Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÁHRIFAMIKILL kardínáli á Ítalíu,
Carlo Maria Martini, sagði í viðtali
við vikuritið L’E-
spresso í gær að
kaþólikkar
mættu nota
smokka til að
koma í veg fyrir
alnæmissmit.
„Vissulega er það
svo að notkun á
smokkum er
skárri kosturinn
af tveim slæmum
við ákveðnar
kringumstæður,“ sagði kardínálinn.
Hann sagði einnig að þegar sett
væru lög sem heimiluðu fóstureyð-
ingar væri það jákvætt í þeim skiln-
ingi að lagasetningin fækkaði ólög-
legum fóstureyðingum. Hins vegar
vonaði hann að stjórnvöld reyndu
allt sem þau gætu til að fækka fóst-
ureyðingum. Martini er 79 ára og í
frjálslyndasta hluta kaþólsku kirkj-
unnar. Hann kom sterklega til
greina sem páfi við síðasta páfakjör.
Segja hungurs-
neyðina ekki hafa
verið þjóðarmorð
UTANRÍKISRÁÐHERRAR fyrrver-
andi sovétlýðvelda vísuðu í gær á
bug tillögu um að hungursneyðin
mikla í Úkraínu snemma á fjórða
áratugnum yrði skilgreind sem
þjóðarmorð. Allt að tíu milljónir
manna létu þá lífið en neyðin er talin
bein afleiðing af harðlínustefnu ein-
ræðisherrans Jósefs Stalíns sem
neyddi smábændur til að sameinast í
samyrkjubúum. Tólf ríki eiga aðild
að samtökum fyrrverandi sov-
étlýðvelda en niðurstaðan þykir
sýna vaxandi spennu í innbyrðis
samskiptum þeirra. Úkraínumenn
saka m.a. Rússa um að vilja lyfta arf-
inum eftir Sovétríkin.
Langur akstur
í leigubíl
DÖNSKU ríkisjárnbrautirnar, DSB,
reka ferðaskrifstofu sem nýlega
þurfti að borga óvenju háan leigubíl-
areikning. Sex danskir ferðamenn,
þrír fullorðnir og þrjú börn, höfðu
keypt sér páskaskíðaferð til Narvik í
Norður-Noregi. Vegna bilunar í
merkjabúnaði lestarkerfisins á leið-
inni til Malmö í Svíþjóð komst lestin
með sexmenningana ekki í tæka tíð
þangað. Ferðafólkið missti af lest-
inni norður á bóginn. Var því þá
boðið að fara með leigubíl og mun
ferðin hafa kostað um 25.000 n.kr.,
liðlega 260 þúsund ísl. kr.
John Kerry
íhugar forseta-
framboð á ný
JOHN Kerry, sem var forsetaefni
demókrata í Bandaríkjunum árið
2004, íhugar nú
að gefa aftur kost
á sér. Mun hann
þá að líkindum
keppa við flokks-
systkin sín Hillary
Rodham Clinton
öldungadeild-
arþingmann,
Mark Warner,
fyrrverandi rík-
isstjóra í Virginíu
og John Edwards, fyrrverandi öld-
ungadeildarþingmann, sem var
varaforsetaefni Kerrys 2004.
Al-Qaeda-maður
felldur
TALIÐ er að maður sem féll í skot-
bardaga á fimmtudag í norðvest-
anverðu Pakistan sé náinn sam-
starfsmaður annars valdamesta
al-Qaeda-mannsins í landinu, Aym-
an al-Zawahri, sem gengur næst
Osama bin Laden að völdum. Mað-
urinn er talinn vera Sádí-Arabi.
Hann féll við landamærin að Afgan-
istan.
Kardínáli vill
leyfa smokka
John Kerry
Carlo Maria
Martini
ELÍSABET II Bretadrottning
fagnaði í gær áttræðisafmæli sínu og
var skotið 41 fallbyssuskoti í Hyde
Park í London til að hylla drottn-
ingu. Hún veifaði til mörg þúsund
þegna sinna sem vildu sjá Elísabetu
er hún gekk út úr hinum forna
Windsor-kastala, vestan við höf-
uðborgina, í gær með eiginmanni
sínum, Filippusi prins, sem er 84
ára. Hrópað var þrefalt húrra og tók
vel undir þegar lúðrasveit lék af-
mælissönginn, „Hún á afmæli í dag“.
