Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
VIÐSKIPTABANKARNIR þrír og
SPRON hafa hækkað inn- og útláns-
vexti sína í kjölfar 0,75 prósentustiga
stýrivaxtahækkunar Seðlabanka á
fimmtudag. Vextir á óverðtryggðum
inn- og útlánum hækka um allt að
0,75 prósentustig hjá bönkunum öll-
um og SPRON, en hækkanir á verð-
tryggðum inn- og útlánum eru mis-
munandi eftir fjármálastofnun. Taka
breytingarnar gildi 22. maí næstkom-
andi.
Landsbanki hækkar vexti á verð-
tryggðum inn- og útlánum um allt að
0,20 prósentustig, og eru vextir á nýj-
um íbúðalánum þar meðtaldir og
verða þeir eftir breytingu 4,90%. Hjá
KB banka hækka vextir á verð-
tryggðum inn- og útlánum um 0,10–
0,20 prósentustig, og hækka vextir á
nýjum íbúðalánum um 0,15 prósentu-
stig og verða eftir breytingu 4,75%.
Hjá SPRON munu vextir á verð-
tryggðum inn- og útlánum hækka um
allt að 0,30 prósentustig og verða
vextir á íbúðalánum hækkaðir sem
því nemur og verða eftir breytingu
4,90%. Eins og sagt var frá í Morg-
unblaðinu í gær hækkaði Glitnir vexti
á verðtryggðum inn- og útlánum um
allt að 0,30 prósentustig, þar með
taldir vextir á íbúðalánum sem verða
eftir breytingu 4,90%. Í öllum tilvik-
um er aðeins um að ræða breytingu á
vöxtum nýrra lána og hafa vaxta-
breytingarnar engin áhrif á kjör
þeirra sem þegar hafa tekið íbúðalán
hjá viðkomandi lánastofnunum.
Viðskiptavinir fari varlega
Íbúðalánasjóður breytir vöxtum og
lánakjörum sínum aðeins í kjölfar út-
boða á íbúðabréfum og ekki liggur
fyrir hvenær næsta útboð íbúðabréfa
verður haldið. Munu vextir sjóðsins
því haldast óbreyttir að svo stöddu.
Í fréttatilkynningu frá Landsbank-
anum, þar sem vaxtabreytingin var
kynnt, segir að ein mikilvæg forsenda
þess að ná tökum á verðbólgu, sé að
íbúðalán séu veitt á vöxtum sem taki
mið af markaðsvöxtum. Með vaxta-
hækkun nú vilji Landsbankinn leggja
sitt af mörkum til að stöðugleiki nái
að ríkja í íslensku efnahagslífi en
verðbólgustig hafi mikil áhrif á mán-
aðarlega greiðslubyrði íbúðalána og
því hafi lántakendur mikla hagsmuni
af því að verðbólgu verði haldið niðri.
„Í ljósi væntinga um verðbólguþróun
á næstunni ráðleggur Landsbankinn
viðskiptavinum sínum að fara varlega
við lántökur og reyni að halda skuld-
setningu innan við 70% af verðmæti
eigna,“ segir í tilkynningunni.
Lánastofnanir bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands
Vextir íbúðalána 4,75–4,90%
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
! "# #
!" #$%
&'
&"
% #%
() %" %
'%* #% + %*
,
,
& %
-./01 &21#%
3
%
& .0 + %* 4 %*
4. 02% 5
%*
( "% 672
89& %
8.
:;"" %". 0 0 %
< %% 0 %
!"
& * =;220 -1>" -0%*
!#$
%&
5?=@
-A0
0 0
/
/
/
/
/
/
/
/
; %" 1
; 0 0
/ / / / / /
/ /
/ / / / /
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
B /CD
B /CD
B /CD
B /CD
B CD
B CD
B /CD
/
B / CD
/
B CD
B /CD
B /CD
B /
CD
B /CD
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
4 * 0
*" %
: #0 A *" E
( -
/
/
/
/
/
/
/
/
< 0 A )$
:4 F "% &2 *
0
/
/
/
/
/
/
/
/
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● FÆREYSKA olíufélagið Atlantic
Petroleum, sem er skráð í Kauphöll
Íslands, tapaði 2,3 milljónum
danskra króna, 28 milljónum ís-
lenskra króna, á fyrsta fjórðungi árs-
ins. Á sama tímabili í fyrra nam tap
félagsins 46,6 milljónum danskra
króna, 473 milljónum íslenskra
króna.
