Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 1 VEXTIR HÆKKA Helstu lánastofnanir hafa hækkað inn- og útlánsvexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar. Hækkuðu óverðtryggð inn- og útlán um allt að 0,75 prósentustig og verðtryggð lán um allt að 0,30 prósentustig. Vextir á íbúðalánum verða eftir breytingar 4,90% nema hjá KB banka 4,75%. Landsbanki Íslands hefur samhliða þessu ákveðið að miða hámarks- veðsetningu íbúðalána við 70% Makeba hérlendis Suður-afríska söngkonan Miriam Makeba sagðist aldrei hefðu trúað því að hún myndi fá tækifæri til þess að sækja Ísland heim, en hún er nú stödd hér á landi og syngur í dag fyr- ir Íslendinga í Laugardalshöll, á tón- leikum sem eru á vegum Listahátíð- ar í Reykjavík. Vilja færri flóttamenn Spænska stjórnin vill að Evrópu- sambandið aðstoði hana við að stemma stigu við miklum flótta- mannastraumi frá Afríku til Kan- aríeyja, sem eru undir stjórn Spán- ar. Benda Spánverjar á að komist fólkið til eyjaklasans sé það í reynd komið til Evrópu í lagalegum skiln- ingi og vandinn því ekki þeirra einna. Fangabúðum verði lokað Sérstök nefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna, sem berst gegn pynt- ingum, hvetur Bandaríkjastjórn til að loka fangabúðunum í Guant- anamo-herstöðinni á Kúbu. Þar eru hundruð manna sem grunuð eru um aðild að hryðjuverkum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 40 Fréttaskýring 8 Bréf 50 Úr verinu 12 Kirkjustarf 52/53 Viðskipti 16 Minningar 54/61 Erlent 18/19 Myndasögur 66 Minn staður 20 Dagbók 66/69 Akureyri 22 Víkverji 66 Landið 22 Staður og stund 68 Árborg 24 Velvakandi 67 Suðurnes 24 Bíó 74/77 Menning 26/29, 70/77 Ljósvakamiðlar 78 Daglegt líf 30/35 Staksteinar 79 Umræðan 36/50 Veður 79 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %       &         '() * +,,,                VERÐLAUN fyrir þátttöku í hjólareiðaátakinu Hjólað í vinnuna voru veitt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en 246 vinnustaðir tóku þátt í átakinu í ár. Í flokki fyr- irtækja með 400 starfsmenn eða fleiri sigraði Alcan, en 43% starfsmanna tóku þátt og hjóluðu þeir 19.115 kíló- metra í átakinu. Er þetta í þriðja skiptið sem Alcan sigrar í þessum flokki. Í flokki sveitarfélaga bar Reykjavíkurborg sigur úr býtum, Alþingi sigraði í flokki vinnustaða með 150–399 starfsmenn, Síðuskóli í flokki vinnustaða með 70–149 starfsmenn, Sundlaug Dalvíkur í flokki vinnustaða með 30–69 starfsmenn, Ráðhúsið í Stykkishólmi í flokki vinnustaða með 10–29 starfsmenn og Efnalaug Suðurlands í flokki vinnustaða með 3–9 starfsmenn. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, afhentu verðlaunin. Morgunblaðið/Eyþór Stefán Konráðsson og Jón Karl Ólafsson afhenda þátttakendum verðlaun. Alcan sigraði þriðja árið í röð Vont veður aftrar umfangs- mikilli leit LEITIN að Pétri Þorvarðar- syni, 17 ára pilti frá Egilsstöð- um, hefur engan árangur bor- ið en leitað hefur verið daglega frá því sl. sunnudag. Ekki hefur spurst til Péturs síðan aðfaranótt sunnudagsins en þá var hann í Grímstungu, skammt frá Grímsstöðum á Fjöllum. Takmarkaðri leit haldið áfram Um helgina munu björgun- arsveitir á Norður- og Austur- landi halda áfram leit og könn- uð verða ákveðin svæði þar sem líklegra þykir að hann finnist. Áætlað var að um- fangsmikil leit yrði um helgina en vegna veðurspár og lélegra skilyrða til leitar mun leit með þátttöku björgunarsveita af öllu landinu verða frestað til fimmtudags í næstu viku. Mikið hefur verið leitað að Pétri síðustu daga, en alls engar vísbendingar hafa bor- ist um ferðir hans. Hundar hafa verið notaðir við leitina, en það hefur ekki skilað ár- angri. FINNINN Olli Rehn, sem fer með stækkunarmálin