Elísabet virtist ágætlega á sig
komin, brosti og spjallaði fjörlega
við fólk á öllum aldri eins og venjan
er við slík tækifæri hjá konungsfjöl-
skyldunni. „Drottinn minn, þakka
þér fyrir,“ sagði hún þegar einn
aðdáandinn gaf henni blómvönd úr
fjólum og hátíðarliljum. Talið er að
um 20 þúsund manns hafi verið á
staðnum og fylgst með 45 mínútna
gönguferð drottningar um Windsor-
bæ. Síðar héldu hjónin til Kew-
hallar þar sem Karl ríkisarfi hélt
móður sinni veglega veislu. Voru þar
nær 30 gestir úr nánasta skylduliði
Elísabetar. Opinber afmælisdagur
drottningar er 17. júní vegna þess að
breska veðrið er talið geta verið
heppilegra til hátíðarhalda á þeim
árstíma en svo snemma vors. Kann-
anir gefa til kynna að áhuginn á að
gera ríkið að lýðveldi hafi sjaldan
verið minni, svo vinsæl er drottning
á þessum tímamótum. Fjölmörg
hneyksli sem skekið hafa konungs-
fjölskylduna hafa ekki dregið úr vin-
sældum Elísabetar og jafnvel aukið
samúð með henni.
Þjálfaði sig strax í að
bera þunga kórónu
„Elsku mamma,“ sagði Karl prins
í sjónvarpsávarpi sem hafði verið
tekið upp nokkru fyrr í Skotlandi.
Hann sagðist vera hreykinn af móð-
ur sinni og sér þætti afar vænt um
hana.
Hann minntist þess að þegar hún
var krýnd árið 1953, þegar Karl var
fimm ára gamall, hefði hún komið til
hans um kvöldið til að bjóða góða
nótt. Hún hefði þá enn verið með
þunga kórónuna á höfðinu til að
venjast því að bera hana.
Drottningu hafa borist tugir þús-
unda afmæliskorta og tölvuskeyta í
tilefni dagsins. Hún þakkaði fólkinu
fyrir hugulsemina. „Ég er mjög
snortin yfir því sem þið hafið skrifað
og langar til að þakka ykkur fyrir,“
sagði hún. Tony Blair forsætisráð-
herra og fleiri breskir leiðtogar
hylltu hana ákaft og sama var að
segja um leiðtoga í löndum eins og
Ástralíu og Kanada sem enn deila
þjóðhöfðingja með Bretum. Stjórn
Blairs gaf Elísabetu postulínsmat-
arstell, gert í Staffordshire, sem hún
hafði látið í ljós áhuga á að eignast,
það mun hafa kostað um þúsund
pund eða vel á annað hundrað þús-
und krónur.
Börn Elísabetar eru auk Karls
Anna, Andrés og Játvarður.
Drottningin var skírð Elizabeth
Alexandra Mary og hefur með tím-
anum orðið einhver vinsælasti með-
limur Windsorfjölskyldunnar sem
upprunalega hét Battenberg. Ættin
tók upp Windsorheitið í fyrri heims-
styrjöld þegar Bretar börðust við
Þjóðverja og gamla nafnið þótti
minna óþægilega á gömul ætt-
artengsl við fjandmanninn.
Elísabet II ákaft hyllt
á áttræðisafmælinu
Vinsældir Breta-
drottningar hafa
sjaldan verið meiri
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Reuters
Elísabet II brosir og heilsar dyggum þegnum sínum við Windsor-kastala í gær. Hún virtist við ágæta heilsu og
gekk rösklega í 45 mínútur umWindsor-bæ þar sem um 20 þúsund manns hylltu hana ákaft.
Bagdad. AFP, AP. | Leiðtogar sex af
sjö flokkum bandalags sjíta í Írak
samþykktu í gær að tilnefna Jawad
al-Maliki, einn af forystumönnum
Dawa-flokksins, í embætti forsætis-
ráðherra. Áður hafði Ibrahim al-Ja-
afari, forsætisráðherra bráðabirgða-
stjórnarinnar, fallist á að víkja til að
greiða fyrir myndun þjóðstjórnar
eftir að flokkar súnní-araba og
Kúrda höfnuðu honum.
