Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 18
Hamas-liði hugðist smygla
peningum inn á Gaza
Reuters
Palestínumenn safna fé fyrir stjórn Hamas á Gaza-svæðinu í gær, en vesturveldin hafa hætt að aðstoða stjórnina.
LIÐSMENN öryggissveita, sem hlið-
hollar eru Mahmoud Abbas, forseta
Palestínumanna, gerðu upptækar
u.þ.b. 639.000 evrur, um 58 milljónir
íslenskra króna, hjá háttsettum erind-
reka Hamas-samtakanna á landa-
mærum Gaza-svæðisins og Egypta-
lands í gær. Hamas-liðinn hafði
peningana innanklæða og hugðist
smygla þeim til Gaza. Abbas hefur
fyrirskipað rannsókn á málinu.
Það var Julio de la Guardia, tals-
maður eftirlitssveitar Evrópusam-
bandsins við landamærastöðina í Raf-
ah, sem greindi frá tíðindunum. Pen-
ingaflutningar Hamas-mannsins,
Sami Abu Zuhri, þykja vera til marks
um hversu fjárvana heimastjórn
Hamas er en sem kunnugt er hafa
helstu ríki og stofnanir hætt beinni
fjárhagsaðstoð við palestínsku heima-
stjórnina eftir að Hamas komst þar til
valda.
Í samtölum við fréttamenn eftir að
hann hafði verið yfirheyrður af tolla-
yfirvöldum og svo sleppt sagði Abu
Zuhri að hann hefði verið að koma úr
ferðalagi til nokkurra arabalanda þar
sem honum voru gefnir peningar sem
nýta átti í þágu Palestínumanna.
Sagði hann að peningarnir sem
gerðir voru upptækir í gær myndu
verða afhentir innanríkisráðuneyti
palestínsku heimastjórnarinnar.
Fulltrúi tollayfirvalda í Rafah sagði
hins vegar það eitt, að farið yrði með
peningana í samræmi við reglur.
Landamæraeftirlit og tollgæsla á
heimastjórnarsvæðunum heyra undir
yfirstjórn Abbas en mikil spenna er á
milli liðsmanna Fatah-hreyfingar
hans og Hamas-samtakanna, sem eru
í forsæti heimastjórnar palestínsku
sjálfstjórnarsvæðanna.
Munu nokkrir vopnaðir Hamas-lið-
ar hafa þust til Rafah er þeir heyrðu
tíðindin þaðan og varð það til að
kveikja ótta um frekari skærur á milli
Hamas-manna og Fatah-liða.
Haniya segir engar leiðir opnar
Hamas-liðinn Ismail Haniya, for-
sætisráðherra Palestínumanna, segir
arabaríkin hafa heitið Palestínumönn-
um þeim fjárstyrk sem þeir þurfi á að
Talið til marks um djúpstæðan vanda heimastjórnar Palestínumanna
halda til að forðast neyðarástand á
svæðunum en engar leiðir séu opnar
til að koma fjármunum þangað.
Þeim sem fara um Rafah-landa-
mærastöðina er heimilt að taka með
sér jafnvirði 150.000 ísl. kr. en vilji
þeir flytja með sér meira fé verða þeir
að gera yfirvöldum grein fyrir upp-
runa þess og til hvers það sé ætlað.
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Genf. AP, AFP. | Bandaríkjastjórn ætti
að loka fangabúðunum í Guant-
anamo-flóa á Kúbu og forðast að nota
leynileg fangelsi til að halda grun-
uðum brotamönnum föngnum í stríð-
inu gegn hryðjuverkum. Þá ættu
stjórnvöld í Washington að birta upp-
lýsingar um leynileg fangelsi og að
ganga úr skugga um að engum sé
haldið föngnum á slíkum stöðum.
Þetta kemur fram í nýrri ellefu
síðna skýrslu sérstakrar nefndar
gegn pyntingum á vegum Sameinuðu
þjóðanna (SÞ), þar sem farið er í
saumana á frammistöðu Bandaríkja-
stjórnar í að virða alþjóðlegt sam-
komulag um bann gegn pyntingum.
Höfundar skýrslunnar hafa m.a.
áhyggjur af því að um 500 föngum í
Guantanamo-flóa sé haldið í lengri
tíma án þess að tryggt sé að þeir njóti
fullnægjandi lagalegrar verndar og
án þess að fyrir liggi lögfræðilegt mat
á réttlætingunni fyrir því að þeim sé
haldið þar í varðhaldi.
