Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 18
Hamas-liði hugðist smygla peningum inn á Gaza Reuters Palestínumenn safna fé fyrir stjórn Hamas á Gaza-svæðinu í gær, en vesturveldin hafa hætt að aðstoða stjórnina. LIÐSMENN öryggissveita, sem hlið- hollar eru Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, gerðu upptækar u.þ.b. 639.000 evrur, um 58 milljónir íslenskra króna, hjá háttsettum erind- reka Hamas-samtakanna á landa- mærum Gaza-svæðisins og Egypta- lands í gær. Hamas-liðinn hafði peningana innanklæða og hugðist smygla þeim til Gaza. Abbas hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. Það var Julio de la Guardia, tals- maður eftirlitssveitar Evrópusam- bandsins við landamærastöðina í Raf- ah, sem greindi frá tíðindunum. Pen- ingaflutningar Hamas-mannsins, Sami Abu Zuhri, þykja vera til marks um hversu fjárvana heimastjórn Hamas er en sem kunnugt er hafa helstu ríki og stofnanir hætt beinni fjárhagsaðstoð við palestínsku heima- stjórnina eftir að Hamas komst þar til valda. Í samtölum við fréttamenn eftir að hann hafði verið yfirheyrður af tolla- yfirvöldum og svo sleppt sagði Abu Zuhri að hann hefði verið að koma úr ferðalagi til nokkurra arabalanda þar sem honum voru gefnir peningar sem nýta átti í þágu Palestínumanna. Sagði hann að peningarnir sem gerðir voru upptækir í gær myndu verða afhentir innanríkisráðuneyti palestínsku heimastjórnarinnar. Fulltrúi tollayfirvalda í Rafah sagði hins vegar það eitt, að farið yrði með peningana í samræmi við reglur. Landamæraeftirlit og tollgæsla á heimastjórnarsvæðunum heyra undir yfirstjórn Abbas en mikil spenna er á milli liðsmanna Fatah-hreyfingar hans og Hamas-samtakanna, sem eru í forsæti heimastjórnar palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. Munu nokkrir vopnaðir Hamas-lið- ar hafa þust til Rafah er þeir heyrðu tíðindin þaðan og varð það til að kveikja ótta um frekari skærur á milli Hamas-manna og Fatah-liða. Haniya segir engar leiðir opnar Hamas-liðinn Ismail Haniya, for- sætisráðherra Palestínumanna, segir arabaríkin hafa heitið Palestínumönn- um þeim fjárstyrk sem þeir þurfi á að Talið til marks um djúpstæðan vanda heimastjórnar Palestínumanna halda til að forðast neyðarástand á svæðunum en engar leiðir séu opnar til að koma fjármunum þangað. Þeim sem fara um Rafah-landa- mærastöðina er heimilt að taka með sér jafnvirði 150.000 ísl. kr. en vilji þeir flytja með sér meira fé verða þeir að gera yfirvöldum grein fyrir upp- runa þess og til hvers það sé ætlað. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Genf. AP, AFP. | Bandaríkjastjórn ætti að loka fangabúðunum í Guant- anamo-flóa á Kúbu og forðast að nota leynileg fangelsi til að halda grun- uðum brotamönnum föngnum í stríð- inu gegn hryðjuverkum. Þá ættu stjórnvöld í Washington að birta upp- lýsingar um leynileg fangelsi og að ganga úr skugga um að engum sé haldið föngnum á slíkum stöðum. Þetta kemur fram í nýrri ellefu síðna skýrslu sérstakrar nefndar gegn pyntingum á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þar sem farið er í saumana á frammistöðu Bandaríkja- stjórnar í að virða alþjóðlegt sam- komulag um bann gegn pyntingum. Höfundar skýrslunnar hafa m.a. áhyggjur af því að um 500 föngum í Guantanamo-flóa sé haldið í lengri tíma án þess að tryggt sé að þeir