Morgunblaðið - 09.05.2006, Síða 32

Morgunblaðið - 09.05.2006, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét VallýJóhannsdóttir fæddist á Akureyri 21. september 1948. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut í Reykjavík 1. maí 2006. Hún var dóttir Friðrikku Elísabetar Óskars- dóttur frá Kóngs- stöðum í Skíðadal, f. 25. júní 1925 og Jó- hanns Björgvins Jónssonar frá Dal- vík, f. 13. júlí 1914, d. 29. febr. 1988. Systur Margrétar Vallýjar eru Þuríður Jóna f. 12. febr. 1952, búsett í Reykjavík, maki Þórólfur H. Hafstað og Valgerður María, f. 22. febr. 1964, búsett á Dalvík, gift Guðmundi Frey Hans- syni. Fyrri maður Margrétar Vallýjar var Sigursveinn Friðriksson, f. 18. júní 1940. Börn þeirra eru: 1) Hlyn- ur, f. 16. apríl 1968, búsettur í Reykjavík. Hann giftist Írisi Hall- varðsdóttur en þau skildu. Sonur þeirra er Hinrik Tumi, f. 20. sept. 1992. 2) Elísabet, f. 28. sept. 1970, bú- sett á Árskógsströnd, maki: Elías Þór Höskuldsson, f. 25. apríl 1959. Börn þeirra eru: Jóhann Björgvin, f. 30. mars 1990, Margrét Ósk, f. 22. mars 1992 og Birkir Páll, f. 13. Barnaspítala Hringsins. Árin 1982–1986 var hún leikskólastjóri í leikskólanum Hamraborg í Reykja- vík og 1987–1988 leikskólastjóri á Birkiborg við Borgarspítalann. Veturinn 1983–84 stundaði hún framhaldsnám í leikskólafræðum og stjórnun við Fósturskóla Ís- lands. Árið 1988 hóf hún störf við fagdeild Leikskóla Reykjavíkur, fyrsta árið sem leikskólaráðgjafi og frá 1990–2000 sem deildarstjóri fagdeildar og síðar leikskóladeild- ar. Veturinn 1996–1997 fékk hún námsleyfi frá Reykjavíkurborg og stundaði framhaldsnám við Høgskolen i Oslo með áherslu á stjórnun og uppeldisfræðilega handleiðslu. Frá 2000–2005 var hún forstöðumaður fagsviðs Leik- skóla Reykjavíkur. Vallý gegndi ýmsum trúnaðar- störfum á sviði uppeldismála. Hún var formaður Barnaverndarnefnd- ar á Dalvík 1978–1980, sat í stjórn Fósturfélags Íslands 1987–1990, í stjórn Málræktarátaks mennta- málaráðuneytisins 1989, í undir- búningshópi lagasetningar um leikskóla 1990 og í ráðgjafahópi menntamálaráðuneytis vegna und- irbúnings sérkennslureglugerða 1994. Hún var formaður Félags leikskólafulltrúa 1999–2003 og starfaði í dómnefndum fyrir hönd Leikskóla Reykjavíkur vegna vals á nýjum leikskólabyggingum frá 1989. Útför Margrétar Vallýjar verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykja- vík í dag, 9. maí. og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Dal- víkurkirkjugarði 10. maí. mars 1999. 3) Bjarki, f. 21. okt. 1971, bú- settur í Aabenraa í Danmörku, eigin- kona: Betina Car- stens, f. 22. nóv. 1963. Sonur þeirra er Bald- ur, f. 29. des. 2000 og dóttir hennar er Tanja, f. 28. apríl 1994. Eftirlifandi eigin- maður Vallýjar er Páll Magnússon sál- fræðingur, f. 26. okt. 1952. Hann er sonur Önnu Sigríðar Gunnarsdóttir f. 31. okt. 1929 og Magnúsar Pálssonar, f. 25. des. 1929. Systkini Páls eru: Tumi, f. 22. mars 1957, Pétur, f. 7. nóv. 1958, Guttormur, f. 26. nóv. 1960 og Anna Sigurveig, f. 24. okt. 1967. Margrét Vallý ólst upp á Dalvík og hjá ömmu sinni og afa, Snjó- laugu Aðalsteinsdóttur og Óskari K. Júlíussyni á Kóngsstöðum, á sumrin. Hún lauk fóstrunámi frá Fóstruskóla Sumargjafar 1969. Hún starfaði síðan á Dalvík þar sem hún starfrækti leikskóla á eig- in vegum á árunum 1972–1975 en var síðan leikskólastjóri við fyrsta leikskóla sem Dalvíkurbær rak á árunum 1975–1980. Árið 1980 flutti hún til Reykjavíkur með börn sín og starfaði í tvö ár við Geðdeild Ó, Vallý, ó, Vallý, ó, Vallý mín, ég sakna þín. Ár og síð og alla tíð. Ó, Vallý mín. (Þórunn Dís.) Svona byrjar lítil 8 ára