Þá hafa skýrsluhöfundar áhyggjur
af ásökunum á hendur Bandaríkja-
stjórn um að hún hafi komið á fót
leynilegum fangelsum, þar sem al-
þjóðalegar stofnanir á borð við Rauða
krossinn hafi ekki aðgang.
Ættu að binda endi á pyntingar
Í skýrslunni segir einnig að Banda-
ríkjastjórn verði að „uppræta“ hvers
kyns pyntingar á vegum starfsmanna
sinna í Afganistan og Írak. Að auki
hvetja höfundar skýrslunnar banda-
rísk yfirvöld til að rannsaka ásakanir
um pyntingar vandlega og rétta yfir
starfsfólki sem gerist brotlegt á
þessu sviði.
Ennfremur segja skýrsluhöfundar
að sumar yfirheyrsluaðferðir Banda-
ríkjamanna hafi „leitt til dauða nokk-
urra fanga á meðan á yfirheyrslum
stóð“, ásamt því sem þeir gagnrýna
stjórnina fyrir óljósar viðmið-
unarreglur sem „hafi leitt til alvar-
legra misþyrminga á föngum“.
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar
komu fyrir umrædda nefnd SÞ fyrr í
þessum mánuði í fyrsta sinn í sex ár,
þar sem þeir ræddu túlkun stjórn-
arinnar í Washington á yfirheyrslu-
aðferðum á borð þær sem beitt var í
Abu Ghraib-fangelsinu í Írak og í
Guantanamo-búðunum.
Lögðu fulltrúarnir m.a. áherslu á
að 89 manns hefðu verið dæmdir í 103
herréttarhöldum og að 28 hermönn-
um hefði verið vikið úr hernum.
Meðal fulltrúanna var John B.
Bellinger þriðji. Inntur eftir afstöðu
sinni til skýrslu SÞ í samtali við AP-
fréttastofuna í gær gagnrýndi hann
vinnubrögð höfunda hennar og sagði
að svo virtist sem að þeir hefðu ekki
lesið mikið af gögnunum sem stjórnin
í Washington afhenti þeim.
„Það er bæði fjöldi ónákvæmra
staðreynda og lagalegra rangfærslna
um lögin eins og þau snúa að Banda-
ríkjunum,“ sagði Bellinger í gær.
Fagna ályktunum skýrslunnar
Talsmenn mannréttindasamtak-
anna Human Rights Watch fögnuðu
skýrslu SÞ. „Við vonum að Bandarík-
in taki þessa gagnrýni og ábendingar
til sín og geri verulega stefnubreyt-
ingu í þessum málum og leyfi lág-
marks- og tafarlausan aðgang að
föngum í leynifangelsum,“ sagði
Jennifer Daskal, stjórnandi kynning-
armála hjá samtökunum.
Ættu að loka
leynifangelsum
SÞ hvetur Bandaríkjastjórn til að loka
Guantanamo-búðunum á Kúbu
18 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SKÁLDSAGA eftir Saddam Huss-
ein, fyrrverandi forseta Íraks, er
komin í bókabúðir í Japan í jap-
anskri þýðingu en fullyrt er að
þetta sé skáldsaga sem Saddam
lauk við að skrifa daginn áður en
Bandaríkjamenn réðust inn í Írak
20. mars 2003. Bókin er gefin út
undir nafninu „Dans djöfulsins“
og útgefandinn í Japan segir að
dóttir Saddams hafi flutt handrit
hennar með sér frá Írak á sínum
tíma.
Japanski blaðamaðurinn Itsuki
Hirata þýddi skáldsöguna á jap-
önsku, en hún heldur á eintaki af
henni á meðfylgjandi mynd.
Handrit að bókinni barst henni
frá einum lögmanna Saddams og
veitti hann henni heimild til að
gefa hana út. Margar skáldsögur
voru gefnar út í Írak á sínum
tíma sem Saddam var sagður
hafa skrifað. Efni þessarar nýj-
ustu bókar forsetans fyrrverandi
er táknrænt fyrir þá atburði, sem
gerst hafa í Írak, en í henni er
sagt frá ættflokki við fljótið Efrat
fyrir 1.500 árum síðan sem hrind-
ir innrás erlendra herja.
Saddam hefur verið ákærður
fyrir fjöldamorð í stjórnartíð
sinni og standa réttarhöld yfir
honum í Bagdad þessar vikurnar.
