Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SJÁLFSTÆÐISMENN á Seltjarnarnesi munu leggja til að öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára fái árlega úthlutað 25.000 kr. í formi sér- stakra tómstundastyrkja til að sinna uppbyggilegu tómstundastarfi. Styrk- urinn mun nýtast í hverskyns íþrótta-, lista- og tóm- stundaiðkun á höfuðborgarsvæðinu. Jafnrétti og raunveruleg kjarabót Markmiðið er að gera öllum á aldrinum 6-18 ára kleift að taka þátt í íþróttastarfi eða öðrum tómstundum óháð efna- hag fjölskyldunnar. Þetta fyrirkomulag verður stórt skref í átt að auknum stuðningi við barnafjölskyldur og raunveru- leg kjarabót. Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi munu ganga lengra en önnur sveitarfélög með því að bjóða hærri upphæð og hækka aldurinn. Það er staðreynd að Seltjarnarnesbær styður vel við bakið á íþrótta- félaginu og veitir hvað mestu fé til íþrótta- og æskulýðsmála af öllum sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn mun halda áfram að styðja fé- lagið og ekki verður dregið úr styrkjum til íþróttafélagsins þrátt fyrir tómstundastyrkina. Við eigum eftir að njóta ávaxtanna af því að veita tómstundastyrki. Þetta verður öflug forvörn í verki og kemur í veg fyrir neyslu á vímuefnum og dregur úr brottfalli t.d. vegna efnahags foreldra. Sjálfstæðismenn hafa á kjörtímabilinu eflt íþróttastarf og bætt verulega aðstöðu til íþróttaiðkunar á Seltjarnarnesi með uppbyggingu öflugrar íþróttamiðstöðvar og miklum endurbótum á sundlauginni sem er að ljúka. Gerð glæsilegs gervigrasvallar ásamt minni æfingavelli er á lokasprett- inum auk minni sparkvalla víðar um bæinn. Markmiðið er að aðgengi að íþrótta- og útivistaraðstöðu verði með því besta sem gerist á landinu. Öll aðstaða til útvistar og heilsueflingar hefur verið bætt til muna með frá- gangi á skipulögðum útvistarsvæðum, göngu- og hjólastígum. Ókeypis verður í Sundlaug Seltjarnarness fyrir eldri Seltirninga. Samstarf leik- skóla og íþróttahreyfingar verður aukið og markvisst. Stefna okkar Samstarf skóla og íþróttafélags verður eflt betur í tengslum við samfelldan skóladag. Upphitaður sparkvöllur verður á skólalóð Mýrarhúsaskóla. Stefnt er að því að sparkvöllur við Eiðismýri verði endurbættur, byggð verði glæsileg líkams- og heilsuræktarstöð í samvinnu við fagaðila, hlaupa- braut og áhorfendastúka verði byggð við nýja gervigrasvöllinn og að byggð verði innilaug við sundlaugina fyrir sundkennslu og ungbarnasund. Áfram verður stutt við bakið á íþróttafélögum í bænum, svo sem Gróttu, Nesklúbbinn og Trimmklúbb Seltjarnarness, með sérstökum þjónustu- samningum. Kannaðir verða möguleikar á gerð æfingavallar fyrir golf- áhugamenn og púttvallar fyrir eldri borgara á útivistarsvæðum utan hins friðlýsta svæðis. Skólahúsnæði verður opið fyrir klúbbastarfsemi og ung- lingahljómsveitir utan skólatíma. Góður árangur sjálfstæðis- manna í æskulýðsstarfi á Seltjarnarnesi Eftir Lárus B. Lárusson Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. VINSTRI græn í Kópavogi vilja að bærinn verði aftur félagshyggju- bær. Og hvað þýðir það í raun? Þýðir það að við ætlum að einblína á þá sem eru veikir, fatlaðir, aldr- aðir, fátækir, með geðraskanir og fíkniefnavanda? Það væri kannski full þörf á því, en auðvit- að er í fleiri horn að líta. Hins vegar vilj- um við öðruvísi sam- félag en það sem við höfum í dag, við viljum samfélag þar sem réttur fólks er jafn, sam- félag án aðgreiningar þar sem allir taki þátt hver eftir sinni getu, þar sem þjónustan er löguð að ein- staklingum, en ekki einstakling- arnir að þjónustunni. Við viljum samfélag þar sem heilbrigði og vel- ferð er í fyrirrúmi. Þar skiptir að- gengi miklu máli, aðgengi að þjón- ustunni og aðgengi að upplýsingum