Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKLAR umræður og deilur hafa verið um staðsetningu flug- vallar fyrir innanlandsflug í Reykjavík og um leið varaflugvöll fyrir millilandaflug. Í þessari grein er engin afstaða tekin til flugvallarstaðsetning- arinnar, heldur gerð tilraun til að meta kosti og galla þeirra möguleika sem eru inni í myndinni. Sett er fram tillaga að matslykli þar sem einkunnin 1 er „best“ og einkunnin 10 „verst“. Ef verulegur vafi leikur á einkunn fær hún töluna 5. Vægi hinna tíu at- riða er lagt að jöfnu, en þeim má að sjálfsögðu gefa stuðla eftir áherslu og mikilvægi. Útkoman er hagstæðari eftir því sem lokatalan er lægri. Eftirfarandi tíu þættir vega væntanlega þyngst þegar mat er lagt á flugvallarstæði; A. Flugöryggi B. Öryggi og ónæði fyrir íbúa C. Stofnkostnaður D. Rekstrarkostn- aður E. Aðflug F. „Ásættanleiki“ G. Annað, t.d. há- spennulínur og spennuvirki H. Áhætta/viðhald I. Þjónusta/lokun J. Ferðatími til vall- ar Tillaga I: „Óbreytt ástand“ Flugvöllurinn er í Vatnsmýrinni og byggð ný samgöngu- miðstöð ofl. Samtals 37. Tillaga II:„Bættur Reykjavíkur- flugvöllur“. A-V braut framlengd til vesturs út í sjó. Samtals 39. Tillaga III: Flug- braut á Lönguskerj- um. Samtals 45. Tillaga IV: Flug- völlur á Miðdals- heiði. Samtals 50. Tillaga V: Flug- völlur í (Hvassa) hrauni, SA af Straumsvík. Samtals 41 Tillaga VI: Innan- landsflugið flutt til Keflavíkur. Þessi tillaga hefur þann „annmarka“ að varaflugvöllur hverfur úr nágrenni Keflavíkur og því er 5 punktum bætt við hana. Samtals 37 +5 = 42 Niðurstöður eru teknar saman í meðfylgjandi töflu. Lokaorð Auðvitað er einhver áherslu- munur manna á meðal á vægi ofangreindra atriða. Til dæmis er áhættan við flugbraut á Löngu- skerjum metin mikil hér, bæði vegna þess að landfyllingar síga, þær eru viðkvæmar fyrir jarð- skjálftum og svo vegna hækkunar á yfirborði sjávar á næstu áratug- um. Sumir myndu vilja setja inn umhverfisáhrif líka. Hlut sjúkra- flugs er sleppt. Ekki er heldur farið út í vangaveltur um verð- mæti byggingarlands sem Reykja- víkurflugvöllur þekur, enda næsta ógerlegt. En niðurstöðurnar eru þó um margt fróðlegar og vonandi þess virði að þær verði skoðaðar nánar. Tillaga að matslykli fyrir flugvallarstæði Óli Hilmar Jónsson fjallar um flugvallarmál ’… engin afstaða er tek-in til flugvallarstaðsetn- ingarinnar, heldur gerð tilraun til að meta kosti og galla þeirra möguleika sem eru inni í myndinni.‘ Óli Hilmar Jónsson Höfundur er arkitekt og flugáhugamaður. I II III IV V VI A 2 2 2 3 2 2 B 6 6 5 2 2 4 C 3 6 9 7 7 4 D 3 4 5 6 5 3 E 3 3 2 5 4 1 F 9 7 5 5 5 9 G 3 3 3 7 5 2 H 3 4 8 5 4 2 I 3 3 4 5 3 2 J 2 2 2 5 4 8 Samtals 37 40 45 50 41 37 +5 ALKUNNA er að meðal íþrótta- áhugamanna leynast drjúg mörg at- kvæðin og þess vegna eru íþrótta- mál ofarlega á baugi þegar kosningar færast nær. Hafa því mörg drögin verið lögð að reiðhöll- um, golfvöllum, spark- völlum og öðrum höll- um á þessum árstíma, fjórða hvert ár. Siglingamenn hafa hér orðið útundan og er það krafa siglinga- manna að þeim sé búin aðstaða til samræmis við það sem gerist með önnur íþrótta- eða fé- lagasamtök, svo þeir megi stunda og þróa sína íþrótt til jafns við