Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 61 FRÉTTIR ÍSLAND sendir lið í opnum flokki og í kvennaflokki á Ólympíuskákmót- ið sem fram fer dagana 20. maí til 4. júní næstkomandi í Ólympíuþorpinu í Tórínó á Ítalíu. Í opnum flokki er gert ráð fyrir að liðin verði 139 talsins en að þau verði 101 í kvennaflokki. Ef marka má röðun liða eftir stigum ætti liðið í opnum flokki að lenda í 26. sæti en í kvennaflokki má fyrirfram búast við að það lendi í 51. sæti. Yrði þetta raunin væri árang- urinn betri en á síðasta á móti en þá lenti liðið í opnum flokki í 47. sæti af 129 keppnisliðum og liðið í kvenna- flokki lenti í 51. sæti af 87 þátttöku- þjóðum. Hvað sem spádómum líður eru ís- lensku liðin skipuð neðangreindum skákmönnum: Liðið í opnum flokki 1. borð: Hannes Hlífar Stefánsson (2579) 2. borð: Jóhann Hjartarson (2619) 3. borð: Helgi Ólafsson (2521) 4. borð: Henrik Danielsen (2520) 1. vm.: Stefán Kristjánsson (2480) 2. vm.: Þröstur Þórhallsson (2448) Liðið í kvennaflokki 1. borð: Lenka Ptácníková (2138) 2. borð: Guðlaug Þorsteinsdóttir (2138) 3. borð: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (2013) 1. vm. : Sigurlaug Friðþjófsdóttir (1876) Það verður afar fróðlegt að fylgjast með hvernig liðinu í opnum flokki muni reiða af en Jóhann Hjartarson teflir aftur fyrir íslenska liðið eftir tíu ára fjarveru. Einnig er liðinu mikill styrkur í stórmeistaranum Henrik Danielsen en eins og kunnugt er öðl- aðist hann íslenskt ríkisfang undir lok síðasta árs. Hinir liðsmennirnir tóku þátt á síðasta Ólympíumóti og má bú- ast við að þeir séu allir að vilja gerðir til að liðið standi sig betur en þá. Með Jóhann og Henrik innanborðs gæti ís- lenska liðið skotist upp á meðal þeirra tuttugu bestu. Til að svo verði þarf allt að ganga upp, ekki síst í lokaum- ferðunum en samtals verða tefldar 13 umferðir á mótinu. Liðið í kvennaflokki hefur umtals- verða reynslu í keppnum af þessu tagi. Gengi liðsins mun velta mikið á því hvort atvinnumaðurinn innan liðs- ins, Lenka Ptácníková, muni ná sér á strik. Guðlaug, Íslandsmeistari kvenna, er mjög sigld í kvennakeppn- um og getur halað inn vinningum þegar sá gállinn er á henni. Keppnin gæti orðið Guðfríði Lilju og Sigur- laugu erfið en keppnisskap þeirra er slíkt að þeim gæti tekist að komast langt á því. Nánari upplýsingar um Ólympíu- skákmótið er að finna á heimasíðu FIDE, www.fide.com og heimasíðu mótsins, www.chessolympiad-tor- ino2006.org. Kamsky er með pálmann í höndunum Þó að við miklu sé búist af end- urkomu Jóhanns Hjartarsonar í ís- lenska landsliðið er ólíklegt að hann komist með tærnar þar sem banda- ríski stórmeistarinn Gata Kamsky (2671) hefur hælana. Þegar sjö um- ferðum af tíu er lokið á ofurmótinu Mtel Masters í Sofíu í Búlgaríu hefur stigalægsti keppandinn frá Banda- ríkjunum vinningsforskot á Viswan- athan Anand (2803). Reyndar varð Kamsky fyrir skakkaföllum í fimmtu umferð þegar hann beið lægri hlut gegn heimamanninum og heims- meistaranum Veselin Topalov (2804). Topalov sýndi allar sínar bestu hliðar, fórnaði skiptamun og hélt stöðu and- stæðingsins í algjörri gíslingu. Þegar Gata lék sínum 41. leik með svörtu knúði heimsmeistarinn hann til upp- gjafar með næsta leik sínum: Sjá Stöðumynd 1 42. Hxe7+! og svartur gafst upp enda verður hann mát í framhaldi af 42...Kxe7 43. Bxf6+ og það sama verður upp á teningnum eftir 42...Hxe7 43. Dh8+. Kamsky, sem hefur menntað sig í lögfræði, lét þetta ekki á sig fá og í næstu umferð sýndi hann og sannaði að það eru fáir jafn harðir af sér og hann. Hann hafði þá hvítt gegn fyrr- verandi heimsmeistara FIDE, Rusl- an Ponomarjov (2738) og þegar Úkr- aínumaðurinn lék 35...d5-d4? var sá bandaríski ekki lengi að finna veikan blett í stöðu svarts. Sjá Stöðumynd 2 36. e6! Með þessu opnast sjöunda reita- röðin enn frekar fyrir hrók hvíts sem og 5. reitaröðin fyrir drottninguna. Samspil þessara tveggja manna gera tafl svarts tapað. 