stúlka á ljóði til Vallýjar vinkonu sinnar. Hún skil- ur ekki frekar en við hin, hvers vegna Vallý var tekin frá okkur, sem þótti svo vænt um hana. En þessar einlægu línur barnsins segja raunar allt sem er okkur efst í huga. Tengdadóttir mín, Margrét Vallý Jóhannsdóttir og sonur minn Páll bjuggu í sama húsi og ég, á efri hæð- inni og voru hæg heimatökin fyrir unga sem aldna að hlaupa upp á loft og fá góð ráð og hjálp hjá Vallý. Allt lék í höndunum á henni og fyrstu handtökin í heklukúnstinni eða prjónaskapnum voru fúslega veitt. Ég veit að aðrir verða til að tíunda kosti Vallýjar, hennar stórkostlega persónuleika, reisn og glæsileika, festu og vel grunduðu úrræði ásamt ferli hennar á atvinnusviðinu og að síðustu ótrúlegt þrek í erfiðum veik- indum. Mig langar því til að minnast á hversu gaman var að ferðast með þeim hjónum hvort sem var innan- lands eða utan og vorum við glöð og kát bæði á Kóngsstöðum í Skíðadal, (ættaróðali Vallýjar) eða í Haukadals- skarði í litlu sumarhúsi langt frá al- farabyggð. Þá er mér einnig minnis- stætt ferðalag til Taílands sem við fórum þrjú saman og langar mig að segja örlitla sögu um hvernig Vallý leysti ágreiningsmál sem upp komu í þessu landi sem tungumálið var hindrun. Hún leysti það, ef ekki með rökum á sinni yndislegu norðlensku, þá bara með hlátri. Við vorum komin í rútu sem átti að fara með okkur til gististaðarins og veifuðum þremur rútumiðum upp á það. Lítil, örmjó taí- lensk stúlka, sem stjórnaði sætaröð- inni, ætlaði að reka okkur út til að bíða eftir næsta bíl en við vorum ekki á því og héldum áfram að veifa mið- unum af auknum krafti og neituðum að fara neitt. Litla mjóa stúlkan, var gráti nær yfir þessum freku túristum og við Páll þöndum okkur með „three tickets for three people“ ásamt al- þjóðlegu handapati og blésum okkur út af heilagri vandlætingu yfir þessari ósvífni. Allt í einu fékk Vallý óstöðv- andi hláturskast, en hún sat í eins manns sæti við aðra gluggaröðina en við í tveggja manna sæti hinum megin við gangveginn. Varð okkur mæðgin- um ekki rótt og ansi kindarleg – hvað meinti manneskjan að hlæja svona að okkur? – en við gátum ekki staðið í þessu þjarki lengur við þá mjóu og snautuðum öll úr rútuskömminni og viti menn, fyrir aftan okkur var okkar farkostur, merktur B á miðunum en við höfðum troðið okkur í rútu A. Svo fórum við að ganga á Vallý hvað væri svona fyndið. Hún trúði okkur þá fyrir því að við hefðum bæði verið orðin eldrauð og uppblásin og hreint út sagt hlægileg og Vallý sá sem var að hér dygði ekkert nema létt sjokk, en málið var leyst, úr okkur all- ur vindur, og gátum við öll skemmt okkur og hlegið með Vallý lengi á eft- ir. En eins og lítil stúlka segir: Ó Vallý, ó Vallý, ó Vallý mín, ég sakna þín. Anna Sigríður Gunnarsdóttir. Langt af fjöllum hríslast lækirnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Snorri Hjartarson.) Okkur langar að minnast góðs vin- ar og samstarfskonu Margrétar Vallý. Hún kom að norðan, það heyrð- ist á framburðinum og oft sagði hún okkur frá dvöl sinni með ömmu og afa norður í Skíðadal. Hún var glæsileg kona og framkoma hennar einkennd- ist alltaf af hlýju og jafnaðargeði, en jafnframt hafði hún gott auga fyrir því spaugilega í lífinu. Hún hafði líka góðan smekk fyrir fallegum hlutum og fáir báru fallega skartgripi betur. Margrét Vallý var leikskólakennari og trú því starfi alla tíð. Á lífsleiðinni vann hún margskonar störf á því sviði en lengst af sem yfirmaður á leik- skóladeild Leikskóla Reykjavíkur. Þar átti hún stóran þátt í þeim breyt- ingum sem urðu á skipulagi leikskóla m.a. á árunum kring um 1990. Hjá