Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í kvöld mun Suður-Afríska söng-konan Miriam Makeba haldatónleika í Laugardalshöllinni á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Makeba fæddist í Jóhannesborg árið 1932 og á langan og drama- tískan feril að baki. Þegar hún var þrettán ára tók hún þátt í hæfi- leikakeppni í trúboðaskóla og vann til fyrstu verðlauna. Eftir það var henni boðið að syngja á ýmsum at- burðum og hæfileikar hennar spurðust hratt út. Hún byrjaði að syngja með Cuban Brothers en varð virkilega þekkt í heimalandi sínu árið 1952 þegar hún söng með djass- sveitinni Manhattan Brothers. Hún var með þeirri hljómsveit til ársins 1957 þegar hún gekk til liðs við kvennasöngsveitina Skylarks. Á þessum tíma fékk hún boð um að heimsækja Evrópu og Ameríku þar sem hún vakti athygli tónlistarman- anna Harry Belafonte og Steve Al- len og komst á frægðarbrautina. Árið 1959 var hún fyrsti Suður- Afríkubúinn til að vinna Grammy- verðlaun, fyrir plötuna An Evening with Harry Belafonte & Miriam Makeba.    Örlögin tóku í taumana hjá Makeba árið 1960 þegar henni var bannað að snúa aftur til fæðing- arlands síns eftir að hún kom fram í heimildarmynd gegn kynþáttahatri. Hún var sögð hættuleg og uppreisn- argjörn af ríkisstjórn Suður-Afríku sem samanstóð af hvítum karl- mönnum. Hún sneri ekki aftur þangað fyrr en þrjátíu árum seinna. Makeba kom fram í hinni frægu afmælisveislu Kennedy forseta Bandaríkjanna árið 1962 í Madison Square Garden þar sem Marilyn Monroe söng svo eftirminnilega „Happy Birthday“ fyrir forsetann. Árið 1967, meira en tíu árum eftir að Makeba samdi lagið, varð Pata Pata gefið út í Bandaríkjunum og sló í gegn um allan heim, það er hennar frægasta lag enn í dag. Makeba var dáð af Ameríkönum, en þeir snerust gegn henni þegar hún giftist róttæka blökkumannaleið- toganum Stokely Carmichael, árið 1968, en hann var líka þekktur und- ir nafninu Kwame Ture. Margir túlkuðu þetta hjónaband sem póli- tíska yfirlýsingu frá Makeba. Þótt henni væri ekki bannað að dvelja í Bandaríkjunum var hætt við alla tónleika hennar og plötusamninga þar í landi vegna hjónabandsins. Þá flutti hún aftur til Afríku, núna til Gíneu, þar sem henni var tekið opn- um örmum. Carmichael var þriðji eiginmaður Makeba en áður var hún m.a. gift trompetleikaranum Hugh Masekela. Makeba og Car- michael voru skilin fyrir 1980. Eftir að hún flutti til Gíneu fór hún í tónleikaferð um Evrópu, Suð- ur-Ameríku og Afríku á sjöunda og áttunda áratugnum og jukust vin- sældir hennar til muna við það.    Þrátt fyrir að hafa alltaf litið á sigsem tónlistarmann en ekki stjórnmálamann hefur óttalaus bar- átta hennar fyrir réttindum blökku- manna veitt henni fjölmargar al- þjóðlegar viðurkenningar, m.a. friðarverðlaun Dags Hammer- skjolds árið 1986 og UNESCO- tónlistarverðlaunin 1993. Banninu á Makeba í Suður-Afríku var aflétt árið 1988 og sneri hún aft- ur þangað 1990, fjórum árum seinna fór hún af stað með verkefni til að safna fé til verndar konum í Suður-Afríku. Makeba hefur þurft að ganga í gegnum meira á ævi sinni en að vera útskúfuð úr eigin landi, því hún hefur lifað af alvarlegt bílslys, flugslys, krabbamein og að missa einkabarn sitt. Hún þykir ennþá jafn áhrifarík á eldri árum og þegar hún var ung í blóma lífsins. Hún er stríðsmaður friðar og frelsis sem hefur aldrei gefist upp á að tala gegn illsku og kynþátta- hatri. Makeba hefur í áraraðir verið í fremstu röð listamanna heims og er af mörgum talin áhrifamesti sendiherra Suður-Afríku enda hef- ur hún fengið viðurnefnið „Mama Africa“. Á ferli sínum hefur hún gefið út yfir þrjátíu plötur en nýj- asta plata hennar, Homeland, kom út árið 2001 og fyrir hana hlaut hún tilnefningu til Grammy-verð- launanna. Þetta er í fyrsta skipti sem Makeba kemur til Íslands en það var eina Vestur-Evrópulandið sem hún hafði aldrei heimsótt. Íslendingar fá heiðurinn af því að hlusta á síðustu tónleika þessarar frægu söngkonu því eftir kvöldið í kvöld hefur Miri- am Makeba ákveðið að draga sig í hlé frá tónlistinni og helga líf sitt mannréttindabaráttunni. Makeba, músík og mannréttindi ’Örlögin tóku í taumanahjá Makeba árið 1960 þegar henni var bannað að snúa aftur til fæðing- arlands síns eftir að hún kom fram í heimildar- mynd gegn kynþátta- hatri.