Þýðandinn Hirata hefur farið
fram á að lífi Saddams verði
þyrmt, verði hann fundinn sekur,
en sem kunnugt er á Saddam
dauðarefsingu yfir höfði sér verði
hann sakfelldur, líkt og sjö með-
sakborningar hans í réttarhöld-
unum.
Nýjasta skáldsaga
Saddams á japönsku
AP
Brussel. AFP. | Þingmenn Evrópu-
sambandsins (ESB) hafa ákveðið að
setja tamílsku Tígrana, hreyfingu
skæruliða á Sri Lanka, á lista yfir
hryðjuverkasamtök, þrátt fyrir að-
varanir skæruliða um að slíkt skref
gæti leitt til borgarastyrjaldar.
Þetta kom fram í samtölum AFP-
fréttastofunnar við embættismenn
ESB í gær, sem svöruðu spurn-
ingum um afstöðu sambandsins til
Tígranna undir nafnleynd.
Sagði einn embættismaðurinn að
ákvörðun ESB um að setja Tígrana
á þennan lista „gæti komið mjög
fljótlega“, jafnvel þegar í næstu
viku, en annar sagði að hún yrði
tekin „fyrir júní“. Gangi þetta eftir
verða m.a. bankainnistæður Tígr-
anna frystar, ásamt því að hafa
áhrif á fjársöfnun þeirra í Evrópu.
Anton Balasingham, talsmaður
Tígranna, var harðorður þegar
hann frétti af þessum orðrómi. „Ef
þetta gerist mun LTTE [Frelsis-
hreyfing Tamíla] verða nauðbeygð
til að veita mótspyrnu,“ sagði Bal-
asingham í yfirlýsingu í gær.
Koma á viðkvæmum tíma
Þessar upplýsingar koma aðeins
tveimur dögum eftir heimsókn full-
trúa bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins til Sri Lanka, en þeir hafa
hvatt 25 aðildarríki ESB til að fella
niður greiðslur til Tígranna og setja
þau á lista yfir hryðjuverkasamtök.
Upplýsingar um væntanlegar að-
gerðir ESB koma á afar viðkvæm-
um tíma, því að spenna á milli Tígr-
anna og stjórnarinnar á Sri Lanka
hefur farið stigvaxandi að undan-
förnu.
Tígrarnir
á svartan
lista ESB?
Kandahar. AFP. | Alþjóðlegar öryggis-
sveitir voru í gær sagðar hafa hand-
tekið múlla Dadullah, einn helsta leið-
toga talibana í Afganistan, en hann er
talinn bera mikla ábyrgð á mann-
skæðum árás-
um talibana í
suðurhluta
landsins að
undanförnu.
„Við höfum
haft hendur í
hári mjög mik-
ilvægs leiðtoga
talibana en
vegna öryggis-
ástæðna getum
við ekki gefið
upp hver er hann er,“ sagði Assadull-
ah Khalid, ríkisstjóri í Kandahar-hér-
aði í gær. Þá hermdi fréttavefur
breska ríkisútvarpsins, BBC, að
blaðamanni þess hefði verið tjáð að
hinn handtekni væri múlla Dadullah.
Að minnsta kosti 170 talibanar hafa
fallið í átökum við afganskar og al-
þjóðlegar öryggissveitir frá því á mið-
vikudag, en þetta eru meðal hörðustu
átaka í landinu frá því að stjórn talib-
ana var steypt árið 2001. Handtakan
sætir því tíðindum, enda Dadullah tal-
inn einn nánasti samstarfsmaður
múlla Omar, æðsta leiðtoga talibana.
Gagnrýndi Musharraf
Hamid Karzai, forseti Afganistans,
lýsti því yfir á fimmtudag að hann
hefði sagt Pervez Musharraf, forseta
Afganistans, í heimsókn til Islamabad
nýlega, að hætta að skipta sér af
málefnum Afgana. „Þegar ég hitti
Musharraf forseta sagði ég honum að
Afganistan væri þjóð sem myndi aldr-
ei verða þræll nokkurs manns,“ sagði
Karzai í fyrradag. Yfirvöld í Pakistan
vísuðu þessum fullyrðingum á bug í
gær og sagði Tasnim Aslam, talsmað-
ur utanríkisráðuneytisins, að „ekkert
væri hæft í þeim“.
Dadullah
Talibana-
leiðtogi
handtekinn?