Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Alltaf eitthvað að gerast Stofnun Höfuðborgarstofu 2003 var mikið gæfuspor fyrir Reykjavík og íbúa hennar. Hún er nú efnahags- lega mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Uppbyggingin hefur verið ævintýraleg og þar hefur Höfuðborgarstofa verið lykilstofnun. Upplýsingamiðstöðin í Aðalstræti er glæsileg og mikilvægasti viðkomu- staður ferðamanna, hvort sem þeir hyggja á dvöl í Reykjavík eða ætla sér að ferðast út á land. Höfuðborgarstofa ber að auki ábyrgð á skipulagi og fram- kvæmd ýmissa viðburða á vegum borg- arinnar, s.s. Vetrarhátíðar, Hátíðar hafsins og Menn- ingarnætur, auk þess sem hún hefur verið gífurlegur styrkur fyrir skipuleggjendur stórra viðburða í borg- inni. Þar má nefna Hinsegin daga, Iceland Airwaves, Reykjavíkurmaraþon, Food and Fun og marga marga fleiri. Breytingin í þessum efnum er ótrúleg. Það er alltaf eitthvað spennandi og skemmtilegt sem stendur til í Reykjavík. Þessa breytingu má að miklu leyti rekja til hinnar örvandi tilveru Höfuðborgarstofu. Vönduð stefnumótun Grunnur að velgengni Höfuðborgarstofu er tvíþættur. Annars vegar er það sérstaklega kraftmikið og ósér- hlífið starfsfólk sem hefur unnið frábært starf, sam- borgurum sínum til heilla. Því hefur tekist að virkja borgarbúa og stofnanir borgarinnar og það hefur náð undraverðum árangri á stuttum tíma. Hins vegar er það óvenjuviðamikil stefnumótun sem unnin var í ferðamálum, fyrst undir forystu Þórólfs Árnasonar og síðar undir forystu Dags B. Eggertssonar og Svanhild- ar Konráðsdóttur. Að þessari stefnumótun kom mikill fjöldi borgarbúa, ferðaþjónustufólk, verslunarmenn, listamenn, athafnaskáld, starfsmenn borgarinnar, borgarfulltrúar, prestar, kennarar, afar, ömmur, pabb- ar og mömmur. Fjölgun ferðamanna Ég fullyrði að uppgangur ferðaþjónustunnar í Reykja- vík hafi orðið til þess að gjörbreyta ferðaþjónustunni á Íslandi. Nú sjást ferðamenn á götum Reykjavíkur í des- ember jafnt sem í ágúst. Þannig var það ekki hér áður. Ferðamenn sáust hér eingöngu yfir sumarið. Fæstir dvöldu lengi í Reykjavík en komu sér beint út á land. Í dag er landslagið allt annað, öllum til heilla, Reykjavík og landsbyggðinni. Tölurnar tala sínu máli, ferða- mannastraumur hefur aukist úr 290 þúsund ferða- mönnum árið 2002 í 370 þúsund ferðamenn árið 2005. Ferðamenn dvelja lengur og skila þar af leiðandi meiru til þjóðarbúsins. Heimsbyggðin tekur eftir Reykjavík er komin á hið alþjóðlega kort sem frábær menningarborg, ferðamannaborg, verslunarborg, heilsuborg og ráðstefnuborg. Hún er gestrisin borg, nútímaleg og hana umvefur dásamleg íslensk náttúra. Þessu hefur tekist að koma á framfæri og þess vegna hefur þessi ótrúlega uppsveifla orðið í straumi ferða- manna til landsins. Erlendir ferðamenn telja að Reykjavík sé hrein og örugg borg og telja jafnframt að slagorðið Pure Energy sé gott og lýsandi fyrir þá upp- lifun sem þeir hafa notið í borginni. Aðgerðir stjórnvalda geta verið til góðs. Uppbygg- ing Höfuðborgarstofu er skýrt dæmi þess. Ég er stoltur af árangrinum sem náðst hefur á síðustu þremur árum. Reykjavík er komin á kortið Eftir Felix Bergsson Höfundur er leikari og skipar 13. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. STARFSEMI margra fyrirtækja í dag er einungis bundin við tölvu, síma og fax. Mörg smáfyrirtæki, oft með 1–5 starfsmenn, í hinum og þessum greinum, sérstaklega þjónustutengdum, eru með þessum hætti. Í þeirri miklu atvinnuuppbyggingu og samfélagsbreyt- ingum sem eiga sér stað í Fjarðabyggð er kominn góður kostur fyrir slík fyrirtæki til að hafa aðstöðu. Kynna þarf eigendum slíkra fyrirtækja kosti þess að flytja fyrirtæki sín í Fjarðabyggð. Það verður einungis gert með öflugri markaðskynningu. Það er nauðsyn- legt að nýta sér þann mikla meðbyr og þá uppbyggingu