Morgunblaðið - 05.05.2006, Page 56

Morgunblaðið - 05.05.2006, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK Ekkert er hættu- legra en maður sem er um það bil að missa allt SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ÞETTA VIRTIST VERA HIÐ FULLKOMNA BANKARÁN ÞAR TIL ANNAÐ KOM Í LJÓS Fjórði og síðasti kaflinn af þríleiknum Það fyndnasta sem þú hefur nokkurn tímann sagað! MYND SEM FÆR ÞIG TIL AÐ TRYLLAST AF HLÁTRI VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS Fjórði og síðasti kaflinn af þríleiknum FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.I. 14 ÁRA SCARY MOVIE 4 kl. 6 - 8 - 10 B.I. 10 ÁRA MI : 3 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.I. 14 ÁRA SCARY MOVIE 4 kl. 6 - 8 - 10 B.I. 10 ÁRA MI:3 kl. 6 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SCARY MOVIE 4 kl. 6 - 8 og 10 B.I. 10 ÁRA FIREWALL kl. 5.45 - 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA V FOR VENDETTA kl. 6 og 8.30 B.I. 16 ÁRA „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is „...gleðitíðindi fyrir unnendur góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið POWER SÝNING KL. 10 Hin frábæra breska hljóm-sveit Supergrass hefurstaðfest komu sína á tón- listarhátíðina Reykjavík Trópík sem fram fer í byrjun júní. Miða- sala hefst á þriðjudaginn og ein- ungis 2.000 miðar eru í boði. Eins og komið hefur fram mun tónlist- arhátíðin fara fram í stærðarinnar tjaldi sem komið verður fyrir í Skeifunni fyrir framan Aðalbygg- ingu Háskóla Íslands. Nú hefur einnig verið staðfest að Kimono og Bang Gang bætist við þann hóp hljómsveita og tónlistar- manna sem troða munu upp dag- ana 2. til 4. júní en fyrir höfðu þessar sveitir verið staðfestar: Girls in Hawaii (Bretland), ESG (Bandaríkin), Orgelkvartettinn Apparat, Benni Hemm Hemm, Cynic Guru, Daníel Ágúst, Dr. Spock, Forgotten Lores, Ghost- igital, Hairdoctor, Jeff Who? Leav- es, Nortón, President Bongo (Gus Gus DJ-sett), Skátar, Still- uppsteypa og Úlpa. Að sögn skipuleggjenda verða kvöldin þrjú flokkuð eftir tónlistar- áherslum. Á fyrsta deginum verður boðið upp á blöndu rafrænnar tón- listar og rokktónlistar, á öðrum degi upp á rokktónlist og þá kemur Supergrass fram, og síðasta daginn verður boðið upp á rafræna tónlist. Lagt er upp með að hvert tónlist- aratriði fái góðan tíma og að öllum tónlistarmönnum verði gert jafn hátt undir höfði. Þá eru einnig líkur á að breska elektrósveitin Ladytron bætist við áðurnefndan hóp tónlistarmanna en það ætti að koma í ljós á næstu dögum. Tónlistarhátíðin Reykjavík Tróp- ík er haldin í samráði við Stúd- entaráð Háskóla Íslands og Rás 2. Tónlist | Miðasala á Reykjavík Trópík hefst eftir helgi Supergrass sagði já, takk Supergrass hefur lengi verið í hópi bestu hljómsveita Bretlands. Miðasala fer fram á midi.is og verðið verður tilkynnt eftir helgi. Grandmothers Records býður tilföstudagsteitis á Grand Rokk í kvöld þar sem fram koma hljóm- sveitirnar Skátar, Mongoose og Bobby Breiðholt en auk þess mun Retron bjóða upp á gagnvirkt mynd- bandsverk. Hljómsveitin Skátar hef- ur hingað til verið þekkt fyrir hress- andi sviðsframkomu en sveitin kvað um þessar mundir vera að safna fyr- ir framleiðslu á nýrri breiðskífu. Einungis 500 króna aðgangseyrir er á tónleikana í kvöld og hefjast her- legheitin kl. 22.30. Nánari upplýs- ingar og tóndæmi má finna á: www.myspace.com/skatar, www.myspace.com/mongoose, www.myspace.com/retron Fólk folk@mbl.is TOM Cruise er kominn aftur í hlutverki sérsveitarmannsins Ethan Hunt sem þarf að glíma við erfiðasta andstæðing sinn hingað til, vopnasalann Owen Davian (Philip Seymour Hoffman) sem virðist vera algjörlega sam- viskulaus. Til þess að takast á við Davian og bjarga ástinni sinni (Michelle Monaghan) kallar Hunt gamla gengið sitt saman aftur, en það samanstendur af þeim Luther Strickell (Ving Rhames), Declan (Jonathan Rhys Meyers), Zhen (Maggie Q) og nýliðanum Lindsey (Keri Russell). Leikstjóri myndarinnar er J.J. Abrams sem er hvað þekktastur sem maðurinn á bak við Lost og Alias, en báðar þáttaraðirnar hafa verið sýndar í Sjónvarpinu. Frumsýning | Mission Impossible 3 Ethan Hunt á fótum sínum fjör að launa í Mission Impossible 3. Ómöguleg aðgerð ERLENDIR DÓMAR: Metacritic.com 68/100 Empire 60/100 Variety 70/100 Hollywood Reporter 70/100 (allt skv. Metacritic) MIÐASALA á tónleika danskaplötufyrirtækisins Crunchy Frog á Nasa 26. maí hefst í dag. Það eru hljómsveitirnar Heavy Trash, Powersolo og The Tremelo Beer Gut sem troða upp ásamt íslenskri gestasveit sem verður valin á næstu dögum. Aðalnúmerið á tónleikunum er rokkabillýbandið Heavy Trash sem Jon Spencer úr Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore leiðir ásamt félaga sínum Matt Verta Ray sem var áður í Madder Rose og Speedball Baby. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar og á miði.is og miðaverð er 1.800 krónur auk miðagjalds. Fólk folk@mbl.is Jazzakademían, djassklúbbur Há-skóla Íslands, stendur fyrir svo- kölluðu föstudagsdjammi þriðju vik- una í röð í Stúdentakjallaranum í dag. Tónleikarnir fara fram kl. 16-18. Eru þeir í boði HÍ og Stúdentakjall- arans og er aðgangur ókeypis. Að þessu sinni kemur Kvintett Eg- ils Benedikts Hreinssonar fram. Eg- ill Benedikt hefur lengi verið áber- andi í íslensku djasslífi en á háskólasvæðinu er hann þekktari sem prófessor í rafmagns- og tölvu- verkfræði. Auk Egils, sem leikur á pí- anó, eru í kvintettinum þeir Stefán Stefánsson á saxófón, Ari Bragi Kárason á trompet, Högni Egilsson á kontrabassa og Birgir Baldursson á trommur. Líkt Agli hafa þeir Stefán og Birgir verið framarlega í íslensk- um djassi um langt skeið. Ari og Högni eru ungir og efnilegir tónlist- armenn og má segja að Högni feti í fótspor föður síns, þó með annað hljóðfæri, en hann er sonur Egils.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.