Sjöundi flokkurinn í sjítabanda-
laginu, Fadhila, hafnaði Maliki og
vildi að einn af forystumönnum
flokksins, Nadim al-Juburi, tæki við
af Jaafari. Aðeins fimm af flokkun-
um sjö þurftu að samþykkja tilnefn-
inguna sem verður tilkynnt formlega
á fundi íraska þingsins í dag.
Bandamaður Jaafaris
Maliki er einn af helstu banda-
mönnum Jaafaris. Samþykki flokkar
súnní-araba og Kúrda tilnefninguna
gæti hún orðið til þess að skriður
kæmist á viðræður um stjórnar-
myndunina sem hefur tafist í um tvo
mánuði vegna deilunnar um Jaafari.
Maliki er valdamikill í flokki Jaaf-
aris, Dawa, og hefur oft komið fram
sem talsmaður hans. Dawa er elsti
stjórnmálaflokkur sjíta, var stofnað-
ur á sjötta áratug aldarinnar sem
leið og hóf vopnaða baráttu gegn
stjórn Saddams Husseins á áttunda
áratugnum. Þegar Saddam hóf her-
ferð gegn flokknum flúði Maliki til
Írans árið 1980.
Eftir innrásina í Írak árið 2003
varð Maliki varaformaður nefndar
sem skipuð var til að reka stuðnings-
menn Saddams Husseins úr hernum
og ýmsum opinberum störfum.
Nefndin var gagnrýnd fyrir að
ganga alltof langt í þessum „hreins-
unum“ og reka þúsundir manna sem
gengu í flokk Saddams í þeim til-
gangi einum að eiga möguleika á
stöðuhækkun. Paul Bremer, þá
æðsti bandaríski embættismaðurinn
í Írak, viðurkenndi í apríl 2004 að
nefndin hefði farið yfir strikið og lét
endurráða opinbera starfsmenn,
m.a. kennara, sem höfðu verið reknir
fyrir aðild að flokki Saddams. Marg-
ir súnní-arabar telja að markmið
nefndarinnar hafi verið að svipta þá
réttindum sínum.
Maliki hefur fordæmt sprengju-
árásirnar sem gerðar hafa verið á
sjíta og setið í öryggismálanefnd
þingsins. Hann var einn af höfundum
laga sem sett voru í fyrra til að herða
baráttuna gegn hryðjuverkastarf-
semi.
Bandalag sjíta tilnefnir
nýjan forsætisráðherra
AP
Jawad al-Maliki, nýtt forsætisráðherraefni stærsta bandalags sjíta í Írak.
LÍKLEGT er talið, að fjárfest-
ingarsjóðirnir Candover, Apax
Partners og Providence Equity
Partners muni bjóða í norsku
fjölmiðlasamsteypuna Orkla en
sagt er, að hugsanlegt kaupverð
hennar verði ekki undir 97 millj-
örðum íslenskra króna. Kom
þetta fram á fréttavef breska
dagblaðsins The Times.
Fram kemur, að þessi fyrir-
tæki ásamt Goldman Sach’s
Capital Partners og Mecom séu
nú að vinna úr upplýsingum um
Orkla, sem Deutsche Bank hafi
safnað saman, og muni að því
búnu taka ákvörðun um tilboð.
Talið er sennilegt, að einhver
þessara fyrirtækja muni standa
saman að tilboði en hermt er, að
Nordic Capital, Cinven og 3i séu
einnig að velta því fyrir sér að
bjóða í Orkla. Aðrir líklegir
bjóðendur, sem Times nefnir,
eru norska fyrirtækið Schips-
ted, það íslenska Dagsbrún,
Bonnier í Svíþjóð, Axel Springer
í Þýskalandi og Agora í Póllandi.
Orkla er fimmta stærsta fjöl-
miðlasamsteypan á Norðurlönd-
um og er með starfsemi í Nor-
egi, Svíþjóð, Danmörku,
Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi,
Litháen og Úkraínu.
Mikill
áhugi á
Orkla