Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LJÓN og ljónynja bætast í hóp dýr- anna í Veiðisafninu á Stokkseyri á næstunni. Páll Reynisson, annar stofnenda safnsins, felldi stórt karl- ljón í Kimberley í Suður-Afríku í gær. Hann hafði áður fellt ljónynju 11. maí síðastliðinn. Morgunblaðið náði tali af Páli í gær og var hann ánægður með vel heppnaða veiðiferð þeirra Fríðu Magnúsdóttur, konu hans og hins stofnanda Veiðisafnsins. „Ég er fimmtugur í dag, 19. maí, og hét því fyrir 25 árum að fella ljón á fimmtugsafmælisdaginn,“ sagði Páll. „Í þetta fóru reykingapeningarnir sem ég hef sparað frá 1993 – en ég fékk mér þó vindil í tilefni dagsins, en bara einn.“ Ljónin felldi Páll með sömu skammbyssunni, en hann hefur sér- hæft sig í veiðum með skamm- byssum. Byssan sem hann notaði er af gerðinni Thompson Center Encore fyrir skothylki .375-06 JDJ. Þau Fríða höfðu í gær fellt 8–9 antilópur af ýmsum tegundum í þess- ari veiðiferð. Páll sagði að Fríða hefði einnig lagt af velli gríðarstóran fjalla- sebra, sem er sérstök deilitegund sebradýra og mun fágætari en sléttusebrarnir. Páll og Fríða stunda svonefndar verðlaunagripaveiðar (trophy hunt- ing), sem eru mikilvægur atvinnu- vegur í mörgum Afríkulöndum. Veiðunum er stýrt með grisjun villi- dýrastofna að markmiði og veiði- leyfin seld. Veiðimennirnir lúta föstum reglum og sækjast eftir dýr- um sem bera einkenni aldurs og lík- amsþroska á borð við stærð horna og annarra líkamshluta. Þessi dýr eru gjarnan þau elstu í hjörðunum og hafa oftar en ekki lokið hlutverki sínu við viðhald stofnsins. Páll Reynisson á villidýraveiðum í Suður-Afríku Felldi ljón á fimmtugsafmælinu Ljósmynd/Morgan Harris Páll Reynisson við karlljónið sem hann felldi með skammbyssu á afmælinu. STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það fagnar yfirlýsingum frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstri – grænna, Frjálslyndra og Framsóknarflokksins um að engin áform séu uppi hjá þeim um að leggja á bílastæðagjöld við háskóla og framhaldsskóla. Ánægja ríki í ráðinu með þá þverpólitísku sam- stöðu allra flokka sem myndast hef- ur um málið. Í tilkynningunni kemur ennfrem- ur fram að í ályktun ráðsins frá 17. maí síðastliðnum lýsi ráðið sig mót- fallið upptöku bílastæðagjalda og bendi á aðrar leiðir sem vel væru til þess fallnar að bæta samgöngur borgarinnar. Þær felist í að huga vel að skipulagi borgarinnar og þétta byggð, auðvelda gangandi fólki og hjólreiðafólki að komast leiðar sinn- ar, standa myndarlega að almenn- ingssamgöngum, t.d. með því að veita stúdentum afslátt eða gera þær gjaldfrjálsar, og að nauðsynlegt sé að fjölga stúdentaíbúðum í nágrenni háskólans. Stúdentar fagna yfir- lýsingum flokkanna SUÐUR-AFRÍSKA söngkonan Miriam Makeba sagðist aldrei hafa trúað því að hún myndi fá tækifæri til þess að sækja Ísland heim, en hún er nú stödd hér á landi og syngur í dag fyrir Íslendinga í Laugardals- höll, á tónleikum sem eru á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Hún hitti aðstandendur Unicef á Íslandi á Hótel Nordica í gær en Makeba er velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. „Ég er afar lánsöm að hafa fengið tækifæri til þess að heimsækja Ís- land svo ég gæti sagt: „Halló og bless“,“ sagði söngkonan þegar hún ræddi við blaðamenn. Makeba hefur í áraraðir verið í fremstu röð listamanna heims og