Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 53
KIRKJUSTARF
Fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík heimsækir
Strandarkirkju
SUNNUDAG kl. 12 verður farið frá
Fríkirkjunni í Reykjavík með hóp-
ferðabíl í árlega vorferð safnaðar-
ins. Í ár förum við í Strandarkirkju,
með viðkomu í Þorlákshöfn.
Kl. 14 verður guðsþjónusta á veg-
um Fríkirkjunnar haldin í Strand-
arkirkju. Anna Sigríður Helgadótt-
ir syngur einsöng ásamt því að leiða
almennan safnaðarsöng með Carli
Möller og Fríkirkjukórnum. Ný-
fermd börn lesa ritningarlestra.
Baldur Kristjánsson prestur
Strandarkirkju segir sögu kirkj-
unnar, en Fríkirkjuprestarnir
Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása
Björk Ólafsdóttir leiða guðsþjón-
ustuna. Ása Björk prédikar. Messu-
kaffi í T-bæ á eftir, útileikir fyrir
börn á öllum aldri ef veður leyfir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Siglfirðingamessa
og kaffisamsæti
í Grafarvogskirkju
NÆSTKOMANDI sunnudag kl.
13.30 verður hátíðarmessa á vegum
Siglfirðingafélagsins.
Þessi Siglfirðingadagur er hald-
inn hátíðlegur í kringum 20. maí, en
þann dag fékk Siglufjörður kaup-
staðarréttindi. Séra Bragi Ingi-
bergsson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt séra Vigfúsi Þór Árna-
syni og séra Birgi Ásgeirssyni. Ritn-
ingarlestra lesa Halldóra Jón-
asdóttir og Jónas Skúlason. Kór
Grafarvogskirkju syngur, organisti
er Hörður Bragason. Þorvaldur
Halldórsson syngur einsöng.
Kaffisamsæti Siglfirðingafélags-
ins verður að lokinni guðsþjónustu.
Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja.
Dagur aldraðra
í Grensáskirkju
Á UPPSTIGNINGARDAG, 25. maí,
er að venju guðsþjónusta í Grens-
áskirkju kl. 11 árdegis. Þátttak-
endur í starfi eldri borgara lesa
ritningarlestra en sr. Hans Markús
Hafsteinsson, héraðsprestur, pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Val-
gerður Gísladóttir, framkvæmda-
stjóri ellimálaráðs
Reykjavíkurprófastsdæma vestra
og eystra og formaður ellimála-
nefndar þjóðkirkjunnar, tekur einn-
ig þátt í guðsþjónustunni. Kirkjukór
Grensáskirkju leiðir söng og org-
anisti er Bjarni Jónatansson.
Að guðsþjónustu lokinni er sam-
eiginlegur málsverður í safn-
aðarheimilinu. Þátttaka kostar
1.500 kr. og þátttakendur þurfa að
skrá sig í síma 580 0800 í síðasta
lagi þriðjud. 23. maí en allir eru vel-
komnir.
Barna- og unglinga-
kórar Dómkirkjunnar
SUNNUDAGINN 21. maí kl. 17
halda barna- og unglingakórar
Dómkirkjunnar vor- og uppskeru-
tónleika í Dómkirkjunni.
Á efnisskrá eru lög úr ýmsum átt-
um, íslensk og erlend. Meðal efnis
hjá yngri kór eru lög úr Disney-
myndum en eldri kórinn mun flytja
Messe bréve eftir Leo Delibes
(1836–1891). Í lokin munu kórarnir
svo syngja saman nokkur lög.
Stjórnandi kóranna er Kristín Vals-
dóttir en meðleikari Marteinn H.
Friðriksson, dómorganisti.
Aðgangur er ókeypis.
Súðvíkingar í
Dómkirkjunni
Í MESSUNNI sunnudaginn 21. maí
kl. 11 taka þátt meðlimir Félags
Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra.