njóti fullnægjandi lagalegrar verndar og án þess að fyrir liggi lögfræðilegt mat á réttlætingunni fyrir því að þeim sé haldið þar í varðhaldi. Þá hafa skýrsluhöfundar áhyggjur af ásökunum á hendur Bandaríkja- stjórn um að hún hafi komið á fót leynilegum fangelsum, þar sem al- þjóðalegar stofnanir á borð við Rauða krossinn hafi ekki aðgang. Ættu að binda endi á pyntingar Í skýrslunni segir einnig að Banda- ríkjastjórn verði að „uppræta“ hvers kyns pyntingar á vegum starfsmanna sinna í Afganistan og Írak. Að auki hvetja höfundar skýrslunnar banda- rísk yfirvöld til að rannsaka ásakanir um pyntingar vandlega og rétta yfir starfsfólki sem gerist brotlegt á þessu sviði. Ennfremur segja skýrsluhöfundar að sumar yfirheyrsluaðferðir Banda- ríkjamanna hafi „leitt til dauða nokk- urra fanga á meðan á yfirheyrslum stóð“, ásamt því sem þeir gagnrýna stjórnina fyrir óljósar viðmið- unarreglur sem „hafi leitt til alvar- legra misþyrminga á föngum“. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar komu fyrir umrædda nefnd SÞ fyrr í þessum mánuði í fyrsta sinn í sex ár, þar sem þeir ræddu túlkun stjórn- arinnar í Washington á yfirheyrslu- aðferðum á borð þær sem beitt var í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak og í Guantanamo-búðunum. Lögðu fulltrúarnir m.a. áherslu á að 89 manns hefðu verið dæmdir í 103 herréttarhöldum og að 28 hermönn- um hefði verið vikið úr hernum. Meðal fulltrúanna var John B. Bellinger þriðji. Inntur eftir afstöðu sinni til skýrslu SÞ í samtali við AP- fréttastofuna í gær gagnrýndi hann vinnubrögð höfunda hennar og sagði að svo virtist sem að þeir hefðu ekki lesið mikið af gögnunum sem stjórnin í Washington afhenti þeim. „Það er bæði fjöldi ónákvæmra staðreynda og lagalegra rangfærslna um lögin eins og þau snúa að Banda- ríkjunum,“ sagði Bellinger í gær. Fagna ályktunum skýrslunnar Talsmenn mannréttindasamtak- anna Human Rights Watch fögnuðu skýrslu SÞ. „Við vonum að Bandarík- in taki þessa gagnrýni og ábendingar til sín og geri verulega stefnubreyt- ingu í þessum málum og leyfi lág- marks- og tafarlausan aðgang að föngum í leynifangelsum,“ sagði Jennifer Daskal, stjórnandi kynning- armála hjá samtökunum. Ættu að loka leynifangelsum SÞ hvetur Bandaríkjastjórn til að loka Guantanamo-búðunum á Kúbu 18 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SKÁLDSAGA eftir Saddam Huss- ein, fyrrverandi forseta Íraks, er komin í bókabúðir í Japan í jap- anskri þýðingu en fullyrt er að þetta sé skáldsaga sem Saddam lauk við að skrifa daginn áður en Bandaríkjamenn réðust inn í Írak 20. mars 2003. Bókin er gefin út undir nafninu „Dans djöfulsins“ og útgefandinn í Japan segir að dóttir Saddams hafi flutt handrit hennar með sér frá Írak á sínum tíma. Japanski blaðamaðurinn Itsuki Hirata þýddi skáldsöguna á jap- önsku, en hún heldur á eintaki af henni á meðfylgjandi mynd. Handrit að bókinni barst henni frá einum lögmanna Saddams og veitti hann henni heimild til að gefa hana út. Margar skáldsögur voru gefnar út í Írak á sínum tíma sem Saddam var sagður hafa skrifað. Efni þessarar nýj- ustu bókar forsetans fyrrverandi er táknrænt fyrir þá atburði, sem gerst hafa í Írak, en í henni er sagt frá ættflokki við fljótið Efrat fyrir 1.500 árum síðan sem hrind- ir innrás erlendra herja. Saddam hefur verið ákærður