Morgunblaðið - 09.05.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 29
UMRÆÐAN
FYRIR nokkrum dögum fjallaði
einn af leiðarahöfundum Morgun-
blaðsins um starfsemi stéttarfélag-
anna af lítilli þekk-
ingu. Ég sendi honum
svargrein þar sem ég
benti honum á að
nokkrar fullyrðinga
hans um starfsemi
stéttarfélaganna væru
ekki réttar og rakti
hvers vegna. Þetta
hefur orðið til þess að
ég hef mátt sitja undir
alls konar aðdrótt-
unum í Staksteinum
undanfarna daga. Ég
sé úrillur, vilji ekki
umræður um stétt-
arfélögin og þar fram
eftir götunum. Það er leiður vani
sumra blaðamanna að geta alls ekki
þolað að þeim sé svarað. Engir eru
eins hörundsárir og þeir nota að-
stöðu sína til þess að lítillækka þann
sem svarar með alls konar aðdrótt-
unum og útúrsnúningum í nafn-
lausum dálkum.
Ég hef aldrei kvartað undan því
að fjallað sé um störf verkalýðs-
hreyfingarinnar, ég fagna allri um-
fjöllun, en leyfi mér að taka þátt í
umræðunni og benda á atriði sem
ekki eru rétt. Ég hef aldrei hvatt til
þess að menn leggi niður baráttuna
1. maí, ég hef aftur á móti bent á að
það megi koma boðskapnum til mun
fleiri með því að skipta um aðferðir.
Leiðarahöfundi er tíðrætt um við-
arklæddar hallir stéttarfélaganna.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna
ákveðnum stjórnmálamönnum og
blaðamönnum er ávallt svona í nöp
við samtök launamanna. Þessir
menn virðast ekki getað tekið til
máls eða sett niður penna, án þess
að vera með alls konar órökstuddar
neikvæðar fullyrðingar um samtök
launamanna. Af hverju mega launa-
menn ekki stofna til samtaka til
þess að verja hagsmuni sína? Af
hverju mega þeir ekki eiga þokka-
legar skrifstofur? Af hverju eiga
þær að vera lakari en skrifstofur
annarra? Fyrir nokkrum árum
þurftum við rafiðnaðarmenn að
flytja okkar skrifstofur vegna þess
að félagsmannafjöldi hafði tvöfald-
ast. Við völdum að koma okkur fyrir
á ákaflega fallegum stað við Graf-
arvoginn, ekki fjarri því þar sem
Morgunblaðið er þessa dagana að
koma sér fyrir á, líklega á nákvæm-
lega sömu forsemdum og við gerð-
um, þ.e.a.s. að það húsnæði full-
nægði kröfum okkar og var ákaflega
hagkvæmt í verði.
Ég fór yfir helstu atriði í daglegri
starfsemi stéttarfélaganna í fyrri
grein minni, ég ætla að nota tæki-
færið sem Staksteinn hefur gefið
mér og kafa aðeins dýpra. Á fyrri
hluta síðustu aldar var hið norræna
samfélag mótað. Samtök launa-
manna áttu þar drjúgan þátt. Al-
menna tryggingarkerfið á Íslandi
dróst aftur úr hinum
norrænu kerfunum.
Samtök launamanna
stormuðu árangurs-
laust niður Laugaveg-
inn með spjöld sín með
kröfum að íslensk
stjórnvöld bættu
tryggingar í veik-
indum, örorku og líf-
eyri. Þegar ljóst var að
stjórnvöld sinntu þessu
í engu, var gripið til
þess ráðs að knýja
þessar kröfur fram í
kjarasamningum. Al-
menna trygging-
arkerfið annars staðar á Norð-
urlöndum tryggir launamönnum
tekjutengdan framfærslueyri í veik-
indum, örorku og ellilífeyri. Við er-
um aftur á móti með lágar bætur úr
almenna tryggingarkerfinu, en höf-
um samið um mikinn veikindarétt í
kjarasamningum venjulega um 2–3
mánuði og þá taka sjúkrasjóðirnir
við og tryggja launamönnum 80% af
meðallaunum viðkomandi áður en til
veikinda kom. Annars staðar á
Norðurlöndum er veikindaréttur í
kjarasamningum örstuttur miðað
við það sem við þekkjum og engir
sjúkrasjóðir. Við fórum þá leið að
byggja upp örorkutryggingar og
ellilífeyri með því að leggja hluta af
launum okkar í lífeyrissjóði. Þetta
er hluti af launum okkar. Annars
staðar á Norðurlöndum fer þetta í
gegnum skattkerfið, í sjálfu sér höf-
um við mjög sambærileg kerfi og
reyndar í sumum tilfellum betra, en
byggð upp með mismunandi hætti.