um hana. Notendur þjónustunnar eiga að vera með í að móta hana og þróa og einnig fagfólkið sem vinnur við hana. Þannig tryggjum við vel- ferð og raunverulegt lýðræði. Undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á heilsurækt og hvað fólkið sjálft geti gert til þess að halda heilsunni með líkamsrækt og mataræði, en nú hefur hugtakið geðrækt bæst við og kjörorðið „það er engin heilsa án geðheilsu“ þýðir að geðrækt sé jafnmikilvæg og lík- amsrækt og þyki jafn mikilvæg og hin atriðin. Með geðrækt er ekki látið nægja að takast á við geðrask- anir heldur er markvisst hlúð að geðheilsunni og því bægt frá sem ætla má að stefni henni í voða. Mikilvægt er að við séum meðvituð um eigið geðheilbrigði en stundum er það ekki nóg. Margir þættir í umhverfinu eru geðheilsunni í óhag þrátt fyrir að við séum svo lánsöm að búa við frið í ríku samfélagi. Láglaunastefnan og á stundum gríðarlegar kröfur til launþega kalla á langan vinnudag. Lítil börn eru með langan vinnudag og við- veru í leikskólanum. Streitan er mikil, áreitið líka og því miður búa allt of margir við ofbeldi af ýmsum toga. Við tölum mikið um rétt okkar til frelsis og hamingju, við tölum um velferðina en í raun er þörf á viðhorfsbreytingum, þar sem réttur barna er í forgangi, þau þurfa meiri tíma með foreldrunum. Vöggu- stofur eða stærri leikskólar eru engin töfralausn. Að gefa for- eldrum kost á að vera meira með börnum sínum er besta fjárfest- ingin og forvörnin. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á, að árið 2020 verði þunglyndi annað stærsta heil- brigðisvandamál í heiminum. Eins og geðheilbrigðisþjónustan þróast má búast við að meðferð og end- urhæfing flytjist í auknum mæli til sveitafélaga og nærsamfélagsins. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur líka bent á að nú sé runnin upp öld forvarna, við vitum orðið svo mikið um orsakir geðraskana að nú sé tímabært að vinna öllum árum að því að fyrirbyggja þær. Það getum við gert meðal annars með því að setja fram stefnu í málaflokknum, efla og samhæfa þjónustu við fólk, bæta skipulag og stórefla forvarnir. Vinstri græn í Kópavogi ætla að setja fram stefnu í þessum mála- flokki, á því er þörf, það eru hreinar línur. X-V 27. maí. Félagshyggjubærinn Kópavogur Eftir Guðbjörgu Sveinsdóttur Höfundur er geðhjúkrunarfræð- ingur og skipar 2. sæti V-lista vinstri grænna í Kópavogi. NOKKUÐ hefur verið rætt um uppbyggingu mið- bæjarins í Garðabæ að undanförnu. Eins og svo oft áður þegar um jafn stórt mál er að ræða fer umræðan á flug og staðreyndir skolast til. Undir lok síðasta kjörtímabils stóð Garðabær fyrir sam- keppni um skipulag á nýjum miðbæ. Sú hönnunarsamkeppni miðaðist eingöngu við svæðið í kringum Garðatorg. Fram komu afar áhugaverðar tillögur frá nokkrum aðilum. Á íbúaþingi þar sem málefni bæjarins í víðustu mynd voru tekin til skoðunar voru hugmyndir þessar skoðaðar. Eitt af þeim áherslu- atriðum sem þar komu fram voru hugmyndir um áherslu á uppbyggingu hrygglengju bæjarins frá Víf- ilsstöðum til sjávar. Í ljósi þess komu fram skoðanir um að miðbærinn einskorðaðist ekki eingöngu við Garðatorg heldur flæddi niður að Hafnarfjarðarvegi. Þess vegna voru tillögur í hönnunarsamkeppninni ekki nýttar. Fyrir tveimur árum var ákveðið að efna til samkeppni um samstarfsaðila um uppbyggingu með nýjum forsendum. Gengið var til samninga við fyrirtækið Klasa um að fyrirtækið gerði tillögur að nýjum miðbæ í Garðabæ. Samkvæmt samningnum átti Klasi að skila þessari vinnu við árslok 2005 en vegna breytinga á eignarhaldi og m.a. hversu umfangsmikið verkefnið er var ákveðið að framlengja tímamörk á skilafresti fyrirtækisins fram til septemberloka 2006. Við þekkjum sögu margra tilrauna hjá sveitarfélögum þar sem reynt hefur