Rakel, Eiríkur,
synir, tengdadætur
og barnabörn.
GUÐRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR
Ferðafrömuður og
farseðlaútgáfu-læri-
faðir Jónas Jónasson
hefur farið sína
hinstu för á vit feðra
sinna.
Jónas var fæddur á Húsavík og
sleit þar barnsskónum og síðan lá
leið hans á Bifröst til framhalds-
náms og þaðan áfram suður til
Reykjavíkur þar sem Jónas hóf
að vinna að ferðamálum.
Þegar SAS hóf flug til Íslands
að ég held 1968 þá var fram-
kvæmdastjóri félagsins Birgir
Þórhallsson og Jónas Jónasson
sölustjóri.
Ég byrjaði að vinna hjá SAS
1.4. 1970 með þessum heiðurs-
mönnum, sem nemi hjá Jónasi
og eins sem eins konar sum-
arfiðrildi fyrir SAS við aðstoð
farþega á Keflavíkurflugvelli
sem voru þar á leið sinni í gegn
til/frá Narssarssuaq á Suður-
Grænlandi með SAS-flugi.
Spennandi en furðulegur frum-
skógur þessi flugmál og fargjalda-
útreikningar farseðlanna.
Ég er sjálf fædd og uppalin á
Húsavík svo við Jónas þekktum
marga sameiginlega kunningja
þaðan og var mikið spjallað og oft
glatt á hjalla þegar Húsvíkinga
bar að garði á SAS-skrifstofunni
og alltaf heitt á könnunni í litla
skotinu á Laugavegi 3 fyrir gesti
og viðskiptavini.
Það var ekki amalegt fyrir unga
stúlku að lenda í smiðju Jónasar
því hann var brunnur þekkingar
og eins og við kölluðum hann faðir
APT en það er græn og gul hand-
bók af þykkustu gerð „Airline
JÓNAS
JÓNASSON
✝ Jónas Jónassonfæddist á Húsa-
vík 8. maí 1943.
Hann lést af slys-
förum á Kanaríeyj-
um 13. mars síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Hall-
grímskirkju 31.
mars.
Passenger Tariff“
sem þýdd er úr
sviss-þýsku yfir á
ensku og alls ekki á
færi nema snillinga
að skilja eða fara
eftir þeim reglum
sem þar eru felldar á
blað.
Snillingur snilling-
anna var Jónas. Á
þessum tíma voru
allir farseðlar reikn-
aðir út í vegalengd-
um – mílum og far-
gjaldið kostaði viss
margar krónur og leyfði visst
margar mílur á hvern stað. Það
varð alger hugaríþrótt að finna út
hvernig hægt væri að finna
ímyndaða staði, sem ekki var flog-
ið til en fargjöld reiknuð þangað
ef þeir gáfu fleiri flugmílur
þannig að hægt væri að fá verðið
niður um einhverjar krónur.
Ég ætla nú ekki að útskýra
þennan frumskóg enda bara einn
maður sem gæti það svo vit væri í
og hann situr kannski með græn-
gulu skræðuna hinum megin og
reiknar ný fargjöld þeim megin í
dag.
Jónas var það sem hægt er að
kalla „bóhem“ og allt öðruvísi en
allir sem ég þekkti enda átti hann
hóp af vinum af öllum tegundum
og gerðum og var vinsæll maður
mjög.
Árin sem ég vann og lærði af
Jónasi var hann giftur Bryndísi
Sigurðardóttur og eiga þau tvær
yndislegar dætur Magneu og
Sigrúnu. Eins bjó móðir Jón-
asar lengst af í sama húsi þar
sem þau bjuggu henni notalega
íbúð í kjallara fjölbýlishúss síns
í Hraunbænum með því að
kaupa upp nokkur herbergi sem
tilheyrðu öðrum íbúðum og búa
til íbúð fyrir „Subbu Sveins“.
Þetta var gælunafn frú Sigrúnar
– öfugmæli vegna þess hversu
kattþrifin hún var enda heimili
hennar alltaf óaðfinnanlegt en
notalegt og hlýtt.
Jónasi fannst gaman að finna út
hvað fólk héti ef nöfnin væru lesin
afturábak og talaði hann alveg
jafnt um fólkið með þeim nöfnum
og svo hinum sem rétt voru stöf-
uð. Þannig vissi ég vel hver voru
Ruðrugis og Aengam svo og Aól,
Ramó, Irrons Nój, Aggiv og fleiri,
en Jónas varð alltaf að skoða allar
hliðar mála og þar af leiðandi líka
nöfnin afturábak.
Við unnum saman í nokkur ár
og get ég með sanni sagt að eng-
inn kennari og hef ég nú haft þá
ófáa gegnum allan minn námsferil
hjá SAS samsteypunni þar sem ég
starfa ennþá í dag, hefur í raun
kennt mér eins mikið á svo
skömmum tíma sem Jónas gerði
og kann ég honum bestu þakkir
fyrir.
Jónas fór síðan frá SAS og yfir
til Flugfélags Íslands og fór auð-
vitað líka að stunda kennslu í
frumskógi fargjaldanna við góðan
orðstír.
Mínar leiðir lágu svo til útlanda
á vegum SAS og þá misstum við
hvort af öðru á lífsins leið en
stundum krossuðust vegir okkar
og við gátum spjallað um allt milli
himins og jarðar og hlegið mikið
því það gerði maður alltaf með
Jónasi og betur væri að fleiri
hefðu þá náðargáfu að sjá skop-
lega hlið mála í stað þess að taka
lífið ofur alvarlega hverju sinni.
Lífið varð samt ekki alltaf dans
á rósum hjá Jónasi vini mínum
gegnum seinni ár, en hann átti
samt alltaf fjölda vina, ættingja
og kunningja sem elskuðu hann
eins og hann var enda átti hann
svo ótrúlega margar hlýjar og
góðar hliðar.
Ég vil bara fá að þakka þér
samfylgdina, vinur minn, og ég sé
þig í anda reikna þínar flugmílur
þarna uppi hjá Kristensen eins og
þú kallaðir hann og nú getur þú
kannski loksins sagt mér – hvíslað
til mín hversu margar flugmílur
eru þangað í raun.
Ég sendi dætrum Jónasar og
fjölskyldu hans mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Geymið
góðu myndina af vini mínum með
stóra brosið hjá ykkur, ég geri
það.
Guð blessi þig, vinur.
Bryndís Torfadóttir.