Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 47
UMRÆÐAN
„HEYRÐU nú, mín heittelskaða
Gunna,“ sagði Jón bóndi alveg yfir
sig hrifinn yfir eigin ágæti og frá-
bærri hugmynd.
„Mér kom bara ekki
dúr á auga í nótt og
nú þurfum við bara
að leggjast yfir
þetta.“
Og svo fóru þau
að spekúlera. Sko,
þar sem ríkisstjórnin hefur lækkað
skatta á alla sem eru með 400–500
þúsund á mánuði en hækkað á hina,
þá er til ráð. Þeir vel stæðu gefa
þessu umönnunarfólki með lúsar-
launin það sem það þarf til þess að
skrimta og geta jafnframt horfst í
augu við það án þess að skammast
sín. Auðmennirnir geta bara grætt
enn meira og bætt sér upp tekju-
missinn með alls konar nefndar-
störfum og aukasporslum.
Losna við gamlingjana
Það er líka meira að græða á þessu
en peningar. Nefnilega það að losna
við að heimsækja þessi eldgömlu
ættmenni og eyða dýrmætum tím-
anum í að spjalla um daginn og veg-
inn. Þessir láglaunuðu geta bara
gert það. Þeir ríku gætu meira að
segja fengið sér einhverja unglings-
stúlku, eða gamlingja, til þess að
hlaupa með börnin á barnaheimilin
og fara með þau í allt það sem pass-
ar fyrir þá hátt settu. Í sund, fim-
leika, læra söng, hljóðfæraleik, golf
og svoleiðis. Þau geta líka sent þá
láglaunuðu, til þess að kaupa sund-
föt og nógu dýrar gallabuxur á
börnin svo þau séu ekki til skamm-
ar gagnvart öllum hinum sem eiga
sand af seðlum. Ekki veitti svo af að
senda afkvæmin á sumarnámskeið í
ensku, því að það er jú málið sem
„blívur“ fyrir tilvonandi „business-
menn“ Nei, athafnamenn er fínna
orð.
Stjórnvöld laga allt
Það vefst auðvitað ekki fyrir al-
þingi að kippa þessu öllu í liðinn, ef
allir vilja ekki vera alveg svona
gjafmildir. Ekki frekar en að laga
hið margumtalaða eftirlauna-
frumvarp fyrir æðstu menn þjóð-
arinnar. Það er auðvitað búið að
skipa nefnd. Allir vita hins vegar að
sumir sofa oft á verðinum og aðrir
fá alltaf kaup þótt þeir mæti aldrei
á fundi. Það væri ekki gott að lág-
launafólkið mætti aldrei í vinnuna,
þótt ekki væri nema til að skipta á
bleium á börnum og gamalmenn-
um.
En Pétur Blöndal er þó sá sem
hefur getað lifað á 50 þúsund krón-
um á mánuði. Hann vildi kannski
senda okkur uppskriftina hvernig
hann rekur bíl, borgar húsaleigu og
hvað hann borðar. Sjálfsagt borðar
hann bara hrísgrjónagraut í alla
mata eins og Steingrímur Her-
mannsson sagði þjóðinni að gera
þegar hún átta að spara.
En hver segir að þetta verði bara
ekki allt í lagi. Kosningaár fram-
undan, Allir lofa öllu fögru á okkar
ríka Íslandi þar sem peningar vaxa
á trjánum eða í áli.
Þeir ríku laga lúsarlaunin
Eftir Ernu V. Ingólfsdóttur
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og situr í miðstjórn Frjálslynda
flokksins.
Háskólanám í LBHÍ
grunnur a› framtí›
7
júní
Umsóknafrestur fyrir
skólavist 2006 / 07
Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000
www.lbhi.is
Umhverfisskipulag
Búvísindi
Náttúru- og umhverfisfræ›i
Skógfræ›i og landgræ›sla
Kynntu flér námslei›ir vi› LBHÍ,
www.lbhi.is
ENN og aftur neyðist ég til að
stinga niður penna og reka nokkrar
rangfærslur ofan í Gunnstein Sig-
urðsson bæjarfull-
trúa Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi.
