Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.listahatid.is Opin virka daga kl. 12 til 18, um helgar kl. 12 til 16. Sími 552 8588 – Miðasala á netinu á www.listahatid.is Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð Miðasalan Bankastræti 2: „Áhrifamesti flutningur sem ég hef orðið vitni að” – Guardian – Grand finale Miriam Makeba Stórtónleikar í Laugardalshöll á laugardagskvöld örfá sæti laus! Laugardalshöll 20. maí kl. 21.00 Miðaverð: 5.500 / 5.000 kr. „Kemst næst því að hlýða á englasöng á jörðu niðri” – Time Out, New York ájörðuniðri Búlgarski kvennakórinn Angelite á laugardag og sunnudag kl. 16.00 Hallgrímskirkja 20. og 21. maí. kl. 16.00. Miðaverð: 2.800 kr. Tónlist eftir hið þekkta ítalska tónskáld Nino Rota með Kammersveit Hafnarfjarðar. Hljómsveitarstjóri: Michele Marvulli. Einleikari: Domenico Codispoti Á efnisskrá m.a: svíta úr ballettinum „La Strada” og Konsert fyrir píanó og hljómsveit í e-moll. Kammersveit Reykjavíkur og þrír framúrskarandi einleikarar Ítalskurfuni íHafnarfirði Mozart 250 ára Einleikarar: Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Einar Jóhannesson klarinetta, Víkingur Heiðar Ólafsson píanó Efnisskrá: Píanókonsert nr. 25 í C-dúr, Fiðlukonsert nr. 4 í D-dúr og Klarinettukonsert í A-dúr. ásunnudag Hafnarborg Hafnarfirði 21. maí kl. 17.00 Kvikmyndasýning: Kvikmyndasafni Íslands 21. maí kl. 20.00, Fyrri sýning á La Strada í dag, 19. maí, kl. 16.00 Miðaverð á tónleika: 2.500 kr. La Strada –tónlist og kvikmynd Langholtskirkju 21. maí kl. 20.00. Miðaverð: 2.500 kr. Úr snotru húsi í austur-hluta bæjarins ómarítalska og streymir einsog iðuföll, eins og engin önnur tunga getur. Innandyra mæta mér tveir menn, alveg eins og ég hafði fyr- irfram gert mér í hugarlund: Ann- ar er stjórnandinn Michele Mar- vulli, í senn hlýlegur og hranalegur, eins og ekta ítalskur afi. Það sem eftir er af gráu hárinu er úfið, eins og vill svo oft gerast hjá listamönnum, og hann er með sígarettu í munnvikinu. Hinn er Domenico Codispoti, ungur maður og glæsilegur. Píanó- leikari sem gæti alveg eins verið kvikmyndastjarna. Þeir eru staddir hér á landi í tilefni Listahátíðar og á morgun, sunnudag, mun Marvulli stjórna Kammersveit Hafnar- fjarðar ásamt Codispoti í flutningi verka eftir ítalska tónskáldið Nino Rota á tónleikum í Hafnarborg. Samdi fyrir áheyrendur Rota er með þekktari nútíma- tónskáldum Ítala en Íslendingar þekkja hann kannski best fyrir samstarf hans og Federico Fellini, þar sem Rota átti heiðurinn að tónlistinni í mörgum kvikmyndum leikstjórans. Unnendur kvik- myndanna um Guðföðurinn kann- ast líka við Rota, sem hlaut ósk- arsverðlaun fyrir tónlistina sem hann samdi fyrir kvikmyndirnar. Michele Marvulli og Rota voru góðir félagar og nánir samstarfs- menn í fjóra áratugi: „Ég held að íslenskir áheyrendur muni kunna að meta tónlist Rota, því hann hafði alltaf hugfast að semja tónlist sem áheyrendum myndi falla í geð,“ segir Marvulli og undir- strikar allt sem hann segir með handahreyfingum, eins og Ítölum er lagið. Hann segir mér sögu af því hvernig Rota samdi: „Sín síðari ár vildi Rota hafa mig nálægt á kvöldin, þegar hann samdi, og hann lék fyrir mig litla búta og spurði mig álits. Ég ráðlagði hon- um kannski að breyta vissum hljómum, og hann gerði það. En hann hafði annan aðstoðarmann; gamla konu sem hann kallaði „litlu frænku“. Frænka litla þekkti ekk- ert til tónsmíða en hafði unun af tónlist, og hann bar undir hana það sem hafði verið breytt. Yf- irleitt kunni hún betur við fyrri út- gáfuna, og þá strokaði Rota um- svifalaust út allar breytingar.“ Ekta ítalskar hláturrokur heyr- ast úr húsinu langar leiðir þegar Marvulli segir söguna. Hann segist vitaskuld hafa amast við því að ráð hans skyldu hundsuð, enda voru hann og frænka litla sjaldan á sama máli, en Rota svaraði honum: „Fyrir mér ertu málsvari menning- ar og akademísks smekks, en hún er áheyrendurnir. Hvort er ég að skrifa fyrir þig eða áheyrend- urna?