Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 53 KIRKJUSTARF Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík heimsækir Strandarkirkju SUNNUDAG kl. 12 verður farið frá Fríkirkjunni í Reykjavík með hóp- ferðabíl í árlega vorferð safnaðar- ins. Í ár förum við í Strandarkirkju, með viðkomu í Þorlákshöfn. Kl. 14 verður guðsþjónusta á veg- um Fríkirkjunnar haldin í Strand- arkirkju. Anna Sigríður Helgadótt- ir syngur einsöng ásamt því að leiða almennan safnaðarsöng með Carli Möller og Fríkirkjukórnum. Ný- fermd börn lesa ritningarlestra. Baldur Kristjánsson prestur Strandarkirkju segir sögu kirkj- unnar, en Fríkirkjuprestarnir Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása Björk Ólafsdóttir leiða guðsþjón- ustuna. Ása Björk prédikar. Messu- kaffi í T-bæ á eftir, útileikir fyrir börn á öllum aldri ef veður leyfir. Allir hjartanlega velkomnir. Siglfirðingamessa og kaffisamsæti í Grafarvogskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag kl. 13.30 verður hátíðarmessa á vegum Siglfirðingafélagsins. Þessi Siglfirðingadagur er hald- inn hátíðlegur í kringum 20. maí, en þann dag fékk Siglufjörður kaup- staðarréttindi. Séra Bragi Ingi- bergsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Vigfúsi Þór Árna- syni og séra Birgi Ásgeirssyni. Ritn- ingarlestra lesa Halldóra Jón- asdóttir og Jónas Skúlason. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Hörður Bragason. Þorvaldur Halldórsson syngur einsöng. Kaffisamsæti Siglfirðingafélags- ins verður að lokinni guðsþjónustu. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. Dagur aldraðra í Grensáskirkju Á UPPSTIGNINGARDAG, 25. maí, er að venju guðsþjónusta í Grens- áskirkju kl. 11 árdegis. Þátttak- endur í starfi eldri borgara lesa ritningarlestra en sr. Hans Markús Hafsteinsson, héraðsprestur, pré- dikar og þjónar fyrir altari. Val- gerður Gísladóttir, framkvæmda- stjóri ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma vestra og eystra og formaður ellimála- nefndar þjóðkirkjunnar, tekur einn- ig þátt í guðsþjónustunni. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng og org- anisti er Bjarni Jónatansson. Að guðsþjónustu lokinni er sam- eiginlegur málsverður í safn- aðarheimilinu. Þátttaka kostar 1.500 kr. og þátttakendur þurfa að skrá sig í síma 580 0800 í síðasta lagi þriðjud. 23. maí en allir eru vel- komnir. Barna- og unglinga- kórar Dómkirkjunnar SUNNUDAGINN 21. maí kl. 17 halda barna- og unglingakórar Dómkirkjunnar vor- og uppskeru- tónleika í Dómkirkjunni. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum átt- um, íslensk og erlend. Meðal efnis hjá yngri kór eru lög úr Disney- myndum en eldri kórinn mun flytja Messe bréve eftir Leo Delibes (1836–1891). Í lokin munu kórarnir svo syngja saman nokkur lög. Stjórnandi kóranna er Kristín Vals- dóttir en meðleikari Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti. Aðgangur er ókeypis. Súðvíkingar í Dómkirkjunni Í MESSUNNI sunnudaginn 21. maí kl. 11 taka þátt meðlimir Félags Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson sem þjónaði Súðvíkur- og Eyrarkirkjum árin 1977–89 messar. Kór og org- anisti kirkjunnar annast messu- söng. Tvö ungmenni sem ættuð eru úr Súðavík lesa ritningarorð, þau Fjalar Þór Rúnarsson og Guðríður Jóhannsdóttir. Á eftir verður kaffisamsæti í safnaðarheimilinu í Lækjargötu 14a. Álftfirðingar og Seyðfirðingar eru hvattir til að koma og sýna sig og sjá aðra, treysta böndin. Aðalsafnaðarfundur í Ásprestakalli AÐALSAFNAÐARFUNDUR verð- ur í Áskirkju sunnudaginn 21. maí nk. að aflokinni guðsþjónustu. Guðsþjónustan hefst kl. 11 og er minnt á, að það er frávik frá hinum hefðbundna messutíma. Þá verður boðið upp á léttar veitingar, súpu og brauð, áður en fundurinn hefst. Prestur guðsþjónustunnar verður sr. Karl V. Matthíasson. Organisti Kári Þormar og félagar úr kór Ás- kirkju annast sálmasöng. „Þriðja starfið“ rætt í Bessastaðakirkju SUNNUDAGINN 21. maí kl. 11 verður messa í Bessastaðakirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar og flytjur hugvekju um „þriðja starfið“. Þar verður til umfjöllunar vinnuálag á íslenskum fjölskyldum og hvernig við getum komið í veg fyrir að heimilið og uppeldi barna okkar verði að aukastarfi sem nýtur ekki virðingar og er unnið af tak- markaðri alúð. Á 21. öld eru flestir foreldrar í fullu starfi utan heimilis svo það er mjög mikilvægt að ræða þessar þjóðfélagsbreytingar. Fyr- irspurnir og umræður á eftir. Bjart- ur Logi Guðnason organisti mun leiða lofgjörðina ásamt Álftanes- kórnum. Sigríður Mjöll Björns- dóttir, nemandi við Tónlistarskóla Álftaness, leikur á víólu í messunni. Molasopi eftir athöfnina. Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar AÐALSAFNAÐARFUNDUR Hjallasóknar (Þorlákskirkja og Hjallakirkja) verður í Þorlákskirkju þriðjudaginn 23. maí og hefst með helgistund kl. 20. Venjuleg aðal- fundarstörf þ.m.t. skýrsla formanns og gjaldkera og kosningar. Rétt til fundarsetu eiga þeir íbúar sókn- arinnar (Þorlákshöfn og sveitin upp að Þurá) sem eru í þjóðkirkjunni. Á uppstigningardag verður ferð á vegum félags eldri borgara og Þorlákskirkju í Fella- og Hólakirkju þar sem séra Svavar Stefánsson þjónar. Brottför frá Þorlákskirkju og Egilsbraut 9 kl. 13. Heppilegt að skrá sig til fararinnar á Egilsbraut 9. Sóknarprestur – sóknarnefnd. Valgeir Guðjónsson í Seltjarnarneskirkju Sunnudaginn 21. maí kl. 11 mun Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður flytja falleg lög í guðsþjónustu í Sel- tjarnarneskirkju. Einnig verða af- hent verðlaun og úrslit tilkynnt í ritgerðasamkeppni sem staðið var fyrir í tengslum við listahátíð kirkj- unnar. Um 50 unglingar úr 8. bekk Valhúsaskóla skiluðu sögu eða ljóði sem hafði yfirskriftina „Kærleik- urinn fellur aldrei úr gildi“. Sálmar og söngvar guðsþjónust- unnar verða á léttum nótum. Ný- fermdir unglingar munu aðstoða við helgihaldið. Við hvetjum sér- staklega börn, unglinga og foreldra til að mæta og eiga góða stund sam- an. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonStrandarkirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.