Leikskólum Reykjavíkur var Mar- grét Vallý mikill áhrifavaldur í þróun leikskólabygginga og þar var hún óhrædd að skoða nýjar leiðir. Þess má nú víða sjá merki á leikskólabygging- um í Reykjavík. Fyrir réttu ári fórum við starfsfólk Leikskóla Reykjavíkur til Madrid þar sem við vorum að kveðjast sem starfs- hópur, framundan biðu nýir tímar á nýjum slóðum. En vegurinn sem vel- ur okkur endar stundum allt of fljótt og fyrir ári hefðum við ekki trúað því að Margréti Vallý væri gefinn svo stuttur tími til að feta með okkur þessar nýju slóðir. Við samstarfskonur hennar á gömlu leikskóladeildinni eigum margs að minnast, hún var ekki bara góður yfirmaður og vinnufélagi, hún var líka góður vinur sem gott var að leita til. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér, Margréti Vallý, og minningin um þig mun lifa með okk- ur. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hildur Skarphéðinsdóttir. Ingveldur Hrönn Björnsdóttir. Kolbrún Vigfúsdóttir. Sigrún Einarsdóttir. Til minningar um elskulega vin- konu. Lífið er ef til vill eins og ljós. Við upphafið verður ljós og við endalokin deyr það út. Ljósið hennar Vallýjar fjaraði út á þessu vori og slokknaði hinn 1. maí síðastliðinn, verulega mörgum árum of snemma. Fyrir einhverjum áratugum síðan urðu hin fyrstu kynni mín af Vallý, þegar hún tók upp vinskap við vin minn Pál Magnússon. Vinskapur þeirra þróaðist í sambúð og svo seinna í hjónaband. Þau voru einatt dásamlegir vinir, samhent og sam- taka í sínum ákvörðunum og fyrirætl- unum. Þau skipulögðu margt og mik- ið um sína framtíð og gerðu ráðstafanir um innihaldsríkt og gef- andi líf á efri árum. Þeirra framtíð var samofin giftu og gæfu barna og barnabarna, bræðra, systra og vina og vandamanna. Nú er skyndilega klippt á. Í bili er dimmt. Ég vil þakka Vallý vinskapinn og velvildina þá áratugi sem ég var svo heppinn að njóta vinskaparins, hlýj- unnar, kímninnar, velvildarinnar og alls hins besta sem sannir vinir gefa af sér á hinni löngu og stundum grýttu leið, sem lífið er. Við Fríða nutum vin- áttu ykkar. Góðar minningar eigum við frá ferðalögum, veiðiferðum og matarboðum þar sem Vallý var oftar en ekki glaðasti félaginn í glöðum hópi. Vallý var mikil félagsvera og átti auðvelt með að gefa af sér. Þess nut- um við ríkulega ásamt með svo mörg- um öðrum samferðamönnum Vallýj- ar. Við Fríða sendum Páli og öðrum aðstandendum Vallýjar okkar ein- lægustu samúðarkveðju. Kristinn Dagsson. Snörp veikindi Vallýjar komu okk- ur í opna skjöldu. Eftir uppskurð í lok síðasta árs var útlitið ekki slæmt og við horfðum bjartsýn fram á veginn. Svo snerist skyndilega allt á ógæfu- hliðina og varla farið að tala um vikur þegar það voru bara einhverjir dagar eftir og komið að kveðjustund. Þó það sé erfitt að kveðja vini sína í hinsta sinn, þá eru þessar örfáu mínútur afar dýrmætar. Sterk, sem Vallý vinkona okkar var, tók hún í höndina á okkur og nefndi þær stundir sem henni fundust dýrmætastar með okkur og þær eru okkur efst í huga þegar við minnumst hennar nú. Fátt er það sem tengir fólk trygg- ari böndum en tjaldbúskapur í Mý- vatnssveit. Þar verður til verkaskipt- ing og samhjálp sem væntanlega er náskyld háttum forfeðra okkar sunn- ar í álfunni fyrir þúsundum ára. Vallý var þarna kjölfesta skipulags og tíma- setninga, magna mater, hvatti von- glaða veiðimenn og huggaði sára, milli þess sem hún gaukaði einhverju að okkur í mat eða drykk. Einu sinni fór hún lasin í svona ferð, vildi greini- lega frekar hrista af sér pestina í tjaldi við rysjótta tíð en hanga heima. Það getur verið misminni, en okkur finnst hún þá hafa verið með