er af mörgum talin áhrifamesti sendi- herra Suður-Afríku. Hún greindi stuttlega frá starfinu sem velgjörð- arsendiherra og hún kvaðst vera af- ar glöð yfir því að Unicef á Íslandi væri að vinna að þróunaraðstoð í Afríku, þá sérstaklega hvað varðar aðstoð handa stúlkum og konum. Makeba benti á að allar þessar stúlkur yrðu eflaust mæður ein- hverra einn góðan veðurdag. „Þess- ar mæður skipta okkur öll miklu máli því þær halda á okkur, fæða okkur og sjá um okkur þangað til við erum orðin fær um að sjá um okkur sjálf. Og jafnvel ef þær eiga drengi þá annast þær þá þar til þær af- henda þá öðrum konum sem munu halda áfram að annast þá, en þá sem eiginkonur þeirra,“ sagði Makeba glottandi. „Án mæðra er engin þjóð til,“ bætti söngkonan við. Vill hjálpa ungum stúlkum í Afríku Makeba sagðist vera kölluð ýms- um nöfnum í Afríku af þeim sem vilja þakka henni fyrir stuðning hennar við íbúa álfunnar, m.a. „Mama Africa“. „Af hverju vill ein- hver setja heila heimsálfu á axlir mér; hún er of þung,“ sagði Makeba og hló. „En fólk kallar mig þetta af væntumþykju því það telur að ég hafi kannski gert eitthvað fyrir álf- una.“ Hún segist hafa tekið þá ákvörðun á sínum tíma að hún vildi einbeita sér að því að hjálpa ungum stúlkum í Afríku. Hún segir margar þeirra eiga hvergi höfði að að halla, hafi verið misnotaðar og margar hafi hlaupist að heiman í leit að betra lífi. „Ég ákvað að stofna sérstakt heimili fyrir stúlkur sem kallast „Miðstöð Makeba fyrir stúlkur“,“ sagði hún og bætti því við að miðstöðin, sem er í Suður-Afríku, væri þriggja ára gömul. Unnið væri að því að safna fé svo hægt væri að byggja fleiri skýli fyrir stúlkur, en miðstöðin getur hýst 18 stúlkur í einu. Hún segir að þetta gangi ágætlega en þó ekki bar- áttulaust. Við upphaf fundarins notaði Glitn- ir tækifærið og afhenti Unicef gjöf að upphæð 1,1 milljón króna. Fram kom að á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku hafi Glitnir efnt til uppboðs á áritaðri treyju knattspyrnugoðsins Ronaldinho og tveimur miðum á úrslitaleik Meist- arakeppni Evrópu í knattspyrnu. Treyjan og miðarnir seldust á 5.500 evrur og skuldbatt Glitnir sig til að koma með sama mótframlag til Unicef. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef, þakkaði Glitni fyrir framlagið og greindi í framhaldinu stuttlega frá starfi Unicef í Afríku. Undir lok fundarins brast Makeba í söng, enda sagðist hún vera betri söngkona en ræðumaður, og það þótti við hæfi að hún syngi óð til móðurinnar. Glöð að fá tækifæri til þess að kasta kveðju á Íslendinga Morgunblaðið/Jim Smart Listamaðurinn Miriam Makeba syngur í dag í Laugardalshöll. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is MEIRIHLUTI Samfylkingar og Framsóknarflokks í Árborg er fall- inn ef marka má niðurstöður skoð- anakönnunar Gallups hér að lút- andi. Flokkarnir tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn vinnur veru- lega á og einnig VG. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokk- urinn rúmlega 43% atkvæða og fjóra menn kjörna, en hann fékk 25% atkvæða fyrir fjórum árum og tvo menn kjörna. Samfylking nýtur stuðnings 26% aðspurðra og fengi tvo bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk rúmlega 40% atkvæða og tvo menn kjörna síðast. Framsókn fengi 18,5% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa, en flokkurinn hefur nú þrjá og fékk 28% atkvæða árið 2002. Vinstri grænir, sem ekki eiga bæjarfulltrúa í Árborg, fara úr rúmum 6% 2002 í 12% samkvæmt könnun Gallup og fá einn mann kjörinn. Samkvæmt könnuninni munar ekki miklu á því að þriðji maður Samfylkingar eða fimmti maður Sjálfstæðisflokks fari inn á kostnað Framsóknar. 