í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB), telur að hægja muni á stækkunar- ferlinu þegar Rúmenía og Búlgaría hafi fengið aðild. Kom fram í svari við fyrirspurn hjá hugveitunni European Policy Centre í Brussel í gær að Ísland gæti ef til vill orðið næst til að ganga í ESB á eftir tveim- ur áðurnefndum ríkjum. Alls eiga nú 25 ríki aðild að sam- bandinu. Rehn sagði að ekki væri sennilegt að fleiri ríki myndu bætast við fyrr en eftir að væntanlegar um- bætur hefðu verið gerðar á reglum um fjárlagagerð og öðrum stofnana- þáttum ESB. Hann sagði að á eftir Íslandi væri Króatía líkleg til að bætast í hópinn. Nota yrði næstu ár til að gera stofnanir ESB starfhæf- ari og sannfæra almenning um að það hefði verið til góðs að taka inn 10 ný ríki í einu eins og gert var 2004. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði á fundi í Kaupmannahöfn, að því er fram kom á NFS í gær, að Ísland nyti virðingar í Evrópu og kvaðst hann vera viss um að almenn við- brögð yrðu jákvæð ef Íslendingar vildu ganga í sambandið. Hann bætti jafnframt við að Íslendingar hefðu ekki sótt um aðild að sambandinu. Rehn segir Ísland geta fljótlega orðið ESB-ríki TAPI Framsóknarflokkurinn miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum og Sjálfstæðisflokkurinn bæti heldur við sig mun það hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsam- starfið. „Fram- sóknarmenn munu ekki sitja undir því að standa einir í vörn fyrir verk ríkis- stjórnarinnar meðan samstarfs- flokkurinn hleyp- ur í stjórnarandstöðu í umdeildum málum í miðri kosningabaráttu,“ seg- ir Björn Ingi Hrafnsson aðstoðar- maður forsætisráðherra og efsti mað- ur á lista Framsóknar í Reykjavík á heimasíðu sinni í gær. Björn Ingi sagði aðspurður að því hefði verið haldið fram að landsmálin hefðu blandast mjög mikið inn í kosn- ingabaráttuna fyrir þessar sveitar- stjórnarkosningar og að það bitnaði sérstaklega á Framsóknarflokknum. „Ég held að ég sé ekkert einn um það að velta því fyrir mér hvernig svoleið- is geti bara bitnað á öðrum stjórn- arflokknum. Ég hef verið hugsi yfir ýmsu sem hefur komið úr þeirri átt upp á síðkastið,“ sagði Björn Ingi. Hann benti á að þegar kæmi að stórum málaflokki eins og öldrunar- málunum væri það auðvitað sameig- inlegt verkefni ríkisstjórnarinnar að gera betur í þeim efnum. Hann og fleiri framsóknarmenn hefðu talað fyrir því að það yrði gert og honum líkaði ekki sá tónn í sumum sjálfstæð- ismönnum að kenna framsóknar- mönnum einum um, því margt bland- aðist þar inn í eins og til dæmis málefni fjármálaráðuneytisins, eins og þeir sjálfir vissu fullvel. „Ég hef einfaldlega talið að fram- sóknarmenn hafi sýnt full heilindi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og ætl- ast auðvitað til þess að aðrir sýni það líka,“ sagði Björn Ingi ennfremur. Hann sagðist vera þess fullviss að staðan myndi batna á lokasprettinum. Framsókn hafi haft tilhneigingu til þess að fá mun meira fylgi í kosn- ingum en í könnunum einhverra hluta vegna. „Ég tel að framsóknarmenn þurfi núna að virkja allan sinn her og hvert einasta atkvæði skipti máli, en ég dreg ekki dul á það að ef flokk- urinn kæmi illa út úr þessum sveit- arstjórnarkosningum þá myndi það alveg augljóslega hafa áhrif á sam- starfið í ríkisstjórninni, því það er al- veg ljóst að flokkurinn myndi ekki horfa aðgerðalaus upp á slíkt án þess að bregðast við í tíma fyrir næstu þingkosningar. Ég held að allir hljóti að skilja það,“ sagði Björn Ingi. Mikið fylgistap mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Verjum ekki einir verk ríkisstjórnarinn- ar meðan samstarfsflokkurinn hleypur í stjórnarandstöðu í umdeildum málum Björn Ingi Hrafnsson Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.