Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 40
ast þarna fullt af vinum sem
hann haldi sambandi við í
dag. „Ég man eftir því að
það var ákveðinn hópur í því
að renna sér niður stóru
gluggatjöldin sem héngu inni
í andyrinu, það þótti hin
besta skemmtun, en var auð-
vitað ekkert vel liðið af
starfsliði skólans,“ segir
hann og viðurkennir með
semingi að hann hafi nú
örugglega einhvern tímann
sjálfur látið sig vaða þarna
niður.
„ÞETTA var svona gamaldags
skóli en gott að vera þarna,“
segir Hannes Smárason, for-
stjóri FL Group, en hann var í
Laugarnesskóla frá níu til tólf
ára aldurs. Hann segist eiga
góðar minningar úr skólanum,
stóri salurinn sé minnisstæður
og morgunsöngurinn. „Þetta
var allt í föstum skorðum, rað-
ir fyrir utan skólann, og svo
skólasöngur þar sem allir fóru
fram á gang,“ segir hann og
segist að sjálfsögðu hafa sung-
ið með. Hann segist hafa eign-
Renndi sér niður gluggatjöldin
40 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
DEMÓKRATAR Á UPPLEIÐ
Það sígur stöðugt áógæfuhliðina fyrir BushBandaríkjaforseta og
flokki hans, Repúblikana-
flokknum. Í haust verður kosið
til þings í Bandaríkjunum og
ekki hægt að útiloka þann
möguleika, að demókratar nái
meirihluta í báðum deildum
Bandaríkjaþings. Gerist það
má búast við sjálfheldu í
bandarískum stjórnmálum síð-
ustu tvö árin á kjörtímabili
Bush. Eini möguleiki hans til
að ná fram löggjöf á Banda-
ríkjaþingi verður að ná sam-
komulagi við þingmenn demó-
krata frá Suðurríkjunum og sá
stuðningur verður dýrkeyptur.
Þetta er annað en stefnt var
að í byrjun seinna kjörtímabils
forsetans. Þá var rætt um að
Bush hefði uppi þau metnaðar-
fullu áform í innanlandsmál-
um, að breyta bandarísku
þjóðfélagi á þann veg í anda
hægrimanna vestra að ekki
yrði til baka snúið. Að hann
mundi beita sér fyrir breyt-
ingum í innanlandsmálum, sem
yrðu hinar mestu frá dögum
Franklins D. Roosevelts. Nú
er ekki lengur talað þannig
enda augljóst að Bush hefur
ekkert bolmagn til að fram-
kvæma svo róttækar breyting-
ar í bandarískum innanlands-
málum.
Þingkosningarnar í haust
munu slá tóninn fyrir forseta-
kosningarnar að tveimur árum
liðnum. Í bandarískum fjöl-
miðlum er nú vaxandi umtal
um, að Hillary Clinton, eig-
inkona fyrrverandi Banda-
ríkjaforseta, sé komin langt
með að tryggja sér útnefningu
demókrata fyrir forsetakosn-
ingarnar 2008. Hún hafi í raun
unnið að því leynt og ljóst síð-
ustu árin að tryggja sér þá til-
nefningu. Ein meginforsenda
fyrir því, að tryggja tilnefn-
ingu annars hvors stóru flokk-
anna í Bandaríkjunum til for-
setakjörs er að viðkomandi
frambjóðandi hafi náð að safna
svo miklum fjármunum í kosn-
ingasjóð að hann geti háð
kosningabaráttu með þeim
hætti, sem dugar vestan hafs.
Af fréttum bandarískra fjöl-
miðla að dæma er Hillary
Clinton komin langt með þá
peningasöfnun.