verið að byggja upp miðbæ. Ég nefni sem dæmi uppbyggingu Hamraborgar í Kópa- vogi. Í Garðabæ eins og annars staðar höfum við séð dæmi um aðila sem reynt hafa að byggja upp atvinnu- og þjónustustarfsemi án þess að heppnast. Bæjaryf- irvöld stýra ekki verslunar- og þjónustustarfsemi. Það gerir markaðurinn. Tillögur Klasa frá upphafi hafa snúist um blandaða byggð þar sem fyrirtækið hyggst selja frá sér íbúðahúsnæði en halda eftir atvinnu- húsnæðinu og setja inn þá verslunar- og þjónustu- starfsemi sem fyrirtækið telur að komi til með að ganga. Rétt er að taka fram að Garðabær er óbundinn af þeim tillögum sem fyrirtækið kemur fram með. Samkvæmt viðhorfskönnunum sem gerðar hafa ver- ið leggja Garðbæingar mikla áherslu á að fá miðbæ með ýmsa þjónustu og ég tek undir það. Þegar tillögur Klasa koma fram verða þær skoð- aðar gaumgæfilega með hagsmuni Garðbæinga að leiðarljósi. Við þurfum að bera virðingu fyrir þeirri starfsemi og þeim atvinnurekendum sem nú hafa starfsemi á Garðatorgi og finna lausnir þar að lút- andi. Síðast en ekki síst verðum við að halda áfram með gott samráð við íbúa á svæðinu. Taka má undir þau sjónarmið að þetta mál hafi tekið langan tíma. Fyrir því gildar ástæður. Það er hinsvegar ekki rétt sem fleygt hefur verið að Garðabær ætli sér að kaupa upp húsnæði Vistors og Hagkaupa né heldur að Garðabær muni gefa verðmætt byggingarland. Engar ákvarðanir eða áherslur hafa komið fram af hálfu sjálfstæðismanna hvað það varðar. Leggjum áherslu á að hraða skipulagsvinnu varðandi nýjan miðbæ og finnum samhljóm með íbúum og atvinnurekendum í málinu og tökum ákvarðanir til heilla fyrir bæinn okkar. Enn og aftur um miðbæ í Garðabæ Eftir Stefán Konráðsson Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. ÍHALDIÐ hefur ekkert gert í at- vinnumálum allt þetta kjörtímabil ef frá er talið ofuráhersla bæj- arstjórans á vík- ingaþorp og stál- pípuverksmiðju. Íhaldið byrjaði á að loka Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofu Suðurnesja (MOA), þar tapaðist mikil þekking sem gott hefði verið að hafa núna til að hjálpa okkur að vinna okkur út úr þeim vandamálum sem fylgja brotthvarfi hersins. Sparnaður Reykjanesbæjar við þessa lokun var sama og enginn þar sem stór hluti rekstrarkostnaðarins við MOA var greiddur af Byggða- stofnun. Með þessari aðgerð voru allar aðgerðir og þróun í atvinnumálum af hálfu sveitarfélagsins færð inn á borð eins manns og við súpum nú seyðið af því, eða öllu heldur þeir hátt í þúsund einstaklingar sem nú eru að missa vinnuna. Hér hefur ekkert verið gert til að laða að flugsækna starfsemi af hálfu sveitarfélagsins heldur er það Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., í eigu ríkisins, sem hefur staðið í stórræðum undanfarin ár og skap- að hundruð ný störf. Ekki hefur verið gert neitt átak í því að fá hefðbundin framleiðslu- og þjónustufyrirtæki af höfuðborg- arsvæðinu til að flytja sína kjarna- starfsemi hingað í ljósi ofurverðs á fasteignum í Reykjavík og nálægð- ar okkar við Reykjavík. Þarna liggja ómæld tækifæri sem íhaldið hefur ekkert mátt vera að að sinna vegna þess að allur krafturinn hef- ur farið í víkingaþorp sem mun kannski, ef vel gengur, veita 6–8 manns vinnu og stálpípuverksmiðju sem kom en kom samt aldrei, eða hvað? A-listinn er með lausnir A-listinn er með lausnir á þessu og ætlum við að opna alvöru Nýsköp- unarmiðstöð Suðurnesja í sam- vinnu við ríkisstjórnina, peningar verði fengnir með sölu hlutabréfa ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og þeim varið til atvinnuuppbyggingar hér á Suðurnesjum. Þetta er ekki óraunhæft eins og bæjarstjórinn hefur sagt, heldur þvert á móti eru til mörg dæmi um svona ráðstöfun á fyrirtækjum sem ríkið hefur átt á viðkomandi svæði