36...Db1+ 37. Kh2 fxe6 38. Dh5! Rd6 39. Bxd4 Bxf3 40. Hxg7+ Kf8 41. Dh6 og svartur gafst upp enda fátt um fína drætti í stöðu hans. Mótinu lýkur sunnudaginn 20. maí en nánari upplýsingar um það er að finna á heimasíðu þess, http:// www.mtelmasters06.com/. Mun endurkoma Jóhanns fleyta Íslandi í fremstu röð? SKÁK Tórínó á Ítalíu ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 2006 20. maí – 4. júní 2006 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Endurkoma Gata Kamsky er fáum lík enda er snilligáfa hans óumdeild. Jóhann Hjartarson vakinn og sofinn í útgáfunni. Tilfinn- ing hans fyrir móðurmálinu var ein- stök og glíma þýðandans honum ástríða. Ég minnist þess ekki að hann hafi nokkurn tíma minnst á lífshlaup sitt eða einkamál, og það er fyrst núna að ég átta mig á því að ég veit sáralítið um manninn. En það fór vel á með okkur og það var ætíð notalegt og uppörvandi að heimsækja hann í Norðurmýrinni þar sem bækur og blöð flutu um hillur, borð og stóla og vitnuðu um óbilandi iðjusemi hans. Ég mun ætíð minnast hans með hlý- hug og þakklæti fyrir frábæra sam- vinnu. Gísli Már Gíslason. Alltaf er ég jafnóviðbúinn þegar ég heyri að einhver vinur eða kunningi hafi kvatt þennan heim. Þannig varð mér við er ég sá frétt um andlát Franz Gíslasonar fræði- manns og leiðsögumanns af Guðs náð. Þó hann hafi ef til vill ekki trúað svo mjög á almættið sló hlýtt hjarta í brjósti hans undir stundum hrjúfu yf- irborði. Ég kynntist Franz Gíslasyni fyrir 30 árum sem leiðsögumanni og fór með honum sem bílstjóri hjá fyr- irtæki mínu Snæland Grímssyni í fleiri ferðir með erlenda ferðamenn en ég kem tölu á. Á þeim tíma sem kynni okkar hóf- ust voru mjög í tísku 12 daga ferðir um hálendi Íslands þvert og endi- langt, en þá var yfirleitt gist í tjöld- um. Sumar þessar ferðir gátu orðið slarksamar og fór það mjög eftir veðri og vindum. Gott var þá að hafa Franz sér við hlið, t.d. þegar taka þurfti ákvörðun að morgni um hvort rífa ætti tjöldin upp í norðanhríð í Nýjadal eða Herðubreiðarlindum, kalsarigningu og 2 stiga hita á Mý- vatni eða hávaðaroki í Kverkfjöllum. Á slíkum stundum stóð hann vakt- ina og æðraðist hvergi. Ég minnist þeirra mörgu stunda er við á leið okkar af Sprengisandi eða úr Öskju að Mývatni, að Franz hafði á orði að vonandi hefði hitinn haldið sér í Grjótagjá, en aldrei létum við hjá líða að fá okkur bað þar á ferðum okk- ar og fá hlýju í kroppinn. Eitt sinn komum við af Hveravöll- um eftir kaldsaman dag og gistum á Laugarvatni síðustu nótt í 19 daga ferð. Ég hafði komið mér fyrir í tjald- inu og var að festa svefn þegar Franz barði dyra og spurði hvort ég ætti snaps handa þýska hópstjóranum sem væri að drepast úr kulda. Ég kvaðst ekki hafa nein ráð með það, en hann svaraði að bragði að ég, fúleygður fjallafantur skyldi drífa mig í brækurnar og leysa úr því hið snarasta. Ekki þorði ég annað en hlýða, dreif mig í brækurnar, fór á rölt og hitti bílstjóra frá Ólafi Ketilssyni sem átti eina flösku af brennivíni sem hann lét mig hafa eftir nokkrar fortölur. 15 árum seinna er við Franz sátum að spjalli sagði hann upp úr þurru. Aldrei hef ég vitað brennivínsflösku drukkna á jafnstuttum tíma eins og þessa á Laugarvatni. Ekki varð okkur meint af þeim drukk og oft höfum við átt gott sam- starf síðan. Margir þýskir ferðamenn sem ferðuðust með okkur höfðu á orði að hann talaði mjög gott þýskt mál og var hann ávallt með þeim hæstu í ein- kunnagjöf sem erlendir ferðamenn gáfu leiðsögumönnum sínum. Ég kveð Franz Gíslason með virð- ingu og þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem hann hefur veitt mér sem leiðsögumaður og félagi. F.h. Snæland Grímsson ehf., Lárus Þórir Sigurðsson. Við Franz vorum svilar í allnokkur ár. Að auki áttum við um hríð samleið í sósíalískum stúdentafélögum. Á sama tíma og ég var sendikennari í Greifswald og Vestur-Berlín, stund- aði hann nám í Leipzig. Við umgeng- umst því töluvert á þrítugsaldrinum og höfðum reyndar alltaf veður hvor af öðrum. Franz hafði eins og fleiri góðir menn megnustu skömm á markaðs- kerfinu, sem