Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 52
son, væru látin. Þau létust með
skömmu millibili nýlega.
Margs er að minnast af áratuga
vináttu við þessi yndislegu hjón.
Kynni okkar hófust, þegar ég hóf
störf sem heimilislæknir hér í
Reykjavík 1963.
Þau hjónin voru mjög samhent í
lífi og starfi, þó að ólík væru. Sigríð-
ur var skörungur mikill, vildi að hlut-
irnir gengju hratt og greiðlega. Hún
var fjölfróð, minnug og glögg. Á
heimili þeirra var ávallt allt í röð og
reglu og rausnarskapur mikill. Því
var viðbrugðið hve gestrisni
hjónanna var mikil.
Þau tóku öllum, sem að garði bar,
með gleði, en auk þess voru ávallt
kræsingar á borðum.
Arnór stundaði sjómennsku fram-
an af ævi, en varð síðar húsasmíða-
meistari og vann að iðju sinni í fjölda
ára. Má segja um hjónin, að allt sem
þau tóku sér fyrir hendur hafi þeim
farist vel úr hendi.
Skal nefnt að Arnór byggði sum-
arbústað fyrir okkur í Kjósinni og
tókst það vel, enda dyggilega studd-
ur af konu sinni Sigríði.
Margt fleira mætti hér rifja upp,
en verður látið staðar numið.
Við þökkum þessum vinum okkar
Sigríði og Arnóri langa og trygga
vináttu við okkur.
Öllum aðstandendum þeirra fær-
um við okkar dýpstu samúð.
Sigríður og Björn Önundarson.
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist
á Borgareyrum í
Vestur-Eyjafjalla-
hreppi 19. sept-
ember 1911. Hún
lést á Dvalar-
heimilinu Grund
við Hringbraut
24. mars síðastlið-
inn og var jarð-
sungin frá Stóra-
Dalskirkju 1. apr-
íl.
Arnór Lúðvík
Hansson fæddist í
Holti á Brimilsvöllum í Fróðár-
hreppi 10. febrúar 1920. Hann lést
á Dvalarheimilinu Grund við
Hringbraut 3. apríl síðastliðinn og
var jarðsunginn frá Stóra-Dals-
kirkju 8. apríl.
Þau hörmulegu tíðindi bárust okk-
ur hjónum, þar sem við dvöldumst í
útlöndum, að vinir okkar, hjónin Sig-
ríður Jónsdóttir og Arnór L. Hans-
SIGRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR OG
ARNÓR L. HANSSON
52 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það er sárt og erfitt
að þurfa að kveðja góð-
an vin langt um aldur
fram eins og þig, elsku
Valdi. Mér er það svo í fersku minni
geymt síðasta skiptið sem ég hitti þig
heima hjá þér og Tótu á Mánagöt-
unni, síðastliðinn nóvember. Það var
setið í eldhúsinu yfir kaffibolla og
spjallað, þú varst léttur í lund þrátt
fyrir að veikindin væru farin að setja
sitt mark á þig. Ég gat talað um hvað
sem var við þig, því ég þurfti ekki að
fara í gervi, ekki gera mér neitt upp.
Ég fékk að vera nákvæmlega eins og
ég er í návist þinni. Hvort sem ég birt-
ist með bros á vör eða fljótandi í tár-
um, varst þú ávallt til staðar fyrir mig.
Þegar ég kvaddi þig þennan nóvem-
bermánuð óraði mig ekki fyrir því að
þetta væri í síðasta sinn sem ég hitti
þig. Ég tók utan um þig, smellti koss á
kinn þína og sagði: Þú sigrast á þessu,
er það ekki? Þú brostir til mín og
sagðir með svo mikilli sannfæringu og
styrk ég gefst aldrei upp, ég ætla að
sigrast á þessu. En það er sumt í
þessu lífi sem við ráðum ekki við og
þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi náð
yfirhöndinni að lokum stóðst þú þig
eins og hetja þessa erfiðu göngu.
