Morgunblaðið - 05.05.2006, Side 14

Morgunblaðið - 05.05.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hvað kemst fraktin þín hratt? Tíminn flýgur hratt og með Flugfrakt Flugfélags Íslands gefst þér kostur á að taka þér far með honum. Það er örugglega besta leiðin til að tryggja það að fraktin þín komist sem hraðast á áfangastað. Sækjum, fljúgum og afhendum Einn þáttur í starfsemi Flugfraktar Flugfélags Íslands er að bjóða upp á þá þjónustu að sækja fraktina til viðskiptavina, koma henni í flug og afhenda á áfangastað. Það gildir einu hvort um flutning á matvörum og öðrum viðkvæmum vörum er að ræða. Við leysum það með fullkomnum frysti- og kæligeymslum og höldum utan um allt ferlið með tölvuvæddu farmbréfakerfi. Kynntu þér flutningaþjónustu okkar á www.flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3400 og fáðu upplýsingar um hvernig við getum aukið forskot fyrirtækisins, með flutningum sem ganga hratt fyrir sig. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S FL U 3 21 70 04 /2 00 6 www.flugfelag.is | 570 3400 FL GROUP hefur bætt verulega við eignarhlut sinn í Glitni. Tilkynnt var til Kauphallar í gær um kaup á 380 milljón hlutum á genginu 16,7 þannig að söluvirði bréfanna var um 6,3 milljarðar króna. Ekki var upplýst um seljendur í flögguninni en stutt er síðan FL Group keypti í bankanum fyrir rúman milljarð króna. Eftir viðskiptin á FL Group um 2,7 milljarða króna að nafnvirði í Glitni og fer eignarhlutur félagsins í bankanum úr 16,7 % í 19,4%. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sem nú tekur þátt í Gumball 3000-kappakstrinum, er stjórnar- maður í Glitni. Miðað við lokagengi hlutabréfa bankans í gær, 16,90 er markaðsvirði hlutar FL Group hátt í 46 milljarðar króna. FL Group kaupir fyrir sex milljarða í Glitni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fimmtungur Hannes Smárason, forstjóri FL Group sem á 19,4% í Glitni.                !  "# #                         ') ! * + ," ' ) ," ' - * + ," . -- ! * + ," /  0 ," 12 * + ," 1  * + ," *  - ," 3 +4 . - ," 3 ,"  2   -    ," 5  ," 5 ) 1 , ," #  6.  ( 17( " - ," 8 ," !! " #$%   '! * + ," 1- -     ,"  . *   ," +7  ,"  9)   ) * + ," %:, 7 ," ;<1 ' ) ;    = &  ," $ ," &"'%  ( % ) * 1-   >&7 7  ,"  #( ?  #    !" )   +% 9@>A #B  !-"!           6      6  6 6 6   6 6 6  . &  ( & !-"!     6   6 6 6 6 6 6 6  6 6  C DE C  DE C  DE C  DE C DE C DE C DE C DE C  DE 6 C  DE C DE C DE C  DE C  DE 6 6 6 6 6 6 C  DE 6 C DE 6 6 C DE  !-+  = B -  3 + #  "   " "  " "  " "  "" 6 "  " " " " " " 6  6 6   6 " 6 6 "                                               $-+ B 40" - " '= " F ',  17  !-+       6    6  6  6  6  6 6  DANSKE Bank er skráður meðal stærstu hluthafa bæði í Actavis Group og Nýherja. Þetta kemur fram á nýuppfærðum listum Kaup- hallar Íslands yfir 20 stærstu hlut- hafa í félögum sem skráð eru á markað. Danske Bank er níundi stærsti hluthafinn í Actavis og á um 39,6 milljón hluti í félaginu, eða 1,18% af heildarhlutfé þess. Miðað við loka- verð hlutabréfa Actavis í gær, 60,20 krónur á hlut, þá er markaðsvirði þess hlutar sem Danske Bank á í fé- laginu um 2,4 milljarðar króna. Rétt er að taka fram að um getur verið að ræða að Danske Bank hafi keypt hlutinn í Actavis, og Nýherja einnig, fyrir viðskiptavin og að fram- virkir samningar liggi þarna að baki. Á hluthafalista Nýherja kemur fram að Danske Bank er skráður fyrir um 10,7 milljónum hluta í félag- inu, eða um 4,3% af heildarhlutafé þess, og er bankinn sjötti stærsti hluthafinn í félaginu. Miðað við síð- asta viðskiptaverð hlutabréfa Ný- herja í Kauphöllinni, 14,20 krónur á hlut, er markaðsvirði hlutar bankans í félaginu um 150 milljónir