Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það sem hrúturinn hefur átt eða safnað er meira virði en hann heldur. Láttu meta það á næstu dögum, það verður hagstætt fyrir þig. Rómantíkin lætur óvænt á sér kræla, taktu áhættu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Notaðu daginn til þess að brjóta niður hindrun sem þú hefur reist af sjálfs- dáðum. Slíkar hindranir eru þær allra erfiðustu, en þú meiðir þig ekkert þótt þú rekist á hana, enda er hún bara blekking. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er skarpur og flinkur og aðrir sjá hann í því ljósi. Ekki bíða eftir því að afrekin hrannist upp. Virkjaðu sjálfs- traustið og taktu áhættu sem eflir rekst- urinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fólkið í kringum þig leggur sitt af mörk- um til þess að auka heppni þína, gæfu og félagslíf. Láttu eftir ástvini þínum það sem hann biður um, það er ekkert stór- mál. Þú sparar tíma með því að segja já við einhvern sem tekur neitun ekki í mál. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Styrkur þinn er sköpunarmátturinn. Veikleikinn uppbyggingin. Ef þú færð einhvern í lið með þér sem nennir að fylgjast með tímanum og hjálpar þér að leysa hagnýta þætti, færðu að vera eins og barn áfram og ímynda þér, leika og þroskast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Aðdáunaraugu fylgja þér. Þér er lagið að sjá fyrir öðrum og uppskerð þína umönnun með því að hugsa um aðra. Ábending varðandi peninga: lítil og snið- ug kaup verða þér til happs. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Frestaðu ákvörðun þangað til að þú ert viss eða bara út í það óendanlega. Ým- islegt bendir til þess að þrýstingurinn, sem á þér hvílir, sé heimatilbúinn. Um leið og þú uppgötvar það fyllistu ynd- islegum létti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er forvitinn og hnýsinn og kemst að því sem hann þarf að vita. Hvað ástalífið varðar er hann með eld- spýturnar og þarf bara að nota þær svo að glæðurnar kvikni. Gerðu það sem þarf. Hrópaðu, veifaðu eða hvíslaðu til þess að ná athygli mögulegs ástvinar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hugur bogmannsins er eldflaug en lík- aminn þykkur melassi. Hreyfðu þig svo þú finnir jafnvægið. Góð ráð berast með kvöldinu. Tvíburi eða vatnsberi hefur verið í þínum sporum og getur sannað það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Morgunsólin stafar vonargeislum. Þú getur beint þeim að sambandi í erf- iðleikum með því að hugsa hlýlega til hinnar manneskjunnar. Þú verður stjarna kvöldsins, einkum og sér í lagi ef þú eldar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn lagfærir útlitið og gefur þar með til kynna hvernig honum líður innra með sér. Skilaboð bíða hans eftir hádegi. Ekki láta rökfestuna ná slíkum tökum á þér, að þú missir sjónar á leyndri og tæl- andi merkingu þeirra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fólk fær góða strauma frá fiskinum og hann nær tengslum við mikilvægar per- sónur án þess að reyna. Ein viðvörun fylgir, ekki reyna að selja eitthvað sem er þegar selt. Naut færir þér heppni. Stjörnuspá Holiday Mathis Þegar tungl er í vog verður það ljúfa enn ljúfara en endranær í félagsskap vina og það sem er leiðinlegt batnar ef maður fær að minnsta kosti eina manneskju í lið með sér. Sólin er í nauti núna og nautið og vogin eru bæði börn ástargyðjunnar Venusar, sem geta ekki gert nógu mikið úr mikilvægi fegurðarinnar og ánægju- legrar upplifunar. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hrærð, 4 getið um, 7 dans, 8 sló, 9 ar- inn,11 renningur, 13 skrifa, 14 þáttur, 15 hanga, 17 tréílát, 20 kyrrsævi, 22 kveif, 23 viðurkennir, 24 rétta við, 25 þvo. Lóðrétt | 1 málmur, 2 fiskum, 3 ístra, 4 sögn í spilum, 5 fól, 6 sjúga, 10 seinka, 12 keyra, 13 bók, 15 slátrar, 16 snjói, 18 nagdýrs, 19 súta, 20 bein, 21 tóbak. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 teprulegt, 8 málum, 9 gemsa, 10 jag, 11 narra, 13 seigt, 15 hvarf, 18 hrasa, 21 lár, 22 feita, 23 akrar, 24 tungutaki. Lóðrétt: 2 eflir, 3 rymja, 4 leggs, 5 gumsi, 6 smán, 7 fatt, 12 rýr, 14 eir, 15 hafi, 16 atinu, 17 flagg, 18 hratt, 19 af- rek, 20 aurs. Tónlist Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Út- skriftartónleikar verða á vegum Tón- skóla Sigursveins kl. 20. Þorgerður Edda Hall sellóleikari flytur verk eftir Bach, Haydn, Brahms og Mendelsohn. Meðleik- arar eru Judith Þorbergsson, Eygló Dóra Davíðsdóttir og Hákon Bjarnason. Ýmir | Vortónleikar Kvennakórs Reykja- víkur ásamt Friðriki Ómari í Ými fim. 11. maí og föst. 12. maí kl. 20. Flutt verða lög úr vinsælum söngleikjum. Forsala hjá kórfélögum í síma 896 6468 og á kvkor@mmedia.is Verð kr. 2000 í for- sölu, 2.300 við innganginn. Myndlist 101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í skriðu. Opið fim.