Einn versti andstæðingur
Clintonhjónanna meðan Bill
Clinton sat á forsetastól var
fjölmiðlakóngurinn Rupert
Murdoch. Það hefur vakið
mikla athygli vestan hafs að
vel virðist fara á með Hillary
Clinton og Rupert Murdoch og
raunar svo vel, að hinn síð-
arnefndi hefur samþykkt að
taka þátt í fjáröflun hennar
vegna forsetakosninganna. Í
þessu sambandi er rifjað upp,
að óskráð samkomulag á milli
Murdochs og Tony Blair á sín-
um tíma hafi átt mikinn þátt í
því að Blair og Verkamanna-
flokkurinn náðu völdunum úr
höndum Íhaldsflokksins í
Bretlandi.
Murdoch virðist hafa til-
hneigingu til að stuðla að
breytingum á ríkisstjórnum,
þegar honum finnst nóg komið
af hægri stjórnum.
Framboð Hillary Clinton til
forsetaembættis í Bandaríkj-
unum mundi verða sögulegur
viðburður þar í landi. Kona
hefur hingað til ekki náð til-
nefningu annars stóru flokk-
anna í Bandaríkjunum.
Hillary Clinton er umdeild í
Bandaríkjunum. Hún er hötuð
af hægrimönnum með þeim
hætti að full ástæða væri til að
óttast um öryggi hennar í
slíku framboði. Hún er mikill
umbótasinni og ljóst af þeim
bókum sem skrifaðar hafa ver-
ið um forsetatíð eiginmanns
hennar að hún hefur skipað
sér í flokk mestu umbótasinn-
anna í Demókrataflokknum á
þeim tíma. Raunar eru margir
þeirrar skoðunar að stefnumál
hennar séu svo umdeild að
nánast sé óhugsandi að ein-
staklingur með hennar skoð-
anir geti náð kosningu í Hvíta
húsið.
Aðrir telja hins vegar, að
hún hafi á undanförnum árum
aðlagað stefnumál sín pólitísk-
um veruleika í Bandaríkjunum
til þess að hún eigi möguleika
á að ná kosningu til forseta-
embættisins. Þar með tekur
hún áhættuna af því að hrekja
frá sér vinstrisinnaða demó-
krata en eykur líkur á því að
hún nái til sín kjósendum, sem
hafa tilhneigingu til að kjósa
ýmist demókrata eða repúblik-
ana til forseta.
Hugsanlegt framboð Hillary
Clinton í forsetakosningum að
tveimur árum liðnum gerir það
að verkum að nýtt líf mun fær-
ast í bandarísk stjórnmál og
verður fróðlegt að sjá, hvaða
frambjóðanda repúblikanar
telja vænlegast að tefla fram
gegn þessari miklu baráttu-
konu, sem nú þegar hefur tek-
ið sér sæti við hlið Eleanor
Roosevelt, sem ein áhrifa-
mesta kona sinnar samtíðar í
Bandaríkjunum.
Skólahús Laugarnesskóla er að mörguleyti sérstakt og það prýða ýmsar list-skreytingar meðal annars eftir ÁsmundSveinsson og Jóhann Briem. Þar má
nefna mikið grindverk úr skeifnateini eftir Ás-
mund í forsal sem blasir við þegar gengið er inn í
skólann, höggmyndir eftir Ásmund, og 22 stór
málverk eftir Jóhann sem nú prýða ganga skól-
ans, en hann var lengi teiknikennari í skólanum.
„Skólinn er listaverk, það er eins og að koma
inn á safn þegar maður kemur hingað inn, lista-
safn og náttúrugripasafn,“ segir skólastjórinn,
Guðmundur Þór Ásmundsson. „Þetta umhverfi
er mjög þroskandi og ég tel mig vera heppinn að
vera skólastjóri við þennan skóla.“
Sautján manns í húsum sem nægja
ekki einni fjölskyldu nú
Um og eftir 1930 varð töluverð fólksfjölgun í
Reykjavík og byggð þéttist, og varð fljótt ljóst
að þörf væri fyrir nýjan skóla. Austurbæjarskóli
hafði tekið til starfa 1930 en ljóst var að koma
þyrfti upp nýjum skóla, austan við bæinn. Laug-
arnesskóli var þá reistur 1936 og teiknaði Einar
Sveinsson húsameistari bæjarins húsið.