metur útsjónarsemi í peningamálum hundraðfalt hærra en nokkra aðra gáfu eða hæfileika mannsins. Hann var samt á yngri ár- um öllu beiskari út í heiminn en margir félagar okkar. Honum þótti líka óþarft að láta satt kyrrt liggja, og gat jafnvel gert sig óþægilegan í jóla- boðum hjá góðborgaralegum fjöl- skyldum. Ég heyrði það eitt sinn út- skýrt þannig að þetta væri í blóðinu. Hvað sem því leið var hann kominn af hinni skaftfellsku Þórunni grasakonu og Filippusi og var reyndar nýbúinn að ritstýra bókinni Grasaættin með niðjatali ásamt ágripi af sögu þeirra og barnanna. Eins og fleiri félitlir vinstri sinn- aðir stúdentar leitaði hann eftir námsstyrk austantjalds og innritað- ist í hina voðalegu blaðamennsku- deild við háskólann í Leipzig, þar sem að hans sögn eitt gilti öllu ofar: Flokkurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Það var of mikið fyrir mann með sjálfstæða hugsun og hann hrökklað- ist þaðan eftir fyrsta veturinn. Hann var reyndar ekki einn um það. Seinna hóf hann nám í sögu Suður-Ameríku og lauk prófi. Að því kom að hann fékk viðlíka skömm á því stjórnarfari sem hafði hugsjónir hans sjálfs um andlegt frelsi og jafnrétti á stefnu- skrá sinni en framkvæmdi þær með þveröfugum formerkjum. Aldrei féll hann þó í þá aumingjagryfju að verða andsósíalisti. Fyrir þrem áratugum lágu leiðir saman að nýju og nú á hálendi Ís- lands. Franz var þá orðinn þjálfaður í löngum gönguferðum með frönskum harðlífismönnum, sem lögðu metnað sinn í að ferðast og borða sem spar- legast. Göngufús hópur sem kallaði sig kommatrimmið innlimaði Franz og hann gekk fyrsta sumarið með okkur yfir Ódáðahraun. Einn helsti vandi á þeirri leið er vatnsleysi, og þarf að finna sér náttstað við óbráð- inn skafl. Á þá rambaði Franz, enda gæddur ratskyni sem hann trúði bet- ur en áttavita. Á það reyndi ekki síð- ur næsta sumar þegar gengið var frá Landmannalaugum í Þórsmörk áður en nokkur á hafði verið brúuð eða nokkur skáli reistur á þeirri leið – og brast á snjóhríð kringum Háskerð- ing. Franz hafði ætíð verið hneigður fyrir skáldskap og fagurkeri á ljóð. Á síðara hluta ævinnar gaf hann sig æ meir að þeim hugðarefnum. Hann fékkst talsvert við þýðingar, einkum úr þýsku, og var mjög virkur við tímarit þýðenda, Jón á Bægisá. Um áratugaskeið var hann einn helsti tengiliður milli íslenskra og þýskra nútímaskálda og skipulagði sameig- inlegar upplestrarferðir þeirra í í báðum löndum í samvinnu við rit- stjóra hins þekkta menningartíma- rits Die horen. Meðal síðustu stórra verka hans í þessum geira var þýðing á ferðaþáttum Bruno Schweizers mál- og þjóðfræðings um Ísland sumrin 1935 og 1936, sem var þriðja bindi bókanna Úr torfbæjum inn í tækniöld og út kom 2003. Margir hefðu haft gott af að hann yrði ekki svona bráðkvaddur. Árni Björnsson. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR HULDAR MAGNÚSDÓTTUR frá Dölum, Fáskrúðsfirði, síðar Bakka í Kelduhverfi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykja- vík. Björg Gunnlaugsdóttir, Sverrir Ólafsson, Erla Óskarsdóttir, Magnús Gunnlaugsson, Ríkey Einarsdóttir, Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, Stefán Óskarsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Gunnar Einarsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Páll Steinþórsson, Valdís Gunnlaugsdóttir, Vignir Sveinsson og fjölskyldur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns og föður, ATLA ELÍASSONAR, Suðurgerði 2, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til Kiwanisklúbbsins Helgafells, Sinawikklúbbsins Helgafells, Golfklúbbs Vest- mannaeyja, Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, vina og ættingja. Kristín Frímannsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGIMUNDAR ÞORKELSSONAR vélvirkja, áður til heimilis í Sporðagrunni 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Þorkell R. Ingimundarson, Helga Geirmundsdóttir, Þráinn Ingimundarson, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.