Hann og félagar
hans í Sjálfstæðis-
flokknum seilast
helst til langt í því að
hagræða sannleik-
anum til að verja þann vonda gjörn-
ing sem samningur þeirra um upp-
kaup á hesthúsum á svæði
hestamannafélagsins Gusts er.
Staðreyndir málsins eru einfaldar
og tala sínu máli. Fjársterkir aðilar
gerðu aðför að íþróttafélagi í bæn-
um og byrjuðu að kaupa upp hest-
hús. Bæjarstjórn Kópavogs lýsti því
yfir öll að hún myndi standa við bak-
ið á hestamannafélaginu. En á sama
tíma áttu Gunnsteinn og Gunnar I.
Birgisson í leynilegum viðræðum við
hluta hestamannafélagsins um
flutning á félaginu og jafnframt áttu
þeir í viðræðum við fjárfesta sem
stóðu á bak við uppkaupsmenn.
Á sama tíma samþykktu bæjar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknar skipulag á Hnoðraholtssvæð-
inu sem gerði Glaðheimasvæðið
ónothæft sem hestamannahverfi.
Gustur mótmælti því af miklum
krafti og bæjarfulltrúar Samfylking-
arinnar tóku undir málflutning fé-
lagsins og studdi það dyggilega. Þá
taldi Gunnsteinn enga ástæðu til að
hlusta á hestamenn. Það er kannski
rétt að benda á að aldrei hafa eins
margir bæjarbúar mótmælt
skipulagshugmyndum eins og á
þeim tíma sem Gunnsteinn hefur
setið sem formaður skipulags-
nefndar.
Gunnsteinn, Gunnar og félagar
hafa lagt sig alla fram við að koma
til móts við hagsmuni nokkurra fjár-
glæframanna og tryggt þeim hundr-
uð milljóna króna í hagnað. Sam-
fylkingin stendur alfarið gegn slíku
og hefur alltaf gert. Við höfum stutt
Hestamannafélagið Gust og að það
hafi góða aðstöðu fyrir sína starf-
semi, Við viljum byggja upp góða
framtíðaraðstöðu fyrir félagið. En
við störfum fyrir opnum tjöldum og
tökum ekki þátt í baktjaldamaki.
Við hugsum um hagsmuni fólksins í
bænum en myljum ekki undir
braskara. Ef þau vinnubrögð verða
til þess að Gunnsteinn sendir mér
tóninn hér í Morgunblaðinu þá verð-
ur svo að vera. Hann hefur vondan
málstað að verja og málflutningur
hans í því hefur verið ótrúlegur.
Hann svaraði t.d. gagnrýni okkar á
hið háa verð á hesthúsunum með því
að spyrja af hverju hestamenn ættu
að slá hendinni á móti Land Cruiser
þegar þeim byðist hann! Hann ætti
ekki að hæla sér af samráði eftir það
sem á undan er gengið. Hann getur
heldur ekki haldið því fram að ekk-
ert sé athugavert við aðkomu hans
og bæjarstjórans að málinu.
Sveitarstjórnarlögin sýna annað
með skýrum hætti, Félagsmálaráðu-
neytið hefur staðfest vanhæfi bæjar-
stjóra á öllum stigum málsins við
undirbúning málsins og meðferð. Á
því leikur enginn vafi. Bæjarstjór-
inn og fylgismenn hans hafa gert lít-
ið úr vanhæfni hans og gefið þannig
þeim lagabókstaf sem á að tryggja
heiðarlega meðferð mála langt nef.
Almenningi í bænum er ljóst að í
öllu þessu máli eru allt aðrir hags-
munir en hagsmunir bæjarbúa og
hestamanna sem ráða ferðinni.
Gunnsteinn og félagar reyna að
breiða yfir það með því að skamma
mig.
