Morgunblaðið - 09.05.2006, Side 46

Morgunblaðið - 09.05.2006, Side 46
Athyglisverð útskriftartíska TÍU hönnuðir útskrifast í ár úr fatahönn- unarnámi við Listaháskóla Íslands. Af því til- efni var efnt til tískusýningar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld. Þar sýndu hönnuðirnir útskriftarlínur sínar en þeir eru: Björg Guðmundsdóttir, Elma Back- man, Helga Lilja Magnúsdóttir, Rannveig Kristjánsdóttir, Edda Ívarsdóttir, Þórey Björk Halldórsdóttir, Guðjón Sigurður Tryggvason, Hildur Björk Yeoman, Þórey Hannesdóttir (Eyja) og Guðbjörg Jakobsdóttir. Fagstjóri fatahönnunarnámsins er Linda Björg Árnadóttir. „Mér fannst ganga mjög vel. Tel að þetta sé okkar besta sýning til þessa. Mér fannst allir vera nokkuð sterkir. Deildin er ný og útkoman er betri á hverju ári,“ segir hún og bendir á að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem verið er að útskrifa nemendur úr fatahönn- un. Þónokkrir erlendir blaðamenn og hönnuðir voru viðstaddir sýninguna og segir Linda þá hafa verið ánægða með útkomuna. „Þeim leist mjög vel á. Þetta er fólk sem fer oft á skólasýn- ingar og þeim fannst þetta vera framúrskar- andi. Þarna var fólk frá París, London og New York, mest blaðamenn og einhverjir hönnuðir sem komu sem prófdómarar. Við reynum alltaf að flytja inn prófdómara. Núna kom yfirhönn- uður hjá Soniu Rykiel, það er líka manneskja sem hugsanlega gæti ráðið einhvern af þessum krökkum í vinnu.“ Diane Pernet er ein af þessu fólki sem hingað kom til að fylgjast með sýningunni. Á vefsíðu sinni www.ashadedviewonfashion.com skrifar hún að henni hafi þótt áhugavert að nemend- urnir væru óhræddir við að stunda tilrauna- starfsemi. Fjölmenni fylgdist með hönnuðunum sína út- skriftarlínur sínar en hver hönnuður sýndi á milli sex og átta alklæðnaði. Sýningin hófst á línu Guðjóns og vakti sjóliðahattur í yfirstærð mikla athygli en hann opnaði sýninguna. Eftir það kom hver á eftir öðrum með sína sýn á tískuheiminn og var hönnuðunum vel fagnað að sýningu lokinni. Morgunblaðið/Ómar Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Elma Edda EyjaGuðjónBjörg GuðbjörgÞórey Björk 46 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd með íslensku og ensku tali eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! SUMARSINS ER KOMIN FYRSTA STÓRMYND Eins og þú h efur aldrei séð hana áður Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni. EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó MI : 3 kl. 6, 9 og 11 B.i. 14 ára MI : 3 LÚXUS kl. 6 og 9 Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 4 og 6 Prime kl. 8 The Hills have Eyes kl. 10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m. ensku tali kl. 4 og 8 Ísöld 2 m. ísl. tali kl. 4 og 6 Inside Man kl. 8 og 10.25 B.i. 16 ára Rauðhetta m/íslensku tali kl. 6 Lucky Number Slevin kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6 eeee VJV, Topp5.is eee H.J. mbl “ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ MÆLA MEÐ “M:I:III” SEM GÓÐRI AFÞREYINGU OG SUMARSMELLI.” MISSION IMPOSSIBLE 3 ER POTTÞÉTTUR SUMARSMELLUR. B.S. FRÉTTABLAÐIÐ VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.