“ Nútímalegur, en ekki of Domenico Codispoti hefur mikið dálæti á tónlist Rota: „Hann semur á rómantískan hátt og með virð- ingu fyrir áheyrendum. Það er gaman að hlusta á tónlistina, en hún er samt ekki væmin eða óvönduð. Hann er rómantískur, en samt ekki sykursætur, heldur fág- aður og jafnvel glettinn. Tæknilega séð horfa verk Rota mjög vel við píanista. Hann beitir öllum mögu- legum stílbrögðum svo það felst vissulega áskorun í verkum hans, en hann gerir ekki hlutina flókna bara til að gera þá flókna.“ Mar- vulli tekur undir og kemst vel að orði: „Tónlist hans er nútímanleg, en samt ekki alltof nútímaleg.“ Ég spyr Marvulli nánar út í vin- skap hans og Rota, en kynni tók- ust með þeim þegar Marvulli var aðeins 5–6 ára gamall og Rota veitti honum tilsögn í tónsmíðum. Eftir stríð fór Marvulli frá Ítalíu, sem var í rústum, til að öðlast feril sem píanisti og kallaði Rota Mar- vulli svikara þegar hann sneri aft- ur til Ítalíu. Marvulli var þá að fal- ast eftir kennarastöðu við konservatoríum þar sem Rota fór með stjórn, og vildi Rota ekki sjá hann í vinnu hjá sér. Það varð þó úr að Marvulli fékk óspennandi kennarastarf og Rota hafði á hon- um nánar gætur. En tíminn lækn- aði sárin og Rota sá hve vel Mar- vulli starfaði og kallaði hann fyrr en varði burðarstólpa í starfi skól- ans. Sagan af sígarettupökkunum Marvulli á ótal skemmtilegar sögur af vináttu þeirra: „Rota var meinilla við reykingamenn,“ segir hann hlæjandi með sígarettuna í munnvikinu, „en leyfði mér að komast upp með ósiðinn. Rota vildi alltaf launa manni, jafnvel borga manni, fyrir góða tónlist. Hann keypti alltaf karton af Dunhill- sígarettum – sígarettunum mínum – þegar hann átti leið um fríhöfn- ina, en hann lét mig ekki fá allar sígaretturnar í einu. Þegar ég kom með góða tillögu í tónlistinni (og Marvulli lýsir látbragði Rota á leikrænan hátt) þá fór hann og sótti pakka og gaf mér að launum.“ Máttur tónlistarinnar Áður en ég kveð segir Marvulli mér eina af sínum uppáhaldssögum (og leyfir mér að kalla sig Mike). „Það var á tímum Krústsjofs og kalda stríðsins að Rota var fenginn til að dæma í Tsjajkovskí-tón- listarkeppninni í Moskvu. Þegar hann lendir á flugvellinum í Rúss- landi hefur hann týnt vegabréfinu. Landamæraverðirnir fóru auðvitað á límingunum, tóku hann höndum og gekk honum ekkert að malda í móinn. Það var ekki fyrr en þeir byrjuðu að róta í farangri hans að þeir fundu upptöku með tónlistinni úr Guðföðurnum og mynd af Rota með nafni hans undir. Þeir ráku upp stór augu, að sjá þarna uppá- haldskvikmyndina sína, hringdu nokkur símtöl og margbáðust af- sökunar þegar þeir slepptu Rota lausum. Aðalfrétt ítölsku blaðanna næsta dag var með stórum stöfum: „Máttur tónlistarinnar!“ því í fyrsta sinn höfðu reglurnar verið beygðar í Rússlandi og allt var það tónlistinni í Guðföðurnum að þakka. Rota gantaðist oft með þetta og þakkaði sínum sæla að hann hafði upptökuna meðferðis, því annars hefði hann eflaust end- að í Síberíu.“ Tónlistar- og kvikmynda- dagskrá í Hafnarfirði Á tónleikunum á morgun verða flutt verkin „Balli per piccola orc- hestra“ („Dansar fyrir litla hljóm- sveit“), konsert fyrir píanó og hljómsveit í e-moll „Piccolo mondo antico“ („Litli forni heimur“) og ballettsvítan „La Strada“. Síðastnefnda verkið útsetti Marvulli sérstaklega fyrir kamm- ersveitina og þess er gaman að geta að „Piccolo mondo antico“ var frumflutt 12. desember 1978 og krafðist Rota þess að Marvulli stjórnaði við það tækifæri, en lék sjálfur á píanóið. Tónleikarnir í Hafnarborg hefj- ast kl. 17. Þá sýnir Kvikmyndasafn Íslands í Bæjarbíói kvikmynd Fellinis, „La Strada“, með tónlist Nino Rota í dag kl. 16 og á sunnudag kl. 20. Dagskráin er samstarfsverkefni Listahátíðar, Hafnarfjarðarbæjar og í umsjón Stofnunar Dante Alighieri á Íslandi. Tónlist | Michele Marvulli og Domenico Codispoti á Nino Rota-tónleikum Kammersveitar Hafnarfjarðar á sunnudag Rómantískur og glettinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Domenico Codispoti og Michele Marvulli. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Morgunblaðið/ Schwarz-Mandozzi Nino Rota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.