Morgunblaðið - 26.04.2006, Page 1

Morgunblaðið - 26.04.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 112. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fasteignasalan Miðborg auglýsir í blaðinu í dag Stráhattur frá stríðsárunum Myndar alla kvenkyns afkomendur með gamla hattinn Daglegt líf Úr verinu og Íþróttir í dag Úr verinu | Humrinum mokað upp  Sambúð lista, fólks og fisks  Fiskverð hækkar Íþróttir | Þróttur Íslandsmeistari kvenna í blaki  Þórey Edda keppir ekki í sumar  Lehmann bjargaði Arsenal AFLEIÐINGAR hlaupsins í Skaftá fyrir ásýnd Vatnajökuls eru hrika- legar. Myndast hefur sigketill í jöklinum sem er um tveir og hálfur til þrír km í þvermál þar sem vatnið hefur hlaupið fram úr svonefndum eystri katli, en þetta er eitt stærsta hlaup sem vitað er um. | 4 Morgunblaðið/RAX Eitt stærsta hlaupið HÓPUR íslenskra og erlendra vís- indamanna m.a. frá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA, und- irbýr nú rannsóknir á Skaftárkötlum í leiðangri sem farinn verður sam- hliða vorferð Jöklarannsóknafélags- ins í byrjun júní. Aðild NASA teng- ist rannsóknum á Mars. Tekinn verður borkjarni úr vest- ari Skaftárkatli til að safna sýnum til jarð- og örverufræðilegra greininga. Settir verða niður skynjarar, sem senda gögn um hita og þrýsting á botni stöðuvatnsins undir Skaft- árjökli og er vonast til að þau nýtist til að auka skilning á eðli Skaftár- hlaupa. Afkoma safnsvæðisins verð- ur mæld með snjóborunum og áfok rannsakað með rykmælingum snjó- kjarnanna, auk mælinga á ísskriði inn að jöklunum. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, rannsóknarstjóra verkefnisins, hefur nýr bræðslubor verið smíðaður á vegum Vatnamæl- inga Orkustofnunar sem á að fara niður á 400 metra dýpi í jöklinum. Er líf undir íshellunni? „Einn þáttur verkefnisins verður sá að bora snjókjarna á safnsvæði ketilsins til þess að greina áfok ryks frá hálendinu á þessu svæði. Þetta verkefni tengist því jöklafræði, jarð- efnafræði og vatnafræði og ekki síst örverufræði og hvort möguleikar séu á að líf geti þrifist undir 400 metra þykkum jöklinum,“ segir Þor- steinn. „Íslenskir örverufræðingar koma að þessum þætti rannsókn- arinnar, frá Prokaria og Umhverf- isstofnun, og svo erum við í sam- starfi við vísindamenn á vegum NASA sem hafa mikinn áhuga á því hvort frumstætt líf geti þrifist undir ísþekju á Mars eða Júpíterstunglinu Evrópu þar sem talið er að sé haf undir 20 km þykkri íshellu. Þessi áhugi tengist mjög þeirri framtíð- arsýn að einhvern tíma verði borað í gegnum jökla á þessum hnöttum og sýni úr þeim rannsökuð.“ Með NASA inn að Skaftárkötlum Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Örlyg Stein Sigurjónsson GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, tilkynnti í gær á fundi sam- taka um endurnýjanlega orku í Washington, að hafin væri rannsókn á verðlagningu á olíu á bensínstöðv- um landsins. Þá lýsti forsetinn því yfir að hætt yrði í nokkra mánuði að safna olíubirgðum fyrir Bandaríkja- her, en markmið aðgerðanna er að hafa hemil á síhækkandi olíuverði. „Eitt af því sem við getum gert þegar í stað til að sýna fólki að okkur sé alvara með því að auka framboð [á olíu] er að hætta tímabundið að safna birgðum til hernaðarnota,“ sagði Bush í gær. „Birgðir hersins eru nægjanlegar til að vernda okkur gegn umtalsverðri röskun [á fram- boði á olíu] á næstu mánuðum.“ Tilkynningin kemur í kjölfarið á vaxandi þrýstingi á stjórnina í Wash- ington, en búist er við að olíuverð verði enn hátt þegar landsmenn leggjast í ferðalög í sumar. Áhersla á endurnýjanlega orku Bush fjallaði einnig um endurnýj- anlega orkugjafa um leið og hann kynnti margvíslegar aðgerðir til að draga úr olíuverði, þ.m.t. aukna olíu- vinnslu innan- lands og þróun á sviði endurnýjan- legra orkugjafa. Þá sagði forset- inn að bandarísk samkeppnisyfir- völd væru að rannsaka hvort „verði á eldsneyti hefði verið hag- rætt óeðlilega með einhverjum hætti“. Af sama til- efni hefur Alberto Gonzales dóms- málaráðherra hvatt 50 ríki landsins til að fylgjast með verðlagningu á ol- íu. Að auki taldi Bush að olíuverð varðaði þjóðaröryggi landsins og það endurspeglaði hversu Bandaríkja- menn væru háðir olíu. Vakti hann sérstaka athygli á að nú kæmu 60 prósent af þeirri olíu, sem notuð væri á ári í landinu, frá löndum utan Bandaríkjanna, miðað við um 25 pró- sent fyrir 20 árum. Olíuverð á mörkuðum lækkaði lít- illega eftir tilkynningu forsetans og endaði í 72,88 dollurum fatið í New York og í 73,21 dollara í London. Vill rannsaka olíuverð Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is George W. Bush flytur ávarp sitt. Dregið úr birgðum Bandaríkjahers til að auka framboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.