Rangfærslur Gunnsteins hraktar
Eftir Flosa Eiríksson
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
KANN að vera að þessi fullyrðing sé nokkuð lang-
sótt? En sannleikurinn er nú sá að leikskólinn er sá
grunnur sem allt annað nám og önnur menntun bygg-
ist á og lengi býr að fyrstu gerð. Það er
því mikilvægt að tryggja góða leikskóla
og að börn almennt eigi jafnan kost á
leikskólagöngu án tillits til efnahags
eða annarra aðstæðna. Þannig hefur
það ekki alltaf verið og þannig er það
ekki enn í dag, í upphafi 21. aldarinnar!
Málefni leikskólanna hafa lengi verið
okkur vinstrimönnum hugleikin. Margir muna enn
ástand leikskólamála í Reykjavík þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn fór með meirihluta í borgarstjórn og
hvernig grettistaki var lyft í þessum málaflokki eftir
að félagshyggjuflokkar fengu umboð borgarbúa til að
stjórna borginni. Þá fyrst var giftum foreldrum og
sambýlisfólki heimilað að sækja um heilsdags leik-
skóladvöl fyrir börnin sín. Áður fengu börn foreldra
sem bjuggu saman aldrei meira en hálfsdagsdvöl. Árið
1994 voru aðeins um 20–30% rýma í leikskólum borg-
arinnar heilsdagsrými, í dag lætur nærri að þau séu
80–90%. Markvisst er stefnt að því að borgin geti boðið
öllum börnum 18 mánaða og eldri heilsdagsdvöl í leik-
skólum og er óhætt að fullyrða að nokkuð vel gangi að
ná því marki, þótt nokkuð vanti þar enn á, einkum í
yngstu hverfum borgarinnar.
Leikskólinn er nú viðurkenndur sem fyrsta skóla-
stigið og nú er orðið tímabært að þetta skólastig verði
foreldrum að kostnaðarlausu. Það eru í dag hærri
skólagjöld í leikskólum en einkareknum háskólum.
Við Vinstri græn teljum það ófært. Þegar hafa verið
stigin fyrstu skrefin í þá átt í Reykjavík að gera leik-
skólann gjaldfrjálsan og hafa barnafjölskyldur í borg-
inni því fengið miklar kjarabætur.
Það er grátbroslegt að fylgjast með viðbrögðum
minnihlutans í borgarstjórn og félaga þeirra á Al-
þingi, ekki síst fjármálaráðherrans, þingmanns
Reykjavíkur, við áformum um gjaldfrjálsan leikskóla.
Gremja þeirra yfir frumkvæði borgarinnar er með
ólíkindum. Enda hefur Sjálfstæðiflokkurinn í borgar-
stjórn lýst því yfir að hann styðji ekki gjaldfrjálsan
leikskóla, hann mun sem sagt snúa við af þeirri braut,
fái hann til þess umboð, og væntanlega leggja ný gjöld
á þá sem nú þegar hafa fengið umtalsverða lækkun
gjaldanna.
Vinstri græn settu fyrst stjórnmálaflokka fram
markmiðið um gjaldfrjálsan leikskóla. Sannleikurinn
er sá að það hefur kostað nokkurt átak að sannfæra
aðra um réttmæti þessa máls, jafnvel innan meirihlut-
ans í borgarstjórn Reykjavíkur. En dropinn holar
steininn og nú hafa aðrir flokkar tekið þetta stefnumál
VG og gert að sínu aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn. Það
er vel. Hins vegar er sú hætta yfirvofandi að horfið
verði frá áformum um gjaldfrjálsan leikskóla ef sjálf-
stæðismenn ráða för í borginni.
Vinstri græn munu berjast fyrir því að leikskólinn
verði að fullu gjaldfrjáls á næsta kjörtímabili og þann-
ig undirstrika að leikskólinn sé hornsteinn mennta-
kerfisins. Látum ekki Sjálfstæðisflokkinn koma í veg
fyrir það!
Leikskólinn er hornsteinn
menntakerfisins
Eftir Árna Þór Sigurðsson
Höfundur skipar 2. sæti V-lista
vinstri grænna í Reykjavík.