sem á sér stað í dag með því að fullnýta alla mögu- leika sem eru í stöðunni varðandi áframhaldandi atvinnuuppbyggingu. Við hjónin tókum þá ákvörðun ár- ið 2003 að flytjast til Eskifjarðar með fyrirtæki okkar frá Reykjavík. Það sem spilaði þar mest inn í var að við erum bæði fædd og uppalin á Eskifirði og við vildum ekki að börn- in okkar færu á mis við það frelsi sem fylgir því að búa á litlum stað úti á landi. Sú rulla sem maður fær svo oft að heyra um skort á skemmtun og afþreyingu, hátt matar- og raf- magnsverð er úr sér gengin. Í dag er komin lágvöruverslun í Fjarða- byggð, það eru nokkur kaffihús og nú síðast er verið að fara að opna bíó. Heitt vatn hefur fundist í nokkr- um byggðakjörnum innan Fjarða- byggðar og rafmagnið engu dýrara en fyrir sunnan. Bæði Byko og Húsasmiðjan eru með verslanir í Fjarðabyggð. Leikskóli, golfvöllur og rjúpnalendur í göngufæri En hvað höfum við umfram? Það tekur mig ca 2 mínútur að komast í vinnuna í staðinn fyrir 20–40 mín- útur úr Kópavogi niður í miðbæ Reykjavíkur áður. Fasteignaverð er mun lægra, þrátt fyrir miklar hækk- anir undanfarið. Það er innan við 5 mín. nálægð við tómstunda- og íþróttaiðkun ýmiss konar s.s. golf- velli (þar sem ekki þarf að panta tíma, bíða 2 ár eftir félagsaðild eða bíða 1–2 klst. á 1. teig), skotsvæði, hesthús, íþróttavelli og sundlaugar, fallegar gönguleiðir úti í náttúrunni svo eitthvað sé nefnt. Á haustin er göngufæri beint úr garðinum upp í hlíð í berjamó, á veturna rjúpnalend- ur og fjörðurinn fullur af svartfugli. Við feðgarnir röltum okkur oft seinni partinn niður á bryggju með veiðistöng. Fólki er oft tíðrætt um forgangsröðun. Í mínum huga er það fyrst fjölskyldan og síðan vinnan. Hér í Fjarðabyggð þarf hvorugt að víkja fyrir hinu. Það er gott að búa í Fjarðabyggð nýtum okkur fjölskylduvænt um- hverfi bæjarins okkar til að laða að ný fyrirtæki því fyrirtækin snúast líka um fólk. Lifið heil. Fjarðabyggð – vænlegur kostur fyrir smáfyrirtæki? Eftir Jens Garðar Helgason Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf. og í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. ÞAÐ ER skoðun Samfylkingarinnar að sveitar- félögin eigi að taka ábyrgð á allri þjónustu við eldri borgara líkt og annarri nærþjónustu við íbúa sveitarfé- lagsins. Allir eiga rétt á heimaþjónustu og heima- hjúkrun ef þörf er á og eðlilegra er að skipuleggja það allt frá einni hendi en ekki mörgum eins og nú er. Efla þarf heimaþjónustu og heimahjúkrun svo fólk geti búið heima eins lengi og það kýs og getur og sveitarfélagið þarf að tryggja örugg úr- ræði þegar á þarf að halda. Samfylk- ingin í Kópavogi vill taka upp þjón- ustutryggingu, þannig að ef óeðlilega dregst að veita þá þjónustu sem þarf skapast réttur þjónustuþega til greiðslu frá sveitarfé- laginu. Með því skapast aukin pressa á sveitarfélagið að leysa úr málum íbúanna eins fljótt og auðið er. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja vel við bakið á Sunnuhlíðarsamtökunum og því góða starfi sem þar er unnið og tryggja fyrirhugaða stækkun Sunnuhlíðar á Kópavogstúninu á kjörtímabilinu. Samfylkingin styður við áform um uppbyggingu Hrafnistu við Boðaþing, en það verður jafnframt að tryggja að þar eigi allir mögu- leika á búsetu óháð efnahag. Þessi mál þarf að skoða mjög vel áður en farið verður í framkvæmdir. Sam- fylkingin vill tryggja fjölbreytt búsetuúrræði fyrir aldraða og að þeim gefist kostur á að búa hvort sem er í fjölbýli eða sérbýli, m.a. með því að skipuleggja sér- býlishúsahverfi fyrir eldri bæjarbúa á Kópavogstúni. Við viljum að fasteignagjöld aldraðra verði tekjutengd svo ekki sé verið að taka óhófleg gjöld af fólki með lág- ar tekjur. Við viljum áfram öflugt félagsstarf eldri borgara og að þeim bjóðist fjölbreytt námskeið af ýmsu tagi, m.a. í tengslum við Kvöldskóla Kópavogs. Við