aðra. Aðdráttarafl hafna og smábáta er óumdeilt. Sérstök menning skapast við sjávarsíðuna þar sem smábátar lóna við kæj- ann. Venjulega iða slík svæði af mannlífi – þar sem sjórinn og ná- lægðin við hann leikur aðal- hlutverkið. Snarfari í Reykjavík hefur notið þeirrar blessunar að geta byggt upp svæði sitt við Naustavog frá árinu 1985. Sú uppbygging sem þar hefur átt sér stað hefur sett mikinn svip á borgina í tvo áratugi. Félagið er nú orðið langstærsta félag bátaeigenda á Íslandi með hátt í 300 félaga. Þúsundir Reykvíkinga ungra og aldinna hafa sótt gleði sína á góðviðrisdegi í Naustavoginn. Sumum finnst þeir hreinlega komnir til útlanda. Þverpólitísk samstaða var um áframhaldandi veru Snarfara í Naustavogi á fundi með helmingi borgarfulltrúa seint á síðasta ári. Í framhaldi af þeim fundi hófust viðræður við borgina um framleng- ingu leigusamnings félagsins á svæðinu. Og umræður um frekari uppbyggingu. Datt þá einhverjum í hug að hefja vinnu við rammaskipulag svæðisins frá Súðarvogi og eitthvert upp í Ár- túnsbrekkur. Hófst þá ,,umræðu- pólitík“ og viðræðum Snarfara við Reykjavíkurborg lauk þar með. Á opnum fundi 21. mars sl. í Ráð- húsinu var vinnu stýrihópsins ýtt á flot. Ekki fengust svör hvort Snar- fari rúmaðist innan svæðisins. Á fundi í Sæbjörgu – skipi Lands- bjargar 8. maí sl. um aðstöðumál skemmtibáta voru m.a. nokkrir af forvígismönnum Reykjavíkur í skipulagsmálum. Fram kom á þeim fundi að ekki er samstaða innan borgarkerfisins um að Snarfari verði áfram á svæði sínu við Nausta- vog. Þessi orð borgar- stjóraefnis Sam- fylkingarinnar eru í al- geru ósamræmi við orð núverandi borg- arstjóra á fundinum frá því í síðasta haust, þar sem hún undir áhrifum sjávarloftsins sá ekki ástæðu til ann- ars en samningur Snarfara við Reykja- víkurborg yrði fram- lengdur. Óvissa um stöðu fé- lagsins er með öllu óásættanleg. Hundruð milljóna hafa verið lagðar í uppbyggingu á svæð- inu síðustu 20 árin. Félagið skorar á frambjóðendur í Reykjavík að tjá sig um málið og tryggja félaginu áframhaldandi veru við Naustavog. Félagið hefur allt frá stofnun 1975 horft fram á veginn til uppbyggingar. Félagar Snarfara sjá svæðið og aðdráttarafl starfsemi félagsins sem eitt það áhugaverðasta sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Réttmæt krafa félagsins er að at- hafnasvæði Snarfara verði tekið út úr heildarmyndinni og samþykkt sérstaklega, enda hefur verið um það pólitísk sátt hjá borginni að fé- lagið sé ekki á förum af svæðinu. Starfsemi Snarfara ætti fullvel að rúmast innan hugmynda um byggð austan Elliðaáa – enda ekki áætl- anir um íbúabyggð á Snarfara- lóðinni sjálfri. Ætla má að íbúðir á fyrirhuguðu byggingasvæði yrðu eftirsóttari vegna nálægðarinnar við Snarfara. Við viljum tryggja Snarfara þá aðstöðu sem félagið hefur byggt upp í landi Reykjavíkur fyrir Reykvík- inga alla. Íþróttir fyrir alla, eða hvað? Jóhannes Valdemarsson fjallar um aðstöðu siglinga- manna í Reykjavík ’Siglingamennhafa hér orðið útundan …‘ Jóhannes Valdemarsson Höfundur er formaður Snarfara. Umsjónarmaður hefuralloft vikið að því aðfurðu algengt er aðruglað sé saman orða- tiltækjum eða föstum orða- samböndum þannig að úr verður hálfgerður óskapnaður. Skulu nú enn rakin nokkur dæmi þessa. Orðatiltækið það er/verður handagangur í öskjunni vísar til þess er menn keppast við að ná e-u eftirsóknarverðu úr íláti (smjöröskju), yfirfærð merking tekur því til þess er mikið gengur á. Handagangur vísar því til þess er allir/margir beita höndunum til að ná e-u eftirsóknarverðu. Í nú- tímamáli bregður stundum fyrir orðmyndinni hamagangur, t.d.: í bruni kvenna var heldur betur hamagangur í öskjunum (Útv. 17.2.06). Ætla má að hér sé það merkingin sem veldur breyttri mynd en slík málbeiting samræm- ist hvorki uppruna né málvenju. Orðatiltækið hafa e-ð á sinni könnu merkir ‘hafa e-ð að annast, bera ábyrgð á e-u’ þar sem kanna vísar upphaflega til eyrnamarks á búfé, síðar til eignarhalds. Nú- tímamyndin á sér fornar rætur og hún hefur haldist óbreytt fram til þessa. Eftirfarandi dæmi er því ótækt: Samfylkingin hefur mála- flokkinn undir sinni könnu (Sjónv. 24.1.06). Flestir munu kannast við orða- samböndin leita e-s (með) logandi ljósi ‘leita vandlega að e-u’ og e-ð gengur/fer ljósum logum ‘e-ð er öllum sýnilegt’. Vísan hins fyrra er augljós en hið síðara kann að tengjast draugatrú eða þess að ljósir logar eru áberandi. Merking orðasambandanna tveggja er ólík en liðirnir logandi ljós og ljósir logar eru ekki ósvipaðir og það veldur trúlega samfalli í eftirfar- andi dæmi: að nauðsynlegt sé að leita ljósum logum utan flokksins að hæfu fólki (Blaðið 7.1.06). Ýmis orðasambönd með stofn- orðinu botn vísa til endimarka eða lágmarks, t.d. komast til botns í e-u ‘skilja e-ð til fulls’; kafa til botns í e-u ‘kanna e-ð til hlítar’ og ná botninum ‘vera kominn að endimörkum slæmrar þróunar’. Þess væri því að vænta að orða- sambandið sjálfstraustið er í botni vísaði til afar lítils sjálfstrausts. Umsjónarmaður hefur hins vegar rekist á allmörg dæmi þar sem merkingin er þveröfug, t.d.: sjálfs- traustið var í botni ‘var mjög mik- ið’ (Frbl. 6.11.05). Hér hefur því orðið merkingarbreyting og ætla má að henni valdi nýmælið gefa í botn ‘hraða sér sem mest’ þar sem undanskilið er bensínið ‘bensíngjöfina’. Bein merking orðasambands- ins halda e-u á loft er ‘lyfta e-u á loft’ en yfir- færð merking er ‘láta mikið bera á e-u; aug- lýsa e-ð’. Í fornu máli vísar það ávallt til hreyfingar (á loft), sbr. hliðstæðuna halda e-u fram. Í nútímamáli er afbrigðið halda e-u á lofti algengt og vísar það til kyrrstöðu (á lofti), sbr. hliðstæð- urnar halda e-u uppi, úti, niðri … Elstu dæmi um lengri myndina eru frá fyrri hluta 19. aldar. Af orðatiltækinu eru kunn ýmis af- brigði, t.d. bera e-ð á loft; e-ð kemur á loft; færa e-ð á loft og hefja e-ð á loft. Umsjónarmaður hefur hins vegar hvergi rekist á afbrigðið kasta e-u á loft en lengi er von á einum eins og sagt er: áætlanir um þrjár nýjar stór- iðjuframkvæmdir hafa kastað þeim væntingum á loft að gengi krónunnar verði mjög hátt í kring- um 2010 (Frbl. 22.2.06). Umsjón- armanni þykir þetta dæmi lítt fag- urt, trúlega stafar það af því að hann sér það ekki fyrir sér hvern- ig kasta megi væntingum á loft. Eitt er að taka e-ð fyrir ‘taka til umfjöllunar’ og annað að taka fyr- ir e-ð ‘banna e-ð’, t.d. taka varnar- mál fyrir á fundi ‘fjalla um