Í frétt frá félaginu er haft eftir Wil-
helm Petersen, forstjóra Atlantic
Petroleum, að afkoman sé í takt við
væntingar félagsins. Jafnframt að
framkvæmdir á Chestnut- og Ettrick-
svæðunum gangi samkvæmt áætl-
un. Félagið mun fara í almennt hluta-
fjárútboð á yfirstandandi ársfjórð-
ungi, samkvæmt tilkynningu.
Atlantic Petroleum
með 28 milljóna tap
● NASDAQ-kauphöllin jók í gær
hlut sinn í Kauphöllinni í Lund-
únum (LSE) um 2,2 milljónir hluta
og á nú 25,1% í kauphöllinni. Með-
alverð á hvern hlut var 23,1 dalur.
Fjórðungseign þýðir að Nasdaq hef-
ur öðlast rétt til að beita neit-
unarvaldi við ýmsar ákvarðanir
kauphallarinnar. Hluturinn er hins
vegar ekki nægilega stór til að
Nasdaq geti stöðvað yfirtökuboð
frá öðrum stórum hluthöfum.
Forstjóri Nasdaq, Robert Grei-
feld, sagðist í stuttri yfirlýsingu
ánægður með að eign fyrirtækisins
í kauphöllinni væri nú komin yfir
hið mikilvæga 25% mark. Nasdaq
gerði opinbert í apríl síðastliðnum
að fyrirtækið hefði safnað sér
14,99% hlut í kauphöllinni og væri
orðinn stærsti staki hluthafi henn-
ar.
Nasdaq með
fjórðungshlut í LSE
● TAP Spalar ehf. eftir skatta fyrir
tímabilið 1. október 2005 til 31.
mars 2006 nam 81 milljón króna,
en tap á sama tímabili árið áður
nam 188 milljónum króna. Tap
Spalar eftir skatta á öðrum árs-
fjórðungi félagsins, sem er 1. jan-
úar 2006 til 31. mars 2006, nam
63 milljónum króna. Á sama tíma
árið á undan nam tapið 326 millj-
ónum króna. Reikningsár Spalar er
1. október til 30. september ár
hvert.
Í tilkynningu til Kauphallar Ís-
lands er haft eftir Gylfa Þórðarsyni,
framkvæmdastjóra Spalar, að upp-
gjörið sé í takt við áætlanir félags-
ins. Framundan séu umferðarmestu
mánuðir ársins sem að öllu jöfnu
skili mestum tekjum.
Afkoma Spalar
batnar milli ára
● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um
0,48% í gær og er lokagildi hennar
5.574,97 stig. Velta í Kauphöllinni
nam 34,9 milljörðum króna en af
hlutabréfaviðskiptum þá voru mest
viðskipti með Glitni eða fyrir 19 millj-
arða króna.
FL Group hækkaði um 0,5% en
Atorka lækkaði um 1,8%, Mosaic og
Straumur Burðarás lækkuðu um
1,2%.
Gengi krónunnar styrktist um
0,6% í gær. Við opnun markaða stóð
gengisvísitala krónunnar í 127 stig-
um en við lokun var hún 126,30 stig.
Rúmlega 25 milljarða viðskipti voru
á millibankamarkaði með gjaldeyri í
dag. Gengi dollars er 71,65 krónur,
pundið er 134,38 krónur og evran er
91,33 krónur.
Hlutabréf lækka
en krónan hækkar
DANÍEL Ólafsson ehf. og Sensa ehf. eru Fyrirtæki árs-
ins 2006 samkvæmt könnun VR meðal ríflega tíu þúsund
starfsmanna á almennum markaði. Danól vann í hópi
stærri fyrirtækja. Í öðru sæti varð Hönnun hf., sigurveg-
arinn frá því í fyrra, og Applicon í því þriðja. Sensa bar
sigur úr býtum í flokki minni fyrirtækja og var Heilsa
ehf. í öðru sæti og Hagvangur í því þriðja. Rúmlega
10.600 starfsmenn hjá 1.900 fyrirtækjum víða um land
tóku þátt í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2006 og kemur
fram í fréttatilkynningu að aldrei hafa jafnmargir tekið
þátt frá því félagið hóf fyrst að kanna viðhorf fé-
lagsmanna til vinnustaða sinna fyrir meira en áratug.
Danól og Sensa fyrirtæki ársins
Viðurkenning Valgerður Skúladóttir frá Sensa ehf. og Ólöf Októsdóttir og Einar Kristinsson frá Danól tóku við
viðurkenningu VR fyrir hönd fyrirtækjanna tveggja, en þau voru valin fyrirtæki ársins af félagsmönnum VR.
MILESTONE ehf. hefur selt alla
hluti sína í Actavis hf. til Sjóvár-Al-
mennra trygginga hf. Um er að ræða
32,9 milljónir að nafnvirði og voru
kaupin gerð á genginu 67,1. Eru við-
skiptin því um 2,2 milljarða króna
virði.