Þetta hefur tryggt stöðu íslenskra
stéttarfélaga og við stöndum í ævar-
andi þakkarskuld gagnvart hægri
sinnuðum stjórnmálamönnum . Ef
við myndum leggja niður okkar
vinnumarkaðstengda kerfi sem fer í
gegnum stéttarfélögin, þyrftum við
að hækka skatta um 15–17%. Þetta
sjá menn glögglega ef þeir gerast
undirverktakar og skoða hversu
mikils virði þessir þættir eru í
launatengdum gjöldum. Íslenskir
launamenn myndu vitanlega krefj-
ast sömu trygginga og áður. Skattar
hér á landi eru lægri en annars
staðar á Norðurlöndunum af þessari
augljósu og einföldu ástæðu. Annars
staðar á Norðurlöndum liggja t.d.
rafiðnaðarmenn yfirleitt í skatt-
þrepum sem eru um og yfir 50%.
Ég ítreka að ég hef ekkert við
það að athuga þó blaðamenn fjalli
um stéttarfélögin, en ég geri þá
kröfu að þeir kynni sér málavöxtu
áður settar eru fram fullyrðingar
um starfsemi stéttarfélaganna. Um-
fjöllun um stéttarfélögin hefur oft
verið vönduð og góð á síðum Morg-
unblaðsins, en það virðist stundum
vera svo að sú umfjöllun nái ekki
inn á borð þeirra sem skrifa leið-
arana. Stéttarfélögin eru vegna
þeirra þátta sem ég taldi upp í fyrri
grein minni og því sem stendur hér
framar órjúfanlegur þáttur í ís-
lensku samfélagi og gegna þar lyk-
ilhlutverki. Hafi hægri sinnaðir
blaðamenn og stjórnmálamenn
ævarandi þakkir fyrir það.
Aðeins meira um starfsemi
stéttarfélaganna
Guðmundur Gunnarsson
fjallar um stéttarfélög og
gerir athugasemd við skrif
Staksteina
Guðmundur
Gunnarsson
’Ég ítreka að ég hef ekk-ert við það að athuga þó
blaðamenn fjalli um stétt-
arfélögin, en ég geri þá
kröfu að þeir kynni sér
málavöxtu áður en settar
eru fram fullyrðingar um
starfsemi stéttarfélag-
anna.‘
Höfundur er formaður Rafiðn-
aðarsambands Íslands og jafnframt
formaður Norræna rafiðnaðar-
sambandsins.
ÞAÐ er löngu tímabært að afnema
vörugjöld, sem stundum eru kölluð
duldi skatturinn. Þessi gjöld eru leif-
ar af gömlum verndartollum sem eru
lögð tilviljanakennt á ýmsar vörur.
Með afnámi vörugjalda væri stigið
veigamikið skref til að
samræma verðlag hér
við nágrannalönd okk-
ar.
Vörugjöld voru tekin
upp í kjölfar þess að Ís-
lendingar gengu í
EFTA árið 1970 en þá
þurfti að afnema eða
lækka tolla. Vörugjöld-
um var þannig ætlað að
mæta tekjutapi ríkisins
vegna afnáms tolla sem
áður höfðu verið. Gjald-
ið er innheimt jafnt af
innfluttum og inn-
lendum vörum. Á þeim
36 árum sem síðan eru
liðin hafa verið gerðar
fjölmargar breytingar
og undanþágur á vöru-
gjöldum sem virðast
hafa ráðist af pólitísk-
um áhuga ráðamanna
hverju sinni. Eftir
stendur óskapnaður
sem er illskiljanlegur
og ógagnsær. Sem
dæmi má nefna að
lögð eru á mismunandi
vörugjöld eftir því
hvort brauð er ristað lárétt eða lóð-
rétt, því engin vörugjöld eru á hefð-
bundnum brauðristum en hins vegar
eru vörugjöld á samlokugrillum sem
virka þó eins og brauðristar.