Fyrstu viðbrögð mín þegar mér var
tilkynnt fráfall þitt, kæri vinur, voru
reiði. Mér fannst óréttlátt að maður á
besta aldri í blóma lífsins þyrfti að
kveðja þetta líf svo fljótt. Þú varst
minn besti vinur, minn styrkur, mitt
haldreipi í lífinu, þú stóðst mér það
nærri að þú komst næst mínum for-
eldrum. Ég jafnaði mig á reiðinni og
fór að hugsa um allan tímann sem ég
fékk þó að vera þér samferða og er sá
tími mér mjög dýrmætur og mun ég
ávallt búa við margar góðar minning-
ar, þar sem ég var heimagangur hjá
þér og Tótu frænku frá því ég var
smástelpa og þið bjugguð á Víkur-
brautinni. Þau tímabil sem ég bjó hjá
ykkur eru ógleymanleg, þú og Tóta
komuð ávallt fram við mig eins og ég
væri ein af ykkar dætrum. Þær voru
ÞORVALDUR
ÓSKARSSON
✝ Þorvaldur Ósk-arsson fæddist á
Kaldárhöfða í
Grímsnesi 15. ágúst
1958. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 24. febr-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Grindavíkur-
kirkju 4. mars.
nokkrar ferðirnar sem
ég ferðaðist með þér og
Tótu, þar á meðal í
sveitina þína Kaldár-
höfða og ávallt var létt
á hjalla því þú kunnir
svo sannarlega að slá á
létta strengi. Mér kem-
ur bros í huga þegar ég
hugsa til þessa tíma
þegar þú áttir það til að
setja Megas á fóninn
og syngja lagið Lóa
Lóa í gamansömum
tón. Það var alltaf stutt
í brosið og stríðnina hjá
þér og þau eru mörg minningarbrotin
sem ég á með þér og Tótu, kæri vinur.
Þessar minningar mun ég varðveita
vel í hjarta mínu. Það eru margar
stundir í lífi mínu sem ég lít til baka
með þakklæti, ein af þeim er að hafa
kynnst þér og einmitt í augnabliki
minningarinnar vex oft tilfinning af
að búa við forréttindi, að hafa átt góð-
an vin eins og þig, Valdi minn, vin sem
var ávallt til staðar fyrir mig. Stund-
irnar með þér, elsku vinur, munu
fylgja mér um ókomin ár, þær munu
oft gera dimman dag að björtum,
bara hugsunin um bros þitt mun
glæða mitt líf. Elsku Valdi, ég vil
þakka þér og Tótu fyrir allt sem þið
gerðuð fyrir mig og mína stráka öll
þessi ár og fyrir umhyggjuna og
gleðina sem þið glædduð líf okkar
með. Elsku Valdi, ég vil þakka þér frá
mínum innstu hjartarótum fyrir:
Vináttu þína,
allar góðu stundirnar,
stuðninginn þinn,
einlægni þína,
skilninginn þinn,
umburðarlyndi þitt
og fallega brosið þitt.
Um leið og ég kveð þig með þessum
orðum bið ég Guð um að varðveita þig.
Ég sigli um á bláum skýjum
og opnast mér þar nýjar dyr.
Þar innan dyra sitja Guðsenglar,
og ferðast með mig um önnur svið.
Nýjar sveitir og fagrar strendur,
Þar sem góður Guð bíður mín.
Umvefur mig ljósi, færir mér
eilífan kærleik.
Elsku Tóta frænka, við Jón Torfi
og Emil Dan vottum þér og fjölskyldu
þinni dýpstu samúð okkar og biðjum
Guð um að varðveita ykkur og styrkja
á þessum erfiðu tímum.
Guð geymi þig elsku vinu. Kveðja
Sólrún B. Jónsdóttir.
Ég sendi þér kæra
kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og
bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Kolbrún mín.
Það var svo sárt að frétta að þú
værir farin í þína hinstu ferð. Fyrstu
viðbrögð mín voru að biðja Guð að
hjálpa mér, hans sem við leitum allt-
af til þegar á reynir og hjálpin kom.
