Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 29
MENNING
SÝNINGARSALURINN í kjallara
Listasafns Einars Jónssonar á
Skólavörðuholti er trúlega með þeim
minnstu sem notaðir hafa verið til
tónlistarflutnings á höfuðborgar-
svæðinu eða aðeins um 20 sæta. Það
segir því ekki til um mikla aðsókn að
hann hafi verið sem næst fullsetinn á
tónleikum Laufeyjar Sigurðardóttur
og Elísabetar Waage á sunnudag.
Var aðsóknin þó vonum framar, að
því að Elísabet sagði við upphaf
leiks, miðað við óhagstæða tímasetn-
ingu og frábært útivistarveður.
Verkin voru að manni skildist öll
frumsamin fyrir hina óvenjulegu
áhöfn fiðlu og konserthörpu. Harpan
hefur þar rúma yfirhönd í styrk frá
náttúrunnar hendi, og veitir því ekki
af safaríkum fiðluhljómi til mótvæg-
is. Það átti því miður ekki við frekar
mjósleginn tón Laufeyjar, jafnvel
þótt fiðluröddin nyti sín talsvert bet-
ur í verki Daníels Bjarnasonar þökk
sé einkum fínlegum rithætti þess.
Að vísu var furðugóður endurómur
úr litla salnum þrátt fyrir smæð
hans, en það stoðaði jafnvæginu lítt,
þar eð harpan varð fyrir vikið helm-
ingi sterkari og víða nærri því
glymjandi.
Annars var ánægjulega létt yfir
dagskránni, er kalla mátti vandaða
sumarmúsík við hæfi. Tvíþætt són-
ata F.A. Boildieus (1775–1834), er
starfaði um skeið við hirð Rússakeis-
ara í Pétursborg, var í auðþekktum
vínarklassískum stíl. Fjórar árstíðir
[12’] Daníels út frá japönskum hæk-
um eftir Yosa Buson reyndist býsna
fjölbreytt verk, andríkt og dável
flutt, og af Deux Préludes Roman-
tiques eftir M. Tournier (1879–1951)
var sú fyrri ljóðræn og sæt en sú
seinni dreymandi áferðar.
Loks komu Tilbrigði um búlg-
arskt (þjóðlaga)stef eftir hinn lítt
kunna J.B. Beauchamp, er ku að
sögn trompetleiðari í einhverri sin-
fóníuhljómsveit. Skiptust þar á líð-
andi þrakneskar hjarðpípustemmn-
ingar og blóðheitir balkandansar, og
leiddi fjörlega samstillt túlkun
þeirra stallna hlustendur út í vorið í
sólskinsskapi.
Sumar-
músík í
safni
TÓNLIST
Listasafn Einars Jónssonar
Verk eftir Boildieu, Daníel Bjarnason,
Tournier og Beauchamp. Laufey Sigurð-
ardóttir fiðla og Elísabet Waage harpa.
Laugardaginn 14. maí kl. 16.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Í ANDDYRI Hallgrímskirkju sýn-
ir Sigrún Eldjárn málverkaraðir,
hálfgildings innsetningu sem hún
tengir lauslega Hallgrími Péturs-
syni og Passíusálmunum. Málverk
Sigrúnar eru landslagsmálverk
sem þó geta einnig vísað til sálar-
ástands eða andlegs landslags
enda hefur landslag í gegnum tíð-
ina mikið verið notað bæði sem lík-
ing fyrir guðdóminn og mátt Guðs
á jörð og sem lýsing á sálrænu
ástandi.
Sigrún vísar til Hallgríms Pét-
urssonar með því að mála brot úr
eiginhandarriti Hallgríms Péturs-
sonar frá 1659 inn á tvö verkanna,
annars vegar áritun Hallgríms, ár-
tal og nafn og hins vegar fyrstu
setninguna sem segir frá fyrsta
sálmi; „Um herrans kristí útgang í
grasgarðinn“. Að sögn Sigrúnar
sýna málverkin smáan gróður á
svörtum söndum og í þessu sam-
hengi má túlka slíkt myndefni sem
líkingu fyrir mátt Guðs sem fær
jafnvel eitthvað til að vaxa í eyði-
mörk. Þegar málverkin eru skoðuð
er myndefnið þó meira flæðandi og
svífandi en þetta gefur til kynna
og bakgrunnur sumra myndanna
minnti mig meira á djúp himin-
geimsins en svartan sand. Það er í
góðu samræmi við vísun hennar í
handrit Hallgríms að Sigrún setur
myndir sínar fram sem myndraðir
og ljær þeim þannig frásagnar-
kenndan blæ. Málaður textinn
minnir á sálma Hallgríms og einn-
ig má sjá líkingu með myndefninu,
smágerðum gróðrinum í eyðimörk-
inni, og sálmunum sjálfum. Sigrún
Eldjárn hefur mikla reynslu af
vinnu með samspil texta og mynda
og hér bregst henni ekki bogalistin
frekar en fyrri daginn. Þetta eru
ekki átakamiklar myndir hjá lista-
konunni en hugvitssamlega unnar
og uppsetning þeirra vandlega
ígrunduð. Þó gæti hver mynd hæg-
lega staðið ein og sér utan þess
samhengis sem verður óhjákvæmi-
lega til í kirkjunni. Sigrúnu tekst
hér á látlausan og hógværan máta
að gefa verkum sínum merkingu
og tengja þau íslenskri menning-
arsögu, á sama tíma standa mynd-
ir hennar ágætlega fyrir sínu sem
litlar landslagsmyndir með óræðu
ívafi.
Grös og jurtir grænar
MYNDLIST
Anddyri Hallgrímskirkju
Til 30. maí.
Málverk, Sigrún Eldjárn
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Ásdís
Frá sýningu Sigrúnar Eldjárn í anddyri Hallgrímskirkju.
Grill Kebab
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
18
3
7
600 g fituhreinsa› lambakjöt,
t.d. bógur e›a lærisnei›ar,
skori› í u.fl.b. 2-3 cm bita.
1/2 dl ólífuolía
safi úr einni sítrónu
Ra›i› kjötinu á pinna, pensli› me› Hoi Sin
sósu og strái› sesamfræjum yfir pinnana. Grilli›
í u.fl.b. 8-12 mín. og snúi› nokkru sinnum á
me›an. Bori› fram me› t.d. kús-kús og salati.
Setji› kjöti› í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa,
salvíu og óreganó og láti› standa í u.fl.b. 3 klst.
1 msk. salvía, smátt söxu›
1/2 msk. óreganó (ferskt), saxa›
Hoi Sin sósa (kínversk grillsósa,
fæst í flestum bú›um
3 msk. sesamfræ