Skólinn þótti á þessum tíma vera afskaplega
langt frá öllu, en þá náði byggðin að mestu ein-
ungis að Hlemmi. Skólabíll flutti krakkana í
skólann en kennurunum þótti líka heldur langt
að fara og því voru kennarahúsin við Hofteig
reist, að sögn Svanhildar Bogadóttur borg-
arskjalavarðar sem ásamt fleirum vann að sýn-
ingunni.
„Húsin þykja helst til lítil fyrir stóra fjöl-
skyldu nú á tímum en á íbúaskrám Reykjavíkur
sést að á þessum tíma bjuggu oftast þrjár og allt
upp í fjórar fjölskyldur í húsunum, eða um
sautján manns.“ Af þessu má sjá að húsnæð-
iskröfurnar hafa talsvert breyst.
Morgunsöngur á hverjum degi
Tónlist og leiklist hafa skipað stóran sess í skóla-
lífinu, þannig er enn þann dag í dag sungið á
hverjum morgni. Hringt er í morgunsöng eftir
fyrstu kennslustund og safnast nemendur þá
saman á sal. Sungin eru tvö lög og er lagaval
fjölbreytt. Stundum er dansað í staðinn fyrir
sönginn og einu sinni í viku er palladagskrá þar
sem einn bekkur sýnir skemmtiatriði sem
krakkarnir hafa æft. Þegar þau útskrifast fá þau
svo mynddisk með öllum atriðunum sem þau
hafa tekið þátt í.
Guðmundur segir að söngurinn og dansinn,
hafi mikið uppeldislegt gildi. „Þarna læra þau að
virða og meta framlag annarra, hlusta af virð-
ingu og tillitssemi og verða sjálf virkir þátttak-
endur. Maður finnur á krökkunum hvað þau
verða ófeimnari að koma fram og það að taka
„Skólinn er lis
Í dag er haldið upp á 70 ára afmæli Laugarnesskóla með pomp og pra
nú stendur yfir í skólanum má fræðast um hvernig lýsi var hellt í nem
fyrstu leiktækin komu og 17 manns bjuggu í kennarabústöðum sem n
Fyrstu leiktækin komu á skólalóðina í kringum 1950,
börnin leikið sér á skólavellinum. Mikil eftirvænting r
Í skólanum er sungið á hverjum morgni og hefur það
mundur Þór Ásmundsson skólastjóri morgunsöng.
KATRÍNA Mogensen, söngkona
hljómsveitarinnar Mammút, var
í sjöunda bekk í Laugarnesskóla
veturinn 2000-2001. „Ég var ný-
flutt frá Svíþjóð, svo það var
mikil breyting að koma í skól-
ann en mjög skemmtilegt. Morg-
unsöngurinn er eftirminnilegur,
manni fannst hann nú mis-
skemmtilegur eftir dögum, var
auðvitað með smá stæla þegar
maður var tólf ára og svona, en
svo er þetta auðvitað mjög
skemmtilegt eftir á.“
Hljómsveitin var stofnuð
tveimur árum eftir að hún útskrifaðist úr skól-
anum eða þegar krakkarnir voru fjórtán ára.
Allir meðlimir hennar voru í Laugarnesskóla
nema Arnar Pétursson gítar-
leikari sem var í Vogaskóla.
Katrína segir sér hafa
brugðið mjög fyrst þegar hún
kom í skólann og sá þar upp-
stoppuð dýr, meðal annars
ketti, en svo hafi hún vanist
þeim. „Þetta urðu svo bara eins
og styttur fyrir manni.“
Hún segir að palladagskráin
sem er þannig að einu sinni í
viku kemur hver bekkur fram
með skemmtiatriði sem hann
hefur æft, hafi verið frábær.
„Þetta var rosa skemmtilegt
og maður þurfti að koma fram fyrir allan skól-
ann. Það var góð reynsla að fá að sýna sig aðeins
og kenndi manni að koma fram.“
Gott að þurfa að koma fram