KOLBRÚN DIEGO
HARALDSDÓTTIR
✝ Kolbrún Diegofæddist í Hafn-
arfirði 27. ágúst
1942. Hún lést á
heimili sínu 3. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 16. mars.
Ég fór að hugsa um
allar gleðistundirnar
sem við áttum saman.
Ég hugsaði líka um
erfiðleika sem við
lentum í um tíma, við
komumst yfir þá, því
réttlætið sigrar alltaf
að lokum.
Þú ert fjórða barnið
sem ég missi en Guð
hefur verið svo góður
að lofa ykkur öllum að
fara í kyrrð og ró. Mér
finnst það mikil náð-
argjöf því þannig vilj-
um við öll fá að fara.
Ég vil þakka Jóhönnu vinkonu
minni fyrir alla þá hjálp sem hún
veitti mér á erfiðu tímabili í lífi
mínu. Einnig sendi ég hjónunum
Jóni og Auði þakklæti fyrir það sem
þau voru henni Kolbrúnu minni alla
tíð, en þó sérstaklega vil ég þakka
Ester systur hennar og hennar
manni og Halldóru frænku hennar
og hennar manni fyrir alla þá hjálp
og aðstoð sem þau veittu henni í
veikindum hennar og erfiðleikum.
Alltaf boðin og búin að veita henni
hjálp.
Allt innra eðli hvers manns kemur
best í ljós þegar á reynir. Hvíl í friði
elsku barnið mitt, þín
mamma.
Elsku vinkona.
Nú sendum við til baka það sem
þú gafst okkur.
Þú ert gefandi og elskuleg persóna
sem getur hresst upp á dagana mína
færandi öðrum gleði
á þinn einstaka hátt.
Þú ert yndisleg vinkona
sem lætur áhyggjur hverfa
með þínu sérstaka brosi
á hverjum degi allt árið.
Þess vegna kemur þessi
kveðja á engum sérstökum degi
ég vildi bara þakka þér
fyrir að vera vinkona okkar.
Söknum þín.
Takk fyrir okkur.
Við vottum fjölskyldu þinni okkar
dýpstu samúð.
Þínar vinkonur
Álfhildur, Edda og
fjölskyldur þeirra.
Elsku besti afi minn.
Þær tilfinningar sem
ég finn nú er þú ert
farinn eru ólýsanlegar.
Það er hrikalega erfitt
að missa bæði þig og hana ömmu
mína á svo stuttum tíma. Þið voruð
svo stór partur af lífi mínu og án ykk-
ar væri ég ekki sú manneskja sem ég
er í dag. En nú veit ég að þú ert hjá
elskunni þinni, henni ömmu, og ég
veit að hún passar þig og þú hana,
elsku afi. Við létum giftingarhring-
ana ykkar fylgja með þér og ég efast
ekki um það að þið munið gifta ykkur
aftur í himnaríki. Það líður ekki dag-
ur sem ég hugsa ekki um þig og
ömmu. Þið munuð alltaf vera í hjarta
mínu og ég mun aldrei gleyma ykkur.
Ég á svo góðar minningar um þig,
elsku afi, og ég mun varðveita þær
ávallt. Þú ert einn besti maður sem
ég veit um. Þú varst alltaf svo mikill
húmoristi og á erfiðum stundum
MAGNÚS
JÓNSSON
✝ Magnús Jónssonfæddist í
Reykjavík 21. sept-
ember 1935. Hann
lést föstudaginn 24.
febrúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Garða-
kirkju á Álftanesi 6.
mars.
gastu samt haft húm-
orinn í lagi. Eitt af því
sem ég mun aldrei
gleyma er þegar þú
varst að hjálpa mér að
drekka ekki skakkt.