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson sem
þjónaði Súðvíkur- og Eyrarkirkjum
árin 1977–89 messar. Kór og org-
anisti kirkjunnar annast messu-
söng. Tvö ungmenni sem ættuð eru
úr Súðavík lesa ritningarorð, þau
Fjalar Þór Rúnarsson og Guðríður
Jóhannsdóttir.
Á eftir verður kaffisamsæti í
safnaðarheimilinu í Lækjargötu
14a. Álftfirðingar og Seyðfirðingar
eru hvattir til að koma og sýna sig
og sjá aðra, treysta böndin.
Aðalsafnaðarfundur
í Ásprestakalli
AÐALSAFNAÐARFUNDUR verð-
ur í Áskirkju sunnudaginn 21. maí
nk. að aflokinni guðsþjónustu.
Guðsþjónustan hefst kl. 11 og er
minnt á, að það er frávik frá hinum
hefðbundna messutíma. Þá verður
boðið upp á léttar veitingar, súpu
og brauð, áður en fundurinn hefst.
Prestur guðsþjónustunnar verður
sr. Karl V. Matthíasson. Organisti
Kári Þormar og félagar úr kór Ás-
kirkju annast sálmasöng.
„Þriðja starfið“ rætt
í Bessastaðakirkju
SUNNUDAGINN 21. maí kl. 11
verður messa í Bessastaðakirkju.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar
og flytjur hugvekju um „þriðja
starfið“. Þar verður til umfjöllunar
vinnuálag á íslenskum fjölskyldum
og hvernig við getum komið í veg
fyrir að heimilið og uppeldi barna
okkar verði að aukastarfi sem nýtur
ekki virðingar og er unnið af tak-
markaðri alúð. Á 21. öld eru flestir
foreldrar í fullu starfi utan heimilis
svo það er mjög mikilvægt að ræða
þessar þjóðfélagsbreytingar. Fyr-
irspurnir og umræður á eftir. Bjart-
ur Logi Guðnason organisti mun
leiða lofgjörðina ásamt Álftanes-
kórnum. Sigríður Mjöll Björns-
dóttir, nemandi við Tónlistarskóla
Álftaness, leikur á víólu í messunni.
Molasopi eftir athöfnina.
Aðalsafnaðarfundur
Hjallasóknar
AÐALSAFNAÐARFUNDUR
Hjallasóknar (Þorlákskirkja og
Hjallakirkja) verður í Þorlákskirkju
þriðjudaginn 23. maí og hefst með
helgistund kl. 20. Venjuleg aðal-
fundarstörf þ.m.t. skýrsla formanns
og gjaldkera og kosningar. Rétt til
fundarsetu eiga þeir íbúar sókn-
arinnar (Þorlákshöfn og sveitin upp
að Þurá) sem eru í þjóðkirkjunni.
Á uppstigningardag verður ferð
á vegum félags eldri borgara og
Þorlákskirkju í Fella- og Hólakirkju
þar sem séra Svavar Stefánsson
þjónar. Brottför frá Þorlákskirkju
og Egilsbraut 9 kl. 13. Heppilegt að
skrá sig til fararinnar á Egilsbraut
9.
Sóknarprestur – sóknarnefnd.
Valgeir Guðjónsson í
Seltjarnarneskirkju
Sunnudaginn 21. maí kl. 11 mun
Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður
flytja falleg lög í guðsþjónustu í Sel-
tjarnarneskirkju. Einnig verða af-
hent verðlaun og úrslit tilkynnt í
ritgerðasamkeppni sem staðið var
fyrir í tengslum við listahátíð kirkj-
unnar. Um 50 unglingar úr 8. bekk
Valhúsaskóla skiluðu sögu eða ljóði
sem hafði yfirskriftina „Kærleik-
urinn fellur aldrei úr gildi“.
Sálmar og söngvar guðsþjónust-
unnar verða á léttum nótum. Ný-
fermdir unglingar munu aðstoða
við helgihaldið. Við hvetjum sér-
staklega börn, unglinga og foreldra
til að mæta og eiga góða stund sam-
an. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonStrandarkirkja.