Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
SUÐURNES
Grindavík | Grindavíkurbær og Sigl-
ingastofnun hafa gert samkomulag
við Almenna byggingafélagið ehf. um
að steypa bryggju á Svíragarði í
Grindavíkurhöfn og leggja lagnir.
Verktakinn var lægstbjóðandi í út-
boði og tekur verkið að sér fyrir rúm-
ar 47 milljóni r kr. en það er um sex
milljónum kr. undir kostnaðaráætlun.
Svíragarður er við fiskimjölsverk-
smiðju Síldarvinnslunnar hf. sem
eyðilagðist í bruna fyrir rúmu ári.
Engar ákvarðanir hafa verið teknar
um enduruppbyggingu verksmiðj-
unnar en bæjaryfirvöld ákváðu þó að
ljúka uppbyggingu bryggjunnar sem
byrjað var á meðan verksmiðjan var
enn í gangi. „Þetta er hluti af því að
halda þessum mannvirkjum í lagi. Við
erum vongóðir um að verksmiðjan
verði endurbyggð,“ segir Ólafur Örn
Ólafsson bæjarstjóri. Sverrir Vil-
bergsson hafnarstjóri segir að næg
not verði fyrir þessa bryggju. Það
vanti bryggjupláss fyrir bátana.
Bryggjan verði notuð til löndunar og
einnig til að skipa upp salti. Verklok
eru áætluð 1. september í haust.
Bryggja verður
steypt á Svíragarði
Njarðvík | Frumherji hf. efnir
til mótorhjóladags í samvinnu
við Bifhjólaklúbbinn Erni,
næstkomandi laugardag. Opið
verður hjá Frumherja í Njarð-
vík frá kl. 10 til 16.
Er þetta sjötta árið sem
þessi háttur er hafður á þar
sem mótorhjólakappar geta
komið með hjólin sín í skoðun á
laugardegi og um leið átt góða
stund með öðru hjólafólki.
Mótorhjóla-
dagur
Frumherja
Hveragerði | Niðurstöður
dómnefndar í samkeppni um
rammaskipulag byggðar aust-
an Varmár í Hveragerði
verða kynntar á morgun,
sunnudag, klukkan 14. Í kjöl-
farið verður opnuð sýning á
innsendum tillögum í bóka-
safni Hveragerðisbæjar í
verslunarmiðstöðinni Sunnu-
mörk.
Byggt á 80 hektara landi
Samkeppnin var samstarfs-
verkefni Eyktar ehf., Hvera-
gerðisbæjar og Arkitekta-
félags Íslands. Efnt var til
hennar í framhaldi af samn-
ingi Hveragerðisbæjar og
Eyktar ehf. sem undirritaður
var í febrúar sl. um skipulag
og uppbyggingu á 80 hektara
landsvæði austan Varmár í
Hveragerði.
Með samkeppninni var leit-
ast við að fá fram góðan
grunn að deiliskipulagi í sam-
ræmi við þau markmið sem
samningsaðilar settu sér um
yfirbragð og eðli byggðar á
svæðinu.
Valið á milli sex tillagna
Alls bárust sex tillögur inn
í keppnina, og mun dómnefnd
kynna niðurstöðu sína og af-
henda verðlaun við opnun
sýningarinnar sem verður op-
in til 2. júní næstkomandi.
Kynna
niðurstöð-
ur sam-
keppni um
skipulag
Barnaskákmót á Selfossi |
Hrókurinn og Landsvirkjun
standa fyrir barnaskákmóti á Hót-
el Selfossi sunnudaginn 21. maí
klukkan 14. Mótið er opið öllum
grunnskólabörnum og er þátttaka
ókeypis en fjölmörg verðlaun í
boði. Þá verður efnt til happ-
drættis, svo allir eigi möguleika á
vinningi.
Skráning keppenda hefst á Hót-
el Selfossi klukkan 13 á sunnudag-
inn. Tefldar verða sex umferðir og
er 7 mínútna umhugsunartími í
hverri skák.
Veitt eru verðlaun fyrir bestan
árangur barna í 1.–3. bekk, 4.–6.
bekk og 7.–10. bekk. Þrír efstu í
hverjum flokki fá verðlaunapening
og sigurvegari mótsins fær veg-
legan bikar.
Mótið á Selfossi er liður í syrpu
Hróksins og Landsvirkjunar
„Virkjum framtíðina – börnin eru
mikilvægasta auðlind Íslands“.
Landsvirkjun hefur stutt dyggi-
lega við barnastarf Hróksins í vet-
ur og búið er að halda hátíðir á
Akureyri og Selfossi.