–laug. kl. 14–17. Til 3. júní. Aurum | Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, sýn- ir grafíkverkin Pá-lína sem eru prentuð á striga til 15. maí. Bókasafn Garðabæjar | 13 myndlist- arnemar úr Garðabæ með málverkasýn- ingu í húsnæði Bókasafns Garðabæjar. Síðustu þrjú ár hefur hópurinn verið á kvöldnámskeiðum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ undir handleiðslu Sigríðar Sig- urðardóttur myndlistarkennara. Café Karólína | Gunnar Kristinsson sýnir málverk, teikningar og prjónaskap þar sem sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 er kynnt. Til 2. júní. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Myndirnar á sýningunni eru ell- efu talsins og eru þær raunverulegar myndir úr mannlífinu, málaðar með blandaðri tækni – akrýl á striga. Til 19. maí. Gallerí Fold | Tryggvi Ólafsson sýnir málverk. Opið virka daga kl. 10–18, laug- ardaga kl. 11–16 og sunnudaga 14–16. Sýningunni lýkur 14. maí. Gallerí Galileó | Myndlistarsýning Ernu Guðmarsdóttur í Galleríi Galileo, Hafnarstræti 1–3. Sýningin er opin virka daga kl. 11–22 og um helgar kl. 17–22. Til 24. maí. Á sýningunni eru 26 myndverk og myndefnið sótt í íslenska náttúru. Gallerí Húnoghún | Sýning Þorvaldar Óttars Guðlaugssonar á íslenskum fjöll- um úr áli hefur verið framlengd til 12. maí nk. Gallerí Lind | Listamaður maímánaðar hjá Gallerí Lind er Guðrún Benedikta Elíasdóttir, hún sýnir akrílmálverk sem eru að mestu máluð í Frakklandi á sl. ári. Til 20. maí. Gallerí Sævars Karls | Graeme Finn sýnir 300 teikningar sem mynda inn- setningu í Galleríinu. Graeme Finn er fæddur í Ástralíu og fæst við nútímalist, málverk, teikningar og innsetningar auk kvikmyndagerðar. Hafnarborg | Rósa Sigrún Jónsdóttir er myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg. Verkin sem Rósa sýnir í kaffistofu ganga undir heitinu „Svarthvítir dagar“. Til 29. maí. Örn Þorsteinsson myndhöggvari sýnir í öllum sölum. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11–17, á fimmtudögum er opið kl. 11–21. Til 29. maí. Gallerí Úlfur | Gallerí Boreas frá New York sýnir verk eftir Adam Bates í Gall- erí Úlfur. Sýningin „Sögur“ stendur yfir til 31. maí. Hallgrímskirkja | Sýning á olíu- málverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. 2006. Listasafn ASÍ | Kees Visser sýnir mál- verk í Listasafni ASI. Opið 13–17. Að- gangur ókeypis. Til 28. maí. Listasafn Reykjanesbæjar | Í Eygsjón? Sex færeyskir málarar. Myndefnið er færeysk náttúra. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Amariel Norðoy, Bárður Jákupsson, Eyðun av Reyni, Kári Svensson, Torbjörn Olsen og Össur Mohr. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýning á úrvali verka úr safneign Ás- mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons, og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Samstarfsverkefni Listasafns Reykjavík- ur og Listaháskóla Íslands þar sem um 75 nemendur í útskriftarárgangi mynd- listar- og hönnunarsviðs sýna verk sín. Sýningin stendur til 25. maí. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bók- ar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin stendur til 3. desember 2006. Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu konseptlistamenn heimsins í dag. Á sýn- ingunni vinna þau með ólík þemu úr æv- intýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. And- ersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafnarhússins. Sýningin stendur til 5. júní. Listasalur Mosfellsbæjar | Sundrun – sýning á verkum Marissu Navarro Ara- son stendur nú yfir til 24. maí. Mokka-Kaffi | Nikulás Sigfússon sýnir vatnslitamyndir af íslenskum villijurtum til 15. maí. Næsti Bar | Undanfarin ár hefur Snorri Ásmundsson þróað með sér andlega tækni í málaralist. Til 26. maí. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirs- dóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina. Sýningin stendur fram yfir Menningarnótt eða til 28. ágúst 2006. Salfisksetur Íslands | Anna Sigríður Sigurjónsdóttir – Dýrið. Til 21. maí. Opið alla daga kl. 11–18. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland og veita sýn á Ísland nú- tímans og vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára. Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forréttinda að nema myndlist erlendis á síðustu ára- tugum 19. aldar og upp úr aldamótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævi- starfi. Söfn Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður Bachmann í Skotinu, nýjum sýning- arkosti hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýnir Sigríður myndir sem hún hefur tekið af börnum. Til 7. júní. Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiði- tengdum munum. Opið alla dag kl. 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bóka- sal: Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–2006. Skáldsins minnst með mun- um, myndum og höfundarverkum hans. Aðrar sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda, Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóðminjasafnið svona var það – þegar sýning þess var í risinu. Fyrirheitna landið – vesturfarar. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga kl. 10–17. Fyrirlestrar og fundir Askja- Náttúrufræðihús HÍ | Opið hús skógræktarfélaganna, í dag kl. 19.30–22, Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.