Í fréttatilkynningu segir að um sé
að ræða viðskipti milli tveggja fjár-
hagslega tengdra aðila Karli Wer-
nerssyni, stjórnarmanni í Actavis.
Kaupandinn, Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf. er dótturfélag Milestone ehf.
og í 100% eigu þess. Þá hefur Sjóvá
selt bréfin til Glitnis banka og jafn-
framt gert framvirkan samning á
þeim hlutum sem hér um ræðir, með
lokadegi 19. ágúst 2006. Sjóvá mun
halda atkvæðisrétti að hlutunum og
viðskiptin hafa ekki áhrif á heildar-
eign félaga í eigu innherja.
Sjóvá að fullu
í eigu Milestone
Þá fór í gær fram uppgjör á kaup-
um Milestone ehf. á 33,4% hlut í
Sjóvá-Almennum tryggingum hf. af
Glitni banka hf. Sjóvá-Almennar
tryggingar er nú 100% dótturfélag
Milestone ehf., en kaupin voru að
meginhluta fjármögnuð með eigin fé
Milestone ehf. og að hluta með láni
frá J.P. Morgan.
Segir í tilkynningu að Sjóvá-Al-
mennar tryggingar hf. og Glitnir
banki hf. muni halda áfram samstarfi
sínu um sölu á vátryggingum og ann-
arri fjármálaþjónustu eins og verið
hafi.
Eftir kaupin á Milestone ehf. 22,2%
hlut í Glitni banka, að því er segir í til-
kynningu til Kauphallar Íslands.
Milestone
selur alla
hluti í
Actavis
FJÁRVAKUR – fjármálaþjónusta,
dótturfélag Icelandair Group, hef-
ur fest kaup á fyrirtækinu Airline
Services Estonia í Tallinn í Eist-
landi. Fyrirtækið er sérhæft í fjár-
málaþjónustu fyrir flugfélög.
Magnús Kr. Ingason, fram-
kvæmdastjóri Fjárvakurs, segir í
tilkynningu að kaupin á ASE í
Eistlandi séu liður í framþróun
starfseminnar og hagræðingu. „Sú
starfsemi sem ASE hefur sérhæft
sig í, sem er umsjón sölu- og tekju-
bókhalds fyrir flugfélög, er mikil-
vægur þáttur í þeirri þjónustu sem
Fjárvakur vill veita. Við sjáum
fram á að ná fram umtalsverðri
kostnaðarlækkun með því að sinna
þessum þáttum með starfsemi í
Eistlandi.“
Í kjölfar kaupanna verður ein-
hver fækkun starfsfólks hér á landi
og segir Magnús að um fimmtán til
tuttugu stöðugildi flytjist út. „Það
mun hins vegar ekki gerast fyrr en
seint í haust og höfum við því fjóra
mánuði til undirbúnings og til að
útvega þeim starfsmönnum störf
hjá samstæðunni sem vilja.“ Kaup-
verðið er trúnaðarmál.
Fjárvakur fjárfestir í Eistlandi
HAGNAÐUR Icelandic Group
nam einni milljón evra (um 87
milljónum króna) á fyrstu þremur
mánuðum ársins en á sama tíma-
bili í fyrra var hann 2,4 milljónir
evra.
Heildareignir samstæðunnar
nema 72,5 milljörðum króna, eig-
infjárhlutfall er 22,0% og arðsemi
eigin fjár 2,2%.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Ielandic Group, segir rekstur fé-
lagsins á réttri leið og að árangur
af endurskiplagningarvinnu undan-
farinna mánaða sé farinn að skila
sér. „Hátt hráefnisverð gerði fram-
leiðslufyrirtækjum okkar erfitt
fyrir í fjórðungnum og á það sér-
staklega við um Icelandic Asia og
Pickenpack í Þýskalandi. Í heild
erum við sáttir við árangurinn í
fjórðungnum og höldum okkur við
rekstrarmarkmið fyrir árið 2006
sem við kynntum í mars.“
Aukning hlutafjár
Stjórn Icelandic Group hf. sam-
þykkti á fundi í gær að nýta heim-
ild til að hækka hlutafé félagsins
um allt að kr. 5.116.330 að nafn-
verði með útgáfu nýrra hluta.
Verða hinir nýju hlutir afhentir í
skiptum fyrir rekstur MAT Pacific
í Seattle í Bandaríkjunum, að því
er kemur fram í tilkynningu til
Kauphallar.
Icelandic með 87
milljóna hagnað
6 *G
-H8
C
C
&:-=
!I
C
C
?? J,I
C
C
J,I ( %
6
C
C
5?=I !K L%
C
C