Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvar í fjáranum hefur hann sett „góðærisgleraugun“? Ég ætla bara rétt að vona að hann hafi ekki tekið þau með sér í bankann. Meirihluti sveitarfé-laga með fleiri en250 íbúa dró úr félagslegri heimaþjónustu á milli áranna 2001 og 2003, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoð- unar um þjónustu við aldr- aða frá því í haust. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur gagnrýnt þetta og var haft eftir henni í Morgunblaðinu í vikunni að þessi staðreynd ylli henni miklum von- brigðum og væri umhugs- unarefni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir meðal annars að á undan- förnum misserum hafi sums staðar orðið til biðlistar eftir heimaþjón- ustu, en þeim sem njóti hennar hafi einnig fjölgað og 27% aldraðra sem bjuggu heima hafi fengið slíka þjónustu á árinu 2003. Það ár hafi flestir notið þjónustunnar á Norð- urlandi eystra (25%) og í Reykja- vík (26%) en aðrir landshlutar hafi verið rétt undir landsmeðaltali. Árið 2003 hafi hvert heimili fengið þjónustu í tæplega 2,4 tíma að meðaltali. Þjónustan hafi farið heldur minnkandi en árið 1999 hafi sambærileg tala verið 2,9 tímar á viku. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir einnig að meirihluti sveitar- félaga hafi dregið úr þjónustutím- um á milli áranna 2001 og 2003, þar af tæplega helmingur um meira en 10%. Fram kemur að Reykjavíkurborg veitti óbreytta þjónustu og sveitarfélög á borð við Hafnarfjörð, Akureyri, Skaga- fjörð, Árborg, Vestmannaeyjar og Mosfellsbæ juku hana. Í Kópavogi, Reykjanesbæ, Garðabæ, Seltjarn- arnesi, Akranesi og Ísafjarðarbæ, var hins vegar dregið úr þjónust- unni. Þar kemur fram að sé miðað við árin 1999–2003 komi enn meiri munur í ljós. Um 70% sveitarfé- laga hafi dregið úr þjónustu á tímabilinu, þar af 54% um meira en 10%. Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri Kópavogs, segir að bærinn sé alltaf að auka þá heimaþjónustu sem fyrir hendi er og bæta við starfsfólki til starfa í heimaþjón- ustu. Öldruðu fólki hafi fjölgað á síðustu árum og ætla megi að um 400–500 aldraðir einstaklingar hafi flust úr Reykjavík í Kópavog á tímabilinu. Hann bendir á að Kópavogsbær vilji fá að taka yfir heimahjúkrun við aldraða og að sú þjónusta verði samþætt heima- þjónustunni. „Það er eina vitið en bæði verður þjónustan betri og fjármunir sparast,“ segir Gunnar. Heilbrigðisráðuneytið hafi hins vegar ekki viljað taka þetta til greina. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri Akureyrar, segir ummæli heilbrigðisráðherra ekki eiga við um Akureyri. Félagsleg heima- þjónusta sé hvergi betri en þar í bæ. „Við höfum verið með þjón- ustusamning við ríkið um þessi málefni, heilsugæsluna og málefni fatlaðra og það er á allra vitorði að þessum málaflokki er hvergi betur sinnt en á Akureyri,“ segir hann. Að sögn Karls Guðmundssonar, sviðsstjóra félagssviðs hjá Akur- eyrarbæ, hefur bærinn sinnt allri eftirspurn eftir félagslegri heima- þjónustu í mörg ár. „Það er enginn biðlisti og við höfum alltaf haft nóg starfsfólk. Það hefur ekki dregið úr því. Það er ákveðin stöðnun en það er einfaldlega vegna þess að það er ekki meiri eftirspurn eftir þjónustunni í bili,“ segir hann. Staðan í hjúkrunarmálum sé einn- ig góð og nánast enginn á biðlista eftir hjúkrunarrými. „Auðvitað léttir það á heimaþjónustu í sjálfu sér,“ segir hann. Akureyrarbær hafi ekki lent í vanda vegna mann- eklu en „við erum aðeins að byrja að finna fyrir því núna hvað varðar sumarafleysingar“, segir hann. Aðspurður hvað megi þakka góðri stöðu í þessum málaflokki á Akureyri bendir Karl á að undan- farin 10–15 ár hafi Akureyrarbær verið með samvinnu heimaþjón- ustunnar og heimahjúkrunar. Með þessu hafi skynsamlegri vinnu- brögð verið innleidd. „Fólk kemur saman og skipuleggur heimsóknir til viðkomandi eftir þörfum og mæta kannski ekki báðir á sama tíma,“ segir hann. Regína Ásvaldsdóttir, sviðs- stjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar, segir ummæl- um heilbrigðisráðherra varla geta verið beint gegn Reykjavíkurborg, enda sýni skýrsla Ríkisendurskoð- unar að í Reykjavík sé hlutfall aldraðra sem nýtur félagslegrar heimaþjónustu hæst. Á móti komi að hlutfall heimahjúkrunar sé lægst í Reykjavík, en heimahjúkr- unin sé á hendi ríkisins. Regína segir það stefnu Reykjavíkurborg- ar að heimaþjónusta og heima- hjúkrun verði samþætt og unnið hafi verið að tilraunaverkefni á því sviði undanfarin ár. Regína segir að ekki skorti fólk til starfa í heimaþjónustu um þessar mundir, líkt og verið hafi í haust. „Það vantar aðeins eitt og hálft stöðu- gildi í heimaþjónustunni af 180 stöðugildum,“ segir Regína. Út- gjöld til heimaþjónustu hafi ekki verið lækkuð heldur frekar aukin sem og þjónustan, en borgin sé nú að byrja að bjóða kvöld- og helg- arþjónustu. Hún segir að borgin nái að sinna öllum sem óska eftir þjónustunni. Fréttaskýring | Þjónusta sveitarfélaga við aldraða íbúa Vilja sinna heimahjúkrun Skynsamlegri vinnubrögð með samvinnu heimaþjónustu og heimahjúkrunar Eldri borgarar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Svíar leggja áherslu á þjónustu við elsta fólkið  Í Svíþjóð fengu árið 2004 að- eins 8,5% heimabúandi Svía, 65 ára og eldri, sambærilega þjón- ustu og félagsleg heimaþjónusta veitir á Íslandi, en hér á landi var hlutfallið 27% árið 2003. Í Sví- þjóð er áhersla lögð á elsta ald- urshópinn og þar í landi virðist meiri áhersla en hér á að veita fáum mikla þjónustu. Regína Ásvaldsdóttir segir mjög áhuga- vert að skoða þá leið sem Svíar hafa valið. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.