Selfoss | „Kosturinn við þetta samstarf sem
byggist á samningnum er sá að unnið er saman
án tillits til stærðar fyrirtækja eða sveitarfé-
laga. Fyrirtækin sem eru í samkeppni geta
engu að síður átt samstarf á ákveðnum svið-
um,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og
viðskiptaráðherra meðal annars í ávarpi á
kynningarfundi á Hótel Selfossi í tilefni af út-
komu skýrslu um Vaxtarsamning fyrir Suður-
land.
Það er niðurstaða verkefnisstjórnar um
skýrsluna að Suðurland eigi sér mikla mögu-
leika til vaxtar og þróunar og aukinnar sam-
keppnishæfni, sem mun auka fjölbreytni og lífs-
kjör á svæðinu. Það er jafnframt mat
verkefnisstjórnar að fyrir árið 2020 verði íbúa-
tala Suðurlands komin í um 26.500, sem sam-
svarar árlegri fjölgun íbúa um 1,2%.
Gerður verði vaxtarsamningur
Tillögum verkefnisstjórnar er skipt í þrjá
flokka, uppbyggingu helstu byggðakjarna svo
sem Árborgarsvæðis, Vestmannaeyja og jað-
arsvæða, tillögur um að gerður verði vaxt-
arsamningur fyrir Suðurland og tillögur um
beinar aðgerðir á einstaka sviðum. Má þar
nefna menntun og rannsóknir, ferðaþjónustu og
menningu, matvælaframleiðslu og sjávarútveg
og loks samgöngur, þar sem tekið er undir allar
áherslur Samtaka sveitarfélaga svo sem um
fjögurra akreina veg milli Reykjavíkur og Sel-
foss. Markmið tillagnanna er fyrst og fremst að
auka hagvöxt svæðisins, fjölga atvinnutækifær-
um og treysta byggðakjarna á svæðinu.
„Ráðuneytið mun kalla eftir samráði viðeig-
andi aðila á næstunni, s.s. önnur ráðuneyti og
aðra aðila með það að markmiði að meta þessar
tillögur og hrinda þeim í framkvæmd eftir því
sem tilefni, möguleikar og aðstæður leyfa.
Samstillt átak sveitarstjórna, atvinnulífs og
ríkisvalds er nauðsynlegt til að skila árangri.
Ég tel æskilegt að vinna hratt og undirbúa
stofnun Vaxtarsamnings Suðurlands í samstarfi
við aðila á Suðurlandi og aðra. Með því að hefja
rekstur Vaxtarsamnings sem fyrst, er ábyrgð
þessara mála í meira mæli í höndum heimaaðila
á Suðurlandi og þannig á það að vera,“ sagði
Valgerður Sverrisdóttir.
Íbúar Suðurlands verða 26.500 eftir 14 ár
Selfoss | „Ég vil að verkið verði
sjálfu sér og staðnum til sóma. Það
er alltaf þannig að hver og einn sér
það sem hann vill sjá í þessu verki
sem öðrum. Það sem mér finnst
skemmtilegast er umræða og for-
vitni fólks. Ég vil gera fólk forvitið
en listsköpunin byggist á forvitn-
inni og það glatast mikið ef for-
vitnin hverfur og það er alveg á
hreinu að myndlist er fyrir alla,“
sagði Sigrún Ólafsdóttir, myndlist-
arkona frá Selfossi, en næstu daga
mun sérstök nefnd á vegum bæj-
arstjórnar Árborgar velja milli
tveggja tillagna hennar um lista-
verk sem komið verður fyrir á um-
ferðareyjunni á Tryggvatorgi á
Selfossi, við brúarsporð Ölfus-
árbrúar.
Sigrún vill að fólk njóti þess
listaverks sem valið verður á torgið
og hvetur alla til að tjá sig um
verkið þegar það er komið upp.
Verkið byggist á hreyfingu og eigi
líka að koma hreyfingu á hugann
og umræðu fólks.
Starfar í Þýskalandi
Sigrún ólst upp á Selfossi, fór í
menntaskóla í Reykjavík, síðan til
Bandaríkjanna sem skiptinemi og
lauk svo menntaskólanámi í Breið-
holti. Hún fór í Myndlista- og
handíðaskólann og hefur starfað í
Þýskalandi frá 1990 er hún fór
þangað í mastersnám í myndlist og
starfar nú í Saarbrücken þar sem
hún er með vinnustofu. „Ég hef
alltaf verið á leiðinni heim aftur en
örlögin voru þannig að ég fékk allt-
af fleiri og fleiri verkefni til að
vinna og þess vegna framlengdi ég
alltaf dvölina. Þetta voru verkefni
fyrir opinberar byggingar, banka
og stofnanir. Þarna úti get ég lifað
á list minni,“ sagði Sigrún sem hef-
ur haldið einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum í Þýskalandi.
