Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Fróðleg og skemmtileg bók edda.is Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 10. – 16. maí. 4. Barnabækur „Fyrir þá sem ekkert þekkja til, bæði börn og fullorðna, er bókin forvitnileg en ekki síst skemmtileg og birtir vel þá miklu fjölbreytni semmyndlistin býður upp á. ... höfundar hafa skilað sínu ætlunarverki með sóma og nú er komið að okkur hinum, foreldrum, kennurum og leikskólakennurum að hjálpa henni áfram í veröldinni.“ Ragna Sigurðardóttir, Morgunblaðinu Ný sýning fyrir börnin í norðursal Kjarvalsstaða. Verk eftir Einar Garibalda, Erró, Gunnlaug Scheving og Jóhannes S. Kjarval. SÉRSTAKUR hljómur búlgarska kvennakórsins Angelite hefur fangað hlustendur um allan heim en í dag og á morgun mun hljómurinn fylla Hall- grímskirkjuna þar sem kórinn mun halda tvenna tónleika í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Það er óhætt að segja að Angelite sé á meðal þekktari söngsveita í heiminum á sviði heims- og þjóðlagatónlistar en kórinn hefur starfað frá árinu 1987. Þessi sérstaki hljómur kórsins byggir á aldagamalli sönghefð frá Balk- anskaga og vilja sumir útskýra hann sem afleiðingufjölþjóðamenningar Búlgaríu en Búlgarar hafa öldum saman deilt landi sínu meðal annars með Tyrkjum, sígaunum, Rúmenum, Armenum, gyðingum og Makedón- íumönnum. Söngurinn einkennist af mikilli notkun yfirtóna með kraft- miklum og oft á tíðum skerandi víbratólausum brjósttónum. Við þetta bætast hróp og öskur og ýmiss konar skraut. Tuttugu konur frá ýmsum hér- uðum Búlgaríu mynda Angelite- kvennakórinn og klæðist hver þeirra búningi heimahéraðs síns. Efnis- skráin í Hallgrímskirkjunni sam- anstendur annars vegar af trúarlegri tónlist hinnar búlgörsku rétttrún- aðarkirkju og hins vegar af búlgörsk- um þjóðlögum sem varðveist hafa í gegnum margar kynslóðir. Um er að ræða aldagömul sönglög sem hafa orðið til í afskekktum þorpum Búlg- aríu án tengsla við vestrænan heim. Í gegnum aldirnar hafa búlgarskar konur sungið um hinar kvenlegu skyldur, ástina, hjónabandið og vin- áttuna. Söngur þeirra á að end- urspegla hversdagsleika konunnar; umönnun fjölskyldunnar og búfjár og hið daglega amstur. Smám saman fóru kvennakórar að syngja þessi lög en söngur þeirra fór þó ekki að heyr- ast almennilega út fyrir landstein- anna fyrr en á áttunda áratugnum. Viðbrögð almennings við hinum búlg- arska söng hefur einkennst af bæði undrun og aðdáun og hefur honum gjarnan verið lýst sem „leynd- ardómsfullum“ og jafnvel „yfirskil- vitlegum“. Kvennakórinn Angelite sameinar söngtækni og tónblæ hefð- bundinnar búlgarskar söngtónlistar við margþætta formgerð í tónverkum samtímatónskálda. Sungið fyrir páfann Angelite hefur komið fram við ýmis tilefni á þeim rúmum tuttugu árum sem kórinn hefur verið starfandi, t.d. á Rauða torginu í Moskvu, á friðar- verðlaunahátíð Nóbels árið 1996 og á tónleikum fyrir páfann í Róm. Tölu- vert af geisladiskum hefur komið með kórnum en árið 1993 var hann tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir geisladiskinn „From Bulgaria With Love“ og tvöfalda geisladiskinn „Melody, Rythm and Harmony“ sem hefur að geyma tónleika- hljóðritun. Angelite hefur unnið með fjölmörgum listamönnum og má þar nefna tenórsöngvarann Luciano Pav- arotti, írsku hljómsveitina The Chief- tains, spænska flamenco-söngvarann Enrico Morente og barkasöngvara- sveitina Huun-Huur-Tu. Tónlist | Tvennir kórtónleikar í Hallgrímskirkju á Listahátíð Leyndardómur