30% aðspurðra segja að ölvunar- akstur Eyþórs Arnalds dragi úr lík- um á að þeir kjósi Sjálfstæðisflokk- inn, en tveir þriðju aðspurðra sögðu að það hefði engin áhrif. Skoðanakönnun Gallup Meirihlut- inn í Ár- borg fallinn TVEIMUR nýjum spákortum hef- ur verið bætt á veðurvef mbl.is. Annars vegar korti sem sýnir hita- stig og loftþrýst- ing og hins veg- ar korti sem sýnir úrkomu og loftþrýsting. Um er að ræða fimm daga spár sem eru endurnýjaðar tvisvar á sólarhring, kl. 6 að morgni og síð- an kl. 18.00. Hægt er að skoða kortin með því að smella á myndir sem er að finna á upphafssíðu veð- urvefjarins. Þá er sýnd stærri út- gáfa af kortinu en fyrir neðan er síðan að finna smærri kort er sýna spár fram í tímann. Hægt er að smella á viðkomandi kort til að skoða stærri útgáfu eða smella á hnappinn Næsta eða Fyrri til að færa sig á milli kortanna. Spákort- in eru fengin hjá Veðurstofu Ís- lands. Ný spákort á veður- vef mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur fellt úrskurð óbyggðanefndar að því varðar þjóðlendu á Stórhöfða í Mýrdalshreppi úr gildi og viður- kennt kröfu stefnenda um að svæðið sé ekki þjóðlenda. Stórhöfði er sameignarland fimm jarða sem nefndar eru Péturseyjar- jarðir. Fyrr á öldum var þar aðeins ein jörð, Pétursey, og Stórhöfðinn því talinn eign hennar. Péturseyjar- jarðir hafa um aldir nýtt Stórhöfða til beitar í stórum stíl enda er lítið beitiland við Péturseyjarbæina. Eignarréttur ekki fallið niður Landið hefur bæði verið nýtt til sumarbeitar og vetrarbeitar og jafn- framt hafa Péturseyjarbændur nýtt þar fýlatekju og veiði. Nú eru um tvö til þrjú hundruð fjár á Stórhöfða á sumrin. Í úrskurði óbyggðarnefndar frá 10. desember 2004 segir að nefndin telji ekkert benda til þess að Stór- höfði hafi nokkurn tíma verið nýttur til annars en beitar og annarra þröngra nota. Þegar landsvæðisins sé getið í skriflegum heimildum sé það tengt upprekstri og afréttarnot- um. Nefndin taldi jafnframt líkur á því að Stórhöfði væri innan upphaf- legs landnáms í Mýrdal og hafi þann- ig orðið undiropinn beinum eignar- rétti. Ekkert lægi hins vegar fyrir um hvernig Péturseyjarjarðir væru að landsvæðinu komnar. Rannsókn óbyggðanefndar leiði til þeirrar niðurstöðu að þar sé þjóð- lenda. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að í dómi sýslumanns frá 10. júní 1776, sem mun vera elsta heim- ild sem fundist hefur um Stórhöfða, segi m.a. að hann hafi „alltíð verið fullkominn eigindómur Péturseyjar að fráteknu því ítaki, sem Keldudal- ur kunni þar í eiga og enginn megi sér greint pláts hagnýta framar en lands-drottinn eður Péturseyjar- ábúðenda leyfi það eftirláti.“ Dóminum þótti að stefnendur hefðu haft réttmætar væntingar til þess að Stórhöfði væri eignarland þeirra og þótti stefnda ekki hafa tek- ist að færa sönnur á það að eign- arréttur hefði fallið niður. Úrskurð- ur óbyggðanefndar var því felldur úr gildi og krafa stefnenda um að landið teldist ekki þjóðlenda viðurkennd. Viðurkennt að Stórhöfði sé ekki þjóðlenda ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.