Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 35
stöðvar Gestapo auk byrgisins þar sem Hitler batt enda á líf sitt. Segja má að lítil sem engin borg- arþróun hafi átt sér stað í Berlín í hartnær þrjá áratugi á meðan Múrsins naut við. Nú er öldin önnur og byggingakranarnir blasa við hvarvetna. Berlínarbúar eru svo sannarlega í byggingarham og Burkhard biður íslenska gesti sína að láta ekki blekkjast. „Þótt bygg- ingar líti út fyrir að vera ævagamlar er hér allt nýtt og enn er mikið verk óunnið. Berlínarbúar ætla innan fárra daga að taka í notkun glænýja járnbrautastöð og stórfyrirtækin Sony og Merzedes Benz hafa reist glæsihýsi í miðborginni sem þjóna m.a. sem verslunarmiðstöðvar og skrifstofubyggingar. Uppbyggingin er mest áberandi í kringum Potsda- mer Platz, sem einu sinni var fjöl- farnasta umferðartorg Berlínar og er nú á ný orðið miðpunktur borg- arlífsins með kaffihúsum, leik- húsum, galleríum, bíósölum, görð- um og gosbrunnum. Flestar byggingar umhverfis torgið voru jafnaðar við jörðu í stríðinu og síðar lá Berlínarmúrinn um torgið þvert þar sem mörk hernámssvæða Vest- urveldanna og Sovétmanna lágu um það. Berlínarbúar skilja brandara Tvöföld hellulögn í götum og gangstéttum markar staðsetningu Múrsins. „Við flýjum ekki fortíðina, svo mikið er víst. Mér er fullkunn- ugt um að Þjóðverjar eru ekki þekktir fyrir gott skopskyn, en ég skal trúa ykkur fyrir því að komist þið í tæri við kíminn Þjóðverja hlýt- ur hann að vera Berlínarbúi. Ég er ekki að segja þetta mér til fram- dráttar heldur var það nauðsynlegt fyrir borgarbúa hér að þróa með sér skopskyn til að komast af og þrífast í borginni á árum áður, hvort heldur sem var í austri eða vestri,“ segir Heyl, sem var fimm ára þegar Múr- inn birtist allt í einu fullskapaður. Nú þjónar Berlín sem höfuðborg Þýskalands og nú eru Berlínarbúar bjartsýnir, bætir leiðsögumaðurinn okkar við þegar við kveðjumst og höldum á vit söngleiksins Casanova í Friedrichstadtpalast. Auk sögusviðsins Berlínar hefur borgin upp á fjölbreytta menningu að bjóða, hvert sem litið er, og þessa dagana eru Berlínarbúar að und- irbúa sig fyrir heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu. Þrjú óperuhús eru starfandi auk fjölda leikhúsa. Aðlaðandi verslunarkjarnar hafa sömuleiðis sprottið upp víða um borgina, m.a. við Kurfürstendamm, Tauentzienstraâe, Potsdamer Platz Arkaden, Friedrichstraâsse og Al- exanderplatz. Þarna er að finna flottustu merkjavöru heims auk fjölda annarra verslana, sem versla með vöru á viðráðanlegra verði. Alls ekki má svo gleyma því að njóta kyrrðarinnar í Berlín því um þriðjungur af flatarmáli borg- arinnar er þakin grænum svæðum og vötnum. Upplagt er að rölta um garða og gróin torg eða taka sér far með fljótabáti á ánni Spree ef menn eiga leið um Berlín. Brandenborgar-hliðið í Berlínarborg. TENGLAR ..................................................... www.berlin-tourist-information.de www.friedrichstadtpalast.de join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 35 FERÐALÖG ustu af þessu tagi. Mjög falleg svæði eru í nágrenninu eins og Jökulfirðir og friðlandið á Hornströndum með sína eyðifirði, fjöll, víkur og voga auk Ísafjarðardjúps. Eins er nánast ekki neins staðar styttra að fara til austur- strandar Grænlands en frá Ísafirði eða um 180 sjómílur, að sögn Rúnars Óla Karlssonar hjá Skútusiglingum ehf. Skútan kom til hafnar á Ísafirði 9. maí eftir siglingu frá Bretlandi. Sigl- ingin gekk í alla staði vel og reyndist skipið frábærlega vel, að sögn Sig- urðar Jónssonar skipstjóra. Skútu- siglingar við Vestfirði og austurströnd Grænlands Í FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hafa verið teknar í notkun sex sjálfsafgreiðslustöðvar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir: „Farþegar geta nú valið um að innrita sig sjálfir á innan við mín- útu og valið sitt eigið sæti eða fengið hefðbundna þjónustu við innritun.“ Jafnframt kemur fram að einungis farþegar Icelandair geta nýtt sér þessa þjónustu þar sem um er að ræða svokallaðar „single airline“-afgreiðslustöðvar.  FLUGSTÖÐVAR Sjálfsafgreiðslu- stöðvar Icelandair
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.