Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MAÍ Sími: 50 50 600 • www.hertz.is www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Vika í USA 21.200* San Fransisco kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. Verð miðað við gengi 1. maí 2006.* 17.800* Florida kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. * 23.300* Boston kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. Verð miðað við gengi 1. maí 2006.* Verð miðað við gengi 1. maí 2006. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6  VEGABRÉF Númer eitt er auð- vitað að hafa vegabréfið í lagi, því án þess kemst maður hvorki lönd né strönd. Eftirfarandi upplýsingar eru á símsvara Útlendingastofnunar: „Almenn afgreiðsla vegabréfs tekur tíu virka daga frá greiðsludegi og kostar 5.100 krónur fyrir 18 ára til 67 ára en 1.900 krónur fyrir aðra. Umsækjandi vegabréfs getur óskað eftir hraðari málsmeðferð en þarf þá að greiða 10.100 krónur fyrir 18 ára til 67 ára en 3.750 krónur fyrir aðra. Skila þarf inn einni nýrri passamynd og eldra vegabréfi. Lögráða ein- staklingur sem sækir um vegabréf þarf að koma sjálfur og sækja um.“ Jafnframt er tekið fram að gefa þarf rithandarsýnishorn og ýmsar upp- lýsingar eru um hvernig skal hegða sér þegar sótt er um vegabréf fyrir ólögráða einstaklinga. Við þetta er því að bæta að þær upplýsingar fengust á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík að innan skamms mun útgáfa vegabréfa færast til lög- reglustjóraembættisins og þá verð- ur það jafnframt regla að mynd verður tekin á staðnum, sem ætti að hafa hagræði í för með sér fyrir flesta. Á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar en í Reykjavík mun útgáfa vegabréfa vera í höndum sýslumannsembættanna á hverjum stað fyrir sig. Einnig er gott að hafa í huga ef ferðast skal til landa sem erfitt er að komast inn í að hafa allar áritanir í lagi.  ÖKUSKÍRTEINI Margir sem ferðast til útlanda taka bíl á leigu. Eldgamla bleika ökuskírteinið dugar enn sums staðar en á skrifstofu lög- reglustjóra var upplýst að rétt sé fyrir ökumenn að hafa litlu öku- skírteinin með í för. Þau falla að Evrópustöðlum en ef fólk er á leið út fyrir Evrópu er mælt með því að taka með svokallaða ökubók. Af- greiðsla hennar tekur einn dag og bókin kostar 1.000 kr. Bókin er í raun þýðing á ökuskírteininu og í henni kemur fram hvaða réttindi ökumaðurinn hefur. Í ökubókinni er mynd og gildistími er eitt ár.  BÓLUSETNING Þegar ferðast er til annarra landa en Evrópulanda, Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálands og Japans er skyn- samlegt að vera með gildar bólu- setningar gegn fleiri sjúkdómum en þeim sem bólusett er fyrir í grunn- skólum. Algengast er að bólusetja við sjúkdómum sem smitast með mat og drykk, eins og lifrarbólgu A og taugaveiki. Nauðsynlegt er að bóka tíma hjá heilsugæslunni með góðum fyrirvara til að fá bólusetn- ingu tímanlega og samtímis bólu- setningunni fræðslu um heilsuvernd. Frekari upplýsingar eru á veffangi heilsugæslunnar www.hr.is (bólu- setningar vegna ferðalaga) og www.cdc.gov (travellers health).  SÓLARVÖRN Fyrir sólarsjúka Íslendinga er ákaflega varhugavert að vanáætla styrk sól- arvarnarinnar. Al- mennt er öruggast fyr- ir fólk að vera með vörn í hæsta styrk allan tím- ann sem dvalið er á sól- arströnd. Vörn með vatnsvernd er heppileg- ust og rétt er að smyrja bara nógu oft á sig.  VASAORÐABÓK Snjallt er að hafa að- gengilega litla vasaorða- bók sem í eru algengustu spurningar og orð á ýmsum tungumálum. Fást t.d. í Pennanum- Eymundsson, bók með 12 tungu- málum kostar 1.500 kr., en bók með 16 tungumálum kostar 2.990.  LYFJAVESKI Þegar kríthvítir Íslendingarnir flykkjast til útlanda er hætta á að þeir fái í magann eða verði stungnir af móskítóflugum. Þá er ekki ónýtt að hafa í farteskinu t.d. immodium sem stoppar niðurgang í flestum tilfellum. Fæst í apóteki án lyfseðils, lesa ber þó leiðbeining- arnar vel. 16 töflur eru í hverjum pakka. Alls kyns kælandi smyrsl fæst líka sem dregur úr kláða vegna móskítóbits, einnig er hægt að fá áburð til að fæla ófögnuðinn frá, t.d. mygge, sem er nokkurs konar roll- on, og er borið á viðkvæm svæði.  