viljum skapa eldri borgurum í Kópavogi aðstöðu til að stunda öflugt íþrótta- og tómstundastarf og nýta m.a. þá aðstöðu sem er í grunnskólum bæjarins og íþróttamannvirkjum og einnig leggjum við til að það verði ókeypis í strætó fyrir ellilífeyrisþega. Samfylkingin er lýðræðislegur flokkur sem trúir á að samráð og samvinna við íbúa sé vænlegast til að ná bestum árangri í átt að samfélagi sem öllum líkar vel að búa og starfa í. Þess vegna mun Samfylkingin í Kópavogi stofna öldungaráð, nefnd eldri borgara til ráðgjafar og umsagnar um þau mál á hendi sveitarfé- lagsins er varða eldri borgara. Þannig eru mestar lík- ur á að þjónustan verði í samræmi við þörfina. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæj- arstjórn Kópavogs hefur haft 16 ár til að bæta þjón- ustuna við eldri borgara. Það er kominn tími til að reka þá út af og gefa Samfylkingunni umboð til að vinna með eldri borgurum í Kópavogi. Við höfum sýnt það með málflutningi okkar síðustu árin að okkur er full alvara með að vilja bæta hag eldri borgara. Samfylkingin í Kópavogi ætlar að gera stórátak í málefnum aldraðra Eftir Kristínu Pétursdóttur Höfundur er kennari og skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. KOSNINGABARÁTTAN í Reykjavík hefur töluvert snúist um stórframkvæmdir á borð við Sunda- braut og flugvallarstæði fyrir innan- landsflug. Það er sérkennilegt að fylgjast með því hvernig stjórn- málaflokkar hafa keppst við að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn í þessari umræðu. Sem fyrrverandi rektor Tæknihá- skóla Íslands, skóla sem menntaði fólk í sérfræðigreinum um um- ferðarmannvirki og aðrar stór- framkvæmdir, get ég ekki betur séð en flest framboð kjósi að hafa vit fyr- ir sérfræðingum okkar og gera lítið úr þeirra störfum. Flugvallarstæði Framsóknarflokkurinn setur fram einn valkost í flugvallarmálinu, flug- völl út á Löngusker, en Vinstri grænir velja Hólmsheiðina. Hvor- ugur þessara kosta hefur þó verið rannsakaður með afgerandi hætti frá öryggissjónarmiðum, veðurfari, tækni- og hönnunarþáttum, um- hverfissjónarmiðum og arðsemi. Samfylkingunni er nokkuð sama hvert innanlandsflugið fer og vill það helst til Keflavíkur en Frjálslyndi flokkurinn vill ekki rannsaka neina möguleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill hins vegar láta rannsaka og meta alla möguleikana og bera þá saman við núverandi flugvallarsvæði. Sundabraut Umræðan um Sundabrautina er sama marki brennd, hvað varðar ábyrgðarleysi gagnvart mikilvægi sérfræðilegra rannsókna og upplýs- ingaöflunar. Samfylkingin hefur viðrað ýmsar hugmyndir í þessum efnum og er enn að. Ótrúlegur hringlandaháttur Dags B. Eggerts- sonar er líklega besti þverskurð- urinn af öllum þeim hugmyndum sem Samfylkingin hefur sett fram. Það hefur ekki farið fram nein heild- stæð rannsókn né mat á raunhæfni þessara valkosta en samt skal kjósa um þá. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem vill rannsaka alla möguleika, bæði hvað varðar flug- völlinn og Sundabraut, leita til sér- fræðinga um raunhæfni valkosta og taka síðan afstöðu til þeirra. Stjórnmálamenn eða börn að leik Að fylgjast með þessari umræðu er eins og að lesa vísindaskáldsögu eða horfa á börn spila Matador. Þar get- ur ímyndunaraflið fengið að njóta sín, enda er spilað upp á gervipen- inga og hugmyndaflugið nær ekki út fyrir spilaborðið. Pólitísk ábyrgð þeirra sem gantast með tugmilljarða óígrundaða kostnaðarliði og mik- ilvæg öryggisatriði þúsunda ein- staklinga, er hins vegar töluvert meiri. Áður en hægt er að kjósa um stað- setningu flugvallar eða legu Sunda- brautar þá skulum við ná þjóðarsátt um það að leita til okkar frábæru sérfræðinga á sviði tækni, verk-, veður-, líf- og jarðfræði svo ein- hverjir séu nefndir og láta þá vinna úr þeim valkostum sem stjórn- málamenn geta