varnar- mál’ og taka fyrir sölu á áfengum bjór ‘banna sölu á áfengum bjór’. Merkingarmunurinn er skýr og þessum orðasamböndum ber að halda aðgreindum. Þess er ekki gætt í eftirfarandi dæmi: … degi áður en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tekur fyrir kjarn- orkuáætlun Írana [tekur kjarn- orkuáætlunina fyrir] (Blaðið 28.4.06). Úr handraðanum Orðatiltækið vík er (á) milli vina virðist merkja í nútímamáli ‘vinir ná ekki að hittast sökum fjar- lægðar, of langt er á milli vina’. Af því eru kunn ýmis afbrigði og vafalaust kannast ýmsir við ann- ars konar notkun. Umsjónar- maður rakst á eftirfarandi dæmi: Greinilegt er hins vegar að vík er milli vina og óvíst hvort um heilt grói (Frbl. 5.3.06). Nútímamerk- ingin er þó naumast upphafleg. Umsjónarmaður telur að upp- runalega merkingu sé að finna í málshættinum Vík skyldi milli vina og fjörður í milli frænda. Hann er kunnur frá 16. öld og virðist merkja ‘best er að skammt sé á milli vina (því að engi maður getur sér betri eign en góða vini) en langt á milli frænda (því að frændur eru frændum verstir)’, þ.e. vináttan er traustari en frændsemin. Af þessu leiðir að boðskapurinn felst í andstæðunni vík–fjörður, síðan fellur síðari hluti málsháttarins brott svo að eftir stendur vík skyldi á milli vina og þá verður breytt vísan auð- skilin. Flestir munu kannast við orðasamböndin leita e-s (með) logandi ljósi ‘leita vandlega að e-u’ og e-ð gengur/fer ljós- um logum ‘e-ð er öllum sýni- legt’. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 77. þáttur Í KVÖLDFRÉTTATÍMA Sjón- varpsins 16. maí sl. var greint frá því að bandarísk hernaðaryfivöld hefðu verið skikkuð, með tilvísun í banda- rísk upplýsingalög, til að afhenda myndbrot sem tekið var úr öryggismyndavél við Pentagon 11. septem- ber 2001. Í fréttinni var staðhæft að fyrr- nefnt myndbrot sýndi farþegaflugvélina American 77 „steyp- ast á Pentagon“. Eft- ir að hafa skoðað fyrrnefnt myndbrot lengi og gaumgæfi- lega gat ég ekki greint neitt sem leit út fyrir að vera far- þegaflugvél. Til þess að vera viss í minni sök ákvað ég að sýna fjórum öðrum aðilum mynd- brotið. Af þessum fjórum treysti sér enginn til þess að bera kennsl á farþegaflugvél í myndbrotinu, hvort sem ég spilaði myndbrotið á venjulegum hraða eða ramma fyrir ramma. Í þessu ljósi þykir mér fullyrðing frétta- stofu Sjónvarps, um að mynd- bandið sýni farþegaflugvél „steyp- ast á Pentagon“ , vera óskiljanleg þar sem enga flugvél er hægt að greina í myndbrotinu. Þar sem fréttastof- an vitnaði ekki í heimildarmann fyrir fullyrðingunni að myndbrotið sýndi far- þegaflugvél „steypast á Pentagon“ geri ég ráð fyrir að það sé skoðun fréttastof- unnar að myndbandið sýni einmitt það. Skoðun fréttastof- unnar um hvað mynd- brotið sýnir getur ekki talist frétt. Það eina sem getur talist frétt- næmt við fréttina er myndbrotið sjálft. Órökstudd umfjöllun af þessu tagi kallast ekki frétt, hún kallast áróður. Frétt eða áróður? Stefán Þorgrímsson skrifar um efnistök Sjónvarpsins Stefán Þorgrímsson ’Það eina semgetur talist frétt- næmt við frétt- ina er mynd- brotið sjálft.‘ Höfundur er nemi og fyrrverandi blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.