TRYGGINGAR Ekki veitir af að hafa tryggingarnar í lagi. Fólki er ráðlagt að kanna hjá sínu trygginga- félagi hvort ferðatryggingar séu innifaldar í fjölskyldutryggingum þess – án aukakostnaðar. Þeir sem ekki hafa ferðatryggingar inni í fjöl- skyldutryggingum sínum geta keypt sér sjálfstæðar ferðatryggingar fyr- ir hvert einstakt ferðalag. Kaupa þarf tryggingu fyrir hvern ferðalang og má gera ráð fyrir að það kosti 2–3.000 kr. á mann. Ef ferð er greidd að helmingi eða meira með kreditkorti er korthafi tryggður að ýmsu leyti. Gull- og platínukort bera í sér víðtækari tryggingu en venjuleg kort. Einnig er korthöfum bent á að athuga gild- istíma korts tímanlega fyrir brott- för, fá leyninúmer kortanna ef þau eru gleymd og leggja á minnið. Geyma svo aldrei leyninúmerið óvarið eða nálægt kortinu.  FERÐALÖG | Líða tekur að sumarfríinu og ekki er ráð nema í tíma sé tekið Ertu klár í ferðina? Morgunblaðið/Ómar Remi Spilliaert, líffræðingi ílyfjaþróunardeild Íslenskr-ar erfðagreiningar, fannst full ástæða til að skipuleggja frjáls- íþróttamót fyrir starfsfólk ÍE sem yrði úrtökumót fyrir AluCup, en það er frjálsíþróttamót skipulagt af ÍR. AluCup var haldið 1. apríl sl. á milli stærri fyrirtækja á Íslandi. „Úrtökumótið sem haldið var á vegum Íslenskrar erfðagreiningar er algjörlega mitt barn,“ segir Remi. „Ég hjálpaði til við að undirbúa Alu- Cup,“ útskýrir hann og bætir við að það komi til af því að hann er í stjórn frjálsíþróttadeildar ÍR. „Að sjálf- sögðu var það skylda ÍE að senda lið, ekkert annað var hægt. Í stað þess að velja fólk innan fyrirtækisins sem ég vissi að væri íþróttafólk ákvað ég að halda þetta úrtökumót.“ Remi sá til þess að Laugardalshöllin var leigð fyrir mótið og sér ekki eftir því. „Ég fékk mjög góðan stuðning frá starfsmannafélaginu, það borgaði upp í kostnað, sem þó var í lágmarki. Þátttakan var mjög góð, um fimmtíu manns kepptu.“ Allir fengu að vera með sem vildu Remi reyndi að fá sem flesta til að keppa í úrtökumótinu. „Ég smalaði sem víðast, en meðalaldurinn í fyr- irtækinu er um 30–35 ár. Þannig að þú sérð að hér er mest ungt fólk og flestir stunda íþróttir.“ 10–15 starfs- menn voru á mótinu og um fimmtíu keppendur. Með áhorfendum voru þannig um 100 manns í Laugardals- höllinni frá ÍE þessa kvöldstund. „Við gátum þess vegna valið í góð lið, en ég setti suma í b-lið sem kannski komust ekki í a-liðið, en langaði samt að vera með.“ Íslensk erfðagreining lenti svo í fjórða sæti á AluCup sem verður að teljast góður árangur, en 25 fyrir- tæki kepptu. Remi lítur svo á að ÍE hafi í raun náð bestum árangri fyr- irtækja en í sætunum fyrir ofan voru m.a. Lögreglan og keppendur frá Kennaraháskólanum þar sem þraut- þjálfað íþróttafólk starfar. Eflir andann Mótin tvö hafa eflt starfsandann í húsakynnum ÍE. „Margir vildu kasta kúlu í mótinu, allt að 30 manns, ég veit nú ekkert af hverju svona margir vildu kasta kúlu,“ seg- ir Remi og er hálfundrandi á þessum mikla kúluvarpsáhuga. „Ég var rosalega ánægður með hvað mótið gekk vel. Það myndaðist stemning og var mikill áhugi. Það er mjög hvetjandi. Það er líka fullt af fólki sem maður heilsaði varla áður, bara fyrir tveimur vikum. Eftir að hafa tekið þátt í mótinu með þessu fólki, þar sem var faðmast ef góður árangur náðist, það breytir bara andanum í húsinu.“ Remi telur að svona uppákomur séu nauðsynlegar til að mynda tengsl milli starfsfólks innan fyrirtækja. Remi er áhugamaður um íþróttir almennt og hann hafði forgöngu um að góð þátttaka var í átakinu hjólað í vinnuna í fyrrasumar. „Það voru hundrað manns sem voru skráðir í það hjá okkur. Allir voru að safna kílómetrum og við vorum langbest af öllum fyrirtækjum í okkar flokki. Einn daginn hjóluðu t.d. fimm manns í vinnuna í gegnum Selfoss, bara til að safna kílómetrum.“ Keilumót er líka haldið á vegum ÍE árlega og þar er alltaf góð þátt- taka. „Þá eru stofnuð lið og ákveðin hefð hefur skapast í kringum þetta. Fólkið sem keppir er farið að mæta í búningum og svona.“ Remi telur að innanhússmót ÍE í frjálsum íþróttum verði líka árlegur viðburður héðan í frá. „Já, já, Alu- Cup verður haldið áfram og ég stefni á að skapa hefð í kringum þetta. Fyrsta skiptið er alltaf erfiðast.“  ÁHUGAMÁLIÐ | Skipulagði frjálsíþróttamót fyrir starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Fólkið kynnist á annan hátt Morgunblaðið/Eyþór Remi Spilliaert er líffræðingur á lyfjaþróunarsviði Íslenskrar erfða- greiningar. Hann hefur búið á Ís- landi í 20 ár. Remi telur að skipulagðir viðburðir innan fyrirtækja efli andann og styrki tengslin. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Hlíðasmára 11, Kóp. sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.