síðan tekið afstöðu til. Við þörfnumst álits sérfræðinga okkar hjá Vegagerðinni, verk- fræðistofum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum sem málið varðar, flugmönnum, íbúum nærliggjandi íbúðasvæða og annarra hags- munaaðila. Eftir þetta ferli er komið að stjórnmálamönnum að taka af- stöðu til raunhæfra valkosta og taka ákvörðun eða kjósa um í kosningum, ekki fyrr. Ábyrgð stjórnmálamanna Eftir Stefaníu Katrínu Karlsdóttur Höfundur er fv. rektor Tækniháskóla Íslands og frambjóðandi á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. VILLINGANESVIRKJUN í Skagafirði hefur lengi verið á dagskrá og skiptar skoðanir um byggingu hennar. Eftir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar 2002 mynduðu sjálfstæðismenn og vinstri grænir meirihluta í Sveit- arfélaginu Skagafirði. Í málefnasamningi flokkanna var kveðið svo á, að lögð skyldu til hliðar áform um virkjun í Héraðsvötnum við Villinganes. Ekki voru sjálfstæðismenn í sveitarstjórn einhuga um þá niðurstöðu, sem síðan leiddi til harðra deilna um málið inn- an meirihlutans. Skal sú saga ekki rakin hér. Felld var til- laga um að setja Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag Skagafjarðar, en þess í stað náðist samkomulag um, að gert yrði ráð fyrir svonefndri Skatastaðavirkjun í kynning- artexta að aðalskipulaginu, en undirbúningsvinna fyrir hana er skammt á veg komin. Sem kunnugt er, setti „álráðherra“ Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir, ásamt nefnd iðnaðarráðuneytis, Alcoa og þriggja sveitarfé- laga á Norðurlandi, af stað samkeppni á liðnum vetri um staðarval fyrir hugsanlegt álver auðhringsins Alcoa í Norðurlandi ásamt tilheyrandi virkjunum. Á fundi á vegum iðnaðarráðherra, sem haldinn var í félags- heimilinu Ljósheimum í febrúar vegna kynningar á staðarvalinu, lagði oddviti sjálfstæðismanna fram bókun, ásamt sveitarstjórnarfulltrúum Framsóknarflokks og Samfylkingar, þar sem lýst var vilja þessara flokka til að vinna með Alcoa að uppbyggingu álvers í Skagafirði, yrði niður- staðan sú að staðsetja það þar. Einnig er staðhæft, að mikill meirihluti íbúa Skagafjarðar styddi álver í héraði, þrátt fyrir að kannanir sýndu hið gagnstæða. Alcoa ákvað sem kunnugt er að velja Húsavík sem mögulegan stað fyrir álver, og Skagfirðingar gátu andað léttar í bili. En málið er ekki þar með úr sögunni. Á ágætum kynningarfundi um Austurdalinn, sem haldinn var í félagsheimilinu Árgarði 22. febrúar, þar sem var húsfyllir, kom fram að verði af virkjun við Skatastaði verður ásýnd dalsins stórlega spillt, m.a. nokkrar af fegurstu þverám hans eyðilagðar. Einnig mundu siglingar á jökulsánum leggjast af. Vinstri hreyfingin – grænt framboð í Skagafirði hefur einn flokka staðið einhuga um verndun jökulsánna í Skagafirði og gegn stóriðju í héraðinu, sem vissulega myndi spilla hinni fögru og jákvæðu ímynd Skagafjarðar. Nú nálgast sveitarstjórnarkosningar enn á ný. Þá bregður svo við, að flokkarnir þrír í Skagafirði, sem knékrupu auðhringnum Alcoa á liðnum vetri, minnast vart á stóriðju né virkjanir í Skagafirði í stefnuskrám sín- um. Það passar heldur ekki nú um stundir og ekki vænlegt til fylgis, þess vegna fer þögnin best. En sporin hræða. Áfram þurfa menn að vera á varðbergi. Vinstri græn í Skagafirði munu hér eftir sem hingað til stuðla að eflingu atvinnutækifæra í Skagafirði í sátt við náttúru og umhverfi. Það vita Skagfirðingar af reynslu síðasta kjörtímabils. Allir sem vilja skipa sér í þá fylkingu, eiga skýran valkost að kjósa lista VG í Skagafirði í kosningunum 27. maí nk. Þar eru línurnar hreinar. Skagafjörður – hreint umhverfi, hreinar línur Eftir Ólaf Þ. Hallgrímsson Ólafur Þ. Hallgrímsson er sóknarprestur á Mælifelli og skipar 11. sæti á framboðslista vinstri grænna í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.