Reynt hefur verið að réttlæta
álagningu vörugjalda á matvæli með
skírskotun til manneldissjónarmiða.
Þannig séu vörugjöld lögð á óhollustu
en ekki hollustu. Þetta stenst engan
veginn því sykraðar mjólkurvörur
bera ekki vörugjöld frekar en feitt
kjöt. Þar kemur til verndun íslenskra
landbúnaðarvara sem njóta und-
anþága. Hins vegar eru lögð vöru-
gjöld á sojamjólk, kolsýrt vatn og
hreinan ávaxtasafa. Vörugjöld eru því
í eðli sínu verndartollar þó að þau séu
lögð á innfluttar og innlendar vörur,
því þau valda ójafnri samkeppni á
markaði. Þótt vörugjöldum sé einnig
ætlað að stýra neyslu eru þau aug-
ljóslega ekki að virka eins og til er
ætlast. Engu að síður hafa vörugjöld
verulega þýðingu í alþjóða sam-
keppni og samanburði á verðlagi hér
og í öðrum löndum.
Gjaldflokkar vöru-
gjalds eru fjölmargir.
Þannig eru vörugjöld á
kaffi 35 krónur á kílóið
og á ávaxtasafa 8 krón-
ur á lítrann. Ofan á
kaffið leggst 14% virð-
isaukaskattur og 24,5%
virðisaukaskattur á
ávaxtasafann, sem eyk-
ur áhrifin enn meira.
Þannig eru vörugjöld á
kaffikílóið auk virð-
isaukaskatts um 40
krónur og lítrann af
ávaxtasafa um 10 krón-
ur. Tekjur ríkisins af
vörugjöldum voru liðlega
27,5 milljarðar króna á
síðasta ári og hækkuðu
um meira en 3 milljarða
á milli ára. Ætla má að af
þessari upphæð hafi um
1,8 milljarðar króna ver-
ið vörugjöld af mat-
vælum. Gera má ráð fyr-
ir að tekjur ríkisins af
vörugjöldum á þessu ári
hækki umtalsvert vegna
aukins innflutnings á bíl-
um og öðrum dýrum
vörum sem bera vörugjöld.
Samtök verslunar og þjónustu
(SVÞ) hafa margsinnis bent á órétt-
mæti þessarar gjaldtöku og krafist
leiðréttingar. Þess vegna fagna SVÞ
yfirlýsingum forsætisráðherra, við-
skiptaráðherra og fjármálaráðherra
að undanförnu þar sem lýst er áhuga
á afnámi vörugjalda á matvæli. Hér
með er skorað á ráðherrana að láta
efndir fylgja orðum og losa lands-
menn við þann ófögnuð sem felst í
vörugjöldum á matvæli. Það væri
sannarlega verðug sumargjöf til ís-
lenskra neytenda.
Burt með dulda
skattinn
Sigurður Jónsson fjallar um
vörugjald á matvælum
’Hér með erskorað á ráð-
herrana að láta
efndir fylgja orð-
um og losa lands-
menn við þann
ófögnuð sem
felst í vörugjöld-
um á matvæli.‘
Sigurður Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu.
Kristinn Pétursson: Endur-
vinna gagnagrunn ICES og
Hafró
Þorsteinn Gestsson fjallar um
vímuefni.
Kosningar 2006
www.mbl.is/kosningar
Magnús Helgi Björgvinsson:
„Sjálfstæðismenn lesa Moggann“
Hildur Baldursdóttir: „Við
mæðgurnar.“
Úrsúla Jünemann: „Kosninga-
jeppi.“
Íris Jóhannsdóttir: „Bréf til
frambjóðenda í Mosfellsbæ“
Guðvarður Jónsson: „Kosninga-
loforð“
Kári Páll Óskarsson: „Enginn
vill búa við mengun“
Toshiki Toma: „Þátttaka og við-
horf í borgarstjórn“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
UNDIRSKRIFTASÖFNUN
INNANHÚSS
TENNISAÐSTAÐA
Í REYKJAVÍK
Skráningu lýkur
á morgun 10. maí
WWW.TENNIS.IS