‘ Reuters Miriam Makeba á djasshátíð í Afríku 1. apríl síðastliðinn. ingveldur@mbl.is AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir KAMMERSVEIT Reykjavíkur til- einkar W.A. Mozart glæsilega dag- skrá á Listahátíð á morgun í til- efni þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu meistarans. Á efnisskrá eru þrír konsertar: píanókonsert nr. 25 í C-dúr, fiðlukonsert nr. 4 í D-dúr og klarínettukonsert í A- dúr. Ásamt Kammersveitinni koma fram þrír framúrskarandi einleik- arar; þau Einar Jóhannesson klar- ínettuleikari, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1974 og með henni leika margir af færustu tónlist- armönnum Íslands. Markmiðið með stofnun sveitarinnar var að gefa áheyrendum kost á reglu- legum tónleikum með kamm- ertónlist allt frá barokktímanum til nútímans og um leið að gefa hljóðfæraleikurum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Kammersveitinni hefur tekist það ætlunarverk sitt því hún hefur átt fastan sess í tónlistarlífi landsins frá stofnun. Stjórnar og spilar Einar Jóhannesson gegnir stöðu 1. klarínettuleikara hjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands og hefur spil- að með Kammersveitinni í mörg ár. Hann mun leika klarínettukons- ert í A-dúr á tónleikunum. Að- spurður segir hann þann konsert vera með betri verkum Mozarts. „Mozart talar við sálina í þessum konsert. Hann samdi konsertinn nokkrum vikum fyrir andlát sitt og því er hann svolítið djúpur en samt er mikil gleði,“ segir Einar og bætir við að Mozart sé án efa eitt af sínum uppáhaldstón- skáldum. Enginn hljómsveitarstjóri er á tónleikunum en einleikararnir munu einnig gegna stöðu hans. „Ég sé um að stjórna þegar þarf.“ En hvernig er að stjórna og spila einleik um leið? „Maður þarf að- eins að koma hljómsveitinni af stað með smáábendingum. Hljóm- sveitin er svo með kafla inn á milli þar sem einleikarinn fær smáhvíld og þar get ég veifað höndum ef mér finnst ég þurfa að stjórna þeim eitthvað. En á tónleikunum er mjög ólíklegt að ég fari að veifa mikið,“ svarar Einar og hlær. Krefjandi Mozart Víkingur Heiðar Ólafsson er að- eins tuttugu og tveggja ára gamall og var að ljúka námi við hinn virta Juilliard-tónlistarháskóla í New York. „Ég verð áfram í New York næstu tvö ár. Ég hef verið mjög ánægður þessa fjóra vetur mína í Juilliard og mun því einnig taka mastersgráðu við skólann,“ segir Víkingur, sem er einn af eftirtekt- arverðustu fulltrúum yngri kyn- slóðar íslenskra tónlistarmanna. Víkingur hefur ekki spilað með Kammersveit Reykjavíkur áður. „Það er mikill heiður að spila með Kammersveitinni því þetta er frá- bær hópur tónlistarmanna. Ég mátti velja hvaða píanókonsert ég vildi spila á tónleikunum og ég valdi einn minn uppáhaldskonsert, nr. 25 í C-dúr.“ Aðspurður af hverju þessi píanókonsert sé í slíku uppáhaldi segir Víkingur margt koma til. „Bæði er hann mjög krefjandi og jafnvel fram- úrstefnulegur á köflum en samt allt að því rómantískur, svo er hann furðu lítið spilaður miðað við marga píanókonsertana eftir Moz- art og það kitlaði svolítið að spila eitthvað sem heyrist ekki oft.“ Víkingur segist spila mikið af Moz- art. „Tónlist Mozarts er mjög tær og ég er hrifinn af slíkri tónlist. Það er líka krefjandi að spila Moz- art, bæði tæknilega og tónlist- arlega.“ Stóri D-dúrinn Una Sveinbjarnardóttir fiðluleik- ari hefur spilað með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í vetur og er þetta í annað sinn sem hún kemur fram með Kammersveitinni. „Það er frábært tækifæri að fá að spila með þeim aftur því þetta er ein- vala lið tónlistarmanna og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim.“ Una mun flytja fiðlukonsert nr. 4 í D-dúr eftir Mozart. „Þetta er konsert sem er stundum kallaður á fiðlumáli stóri D-dúrinn, því að hann skrifaði tvo konserta í D-dúr, númer 2 og 4,“ segir Una og bætir við að þetta sé einn af þremur stórum konsertum Mozarts, sem voru í G-, D- og A-dúr. „Þessi fiðlukonsert er mjög klassískur. Hann byrjar fjörlega á trompet- legu fanfare-þema sem er svo unnið út frá. Annar kaflinn í konsertinum er einn af þeim allra fallegustu sem Mozart hefur skrifað.“ Að eigin sögn hefur Una mjög gaman af því að spila Mozart og segir konsert- ana hans hafa fylgt sér frá því hún var unglingur í fiðlunámi. Tónlist | Þrír einleikarar koma fram með Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð á morgun Þrír konsertar eftir Mozart Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Tónleikar Kammersveitar Reykja- víkur eru í Langholtskirkju annað kvöld, sunnudaginn 21. maí, kl. 20:00. Morgunblaðið/Eyþór Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik- ari leika einleik með og stjórna Kammersveit Reykjavíkur annað kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.