Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 60
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG ER BÚINN AÐ HENGJA UPP
SOKKANA OG SKILJA EFTIR
MJÓLK OG SMÁKÖKUR HANDA
JÓLASVEININUM
HANN
HLÝTUR AÐ
HAFA
KOMIÐ
SNEMMA Í
ÁR
(ROP)
HVAR ER
MJÓLKIN OG
KÖKURNAR
VÁ, ÞÚ VEIST SVO MIKIÐ
UM STJÖRNUR
JÁ, ÉG HEF VERIÐ
DUGLEGA AÐ LÆRA
MÉR GENGUR ALLTAF BEST
Í LANDAFRÆÐI
SUMAR
STJÖRNUR
ERU STÓRAR
OG AÐRAR
LITLAR
NEI, EKKI AFTUR! KALVIN ER EKKI EINS OG
HANN Á AÐ SÉR AÐ VERA.
HANN SKORTIR ÚTLIMI OG
ER ALLUR SLÍMUGAR
ÞAR SEM KALVIN ER ÁN
HANDA OG FÓTA ÞÁ VERÐUR
HANN AÐ SKRÍÐA FRAM ÚR
RÚMINU
HVERNIG STEN-
DUR Á ÞVÍ AÐ ÞÚ
ERT SVONA
HÆGFARA Á
MORGNANA?
VIÐ
MEGUM EKKI
GEFAST
UPP!!!
HVERNIG FÖRUM VIÐ
AÐ ÞVÍ? VIÐ ERUM
HLEKKJAÐIR Á HÖNDUM
OG FÓTUM
NÆST ÞEGAR VÖRÐURINN KEMUR,
ÞÁ SKULUM VIÐ ULLA Á HANN
VIÐ
VERÐUM AÐ
HALDA
ÁFRAM AÐ
BERJAST!
DÝRA LÆKNIRINN SAGÐI MÉR
AÐ GRÍMUR VÆRI TOGNAÐUR Í
SKOTTINU EFTIR AÐ HAFA VAGGAÐ
ÞVÍ OF MIKIÐ
ÁI!
HANN MÁ EKKI
VAGGA SKOTTINU Í
MÁNUÐ
HVERNIG
STENDUR Á
ÞVÍ AÐ ÞÚ
TOGNAÐIR Í
SKOTTINU?
ÆTLI ÞAÐ SÉ
EKKI LASSÍ
MYNDA
MARAÞONINU
AÐ KENNA
ÁI!
VARLEGA!
GLEÐILEGA HÁTÍÐ,
ELSKAN MÍN!
„PUFFBUDDY“,
EINMITT ÞAÐ SEM
MIG LANGAÐI Í
TAKK
MAMMA!
ÞAKKAÐU PABBA
ÞÍNUM LÍKA. ÞAÐ
VAR ERFITT AÐ
FINNA
„PUFFBUDDY“ EN
PABBI ÞINN GAFST
EKKI UP
HVAÐ
ERTU AÐ
GLÁPA
GLERAUGNA-
GLÁMUR?
KANNSKI
VORU
ÞETTA
MISTÖK
LÉSTU FJÖLMIÐLA
VITA AF ÞESSUM
FUNDI?
AUÐVITAÐ, ÞÚ VERÐUR AÐ
VENJAST SVIÐSLJÓSINU
KANNTU EKKI
BARA ÁGÆTLEGA
VIÐ ÞETTA?
JÚ ÞETTA ER
ÁNÆGJULEGT
FRÚ PARKER,
ERTU TIL Í AÐ
KLAPPA KETTINUM
Dagbók
Í dag er laugardagur 22. apríl, 112. dagur ársins 2006
Víkverji býr í snotrufjölbýlishúsi í
Hafnarfirði og á
skrautlega nágranna.
Það væri synd að
segja að kærleikurinn
svífi yfir vötnum í hús-
inu. Allt logar í ill-
deilum og verður Vík-
verji æ fráhverfari
hugmyndum um þétt-
ingu byggðar: Í landi
þar sem fólk kann
svona illa að búa í ná-
býli hvað við annað er
ekki skrítið að það sé
margra manna heit-
asta ósk að eiga sitt
prívat-einbýlishús með sem stærstri
lóð á milli sín og næsta nágranna.
Víkverja þætti ágætt að hafa eins og
hektara til að skilja sig frá vitleys-
unni sem nágrannar hans taka
stundum upp á.
Einn í húsinu á hund, og Víkverji
á ketti. Einn er duglegur að halda
uppi fjörinu fram á laugardags-
morgun og annar á það til að skilja
eftir sig sígarettustubba. Svo eru
hinir sem halda sig syndlausa en
gleyma að reiðin er synd og eru úr
hófi uppstökkir yfir vanköntum ná-
granna sinna, og þreytast ekki á að
láta hunda, ketti, sígarettustubba og
partíhald fara í taugarnar á sér.
Ef einhver setur
grill inn í hjóla-
geymslu fer þetta fólk
á límingunum. Ef ein-
hver í húsinu geymir
annað en bílinn sinn í
bílageymslunni rignir
eldi og brennisteini.
Ef einhver hendir sínu
rusli í þeirra rusla-
tunnur jaðrar það við
helgispjöll.
Um daginn sauð síð-
an óvænt upp úr þegar
nokkrir nágrannar
mættust fyrir hend-
ingu á húsveröndinni
og jusu í hálftíma
skömmunum hvor yfir annan.
– Og Víkverji lét sig dreyma um
einbýlishús.
Víkverji sér helst tvær lausnir til
að laga ástandið í húsinu: a) að kalla
til andasæringamann eða b) halda
grillveislu. Kannski það væri brillj-
ant diplómatík að kalla nágrannana
saman yfir grillinu og sjá hvort and-
inn mildist ekki þegar magar eru
mettir af kótlettum og bjór og ná-
grannarnir geti byrjað að fagna fjöl-
breytni hver annars.
Þá sjá þeir kannski að það er ekki
hægt að forðast ónæði þegar búið er
nálægt öðrum, en ósætti er nokkuð
sem má forðast, ef menn vilja.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Mosfellsbær | Myndlistarskólinn í Mosfellsbæ opnar í dag sýningu á verkum
fullorðinna nemenda í húsnæði skólans í Álafosskvosinni – nánar tiltekið við
Álafossveg 23. Um er að ræða verk nemenda sem hafa lært olíumálun undir
handleiðslu myndlistarmannanna Soffíu Sæmundsdóttur og Þuríðar Sigurð-
ardóttur. Er Morgunblaðið bar að garði í gær voru þær, ásamt Ásdísi Sig-
urþórsdóttur, í óðaönn að koma sýningunni upp, en opið verður fyrir gesti og
gangandi í dag og á morgun frá tvö til sex.
Morgunblaið/RAX
Uppskeruhátíð
myndlistarnema
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100.
Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins : Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs
yfir einum syndara, sem gjörir iðrun. (Lúk. 15,10).