VELFERÐ fjölskyldunnar er eitt
af forgangsmálum VG í Mosfellsbæ
og þess vegna er brýnt að leikskóla-
gjöld verði felld nið-
ur í áföngum á
næsta kjörtímabili.
Vinstri grænir eru í
fararbroddi hvað
þennan málaflokk
varðar með því að
vera fyrsta stjórn-
málaflið sem vill að leikskólinn sé
gjaldfrjáls. Skólayfirvöld og al-
menningur líta svo á að leikskólinn
sé fyrsta skólastigið og það er tíma-
skekkja að sveitarfélögin innheimti
skólagjöld.
Viðhorf til leikskólans end-
urspeglast í þeim mismun sem gerð-
ur er með því að innheimta gjald af
foreldrum með börn á fyrsta skóla-
stigi en ekki þeim sem eru með börn
í grunnskóla og þessu vill VG
breyta.
Þess vegna mun VG í Mosfellsbæ
beita sér fyrir því á næsta kjörtíma-
bili að kennslu- og fæðisgjald í leik-
skólum verði fellt niður í áföngum
og jafnframt að gjald fyrir skóla-
máltíðir í grunnskólum verði nem-
endum að kostnaðarlausu. Þessi
málaflokkur varðar kjör barnafjöl-
skyldunnar þar sem um verulega
kjarabót er að ræða. Þessar áætl-
anir eru hreint ekki svo fjarstæðu-
kenndar og vinstri grænir sjá ekki
að 20% lækkun á leikskólagjöldum,
sem tekur gildi 1. maí n.k. hér í
Mosfellsbæ, jafni þann mismun sem
gerður er á leik- og grunnskólum
landsins.
Fyrir börn, sem eru í sex tíma
vistun í leikskólum Reykjavíkur, eru
greiddar 17.630 á mánuði. Hins veg-
ar borguðu foreldrar í Mosfellsbæ
21.450 á mánuði fyrir sama vistunar-
tíma sinna barna áður en lækkun
leikskólagjaldanna kom til sögunn-
ar. Námsmenn eru einnig betur
settir í Reykjavík, þar er veittur af-
sláttur ef annað foreldrið er í námi
en í Mosfellsbæ er einungis veittur
afsláttur ef báðir foreldrarnir eru í
fullu námi.
Það má öllum vera ljóst að fjöl-
skyldufólk, sem hyggst flytja í Mos-
fellsbæ, horfir í þennan mismun á
milli sveitarfélaganna. Neikvæður
samanburður mun ekki verða hag-
stæður fyrir bæjarfélagið. Það er
ekki nóg að kappkosta að bjóða upp
á barnvænt og aðlaðandi umhverfi
fyrir fjölskylduna. Ungt fólk, sem er
að fjárfesta í sínu fyrsta íbúðar-
húsnæði ásamt því að ala önn fyrir
börnum sínum, ber saman gjald-
tökur bæjarins við nágrannasveit-
arfélögin. Það er því keppikefli okk-
ar í VG að álögum bæjarins verði
stillt í hóf.
En hvað mun niðurfelling leik-
skólagjaldanna kosta bæjarsjóð? Í
dag eru um 120 börn í fimm ára ár-
ganginum og miðað við þá tölu væri
bæjarsjóður að verða af 28.314.000 á
ári. Það er hægt að stilla dæminu
upp á ýmsan hátt, lóðaverð í Mos-
fellsbæ hefur hækkað verulega hin
síðari ár og nemur útgjaldaaukn-
ingin um það bil söluverðmæti
tveggja einbýlishúsalóða. Þetta er
spurning um forgangsröðun og vilja
bæjaryfirvalda til að rétta hlut leik-
skólanna og jafnframt stuðla að því
að fjölskyldurnar nái betur endum
saman.
Gjaldfrjáls leikskóli í Mosfellsbæ
Eftir Bryndísi Brynjarsdóttur
Höfundur er myndlistarkona og
kennari, skipar 2. sæti á lista
vinstri grænna í Mosfellsbæ.
Fréttir
í tölvupósti