Gerð var bók um verk Sigrúnar
sem ber heitið Force and Tender-
ness. Verkin voru á þremur sýn-
ingum auk verka sem hún hafði
gert áður. Í bókinni er fjallað um
verkin og einkenni listsköpunar-
innar sem Sigrún beitir. Á heima-
síðu hennar www.sigrun-olafs-
dottir.de er fjallað um hana sem
listakonu og þar segir Richard W
Gassen: „Hvort sem er í skúlptúr-
verkum eða teikningum, snúast
listræn kerfi Sigrúnar Ólafsdóttur
ævinlega um jafnvægi í hreyfingu,
um að jafna út andstæð lögmál, um
samruna hreyfingarleysis og
krafts. Alveg eins og mörg skúlpt-
úrverk hennar virðast standa í
óhugsandi jafnvægi, þannig styðja
einstakir þættir í myndum hennar
hver við annan.“
Hreyfing er
megininntakið
Sigrún verður hér á landi næstu
mánuði, til loka júlí, og vinnur þá
að því verki sem valið verður á
Tryggvatorg. „Þetta atvikaðist
þannig að ég var beðin að koma
með hugmyndir að listaverki á
torgið. Mín fyrsta hugsun var
hreyfingin en þetta er í alfaraleið
með mikilli umferð, síðan kemur
vindurinn, Ölfusá er í nágrenninu
með kraftinn í náttúrunni og það
er náttúran sem mótar okkur. Ég
hef unnið að þessum tillögum síðan
í nóvember. Ég vinn upp módel
sem verða að standast burðarþol
og því vinn ég í samstarfi við verk-
fræðinga og smiði,“ sagði Sigrún
en módel af verkunum tveimur eru
til sýnis í Bæjar- og héraðs-
bókasafninu á Selfossi. Annað
verkanna nefnist Strengur og hitt
Strókur. Hún segir verkin snúast
um hreyfingu og jafnvægi sem eigi
rætur að rekja til sérstöðu ís-
lenskrar náttúru sem sé sveiflu-
kennd og óútreiknanleg. „Jú, jú, ég
er líka í öðrum verkefnum, er til
dæmis með í verkefni sem byggist
á friðarvegi í gegnum Evrópu eftir
hugmynd Otto Freundlich,
„Strasse des Friedens.“ Vegurinn
verður varðaður listaverkum en
um er að ræða gönguleiðir og
hjólaleiðir.
Eitt leiðir af öðru
„Ég byrjaði í þessu sem krakki,
var alltaf að gera eitthvað og búa
eitthvað til. Það er mjög gefandi að
vinna við þessa listsköpun, ég fæ
ákveðinn stöðugleika út úr þessu,
þetta er krefjandi og togar mann
niður á miðjuna sem er upphaf
alls. Í þessari vinnu leiðir oft eitt
af öðru sem gerir þetta spennandi
og maður finnur fyrir mikilli
ánægju þegar vel tekst til. Bestu
verkin mín verða oft til í lok vinnu-
dags og þá fyllist ég krafti og eld-
móð, þegar hugmyndin kemur er
ekki annað hægt en takast á við
hana. Maður verður þá að hafa
seiglu til að gefast ekki upp, mér
finnst oft eins og það sé í þessu
einhver galdur sem nær tökum á
manni og maður losnar ekki úr
álögunum fyrr en maður hefur lok-
ið verkinu.
Erlendis finnst mörgum verkin
mín mjög norræn og að þau séu
full af krafti og minni á víkingaskip
í eiginleika sínum,“ sagði Sigrún
Ólafsdóttir.
Listsköpunin byggist á forvitninni
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Heima Sigrún Ólafsdóttir myndlistarkona með líkön af verkunum Stróki
og Streng sem valið verður um til að prýða Tryggvatorg á Selfossi.
Eftir Sigurð Jónsson
HLÍÐARHJALLI 61 - KÓP.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13-15
Í einkasölu sérstaklega falleg og rúm-
góð 2ja herb. útsýnisíb. á 2. h. í góðu
fjölbýli í á þessum vinsæla stað í suð-
urhlíðum Kóp. Eldhús með beykiinn-
réttingu. Stofa með útgengi á suður-
svalir með miklu útsýni. Herbergi með
skápum. Baðherb. með baðkari.
Parket og flísar. Í kj. er sérgeymsla
(líklega ekki með í heildar fmtölu.) Hús var málað að utan sl. sumar.
Ásett verð 15,9 millj.
VERIÐ VELKOMIN