króna. Á sambærilegum topp-20 lista fyrr í vetur var Danske Bank ekki á lista Actavis, en var þá meðal 20 stærstu í Icelandic Group. Í síðasta mánuði var greint frá því í frétt í Morgunblaðinu að Danske Bank hefði keypt rétt innan við hálft prósent í KB banka, sem er að mark- aðsvirði um tveir milljarðar króna. Ekki var talið útilokað að bankinn hefði keypt hlutinn fyrir viðskipta- vin. Danske Bank meðal stærstu hluthafa Actavis og Nýherja VERKFÖLL flugmanna SAS- flugfélagsins á undanförnum mán- uðum höfðu mikil áhrif á afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi, að því er fram kemur í fréttum nor- rænna fjölmiðla. Félagið var rekið með 1,1 milljarðs danskra króna tapi á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er svipuð afkoma og var á sama tímabili á síðasta ári. Kostn- aður vegna verkfallanna er áætl- aður um 200 milljónir danskra króna. Tekjur félagsins jukust hins vegar um 11% og námu 14,4 milljörðum danskra króna. Jørgen Lindegaard, forstjóri SAS, segir í tilkynningu, að fyrstu mánuðir ársins, einkum þó janúar og febrúar, séu alltaf erfiðir í flug- rekstri en þá dragist leiguflug og viðskiptaferðir saman. Farþegum sem ferðuðust með SAS fjölgaði um 12% á fyrsta fjórðungi þessa árs en félagið flutti 8,5 milljónir farþega. Þá batnaði sætanýting um 5% og var 66%. Verkföll setja strik í reikning SAS ♦♦♦ ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 2,3% í gær, og er 5.461 stig. Alls námu viðskipti með hlutabréf 18,7 milljörðum króna, mest með bréf Glitnis fyrir um 7,6 milljarða. Engin bréf lækkuðu í verði í gær en bréf Flögu Group hækkuðu mest, eða um 3,7%. Þá hækkuðu bréf KB banka um 3,5%, bréf Bakka- varar Group um 2,5% og bréf Straums-Burðaráss um 2,45%. Krónan styrktist um 2,5% í gær, og lækkaði gengisvísitalan úr 127,9 stigum í 124,65 stig. Veltan á milli- bankamarkaði nam 29 milljörðum. Hlutabréf hækka á ný ● TVEIR stjórnendur KB banka nýttu sér kauprétti sína í gær. Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Ís- landi, keypti 500 þúsund hluti á geng- inu 750, eða fyrir 375 milljónir króna. Hann á nú 3,3 milljónir hluta í bank- anum og kauprétt að 60 þúsund hlut- um. Þá keypti Þorvaldur Lúðvík Sig- urjónsson, framkvæmdastjóri hjá KB banka, 350 þúsund hluti á genginu 745, eða fyrir um 260 milljónir. Hann á nú 2,5 milljónir hluta í bankanum. Nýta kauprétti í KB banka GLITNIR hefur lokið við kaup á 51% hlut í norska ráðgjafarfyrirtæk- inu Union Group. Um er að ræða 22 ára gamalt fyrirtæki með 25 starfs- menn og 160 milljóna norskra króna veltu, nærri tvo milljarða króna. Fjármálaeftirlitið í Noregi og á Ís- landi hafa veitt Glitni formlegt sam- þykki fyrir kaupunum á meirihluta í Union Group. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir í tilkynningu að kaupin styrki stöðu bankans á sviði fjármögnunar og ráðgjafar í viðskiptum með atvinnuhúsnæði, fyrirtækjaráðgjöf á sviði fasteigna- viðskipta og rekstri sjóða með áherslu á atvinnuhúsnæði. Kaupum á Union Group lokið DÓTTURFÉLAG Dagsbrúnar í Bretlandi, Daybreak Acquisitions, á 94,5% af útgefnu hlutafé í breska prentfyrirtækinu Wyndeham Press Group eftir að hafa gert samning í gær um kaup á 7,69% hlut, sam- kvæmt tilkynningu til Kauphallar Ís- lands. Yfirtökutilboð Daybreak er ekki lengur háð skilyrðum sem sett voru í lok mars sl. Hafa hluthafar frest til 23. maí til að samþykkja til- boðið, eftir það mun Daybreak nýta sér heimild til innlausnar hlutabréfa. Dagsbrún með 94,5% í Wyndeham %  G #H;   " # " # D D 1=#> /'I !  !  " # "# D D @'@ J5I   ! " # " # D D J5I 3, %--    " #! # D D 9@>I  /K L   !   "# " # D D

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.