Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 73 STAÐFEST hefur verið að Nick Mason, trommuleikari Pink Floyd, komi til Íslands og spili á tónleikum Roger Waters, sem verða í Egilshöll 12. júní næstkomandi. Er ætlunin að hann spili í seinni hluta tónleikanna en sá hluti er flutningur á plötunni Dark Side Of The Moon eins og hún leggur sig og svo í uppklappslögum. Guðbjartur Finnbjörnsson hljóm- leikahaldari segir að heyrst hafi að Roger Waters hafi haft sambandi við bæði David Gilmore, gítarleikara Pink Floyd, og Rick Wright, hljóm- borðsleikara Pink Floyd, og boðið þeim að spila á nokkrum hljómleikum í hljómleikaferð sinni um Evrópu. Það sé þó ekki vitað að svo stöddu hvort þeir muni koma en Guðbjartur segist í stöðugu sambandi við um- boðsmenn erlendis vegna þessa. Guðbjartur segir að stærsta hljóð- kerfi, sem sett hefur verið upp á Ís- landi, verði notað á hljómleikunum, þar á meðal fullkomið 360 gráðu „surround“ kerfi. Það þýðir að stórir hátalarar verða settir upp um allan salinn. Mikil ljósasýning verður einn- ig á hljómleikunum og verður Roger sérstaklega með risaljósahring, sem einkennt hefur hljómleika Pink Floyd í gegnum tíðina. Þá má gera ráð fyrir einni stærstu sprengi- og flug- eldasýningu innanhúss, sem sést hef- ur á Íslandi. Miðasala er á midi.is og í Skífu- verslunum Reykjavík og BT á Akur- eyri og Selfossi. Tónlist | Nick Mason leikur með Roger Waters í Egilshöll Hálf sveitin til Íslands Það endar þó ekki með því að öll sveitin spili í Egilshöll? FYRR á öldum var vaninn að tón- listarflytjendur væru líka tónskáld, a.m.k. voru mörkin á milli þess að túlka tónlist og semja hana mun óljósari en þau eru nú. Í dag er sérhæfingin meiri, annaðhvort er maður tónskáld eða flytjandi, sjaldnast bæði. Ég man varla eftir að hafa heyrt íslenskt tónskáld frumflytja eigið verk, alltént eru þau teljandi á fingrum annarrar handar. Segja má því að dregið hafi til tíðinda í íslensku tónlistarlífi á mánudagskvöldið, en þá flutti kór- inn Hljómeyki átta verk og eina út- setningu eftir tónskáld sem öll eru félagar í kórnum. Efnisskrár á kór- tónleikum eru oft skelfilega hefð- bundnar og því er fagnaðarefni að aukið skuli við kórverkaflóruna með svo afgerandi hætti. Aðrir kórar mættu taka Hljómeyki sér til fyr- irmyndar. Flestar tónsmíðarnar voru í til- tölulega aðgengilegum stíl og er ekkert við það að athuga ef vinnu- brögð tónskáldanna eru fagleg. Sú var raunin hér. Örlög eftir Þóru Marteinsdóttur var fjörleg tónsmíð með vel ígrundaðri stígandi sem var afar grípandi, og Á Kili og And- ans maður eftir Skúla Hakim Mechiat voru sömuleiðis þægileg áheyrnar, enda snyrtilega sam- ansett verk með skondnum und- irtónum. Hins vegar komu Hrafnamál Hreiðars Inga Þorsteinssonar ekki eins vel út þrátt fyrir húmorinn í verkinu. Tónlistin leið fyrir nokkuð ómarkvissan flutning; stapp og klapp var ekki nægilega samtaka til að grínið skilaði sér til fulls. Sömu sögu er að segja um Bóthildar- kvæði Hildigunnar Rúnarsdóttur sem var fyrir fimm einsöngvara úr röðum kórsins; söngur þeirra var ekki sérlega vel mótaður og hefði tónlistin örugglega virkað meira spennandi ef einsöngurinn hefði verið í höndum atvinnufólks. Hin tónsmíðin eftir Hildigunni, Martröð við draugalegan texta Arnar Arnarsonar, var aftur á móti glæsileg; tónmálið var einfalt en áhrifamikið, enda skapaðist mögnuð stemning á tónleikunum. Gaman var líka að Gátum eftir Rúnu Esra- dóttur og Ljóð eftir Elínu Gunn- laugsdóttur var ákaflega seiðandi; framsækið tónmál hennar skapaði annarlegt andrúmsloft sem hæfði myrkum texta Stefáns Harðar Grímssonar fullkomlega. Loks verður að nefna útsetningu á þjóð- laginu Enn vil jeg einu sinni, en hana gerði Óttar Sæmundsen af stakri smekkvísi. Fyrir utan þá agnúa sem hér hafa verið nefndir var söngur kórs- ins undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar yfirleitt til fyrirmyndar á tónleikunum. Raddir kórfélaga voru hlýlegar og í góðu jafnvægi, notaleg fylling var líka í heildarhljómnum. Sömuleiðis var píanóleikur Arnar Magnússonar í fyrri tónsmíð Hildi- gunnar oftast pottþéttur. Óneitan- lega voru þetta skemmtilegir tón- leikar, og vonandi heldur kórinn áfram að skapa nýja tónlist. Syngjandi tónskáld TÓNLIST Ýmir Hljómeyki flutti átta verk og eina útsetn- ingu eftir kórfélaga. Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson. Píanóleikari: Örn Magn- ússon. Mánudagur 15. maí. Kórtónleikar Jónas Sen Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.