Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 73

Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 73 STAÐFEST hefur verið að Nick Mason, trommuleikari Pink Floyd, komi til Íslands og spili á tónleikum Roger Waters, sem verða í Egilshöll 12. júní næstkomandi. Er ætlunin að hann spili í seinni hluta tónleikanna en sá hluti er flutningur á plötunni Dark Side Of The Moon eins og hún leggur sig og svo í uppklappslögum. Guðbjartur Finnbjörnsson hljóm- leikahaldari segir að heyrst hafi að Roger Waters hafi haft sambandi við bæði David Gilmore, gítarleikara Pink Floyd, og Rick Wright, hljóm- borðsleikara Pink Floyd, og boðið þeim að spila á nokkrum hljómleikum í hljómleikaferð sinni um Evrópu. Það sé þó ekki vitað að svo stöddu hvort þeir muni koma en Guðbjartur segist í stöðugu sambandi við um- boðsmenn erlendis vegna þessa. Guðbjartur segir að stærsta hljóð- kerfi, sem sett hefur verið upp á Ís- landi, verði notað á hljómleikunum, þar á meðal fullkomið 360 gráðu „surround“ kerfi. Það þýðir að stórir hátalarar verða settir upp um allan salinn. Mikil ljósasýning verður einn- ig á hljómleikunum og verður Roger sérstaklega með risaljósahring, sem einkennt hefur hljómleika Pink Floyd í gegnum tíðina. Þá má gera ráð fyrir einni stærstu sprengi- og flug- eldasýningu innanhúss, sem sést hef- ur á Íslandi. Miðasala er á midi.is og í Skífu- verslunum Reykjavík og BT á Akur- eyri og Selfossi. Tónlist | Nick Mason leikur með Roger Waters í Egilshöll Hálf sveitin til Íslands Það endar þó ekki með því að öll sveitin spili í Egilshöll? FYRR á öldum var vaninn að tón- listarflytjendur væru líka tónskáld, a.m.k. voru mörkin á milli þess að túlka tónlist og semja hana mun óljósari en þau eru nú. Í dag er sérhæfingin meiri, annaðhvort er maður tónskáld eða flytjandi, sjaldnast bæði. Ég man varla eftir að hafa heyrt íslenskt tónskáld frumflytja eigið verk, alltént eru þau teljandi á fingrum annarrar handar. Segja má því að dregið hafi til tíðinda í íslensku tónlistarlífi á mánudagskvöldið, en þá flutti kór- inn Hljómeyki átta verk og eina út- setningu eftir tónskáld sem öll eru félagar í kórnum. Efnisskrár á kór- tónleikum eru oft skelfilega hefð- bundnar og því er fagnaðarefni að aukið skuli við kórverkaflóruna með svo afgerandi hætti. Aðrir kórar mættu taka Hljómeyki sér til fyr- irmyndar. Flestar tónsmíðarnar voru í til- tölulega aðgengilegum stíl og er ekkert við það að athuga ef vinnu- brögð tónskáldanna eru fagleg. Sú var raunin hér. Örlög eftir Þóru Marteinsdóttur var fjörleg tónsmíð með vel ígrundaðri stígandi sem var afar grípandi, og Á Kili og And- ans maður eftir Skúla Hakim Mechiat voru sömuleiðis þægileg áheyrnar, enda snyrtilega sam- ansett verk með skondnum und- irtónum. Hins vegar komu Hrafnamál Hreiðars Inga Þorsteinssonar ekki eins vel út þrátt fyrir húmorinn í verkinu. Tónlistin leið fyrir nokkuð ómarkvissan flutning; stapp og klapp var ekki nægilega samtaka til að grínið skilaði sér til fulls. Sömu sögu er að segja um Bóthildar- kvæði Hildigunnar Rúnarsdóttur sem var fyrir fimm einsöngvara úr röðum kórsins; söngur þeirra var ekki sérlega vel mótaður og hefði tónlistin örugglega virkað meira spennandi ef einsöngurinn hefði verið í höndum atvinnufólks. Hin tónsmíðin eftir Hildigunni, Martröð við draugalegan texta Arnar Arnarsonar, var aftur á móti glæsileg; tónmálið var einfalt en áhrifamikið, enda skapaðist mögnuð stemning á tónleikunum. Gaman var líka að Gátum eftir Rúnu Esra- dóttur og Ljóð eftir Elínu Gunn- laugsdóttur var ákaflega seiðandi; framsækið tónmál hennar skapaði annarlegt andrúmsloft sem hæfði myrkum texta Stefáns Harðar Grímssonar fullkomlega. Loks verður að nefna útsetningu á þjóð- laginu Enn vil jeg einu sinni, en hana gerði Óttar Sæmundsen af stakri smekkvísi. Fyrir utan þá agnúa sem hér hafa verið nefndir var söngur kórs- ins undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar yfirleitt til fyrirmyndar á tónleikunum. Raddir kórfélaga voru hlýlegar og í góðu jafnvægi, notaleg fylling var líka í heildarhljómnum. Sömuleiðis var píanóleikur Arnar Magnússonar í fyrri tónsmíð Hildi- gunnar oftast pottþéttur. Óneitan- lega voru þetta skemmtilegir tón- leikar, og vonandi heldur kórinn áfram að skapa nýja tónlist. Syngjandi tónskáld TÓNLIST Ýmir Hljómeyki flutti átta verk og eina útsetn- ingu eftir kórfélaga. Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson. Píanóleikari: Örn Magn- ússon. Mánudagur 15. maí. Kórtónleikar Jónas Sen Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.