prjóna á lofti, en á því sviði var hún mikill lista- maður. Útilegur með Palla voru hennar líf og yndi og Vallý tók það öðrum fremur nærri sér þegar tjald- stæðinu við Laxá var lokað og allir þurftu að gista í húsi. Þá var mikið happ að uppgötva Veiðivötn, en í litlum kofa, Dvergasteini við Langa- vatn, fundum við aftur þessa útilegu- stemmningu sem við söknuðum svo að norðan. Það voru forréttindi að fá að heim- sækja Vallý og Palla í Skíðadal. Þá sagði Vallý okkur sögur frá því hún var lítil stelpa í sveit hjá afa og ömmu á Kóngsstöðum. Við blátæra Skíða- dalsána áttum við einn fallegasta dag sem við höfum upplifað. Hann þökk- um við Vallý. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og ástvina. Sigríður Hauksdóttir og Evald Sæmundsen. Kveðja frá leikskólastjórum Þegar vetrar fjötrar falla og ferskur verður sunnanblær. Allt of fljótt þá á þig kalla alvalds englanna ómur skær. (h.p.) Margrét Vallý gegndi til margra ára stöðu deildarstjóra leikskóla- deildar hjá Leikskólum Reykjavíkur. Við minnumst hennar með virðingu og þökk. Margrét Vallý var hógvær kona sem gekk ekki um ganga með pilsaþyt né hávaða heldur sínu dömu- lega yfirbragði. Fas hennar ein- kenndist frekar af fallegu málfari, lát- leysi, hógværð og virðingu fyrir náunganum. Með framkomu sinni ávann hún sér virðingu samferða- manna sinna. Margrét Vallý var mikill fagmaður og hélt ávallt á lofti merki leikskólans. Þegar gengið var inn ganginn í Hafnarhúsinu var oft opið inn til hennar og mætti manni þá hlýlegt bros og spurning eins og hvað segir þú gott, hvernig gengur. Það var notaleg að finna að hún gaf sér tíma til að fylgjast með. Það hefur örugglega oft verið mikið áreiti í starfi Margrétar Vallýjar en þrátt fyrir að gustaði stundum af öðr- um í kringum hana hélt hún jafnan ró sinni. Veifum þín til með virðingu og þökk vinir og samstarfsmenn. Þína faglegu sýn við flytjum klökk til farsældar börnum enn. (h.p.) Við viljum þakka Margréti Vallýju samfylgdina og um leið votta fjöl- skyldu hennar innilega samúð okkar. Helga Alexandersdóttir, Inga Dóra Jónsdóttir, Ólöf Helga Pálmadóttir. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Það var fróðleiksfús hópur leik- skólakennara, sem hóf nám við fyrstu framhaldsdeild Fósturskóla Íslands haustið 1983. Það var mikill baráttuhugur í okk- ur, að þetta langþráða nám yrði að veruleika og vel tækist til. Í þessum hópi var Vallý, sem við kveðjum hér í dag. Þetta er í annað sinn sem sláttu- maðurinn mikli heggur skarð í hóp- inn. Vallý var hæglát og hafði sig ekki í frammi, en allt sem hún sagði og gerði var vel hugsað og rökfast. Hún vann ábyrgðarmikið starf hjá Leikskólum Reykjavíkur sem deild- arstjóri fagdeildar og sýnir það vel hennar hæfileika og það traust sem hún naut. Við skólasysturnar kveðjum Vallý með virðingu og þökk og sendum fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. F.h. skólasystranna, Guðbjörg og Sólveig. Margrét Vallý Jóhannsdóttir starf- aði hjá Dagvist barna í Reykjavík, síð- ar Leikskólum Reykjavíkur, frá árinu MARGRÉT VALLÝ JÓHANNSDÓTTIR Elskuleg systir okkar, DAGBJÖRT DAVÍÐSDÓTTIR frá Borgarlandi, andaðist á Grund, við Hringbraut 50, laugar- daginn 6. maí. Halldóra Davíðsdóttir Kristín Davíðsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA MAGNÚSDÓTTIR frá Drangsnesi, leigubifreiðarstjóri í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt laugardagsins 29. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta líknardeildina í Kópa- vogi njóta þess. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Dætur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.