kvennakórsins Angelite Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Tuttugu konur frá ýmsum héruðum Búlgaríu mynda Angelite-kvennakórinn. Tónleikar Angelite hefjast klukkan fjögur í dag og á sama tíma á morgun og verða þeir í Hallgríms- kirkju. Georgy Petkov stjórnar kórnum. NÝHIL-hópurinn fagnar í dag opn- un Ljóðabókabúðar Nýhils en hún skal verða „ljóðsentrum“ næsta ár- þúsunds, eins og segir í tilkynning- unni. Þar segir enn fremur að í þess- ari verslun muni „öld hins íslenska ljóðs ná sínu hæsta flugi, hálfkalkað af súrefnisleysi sleikir eldtungur sól- arinnar og bros tunglsins.“ Versl- unin verður til húsa í kjallara Kjör- garðs, þar sem Smekkleysubúðin hefur einnig aðsetur. Fagnaðurinn hefst klukkan 16.00 og verða þarna ræðuhöld, nýhilískir ljóðaupp- lestrar, harmonikkumúsík auk þess sem hljómsveitin Retro Stefson stíg- ur á senuna. Samkoman stendur í tvo tíma. Morgunblaðið/Arnaldur Nýhil-hópurinn hyggst færa út kvíarnar með verslunarrekstri. Nýhil opnar ljóðabókabúð ÁRLEGT Vorvítamín kóranna við Hamrahlíð verður haldið á morgun, sunnudaginn 21. maí, í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Á tvennum tónleikum, kl. 14.00 og kl. 16.00, munu kórarnir syngja inn vorið og sumarið. Efnisskráin er til þess gerð að vekja vorhug og gleði, blanda gamalla gersema og nýrra. Þá munu einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr röðum kór- félaga láta ljós sitt skína sér- staklega til þess að gera dagskrána enn skemmtilegri. Milli tónleika verður kaffisala og þess má vænta að hið unga hæfi- leikafólk sem prýðir nú raðir kór- anna sýni þá á sér sínar bestu hlið- ar og skemmti gestum meðan á kaffinu stendur. Þá verður mynda- sýning, leikjahorn fyrir börn, kubb- ur verður úti á túni fyrir framan skólann, blómasala og kynning á nýju grænmeti og úrvalskaffi. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og inni- falið er kaffihlaðborð. Það er ókeyp- is fyrir börn og eldri borgara og all- ir eru hjartanlega velkomnir. Kórstarfið í Hamrahlíð hefur ver- ið viðburðarríkt á þessari vorönn sem er að ljúka. Í mars fór Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í söngferð norður og tók þátt í kóra- móti framhaldsskólanna sem haldið var á Akureyri. Í ferðinni hélt kór- inn einnig tónleika á Siglufirði og Sauðárkróki. Í byrjun apríl fluttu báðir kór- arnir, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn, Requiem Mozarts með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói. Nú að loknum prófum hefst und- irbúningur Hamrahlíðarkórsins fyr- ir Europa Cantat-hátíðina sem nú verður haldin í 16. sinn og að þessu sinni í Mainz í Þýskalandi. Kórinn hefur verið valinn sem einn þriggja úrvalsæskukóra Evrópu til að taka þátt í flutningi á Sálmasinfóníu Stravinskys á hátíðinni. Hamrahlíð- arkórinn mun ennfremur nú í júní verða meðal þátttakenda í Kóra- stefnunni við Mývatn og kynna þar íslenska kórtónlist. Sumarið sungið inn í Hamrahlíð Rauði dregillinn verður breiddur út í Hamrahlíðinni í tilefni dagsins. 14.00 Orðið tónlist – fjölljóðahátíð 2006. Workshop í Hafnarhúsi. 16.00 La Strada – kvikmynd. Fyrri sýning í Kvikmyndasafni Íslands. 16.00 Búlgarski kvennakórinn Angelite í Hallgrímskirkju. Fyrri tónleikar. 20.30 Orðið tónlist – fjölljóðahátíð 2006. Tónleikadagskrá í Hafn- arhúsi 21.00 Miriam Makeba, Grand finale. Stórtónleikar í Laug- ardalshöll. 23.30 Miðnæturmúsík í Iðnó. Benni Hemm Hemm. Laugardagur 20. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.