sbr. steinullar- verksmiðjuna í Skagafirði. En sölu- andvirði hennar var varið til at- vinnuuppbyggingar og til eflingar háskólamenntun í Skagafirði. Einnig þætti okkur áhugavert að skoða með hvaða hætti hægt væri að nýta eitthvað af þessum pen- ingum til að draga úr því áfalli sem fólk verður fyrir nú í haust við að missa vinnuna. T.d. með endur- menntunarúrræðum og stofnun frumgreinadeildar við Fjölbrauta- skólann sem er lánshæft nám. Þá höfum við sagt að óskastaðan væri sú að sveitarfélög eins og Hafnar- fjörður, Garðabær og Kópavogur keyptu hlut ríkisins en með því myndi markaðssvæði hitaveitunnar stækka og hún eflast. Íhaldið hefur ekki staðið sig í Reykjanesbæ Eftir Eystein Jónsson Höfundur skipar 2. sæti á A-listanum í Reykjanesbæ. AFSTAÐAN til samgöngustefnu Reykjavíkurborgar kristallar muninn á félagshyggjuflokkunum sem bjóða fram til borgarstjórnar og Sjálfstæðisflokknum sem kennir sig réttilega við einstaklings- hyggju. Í borgarstjórn 16. maí var sam- þykkt ný samgöngustefna sem kallar á jafnrétti milli mismunandi samgöngu- kosta. Sjálfstæðismenn samþykktu ekki stefnuna þar sem þeir vildu auka tillit til einkabílsins og taka meira land undir umferðarmannvirki. Í dag fer 50% af landi borgarinnar undir götur og bíla- stæði og þykir mér og mörgum borgarbúum að komið sé nóg. Grátt umhverfi Sjálfstæðisflokksins Malbikið er grátt, steypan er grá og svifrykið er grátt. Ef það á að taka frekari tillit til einkabílsins og miða stærð samgöngumannvirkja við umferð á háannatíma þá er víst að grænu svæðin verða að víkja fyrir malbiki og steypu. Aukinn akstur leiðir til aukins svifryks og því má álykta að sjálfstæðismenn vilji gera umhverfið grárra komist þeir til valda. Það er þó ekki síður verra að gera lítið úr öryggisþætti samgöngustefnunnar. Sem dæmi þá valdi Guðlaugur Þór borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins að gera grín að reiðhjólanámskeiðum í skólum, að það þyrfti ekki að kenna skólabörnum að hjóla. Reiðhjólanámskeiðin eru þó í þeim tilgangi að auka öryggi hjólandi barna, kenna þeim öruggar hjóla- leiðir, að viðhalda og laga bremsur og tileinka sér önn- ur öryggisatriði á hjólunum eins og að nota hjálmanna rétt. Strætó er svarið, líka í Árborg Aukin notkun almenningsvagna er umhverfinu í hag og ekki síður heilsunni þar sem notkunin dregur úr loftmengun. Það er ekki að ástæðulausu að mælt er með því að almenningssamgöngur njóti a.m.k. jafn- réttis á við aðra samgöngumáta í nánustu framtíð. Til að svo geti orðið þarf að auka forgang strætó í umferð- inni og verður unnin framkvæmdaáætlun þess efnis á þessu ári. Þá þarf að efla ímynd strætó og er nú góður tími til þess þegar sátt hefur náðst um nýtt leiðakerfi. Jákvæð ímynd Strætó bs. eykst á sama tíma og strætó- samgöngur verða almennari á öllu stór höfuðborg- arsvæðinu. Nú þegar er keyrt á Akranes við mikla ánægju bæjarbúa, og viðræður eru við Reykjanesbæ, Hveragerði og Árborg. Íbúar Árborgar geta því án einkabílsins verið og þurfa ekki á skutli aðstandenda að halda. Sjálfstæðismenn vilja stuðla að heilnæmu umhverfi í borginni í orði, en vilja samt taka meira tillit til einka- bílsins. Þetta gengur ekki upp frekar en „velferðar- stefnan“ fyrir kosningar á sama tíma og Sjálfstæð- isflokkur í ríkisstjórn og nokkrum stærri sveitar- félögum sýnir viljann í verki gagnvart þeim sem þurfa á velferðarsamfélagi að halda. Ég vil búa í heilnæmri borg þar sem ekki verður tek- ið meira landrými en 50% undir bíla. Þess vegna þakka ég Reykjavíkurlistanum fyrir þessa stefnu sem er eitt af mörgum verkum okkar í borgarstjórn. Grátt umhverfi sjálfstæðismanna Eftir Björk Vilhelmsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi, í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.