Morgunblaðið - 05.05.2006, Page 54

Morgunblaðið - 05.05.2006, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENDIR blaðamenn, fatahönnuðir og stílistar frá París, London og New York verða meðal þeirra sem verða viðstaddir tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Sýningin fer fram í Hafnarhúsinu í kvöld. Fulltrúar tímarita á borð við V , i-D, Harper’s Bazaar og bandaríska Elle koma til landsins af þessu tilefni og sækja þeir einnig opnun sýningar útskriftarnema allra deilda LHÍ á morgun. Alls tíu fatahönnuðir útskrifast frá skólanum að þessu sinni og verð- ur hver þeirra með sex til átta alklæðnaði á sýningunni. Guðjón Sig- urður Tryggvason er einn þeirra. Sjálfur sýnir hann átta alklæðnaði og segir að vinna við útskriftarfatalínuna hafi staðið yfir síðastliðna önn. Hann segir að sýningin eigi eftir að vera fjölbreytt. „Hún verður mjög fjölbreytt, eins fjölbreytt og við erum mörg. Það eru allir með sína rödd.“ Að vonum er ánægja með að geta sýnt hönnun sína fyrir svo marga. „Svona sýning er nauðsynleg til að sýna fram á að þetta sé alvöru nám og alvöru fag, að þetta standist samanburð við sýningar erlendis.“ Guðjón ætlar líka eins og aðrir að reyna að nota tækifærið til að mynda sambönd við erlendu gestina . „Það er alltaf maður sem þekkir mann, sem þekkir mann....“ Vinnan hefur verið mikil við sýninguna. „Vinnan er alltaf fram á seinustu mínútu, það er alltaf verið að betrumbæta.“ Hann segist hafa lært mikið á skólanum og hann hafi tvímælalaust þroskast á veru sinni þar. Hann hefur þegar vakið athygli fyrir hönn- un sína og verður gaman að sjá hvað Guðjón og útskriftarárgangur hans hafa uppá að bjóða í kvöld. Brot af því má sjá á meðfylgjandi myndum en ljósmyndari Morg- unblaðsins leit við í húsnæði Listaháskólans við Skipholt þegar loka- undirbúningurinn var í fullum gangi. Tíska | Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ Allir með sína rödd Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Tískusýningin verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, kl. 20 í kvöld. Morgunblaðið/Ómar Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó MI : 3 kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 B.i. 14 ára MI : 3 LÚXUS kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 4 og 6 Prime kl. 8 og 10.30 The Hills have Eyes kl. 10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m. ensku tali kl. 8 Ísöld 2 m. ísl. tali kl. 4 og 6 Hvað sem þú gerir EKKI svara í símann AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. SUMARSINS ER KOMIN FYRSTA STÓRMYND Inside Man kl. 8 og 10.25 B.i. 16 ára Rauðhetta m/íslensku tali kl. 6 Lucky Number Slevin kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6 Eins og þú hefur aldrei séð hana áður Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni. EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! HROTTALEGASTA MYND ÁRSINS Stranglega bönnuð innan 16 ára - dyraverðir við salinn! POWER SÝNING Í SMÁRABÍÓ KL.23.40 FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.