Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 19 MINNSTAÐUR SUÐURNES Reykjanesbær | Þó að verkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbæ sé formlega lokið sem þróunarverkefni verður haldið áfram með það starf sem gefist hefur vel. Á næstunni verður lögð áhersla á að ná til nýrra Íslendinga og foreldra sem sjálf eiga við lestrarörðugleika að etja. Lestrarmenning í Reykjanesbæ hófst sem þriggja ára þróunarverk- efni 23. apríl 2003 og síðastliðinn sunnudag, á degi bókarinnar, voru árin þrjú liðin. Haldið var upp á þau tímamót á Bókasafni Reykjanes- bæjar og kom þar fram í máli Eiríks Hermannssonar, fræðslustjóra Reykjanesbæjar, að verkefninu væri hvergi lokið, það væri komið til að vera. Samstarfsaðilum Fræðsluskrif- stofu við framkvæmd verkefnisins, leik- og grunnskólum bæjarins, bókasafni og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru við athöfnina af- hent veggspjöld með lestrarhvetj- andi slagorðum til að prýða veggi stofnana á næstunni. Í framhaldi mun verkefnishópur leggja sérstaka áherslu á nýja Íslendinga. Árangur er að nást Á þeim þremur árum sem þróun- arverkefnið hefur staðið yfir hafa ýmsar leiðir verið farnar til að ná til almennings og fyrirtækja. Áhersla hefur þó verið lögð á að efla mál- þroska og málskilning barna í leik- og grunnskólum, að efla lestrar- kennslu almennt og ýta undir ynd- islestur og áhuga á lestri og bók- menntum. Eiríkur Hermannsson fræðslu- stjóri sagði í hófinu á bókasafninu að ekki væri auðvelt að svara hverju Lestrarmenning í Reykjanesbæ hefði áorkað á þremur árum en hins vegar hafi mælingar gefið til kynna að talsverður árangur sé að nást, einkum með yngsta markhópinn, bæði hvað málþroska og læsi varðar. „Verkefnið okkar var skilgreint sem þriggja ára verkefni og ætti sam- kvæmt því að vera lokið nú. En svo er þó ekki. Verkefnið er komið til að vera,“ sagði Eiríkur og kynnti í framhaldi mörg af þeim verkefnum sem unnin hafa verið á tímabilinu. Á næstu mánuðum hefur verið ákveðið að leggja áherslu á að ná til nýrra Íslendinga, innflytjenda og þeirra foreldra sem eiga sjálf við lestrarerfiðleika að stríða og telja sig þurfa frekari aðstoðar við til þess að geta stutt börn sín. Verkefn- ishópur hefur verið myndaður til að halda utan um áframhaldandi lestr- armenningarstarf, en hann er skip- aður Eiríki Hermannssyni frá fræðslusviði, Huldu Björk Þorkels- dóttur frá menningar-, íþrótta- og tómstundasviði og Kristbjörgu Leifsdóttur frá félagsmálasviði. Meðal verkefna hópsins er að at- huga með útgáfu á hljóðbókum fyrir foreldra af erlendum uppruna eða með lestrarerfiðleika og að koma á fót farandbókasafni í leikskólum bæjarins. Þar munu foreldrar geta fengið bækur að láni, m.a. áður- nefndar hljóðbækur. Áhersla lögð á nýja Íslendinga Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Lestrarhvetjandi veggspjöld Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, var glaður í bragði þegar hann hóf útdeilingu á lestrarhvetjandi veggspjöldum. Jón Oddur Guðmundsson hannaði veggspjöldin. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Svartholið, nýr hjólabretta- og línuskautagarður, verður opnaður í vélasal 88 hússins við Hafnargötu næstkomandi föstu- dag. Opnun fer fram við dagskrá sem hefst klukkan 19. Um kvöldið fer fram hæfileikakeppni Fjörheima og 88 hússins. Um klukkan 20 verður Svartholið opnað og er tekið fram að öllum sé velkomið að spreyta sig á nýju pöllunum. Þá verða tónleikar þar sem fram koma New Start New Secret, Jenny’s Dream, 2 leikmenn og Kapteinn Hafsteinn og áhöfnin. Hjólabretta- garðurinn Svartholið opnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.