fyrir fjöldamorð í stjórnartíð sinni og standa réttarhöld yfir honum í Bagdad þessar vikurnar. Þýðandinn Hirata hefur farið fram á að lífi Saddams verði þyrmt, verði hann fundinn sekur, en sem kunnugt er á Saddam dauðarefsingu yfir höfði sér verði hann sakfelldur, líkt og sjö með- sakborningar hans í réttarhöld- unum. Nýjasta skáldsaga Saddams á japönsku AP Brussel. AFP. | Þingmenn Evrópu- sambandsins (ESB) hafa ákveðið að setja tamílsku Tígrana, hreyfingu skæruliða á Sri Lanka, á lista yfir hryðjuverkasamtök, þrátt fyrir að- varanir skæruliða um að slíkt skref gæti leitt til borgarastyrjaldar. Þetta kom fram í samtölum AFP- fréttastofunnar við embættismenn ESB í gær, sem svöruðu spurn- ingum um afstöðu sambandsins til Tígranna undir nafnleynd. Sagði einn embættismaðurinn að ákvörðun ESB um að setja Tígrana á þennan lista „gæti komið mjög fljótlega“, jafnvel þegar í næstu viku, en annar sagði að hún yrði tekin „fyrir júní“. Gangi þetta eftir verða m.a. bankainnistæður Tígr- anna frystar, ásamt því að hafa áhrif á fjársöfnun þeirra í Evrópu. Anton Balasingham, talsmaður Tígranna, var harðorður þegar hann frétti af þessum orðrómi. „Ef þetta gerist mun LTTE [Frelsis- hreyfing Tamíla] verða nauðbeygð til að veita mótspyrnu,“ sagði Bal- asingham í yfirlýsingu í gær. Koma á viðkvæmum tíma Þessar upplýsingar koma aðeins tveimur dögum eftir heimsókn full- trúa bandaríska utanríkisráðuneyt- isins til Sri Lanka, en þeir hafa hvatt 25 aðildarríki ESB til að fella niður greiðslur til Tígranna og setja þau á lista yfir hryðjuverkasamtök. Upplýsingar um væntanlegar að- gerðir ESB koma á afar viðkvæm- um tíma, því að spenna á milli Tígr- anna og stjórnarinnar á Sri Lanka hefur farið stigvaxandi að undan- förnu. Tígrarnir á svartan lista ESB? Kandahar. AFP. | Alþjóðlegar öryggis- sveitir voru í gær sagðar hafa hand- tekið múlla Dadullah, einn helsta leið- toga talibana í Afganistan, en hann er talinn bera mikla ábyrgð á mann- skæðum árás- um talibana í suðurhluta landsins að undanförnu. „Við höfum haft hendur í hári mjög mik- ilvægs leiðtoga talibana en vegna öryggis- ástæðna getum við ekki gefið upp hver er hann er,“ sagði Assadull- ah Khalid, ríkisstjóri í Kandahar-hér- aði í gær. Þá hermdi fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, að blaðamanni þess hefði verið tjáð að hinn handtekni væri múlla Dadullah. Að minnsta kosti 170 talibanar hafa fallið í átökum við afganskar og al- þjóðlegar öryggissveitir frá því á mið- vikudag, en þetta eru meðal hörðustu átaka í landinu frá því að stjórn talib- ana var steypt árið 2001. Handtakan sætir því tíðindum, enda Dadullah tal- inn einn nánasti samstarfsmaður múlla Omar, æðsta leiðtoga talibana. Gagnrýndi Musharraf Hamid Karzai, forseti Afganistans, lýsti því yfir á fimmtudag að hann hefði sagt Pervez Musharraf, forseta Afganistans, í heimsókn til Islamabad nýlega, að hætta að skipta sér af málefnum Afgana. „Þegar ég hitti Musharraf forseta sagði ég honum að Afganistan væri þjóð sem myndi aldr- ei verða þræll nokkurs manns,“ sagði Karzai í fyrradag. Yfirvöld í Pakistan vísuðu þessum fullyrðingum á bug í gær og sagði Tasnim Aslam, talsmað- ur utanríkisráðuneytisins, að „ekkert væri hæft í þeim“. Dadullah Talibana- leiðtogi handtekinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.