Ég drakk alltaf skakkt
úr glasi eða flösku og
þú gerðir alltaf grín að
mér, sem mér fannst
sjálfri fyndið. Ég held
að ég sé byrjuð að
drekka beint, allt þér
að þakka! Allar útileg-
ur sem ég fór í voru
með þér og ömmu. Við
ferðuðumst alltaf á húsbílnum þínum
sem þú varst búinn að gera svo flott-
an. Alltaf þegar við vorum að keyra
fræddirðu mig um landið og þökk sé
þér veit ég meira um það.
Nú þegar þú ert farinn og amma,
þá finnst mér eins og ekkert haldi
fjölskyldunni saman. Eins og við
séum í lausu lofti.
Ég vildi að ég væri hjá þér og
ömmu en minn tími er ekki kominn.
Ég vona að þú og amma takið á móti
mér þegar sá tími er liðinn. Þú ert
sterkasti, duglegasti, fallegasti og
besti maður sem ég veit um og ég er
stolt að segja að þú sért afi minn. Ég
sakna þín sárt, elsku afi minn, og ég
mun biðja fyrir þér á hverju kvöldi.
Ég veit að þú ert kominn á betri stað,
til ástinnar þinnar. Þú ert kominn
heim.
Takk fyrir allt, elsku afi minn, ég
elska þig og mun ávallt gera. Kysstu
ömmu frá mér, afi minn.
Elska þig.
Þín
Berglind Steinunn
(Begga Steinka).
Maðurinn er peð eitt
í erfiðri þraut.
Sú þraut er lífið,
margreynd sú laut.
Margir menn týnast
á þyrnóttri leið,
sem erfið er mörgum
en öðrum er greið.
Maður einn góður
með líflega sál,
fór hrapandi niður
í þyrnanna nál.
Þyrnarnir læstust
og héldu svo fast,
en maðurinn barðist
og runninn hann brast.
Því engillinn kom að
með ljósið svo skært,
með leiðina greiða
og gat höndina fært.
Sú hendi var tekin
af manninum eina
og loks sá, sá maður
leiðina hreina.
Elsku besti afi minn. Þetta ljóð
samdi ég handa þér. Þú veist ekki
hvað ég sakna þín og ömmu minnar
mikið. Það er ofboðslega erfitt og
tómlegt að lifa án ykkar beggja, eng-
in amma og afi lengur til að heim-
sækja eða taka utan um og tala við.
Þú varst búinn að vera ótrúlega
þrautseigur og duglegur í gegnum
þessi miklu veikindi þín sem hrjáðu
þig í um sex ár. Eins og læknarnir
sögðu þá skildu þeir varla hvers
vegna þú værir enn á lífi eftir allt sem
þú gekkst í gegnum í þessum veik-
indum þínum. Amma stóð eins og
klettur við hlið þér næstum allan
þennan tíma þrátt fyrir sín veikindi
en svo núna í janúar þurftum við öll
að kveðja þessa miklu hetju þegar
hún skyndilega veiktist af krabba-
meini í lungum. Á mjög stuttum tíma
þurftum við að undirbúa okkur undir
kveðjustund hennar og rosalega
fannst mér sárt að missa hana en sár-
ast fannst mér að horfa á þig kveðja
ástkonu þína til margra ára, konuna
sem ól þér öll þín börn. Ég gleymi
aldrei þeirri stund er ég horfði á ykk-
ur kveðja hvort annað en innst inni
vissi ég að þú yrðir fljótt hjá henni.
Núna vonandi eruð þið saman á ný.
Þú varst klettur okkar allra og munt
alltaf vera. Ég get ekki lýst því
hversu sárt var að vera ekki hjá þér á
hinstu stund er þú kvaddir, en ég
fékk að sjá þig og kveðja í kistulagn-
ingunni. Þú varst ofboðslega friðsæll
og þá vissi ég að þú værir kominn á
góðan og betri stað, til konunnar sem
þú elskar. Ég bið þig, afi, að vernda
alla okkar fjölskyldu og ég veit að þú
og amma passið okkur.
Elska þig, afi.
Þín
Laufey litla.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningar-
greinar